Þjóðviljinn - 02.09.1976, Page 5

Þjóðviljinn - 02.09.1976, Page 5
Fimmtudagur 2. september 1976 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5 Borgþór Kjœrnested: UMHVERFISMÁL 1 Tvind á Jótlandi er nú búiö a6 reisa turn vindmyllunnar sem á aö knýja orkuverið sem nægja á Tvindskólunum. Mylluvsengirnir ...... k nAÍéaH ■ knliri Umhverfismál veröa sifelit meira á dagskrá i nálægum iðnaöarlöndum. Þetta stafar vissulega fyrst og fremst af þvi aö afleiðingar lifsgæöákapp- hlaupsins eru nú aö koma áþreifanlega fram I þessum löndum. Oröiö lifsgæöakapp- hlaup er i þessu tilviki nokkuö misvisandi. Meö aukinni hækkun kaupgjalds og betri af- komu alls almennings i þessum löndum, hefur möguleiki hans á þvi aö veita sér meira af neyslu- vörum aukist. Þessu er samfara aukin fram- leiösla á neysluvörum til neyt- enda og gegndarlaust gróöa- kauphlaup framleiöenda. Fólki er þjappaö saman á stórum iönaöarsvæöum, þar sem gróöahyggja og hugmyndafræöi óstöövandi hagvaxtar ræöur allri starfsemi umhverfisins. Rányrkja auölindanna i þágu framleiöslutækjanna og þörf fyrir tvöföldun orkuneyslunnar á tiu ára fresti hefur veriö bein afleiðing þessarar þróunar. Iönþjóöirnar hafa ekki veigraö sér viö aö taka hættu- legustu orkugjafa heims i þessa þjónustu, svo sem kjarnorku, sem nýtt er á svokallaöan: „friösamlegan” hátt með að- stoö slæmrar samvisku visinda- mannanna. Þaö er aftur á móti staöreynd sem ekki veröur um þokaö, aö frumskilyrði fyrir framleiöslu kjarnorkuvopna eru úrgangsefnin frá kjarnorku- verunum, svokallaö plútóriium sem varöveita veröur i yfir 30 þúsund ár áður en hættulaust getur talist aö hleypa þvl ilt I umhverfiö. Sem dæmi um þessa þróun má nefna aö land eins og Iran sem á einhverjar mestu oliu- auölindir heimsins innan landa- mæra sinna, ræðst i aö byggja tvö kjarnorkuver meö aöstoö frakka. Hér ráöa greinilega hernaöarsjónarmiö geröum íran-stjórnar, þvi flestum ber saman um aö kenningin um ódýra orku kjarnorkuveranna sé úrelt oröin, þar sem dýrt er orðiö aö byggja yfir úrgang orkuveranna auk alls þess öryggisútbúnaöar sem viöhalda veröur til þess aö vaka yfir þeim og foröa þeim frá aö komast i hendur óviökomandi aöila eins og t.d. hryöjuverkamanna. Ýmsir færustu sérfræöingar kjarnorkumála eru þeirrar skoöunar aö einungis um tima- spursmál sé aö ræða, hvenær áðurnefnt plútónium komist i hendur aöila eins og palestinu- manna eða annarra, en þaö mun vera vandalaust fyrir menn meö nokkra tæknikunnáttu aö búa til smásprengjur á borö viö þær sem fleygt var yfir Hiroshima og Nagasaki. Þaö gefur auga leiö aö þjóö- félagslega öryggisstarfsemi verður aö auka til mikilla muna, viö þessar kringumstæöur, lög- regluliö veröur eflt, og beinar afleiðingar af þvi eru auknar einræöislegar aögeröir og jafn- vel takmörkun skoöanafrelsis og smásjáreftirlit meö rlkis- borgurunum. Þaö voru allmargir sem á sfn- um tima furöuðu sig á þvi hér fyrir nokkrum árum, aö Indland skyldi hafa efni á þvi aö fram- leiöa kjarnorkusprengju. I þvi sambandi heföi hæglega veriö hægt aö benda á kjarnorkuveriö i Indlandi, þangaö selt af Sovét- rikjunum, svo framleiösla sjálfrar sprengjunnar var svo aö segja Indlandi aö kostnaöar- lausu, breytti fátæktarástandi almennings hvorki til né frá, en gaf landinu allt aðra og gjör- breytta pólitiska aðstöðu al- þjóölega séö. Auknar umræður Umræöur um þessi mál hafa aukist verulega hin siöari ár, sérstaklega á Noröurlöndum. 