Þjóðviljinn - 26.08.1976, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 26.08.1976, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 26. ágúst 1976 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 Frakkland: Stjórnin baðst lausnar í gær Lítt þekktur maður útnefndur forsœtisráðherra Þessi mynd sýnir hvernig franska háðblaöiö „Le Canard enchainé” hugsaöi sér afsögn Chiaracs, en hann var nýkominn heim frá Tokio þegar sagt var frá ágreiningi milli hans og forsetans. „Þetta var sent til yöar meöan þér voruö burtu”, segir þjónninn. París 25/8 - Jacques Chirac, forsætisráðherra Frakklands baöst í dag lausnar fyrir sig og ráðu- neyti sitt vegna skoðana- ágreinings við Giscard d'Estaing forsætisráð- herra. Skömmu síðar var tilkynnt að forsetinn hefði útnefnt Raymond Barre, DUBLIN 25/8 — Ríkis- stjórn irlands hefur nú i undirbúningi neyðarlög til þess að herða baráttuna gegn írska lýðveldishern- um og öðrum neðanjarðar- samtökum skæruliða, og munu þau lög koma fyrir þingið, sem kemur aftur saman til fundar næsta þriðjudag. Búist er við því að lögin verði samþykkt en mæti samt talsverðri mót- stöðu vegna þess að þau nema úr gildi ýmis mann- réttindi. Samkvæmtþessum lögum, sem eiga aö koma á e.k. neyöar- ástandi á trlandi, fá her og lög- regla aukin völd til húsleitar og handtöku, og hægt veröur aö fangelsa án dóms og laga þá menn sem grunaöir eru um þátt- töku i skæruliðasamtökum. Reynt að semjaum55. vopnahléið í Líbanon BEIRUT 25/8 — Fulltrúar rikja arababandalagsins héldu I dag fundi meö fulltrúum deiluaöila i Libanon til aö reyna aö komast aö samkomuiagi um vopnahlé. Hingaö til hefur veriö samiö um 54 vopnahlé, en þau hafa öll fariö út um þúfur þegar i staö. Sam- komuiag um aö stööva skothriö á ibúöarhverfi i Beirut virtist einnig ætla aö mistakast i dag. Hassen Sabri al-Kholi, fulltrúi arababandalagsins hélt i dag fund meö leiðtogum vinstri manna i Libanon og palestinuaraba I vesturhverfi Beirút, og sagöi útvarp hægri manna aö hann gæti rætt viö leiö- toga þeirra á morgun. Kholi kom til Libanons i dag eftir tiu daga ferö til Kairo og Damskus, og var koma hans nú talin merki um aö hann væri enn bjartsýnn á aö eitt- hvaö væri hægt aö gera. 1 nótt var allt rólegt i Beirut, eftir aö foringi herliös araba- bandalagsins samdi viö leiðtoga beggja deiluaðila i gær um að hætta skothriö á ibúðarhverfi borgarinnar, en skothriöin hefur nú staðið yfir i ellefu daga sam- fleitt. Eftir hádegi I dag hófu hægri sinnaöir hermenn þó aftur skothriö á hverfi vinstri manna i Beirut. sem var utanríkis- verslunarráðherra í stjórn Chiracs, sem forsætisráð- herra. Raymond Barre er ekki gaullisti, og er þetta i fyrsta skipti í átján ár sem forsætisráðherra Frakk- lands er ekki úr þeim flokki. Telja frönsk blöð að þetta kunni að boða endinn Einnig leggja lögin tiu ára fang- elsisrefsingu viö aö skipuieggja skæruliðastarf eöa hvetja menn til aö styöja skæruliöasamtök eins og IRA. Stjórnin hefur haft þessi lög i undirbúningi siðan breski sendi- herrann i Dublin var myrtur, en þau eru þó harðari en almennt var búist við. Breska stjórnin og ýmsir stjótnmálamenn á Noröur- írlandi hafa þegar lýst yfir vel- þóknun sinni á þessu lagafrum- varpi. Hins vegar hefur stjórnar- andstööuflokkurinn Fianna fail gert ýmsar athugasemdir viö það og flokkurinn Sinn fein, sem fylg- ir IRA aö málum, hefur fordæmt þaö. Talið er aö Fianna fail muni þó ekki greiða atkvæði gegn neyöarlögunum , heldur bera fram ýmsar breytingartillögur. Ýmis blöð draga i efa réttmæti þess aö setja á svo hörö neyðar- lög. á veldi gaullista í Frakk- landi. Með afsögn Chiracs og út- nefningu Barres sem forsætisráð- herra er bundinn endi á tiu daga óvissu og kviksögur i Frakklandi, en það gerist á þann hátt, sem fæstir hafa vafalaust búist við. Raymond