Þjóðviljinn - 26.08.1976, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 26.08.1976, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 26. ágúst 1976 DJÖÐVIUINN MÁLGAGN SÖSÍALISMA, VERKALÝÐSHREYFINGAR V OG ÞJÓÐFRELSIS. (Jtgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Ritstjórar: Kjartan ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Karl Haraidsson Umsjón meö sunnudagsblaöi: Árni Bergmann Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Skólavöröust. 19. Sfmi 17500 (5 linur) Prentun: Blaöaprent h.f. HVER BER ABYRGÐ A EYMDINNII GRIMSBY OG HULL? 1 fréttatima sjónvarpsins i fyrrakvöld var birt viðtal við breska þingmanninn John Prescott. Það var býsna fróðlegt að hlýða á mál þessa breska þingmanns, sem ekki hikaði við að lýsa þvi yfir, að Efna- hagsbandalag Evrópu myndi tvimæla- laust beita okkur islendinga alvarlegum viðskiptaþvingunum ef islensk stjómvöld stöðvuðu rányrkju breta á íslandsmiðum þann 1. des. n.k., þegar núgildandi bráða- birgðasamkomulag rennur út. Þingmaðurinn breski, sem einnig á sæti á sameiginlegu fulltrúaþingi landa Efna- hagsbandalagsins tók fram, að ef is- lendingar neituðu frekari samningum um áframhaldandi veiðar breta hér, þá myndi Efnahagsbandalagið taka upp fyrri tolla- þvinganir gagnvart okkur á nýjan leik, og var Prescott óspar á að minna á, að við vestur-þjóðverja hefði verið samið til 1. desember 1977, og taldi enga sanngimi, að meina bretumað njóta a.m.k. sama „rétt- ar.” Þegar gengið var frá samningum við breta i vor, var á það bent, að alvarlegasti galli þeirra væri sá, að engin trygging væri fengin fyrir þvi, að bretar hyrfu endanlega af Islandsmiðum þann 1. des. n.k. þegar bráðabirgðasamkomulagið rennur út. Ýmsir þingmenn stjómar- flokkanna ekki sist Framsóknarflokksins, höfðu reyndar gefið um það mjög hátið- legar yfirlýsingar siðustu dagana áður en samið var, að án slikrar tryggingar kæmi alls ekki til mála að semja. Þau orð og eið- ar reyndust þó ekki skóbótarvirði þegar á hólminn kom, þvi alls enginn úr þingliði stjórnarinnar varð til að lýsa yfir and- stöðu að samningum gerðum. Af orðalagi samninganna og ummælum ráðherra, ekki sist utanrikisráðherra og sjávarútvegsráðherra er ljóst, að rikis- stjórn íslands stefnir að þvi þrátt fyrir allt, að ganga enn einu sinni til samninga um áframhaldandi veiðar breskra togara hér við land, og er fyllsta ástæða til fyrir alla þá, sem telja meira en nóg komið af rányrkju breta á íslandsmiðum að búa sig i stakk til að gera það sem i þeirra valdi stendur til að hindra nýja samningagerð við Efnahagsbandalagið um veiðar breta. Breski þingmaðurinn, John Prescott, lýsti í islenska sjónvarpinu með átakan- legum hætti ástandi atvinnumála i Grims- by og Hull. Ekki skal hér dregið i efa, að þær lýsingar séu nálægt lagi. Hitt má þessi þingmaður vita að með vandamál atvinnulifsins i Grimsby og Hull ber honum að snúa sér til stjórnvalda i London en ekki i Reykjavik. Það er ekki okkar islendinga að leysa vanda atvinnulifsins i Bretlandi. Sú tið ætti að minnsta kosti að vera liðin, að bresk kratastjórn geti haldið hlifiskildi yfir óhófssukki bresku yfir- stéttarinnar, en telji sig ekki geta brauð- fætt breskan verkalýð, nema með rán- yrkju á auðlindum annarra þjóða og stór- kostlegu arðráni erlendis i anda gamallar og nýrrar nýlendustefnu. Fyrir John Prescott, þingmann breska Verkamannaflokksins, sem með völd fer i London, væri það verðugt verkefni, að draga