1 Sviþjóð er hægt aö tala um algjöra umhverfisverndar- hreyfingu, sem hóf starfsemi sina ibyrjun þessa áratugs. Þaö má segja aö þaö starf hafi unnið fyrsta sigur sinn og staöið af sér fyrstu eldraunina, þegar höggva átti álmtrén i konungs- trjágaröinum i Stokkhólmi. Þúsundir æskumanna og aldr- aöir bæjarbúar böröust þá heila nótt viö riöandi lögregluliö borgarinnar, og bar sigur úr bitum, trén standa enn og hiö opinbera var staöiö aö beinum lygum og fölsunum i sam- skiptum sinum viö almenning. Alit á hinum svokölluöu sér- fræöingum þjóöfélagsins er eftir þann slag i algjöru lágmarki innan þessarar hreyfingar, og þá sér I lagi vegna þess að hiö opinbera hefur oftar en einu sinni eftir þetta sýnt fram á að lygum og öörum brögöum er beitt, meö þvi aö beita sérfræö- Vindorkuveriö i Tvind byggist á 53 metra háum turni, og myllu- vængirnir eru 54 metrar i þver- mál. Aflið veröur 2 þúsund kiló- wött viö minnst 14.5 metra vind- hraöa á sekúndu og 38 snúninga mylluvængjanna á minútu. ingum og ööru álika liöi fyrir vagna þeirra hagsmuna sem rikisvaldið er aö þjóna hverju sinni, og er svo örugglega viöar I þessum heimi. Þvi hefur veriö haldiö fram aö menntaöir sér- fræöingar þurfi á brauöi aö halda, eins og aörir þegnar sérhvers þjóöfélags, og ekki sé nema eölilegt aö þeir þjóni hús- bændum sinum, hverjir sem þeir kunna aö vera hverju sinni. Þegar hið opinbera hefur áætlaö að leggja út i arövænlega orku byggingu, þá hefur hiö opinbera látið framkvæma alla rannsókn á aöstæöum, hiö opinbera hefur komist aö jákvæöri niðurstööu, og hiö opinbera hefur hafið sina starfsemi. Þaö má segja aö aðferðin væri sambærileg, ef þeir 26 frægu tékkafalsarar á lslandi yröu sjálfir látnir framkvæma rann- sókn á gerðum sinum. Um leið hafa gróðaöflin i þjóöfélaginu staöiö dyggilega á bak viö rikis- valdiö i þessum efnum, meö opinb. áróöri um aö almenning- ur skuli hafa hægt um sig þar sem hér væri um aö ræöa mál er fólk heföi ekkert vit á. Ollum eölilegum umræðum um þessi mál hefur veriö haldiö rækilega niöri meö aöstoö ,,sér- fræöinganna”, sem leitast viö aö gera röksemdafærslur og þarfir almennings á mannlegu umhverfi aö hlægilegu bulli. Þess má geta sem dæmis, aö hiö opinbera birti auglýsingar upp á hundruðir búsunda Isl. króna af almannafé. i sænskum dag- blööum, um aö álmtré i konungstrjágaröinum myndu deyja drottni sinum, yröu þau ekki felld, vegna þess aö grunn- vatn myndi falla þaö mikiö viö byggingu neöanjaröarlestar um garöinn. Óháðir skógar- fræöingar sýndu aftur á móti fram á að þessi tré höföu ekki i öld nærst af grunnvatni, heldur regnvatni, þarsem grunnvatniö væri falliö fyrir hundrað árum þaö mikið aö þau heföu engin not af þvi. Fleiri dæmi mætti nefna um svipuö vinnubrögö hins opinbera i Sviþjóö. Æskulýösnefnd sænska norrænafélagsins hefur frá upphafi þessa áratugs staöiö fyrir ráöstefnum um umhverfismál. Þessar ráð- stefnur hafa veriö meira eöa minna samnorrænar frá upphafi, þar sem þátttakendur hafa komiö frá öllum noröur- löndunum fimm. Umræöurnar um kjarnorkuna og nýtingu hennar hefur boriö hæst á þess- um ráðstefnum, en þar hefur einnig veriö rætt um aörar og nýjar leiðir viö uppbyggingu þjóöfélagsins og dreifingu á öllu þjóöfélagskerfinu, til þess aö draga sem mest úr fækkun Ibúa á strjálbýlum landssvæöum Margt af þvi fólki sem tekiö hefur þátt i þessum ráöstefnum lifir og starfar samkvæmt kenn- ingum sinum og hefur sagt skiliö viö iðnþjóöfélagiö. Þaö býr i smáhópum, hefur keypt sér búgaröa og framleiöir fæöu sina sjálft og allt þaö sem til þarf til þess aö geta lifað i þjóö- félaginu. Af skattaástæöum eru þessi litlu samfélög rekin sem fyrirtæki. í Danmörku eru einnig til stofnanir og skólar, þar sem leitast er viö aö fræöa fólk um nauösyn þess aö breytt verði um þjóöfélagskerfi. Tvindskólarnir Þaö var áriö 1970 sem hug- myndarlkir og fórnfúsir danskir kennarar hófu rekstur „Livets skole” i Tvind á strönd vestur Jótlands. Þaö má segja aö skól- anum sé skipt i þrjú stig, eöa þrjár deildir. Fyrsta deildin sem varð til 1970 var kölluö „Den rejsende höjskole”, íýðháskóli, sem i fleiri