Barre, hinn nýi for- sætisráöherra, er nefnilega al- gerlega óþekktur maður i Frakk- landi og hafa langflestir ibúar landsins sennilega ekki heyrt hann nefndan fyrr en i dag. Hann er hagfræðingur og var um stund haskólakennari og átti einnig sæti i Efnahagsbandalagsnendinni i Brussel. Hins vegar er hann ekki flokksbundinn og skipti sér ekkert af frönskum stjórnmálum fyrr en hann var skipaður i embætti utanrikisverslunarráöherra i stjórn Chiracs i janúar, en þaö er eitt af minni háttar ráðherra- embættum, sem sérfræðingar eru oft skipaöir I fremur en stjórn- málamenn. Siöan hefur hann þó ekkert veriö i fréttum, og er hæpiö að nokkurn tima hafi jafn óþekktur maöur orðið forsætis- ráöherra Frakklands siöan 1962, þegar de Gaulle skipaöi Georges Pompidou, sem þá var alveg óþekktur, i þaö embætti. Olli þaö svo mikilli óánægju þingmanna þá, aö þeir samþykktu vantraust á Pompidou. Skipun Barre i em- bætti forsætisráðherra nú þykir benda til þess að Giscard hyggist taka stjórnartaumana i sinar hendur i enn rikara mæli en áöur. Talsveröur aðdragandi hefur veriðaö þessum stjórnarskiptum. Vegna óljósra oröa stjórnarskrár Frakklands um valdsvið forseta og þings, sem gerir þaö aö verkum aö engar skýrar reglur eru um þaö hvor aðilinn eigi aö ráöa ef til deilna kemur, er alltaf hætta á kreppu ef forseti landsins er ekki jafnframt leiötogi stærsta flokksins. Gaullistar eru i meiri- hluta á þingi, en Giscard d’Estaing, sem komst til valda m.a. fyrir tilstilli gaullistans JÓHANNESARBORG 25/8 — Hópar Súiú-manna hlupu um göt- urnar i Soweto i dag og réöust á aöra blökkumenn meö spjótum og öxum, svo aö þeir fiýöu burt i skelfingu. Samkvæmt óstaöfest- um tölum hafa nú a.m.k. 19 beöiö bana og hundruö manna særst i Soweto siöan óeiröir hófust þar aftur á mánudag. Súlú-mennirnir, sem búa yfir- leitt einir i Soweto og hafa fjöl- skyldur sinar á heimasióöum sin- um, viröast nú standa fyrir upp- þotum gegn þeim leiðtogum blökkumanna, sem eru aö reyna aö efna til verkfalls i Soweto. Þeir fóru i dag um götur bæjarins i hóp Chiracs, er hins vegar leiðtogi minni flokks, Sjálfstæðra lýöveidissinna. Siöan hann varö forseti hefur mörgum gaullistum fundist aö stefnuskrá hans væri frábrugöin hugmyndum gauliista Framhald á bls. 14. um, sem stundum töldu allt aö þúsund manns, vopnaðir spjót- um, axum, sleggjum og hnifum, og réðust jafnvel inn á heimili manna, svo aö heilar fjölskyldur urðu aö flýja. Menn voru særðir meö hnifum og stúlkur dregnar á brott.Talsvertvarum nauöganir. A mánudaginn kom til árekstra milli Súlú-manna og unglinga sem reyndu aö koma i veg fyrir að þeir færu til vinnu, en þeir fóru ekki af staö fyrir alvöru fyrr en i gær, þegar kveikt var i gististað þar sem Súlú-menn bjuggu. A 19. öld var Súlú-þjóöin ein mesta herþjóð i allri Afriku, oger þjóðerniskennd þeirra enn mjög sterk. John Prescott vill nýtt bráðabirgðasamkomulag þar til EBE hefur náð samkomulagi um fiskveiðistefnu Þrir fulltrúar sérstakrar nefndar um hafréttarmál á veg- um sósialistahópsins á Evrópu- þinginu hafa veriö hér á landi i tvo daga á leið sinni til viðræöna við sendinefndir á Hafréttar- ráðstef nunni I New York. Þetta eru þingmennirnir John Pre- scott, frá Bretlandi, Manfred Smidt frá Vestur-Þýskalandi, og ritari nefndarinnar David Blackman. Tilgangur þeirra meö förinni er að safna gögnum sem gætu orðið grundvöllurinn að sameiginlegri stefnumörkun sósiaiistahópsins á Evrópuþing- inu i hafréttarmálum og varð- andi fiskveiðastefnu Efnahags- bandaiags Evrópu. t viðdvöl sinni hér ræddu þeir við forsæt- isráðherra, ýmsa embættis- og stjórnmálamenn, og hyggjast ræða við islensku sendinefndina á hafréttarráðstefnunni. — A blaöamannafundi meö þessum fulltrúum i gær kom fram, aö langt er i land innan Efnahagsbandalagsins aö nokk- ur eining