nokkurn spón sem um munar úr aski breskrar yfirstéttar til að tryggja hagsmuni verkafólks og sjómanna i Grimsby og Hull. Þar er af nógu að taka fyrir „Verkamannaflokk”, sem ætlaði sér að standa undir nafni, þvi að hvergi i nálægum löndum eru andstæður auðs og örbirgðar hrikalegri en einmitt i Bret- landi, þrátt fyrir „verkamannastjórn”. Nær væri fyrir „jafnaðarmanninn” John Prescott að ráðast þar á garðinn, heldur en vera að væla utan i okkur islend- inga svo smánarlega sem bretar hafa leitast við að grafa undan öllum lifs- bjargarmöguleikum islensku þjóðarinnar og gjöreyða fiskimiðum okkar. Allir vita, hvað sjávarútvegurinn gildir i þjóðarbúskap okkar islendinga, en það virðist ekki vera vanþörf á að minna á það einu sinni enn, að i breskum þjóðarbúskap er þáttur sjávarútvegs aðeins i kringum eitt prósent, og veiðar bretanna hér við land, að sjálfsögðu svo smávægilegur þáttur i þjóðarbúskap breta, að varla verður með tölum talið, — minni en svarar útgerð eins skips i búskap okkar islendinga. Nýlega hafa borist af þvi fréttir, að klak hafi i ár lánast betur hjá þorski og fleiri fisktegundum en siðustu árin. Vissulega gefur slikt vonir um að takast megi með skynsamlegum aðgerðum að byggja upp islenska þorskstofninn á ný. Fyrir þvi er þó siður en svo nokkur trygging, og fyrsta skilyrðið er að mikils hófs verði gætt við veiðar ókynþroska fisks á næstu árum. — Af öllum þeím þjóðum, sem stundað hafa veiðar á Islandsmiðum hafa bretar verið verstir hvað smáfiskadrápið snertir. Þannig komust fiskifræðingar að þeirri niðurstöðu fyrir nokkrum árum, að þótt bretar veiddu hér ekki þá nema 30% af heildarþorskaflanum, þá veiddu þeir samt um 50% einstakra þorska, vegna þess hvernig þeir mokuðu upp ungviðinu. Brýna nauðsyn ber til að bretum verði gert ljóst nú þegar, að eftir 1. des. n.k. fái enginn breskur togari að halda hér áfram veiðum. Sú þróunaraðstoð, sem okkur islendingum ber vissulega skylda til að láta i té á næstu árum, á ekki að renna til breta, þrátt fyrir Grimsby og Hull, heldur þangað, sem þörfin er enn brýnni. Lögleg fjársvik Aö undanförnu hafa eðlilega veriö miklar umræöur i dag- blöðunum um ávisanasvindl. Viröist nokkur hópur manna hafa komistupp með þaö árum saman aö svikja út úr banka- kerfinu verulegar upphæöir án þess aö greiöa af þeim vexti eöa annan kostnaö meö þeirri ein- földu aðferð að gefa út röö af svokölluöum gúmmitékkum. Jafnframt hefur heyrst aö i tengslum viö slika starfsemi hafi veriö stundaö okurlána- brask. Hvort það á viö um um- ræddan ávisanahring er ekki vitaö né heldur yfirleitt hversu þessum ávisanahringsem nú er til athugunar i sakadómi hefur veriö hagaö. Eölilega hefur margt fróðlegt komiö fram i umræöum siöustu daganna. Fyrst ber aö nefna þaö aöallirleggjast á eittum aö fordæma þann verknaö sem hér viröist vera á feröinni. En samt hefur einn lögfræöingur, hæsta- réttarlögmaöur raunar, vakiö athygli á þvi aö ekki sé endilega vist aö hér sé um lögbrot aö ræöa: ávisanareglurhérséusvo gloppóttarað alls ekkisé vistaö lög hafi skýr ákvæði um svindl af þvi tagi sem hér er til um- ræöu. Vekur þaö óneitanlega at- hygli á þvi hversu islensk lög- gjafarstarfsemi er vanþróuö og skammt á veg komin þegar slikt svindl er unnt aö stunda árum saman án þess aö fullvist sé aö þar sé um lögbrot aö ræöa. Kemur þaö þó engum á óvart aö þess konar göt sé aö finna i Islenskum lögum: undanfarna daga hafa blöö einmitt ritaö mikiö um þann löglega þjófnaö