mánuöi var á ferðalagi um Afriku og Asiu. Siöar var stofnaöur eftir- skóli svonefndur, sem ætlaður er unglingum á aldrinum 16-18 ára og einnig eru rekin nám- skeið fyrir barnaskólakennara. Þegar nemandinn kemur til Tvind, er honum yfirleitt heilsað meö þessum oröum: „Viö störfum eftir þremur ófrá- vikjanlegum reglum: þú verður rekinn ef þú notar eiturlyf, þú átt aö stunda bóklegt nám þrjá klukkutima á dag og þú átt aö vinna þaö sem eftir er dagsins. Gerðu svo vel, hér er sam- festingur og þarna útfrá er hús i smíöum, sem þú átt aö hjálpa til viö seinnipartinn i dag. Vertu velkominn. 1 skólunum i Tvind gerir fólkiö hlutina. Þaö er i raun og veru mjög erfitt aö finna mun á nemanda og kennara i þessum skóla. Þannig er unniö aö verkefnunum aö menn safnast i kringum vanda- málin og reyna aö leysa þau i sameiningu. Bóklegt nám er i lágmarki, þó aö nemendurnir, t.d. á kennar- námskeiöinu nái góöri einkunn á hefðbundnu dönskuprófi fyrir barnaskólakennara. Aöaláherslan er lögð á verk- legt nám, og þegar leyst er úr efnahagsvanda skólans, hjálp- ast allir að. Þaö má segja aö Twind- skólarnir séu beint svar viö öllu málæöi sérfræöinganna um aö minnka þurfi biliö á milli verk- legrar og bóklegrar menntunar. Og þaö er i rauninni ekki rétt aö kalla þessa skóla tilraunaskóla. Upphafið var ekki „viö skulum sjá hvort okkur tekst” heldur komu um 80 manns saman og ákvaö aö „þetta viljum viö gera, og okkur skal takast aö framkvæma þaö.” Þessir kennarar áttu þaö sameiginlegt aö vera óánægöir meö hiö opinbera danska skóla- kerfi. En þetta sama kerfi gefur þessu fólki tækifæri til þess að stofna nýja tegund skóla. Danska skólakerfinu er fyrir mestu aö nemendur standist sin próf, nái tilskildum einkunnum, sú leið sem valin er til þess aö ná tilskildum árangri er öllum frjáls. Rikið greiðir 80 af hundraði kennarkaups á hverja sex nemendur. Afganginn greiöir nemandinn, annaðhvort af eigin fé eða námsstyrk. 1 Tvind eru greidd 50 kennaralaun, sem lögö eru i sameiginlegan sjóö — nánar tiltekiö i fyrrverandi gula eplamauksdós. Þaðan eru siöan teknir peningar til þess að sjá um lOOmanns fyrir uppihaldi og til þess aö greiða meö öll útgjöld og framkvæmdir skólans. Til þess aö drýgja peninga- sjóöinn, var ákveöiö aö spara sér rafmagnsreikningana, og allir hófust handa við byggingu vindmyllu, sem framleiöir bæöi rafmagn og heitt vatn. Viö þetta fengu Tvind-menn aöstoö úr öllum áttum. Þaö voru m.a. tæknimenn, veöurfræöingar. viöskiptafræöingar o.fl., sem fannst hugmyndin mjög spenn- andi, og þá dreif að úr Öllum áttum i sjálfboöavinnu, og byggingavinnan hófst i sam- vinnu ófaglæröra manna og sér- fræðinga. Byggingin er ekki alveg tilbúin, en verkiö er komiö langleiöina, turninn er reistur, 53 m yfir sjó, 5,3 m i þvermáí neöst og 3 m aö ofan. Grunn- urinn er 24 m i þvermál og 1620 tonn af járni fóru i steypuna. „Hatturinn”, þar sem komiö veröur fyrir rafli, hreyfli og girakassa, veröur eins og bátur i laginu, 15 m aö lengd og 75 tonn á þyngd. Hreyfillinn nær 38-740 snúninga hraða á minútu og mun framleiða 2,1 milj. kWh á ári af rafmagni og 2,1 milj. kWh af orku tii vatnskyndingar. Byggöur er 1600 rúmm. vatns- geymir, sem nægir til þess aö hita upp 11000 ferm. skólans I 8-9 logndaga i 4- 5 stiga frosti. Vind- myllan mun kosta um 2,25 milj. danskra króna, og mun spara skólanum stærstu útgjalda- liöina hingaö til, auk þess sem hægt er að selja rafmagn til raf- magnskerfis rikisins. Kennaranámskeiðið Kennaranámskeiöiö tekur tvö ár og þvi er skipt niöur á eftir- farandi hátt: Fyrstu tveimur mánuöunum er variö til kennslu i alþjóölegum fræöum, sögu, landafræöi, trúfræöi og stjórnmálum. Þá tekur við fjögra mánaöa Framhald á bls. 14.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.