náist um fiskveiöi- stefnuna og landhelgismál bandalagsins. Vafasamt sé aö mótuö hafi veriö heildarstefna innan bandalagsins áöur en bráðabirgðasamningarnir viö breta renna út i desember. Þessvegna sé það von breta aö gerður veröi nýr bráðabirgöa- samningur við þá með milli- göngu Efnahagsbandalagsins, þar til bandalagiögeti samiö viö islendinga seni ein heild um varanlega samninga. Þar geti bæði veriö um aö ræöa gagn- kvæm fiskveiöiréttindi og lang- tima viöskiptasamninga, þar sem veiöiheimildir til Efna- hagsbandalagsrikja i Islenskri fiskveiöilögsögu yröu vegnar upp með hagstæöum viöskipta- kjörum á mörkuöum Efnahags- bandalagsins. Prescott lagöi áherslu á það á fundinum aö nú væru breyting- artimar og meöan þeir stæöu yf- ir værihein fiflska aö leggja út i heimskuleg átök, eins og i fyrri þorskastiðum. Innan Efnahags- bandalagsins væri mikill ágreiningur iþessum málum og stefnan langt þvi frá fullmótuö. Sama væri aö segja um hafrétt- arráðstefnuna, enda þótt full- vist væri aö mörg riki, og jafn- vel efnahagsbandalagsrlkin, myndu færa fiskveiðilögsöguna út i 200 milur á næsta ári, þótt hafréttarráðstefnan drægist á langinn. Hann taldi ósennilegt aö Efnahagsbandalagiö yröi i stakk búið til þess aö gera heild- arsamninga við islendinga á grundvelli mótaörar fiskveiöi- stefnu i desember. Þessvegna væri það von sin að rikisstjórn- ir Islands og Bretlands gætu meö nótuskiptum sin á miili gert nýtt bráðabirgðasamkomulag viö breta, t.d. til sex mánaöa, eöa þar til Efnahagsbandalagiö væri reiöubúiö meö sina samn- ingapólitik. Hann taldi þaö nán- ast óhugsandi ástand, að bret- um yrði skipaö að taka pokann sinn i desember þegar vest- ur-þjóðverjar, hollendingar og belgar hefðu samninga frami nóvember ’77. Þessi mál þyrfti aö ræða af skynsemi, og þegar heföi Efnahagsbandalagiö átt frumkvæöi aö þvi aö byrja viö- ræður. Næöist ekki samkomu- lag fyrir desember mætti gera ráðfyrir efnahgasþvingunum af hálfu bandalagsins, þótt það réöi sem betur fer ekki yfir flota til þess aö senda á Islandsmið. Vestur-þýski þingmaðurinn Manfred Smidt lýsti áhyggjum sinum um afdrif samningana milli Islands og Vestur-Þýska- lands, ef ekki næöist nýtt bráða- birgðasamkomulag viö breta. Hann kvaö þaö einnig valda áhyggjum hvaö islendingar væru ákveðnir i aö krefjast samninga eingöngu á grundvelli gagnkvæmra fiskveiöiréttinda. Vestur-Þýskaland ætti litið land að sjó og heföi þvi ekki upp á mikil fiskveiðiréttindiaö bjóöa i skiptum fyrir veiðiheimildir viö Island. Hinsvegar heföu vest- ur-þjóöverjar upp á aö bjóöa margt annab i skiptum fyrir veiöiheimUdir. Gallinn væri sá að nú væri ekki lengur um tvi- hliöa samninga aö ræöa, heldur yröu v-þjóöverjar aö semja viö islendinga gegnum Efnahags- bandalagiö. Þaö heföi aö sinu leyti þann kost i för með sér, aö þegar fram liðu stundir, gæti bandalagið samiö við islendinga um gagnkvæm fiskveiðiréttindi, þvi aö i heild hefði þaö yfir mik- illi strandlengju og fiskimiðum að ráöa. Schmidt sagöist vera mikill áhugamaður um langtima- samninga og meö þvi ætti hann við „pakka” samninga, þar sem ekki væri eingöngu samiö um fiskveiðimál, heldur viöskipti Islands og Efnahagsbandalags- ins I heild. A fundinum kom einnig fram að Prescott segist þvi miöur ekki geta tekið mikiö mark á tölum islenskra stjórnvalda um veiöiþol þorskstofnsins. Hann heföi haft mikla samúö meö þvi þegar haldiö var fram aö efna- hagslif Islands væri i stórhættu, ef veitt yröi meira en 280 þúsund tonn af þorski á þessu ári. Nú heföi hann séö þaö i blööum aö ákveðið væri aö veiöa meira en 320 þúsund tonn, og virtist sér þar sem islensk stjórnvöld heföu loksins fallist á sjónarmiö breskra fiskifræðinga. — ekh. • • NEYÐARLOG Á ÍRLANDI? Ættbálkastríð í Suður-Afríku

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.