Þjóðviljinn - 26.08.1976, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 26. ágúst 1976 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11
Skíðamót
um næstu
helgi í
Kerlingar-
fjöllunum
Um næstu helgi, laugardag 28.
ág. og sunnudag 29. ág. lýkur
starfsemi Skiðaskólans i Kerling-
arfjöllum i sumar með árlegu
skiðamóti skólans i svigi i öllum
aldursflokkum. Einnig verður
svonefnt Fannborgarmót fyrir 15
ára og eldri ef timi endist til og
veður leyfir. Austurrikismaður-
inn Helmut Maier verður meðal
keppenda en hann er nú við þjálf-
un keppnisfólks i Kerlingarfjöll-
um á námskeiði sem skólinn efnir
til i sambandi við skiðamótið.
Nú þegar eru um 70 þátttak-
endur á þjálfunarnámskeiðinu i
Kerlingarfjöllum og má búast við
fjölda skiðafólks þar efra um
helgina. Nafnakall veröur i Fann-
borgarskála kl. 12, laugardaginn
28. ágúst. Keppnisgjald er sem i
öðrum mótum og verða veitt
þrenn verölaun i hverjum aldurs-
flokki. Sigurvegari I Fannborgar-
mótinu hlýtur veglega styttu i
verðlaun.
Ennþá I fullu fjöri þessir fimm sem fyrir niu árum síðan voru i Valsliðinu sem þá sigraði i Islandsmótinu. Frá vinstri eru Hermann
Gunnarsson, Sigurður Dagsson, Halldór Einarsson, Bergsveinn Alfonsson og Alexander Jóhannsson.
Níu ára baráttu fimm-
meimmganna lokið
Þessir fimm harðsnúnu
Valsarar hafa i nfu ár barist i
rauðu peysunum fyrir
islandsmeistaratitli, en þeir
veru allir i liði Vals sem sigr-
aði I islandsmótinu eftir auka-
leik við Fram um islands-
meistaratitilinn.
Sigur Vals i islandsmótinu i
ár var svo sannarlega orðinn
langþráður og var fögnuður
þeirra mikill að leik ioknum.
Ekki verður haldið upp á
árangurinn með sérstakri við-
höfn i ár en ekki er ótrúlegt að
úr þátttöku þeirra i Evrópu-
keppni meistaraliða á næsta
ári veröi gerð hin myndarieg-
asta reisa.
Valur sigraði I þessu móti á
einni glæsilegustu markatölu
sem nokkurt lið hefur státað
sig af og svo sannarlega hafa
leikmenn liðsins sýnt það i
sumar að þeir verðskulduðu
titilinn öllum öðrum félagslið-
um fremur. Til hamingju
Valsmenn meö glæsilegan
árangur i sumar!
gsp
Br eið abliksmenn
komnir í stóran
hóp „mótmælenda”
Breiðabliksmenn hafa nú
skipað sér á bekk með öllum
þeim fjölda knattspyrnu-
manna sem á einn eða annan
hátt á bágt með að sætta sig
við þau vinnubrögð sem við-
höfð eru i herbúöum KSl. t
Þjv. igær birtíst langt bréf frá
knattspyrnumönnum Austra
sem telja sig hlunnfarna og i
sumar hafa hvað eftir annað
blossað upp reiðar raddir sem
ásakað hafa stjórn KSt og
hennar nefndir fyrir óeðlileg
vinnubrögð og jafnvel gróf-
lega mismunun.
Ástæðan fyrir óánægju
Breiðabliksmanna er sú, að
þeir telja sig hafa verið rang-
læti beitta i sambandi við bik-
arkeppni KSt og átta liða úr-
slitin i henni, en andstæðingar
þeirra voru KH-ingar. Sagan
er i stuttu máli þannig:
Aukaleikur Breiðabliks i 8-
liða úrslitunum gegn KR var
settur á með góöum fyrirvara
kvöldiö fyrir leik islands gegn
Luxemborg. Þaö var föstu-
dagskvöld 19. ágúst en tveim-
ur dögum fyrr átti Breiðablik
þýðingarlitinn leik gegn
Þrótti. Þangað var stefnt al-
gjöru B-liði Breiðabliks til
þess að spara mannskapinn
fyrir leikinn gegn KR i 8-liða
úrslitum. Rétt áður en mið-
vikudagsleikurinn gegn Þrótti
eru argir og reiðir
út i stjórn KSI og
nefndir sem henni
viðkoma
hófst tilkynnti KSÍ um frestun
bikarleiksins gegn KR. Vara-
lið Breiðabliks var engu að
siður látið spila eins og ákveð-
ið hafði verið. Breiðabliks-
menn tóku þessu þegjandi,
ekki orði hreyft til að mót-
mæla.