sem tilteknum aöilum liöst and- spænis skattheimtunni. Skatt- svikin eru oft á tlöum lögleg — og kannski ávisanasvindliö lika. Þaö er þvi nauösynlegt — hvaö sem kemur út úr rann- sókninni á ávisanahringnum — aö gera gangskör aö þvl aö breyta löggjöfinni þannig aö hún tryggi aö slik svikastarf- semi fái ekki aö viögangast stundinni lengur. Þangaö til slikt gerist verður ávisana- svindli, skattsvikum og þess háttar fjárplógsstarfsemi hald- iö miskunnarlaust áfram. Einkagróðinn og mannleg verðmœti Hitt mega menn gjarnan hafa I huga aö svindl og braskaf þessu tagi er aðeins rökrétt framhald á þvl þjóðfélagi sem hefur einkagróöann til vegs en traök- ar á mannlegum verömætum. Veröbólguæöið og neyslusýkin hefur spillt þjóðfélaginu svo mjög aö margur maöurinn missir fótanna og verður fórnardýr hins tryllta neyslu- kapphlaups. Forsendur hins spillta hugarfars og athafna liggja þvi I þjóðfélagsgeröinni sjálfri. Hitt er rétt, aö vökul viö- leitni Eilmennings til þess aö hefta braskarana getur haft jákvæö áhrif og þaö er hægt aö setja lög og reglur sem leggja stein I götu brasklýösins. Samkeppni síðdegisblaðanna í tengslum viö ávlsanasvindl- iö og Geirfinnsmáliö svonefnda hafa tiltekin blöö taliö sig sér- staka málsvara réttlætisins: þau heimta nöfn á borðið þegar I staö.þausendastarfsmenn slna I sakadóm til þess aö taka myndir af þýskum rannsóknar- manni og þau gera úlfalda úr mýflugu I hvert skipti: ,,slá upp” „fréttum” sem engar fréttir eru — allt er þetta gert undir þvi yfirskini aö blööin séu aö veita aöhald. Þaö er vissu- lega rétt aö blöðin eiga aö veita aöhald, en þau mega ekki nota sér sóöamál til þess aö auka sölu sina á þann hátt sem síö- degisblööin hafa gert. Sannleik- urinn er sá aö samkeppni síö- degisblaöanna hefur afskræmt allt þaö sem kallaö hefur veriö aöhald fjölmiöla: samkeppnin hefur gengiö út i tryllingsleg- ustu öfgar og mætti nefna mörg dæmi um þaö — einnig úr þeim alvarlegu sakamálum sem hér eru efst á baugi. Höfundur þessa pistils telur aö blöö eigi aö veita opinberum aöilum og einkaaöilum aöhald: það er lýöræöisleg skylda blaö- anna. Hitt er augljóst aö blöö mega ekki ganga svo fram i þessu að vinnubrögöin beinllnis spilli fyrir rannsókn málsins. Þekkt eru erlend dæmi þar sem sóöaleg „fréttamennska” hefur eyöilagt mannorö fólks, sem ekkert hefur til saka unniö. Sem betur fer hafa islendingar verið lausir viö blaðamennsku af þessutagi —en „Springer”-stíll síödegisblaöanna kemur Islenskri blaöamennsku á nýtt stig, lægra stig. Gróöakeppnin er þeirra leiöarljós — skltt meö mannleg verömæti. Þau stóru sakamál sem al- menningur ræöir mest um þess- ar mundir ber aö rannsaka STRAX og undanbragðalaust. Allur seinagangur er til ills — en ofstopablaöamennska hjálpar ekki til viö lausn málanna. Kaupfélögin innheimta Fyrir nokkru var þaö játaö i Tlmanum aö Samband Isl. sam- vinnufélaga og kaupfélögin styrktu Timann meö styrktar- auglýsingum istórum stil. Þetta hefur lengi legiö fyrir — en ald- rei fyrr veriö játaö I Timanum. Þessa misnotkun framsóknar- manna á samvinnuhreyfingunni ber að fordæma. Hitt er og fróölegt þegar kaupfélögin um land allt eru gerö aö einskonar innheimtu- deildum fyrir Timann. Gott sýnishorn af þess háttar fram- feröi birtist I Alþýðublaöinu um daginn. Þar er ársáskrift aö Tlmanum tekin af reikningi við- skiptamanns kaupfélags nokk- urs. —s. Úrklippa úr Alþýöublaöinu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.