Liður og biður. Leik KR-
Breiðabliks er frestað til
kvöldsins i kvöld. Tveir leik-
menn KR, Halldór Björnsson
og Haukur Ottesen voru i leik-
banni, sem var heldur betur
bagalegt enda yfirlýst af KR-
ingum að þeir ætluðu sér að
leggja allt I sölurnar fyrir góð-
an árangur i bikarkeppninni,
ekki sist eftir að hafa misst
niður fyllilega verðskuldaðan
sigur yfir Breiðablik I fyrri
lcik liðanna i 8-liða úrslitun-
um.
Aganefnd KSI hefur i allt
sumar komið reglulega saman
á ÞRIÐJUDÖGUM. Vitaö var
að á fundi hennar i þessari
viku yrðu þeir félagar úr KR
dæindir i keppnisbann. Sann-
arlega bagalcgt fyrir KR
vegna hins mikilvæga leiks
sem framundan var.
En viti menn.... fundi aga-
nefndar er allt i einu flýtt! t
stað þess að koma saman á
þriöjudegi kl. fimm er nefndin
kölluð saman kl. þrjú sl.
mánudag, fundur haldinn i
skyndi og KR-ingarnir dæmd-
ir umsvifalaust i eins leiks
bann. Um kvöldið lék sið-
aii KR þýðingartausan leik
gegn tBK og tefldi fram vara-
liði sinu. Það var verið aö
spara mennina fyrir leikinn
gegn Breiðablik og aðeins
tveir fastamenn í A-liðinu
voru með. Magnús Guð-
mundsson markvörður meira
segja hafður fyrir utan völl.
Haukur og Halldór tóku þar út
sitt leikbann.
Astæðan fyrir frestun þessa
umtalaða leiks var á sinum
tima sú, að Knapp landsliös-
þjálfari var sagður á móti þvi
að láta leikmennina spila
kvöldiö fyrir landsleik og er
skýringin eðlileg og réttmæt.
Hins vegar var hann sjálfur
viðstaddur blm.fund þar sem
einmitt var spurt um þennan
leik og var þá talið i lagi að
hafa þennan leik á umræddu
kvöldi vegna þess hve sérstak-
lega stóð á. Þeirri ákvörðun
Framhald á bls. 14.
Breiöablik og KR verða að leika að nýju i kvöld en f fyrri leik liðanna
varð jafnt 1-1 eftir mikla óheppni vesturbæjarliösins. Myndin er tekin I
þeim leik og sést nýja áhorfendastúkan i Kópavogi I smiðum.
Tveir leikir í
bikarkeppn-
inni í kvöld!
1 kvöld fara fram tveir leikir i
Bikarkeppni KSI. Breiðablik leik-
ur aukaleik við KR i 8-liða úrslit-
unum og fer leikurinn fram á
Laugardalsvelli. Fyrri leik lið-
anna lauk með 1-1 jafntefli eftir
framlengdan leik en á siðustu
minútum framlengingarinnar
jafnaði Haukur Ottesen fyrir
Breiðablik með sjálfsmarki. KR-
ingar voru i meira lagi óheppnir i
þessum leik og töpuðu niður vinn-
ingi sem fvlliiega hefði veriö
verðskuldaður ef tekið er mið af
gangi leiksins og marktækifær-
um. Er ekki að efa að i kvöld á að
hefna ófaranna i Kópavogi i fyrri
leik liðanna. Bæði liðin hafa
undirbúið sig vel fyrir leikinn,
hvilt sina bestu menn o.s.frv.
Hinn leikurinn fer fram i
Hafnarfirði og hefst kl. 18.30. Þar
leika i f jögurra liða úrslitunum lið
FH og skagamanna. Sigurvegar-
inn fær siðan rétt til að leika
úrslitaleikinn i mótinu. FH sigr-
aði Þrótt Neskaupstað eftir
mikinn barning með 2-0 i 8-liða
úrslitunum og komu norðfiröing-
ar skemmtilega á óvart með
góðri frammistöðu sinni og óbil-
andi baráttuvilja i þeim leik.
Höfðu þeir i fullu tré við hafnfirö-
ingana þar til i lokin að úthaldið
brast og heimamenn skoruðu
mörkin sin tvö. Skagamenn sigr-
uðu keflvikinga auöveldlega 3-1 i
8-liða úrslitunum og eru óneitan-
lega sigurstranglegir i kvöld. En
einu sinni enn...i bikarkeppni get-
ur allt gerst.
—gsp