Þjóðviljinn - 18.09.1976, Síða 14

Þjóðviljinn - 18.09.1976, Síða 14
14 SIÐA — ÞJÓÐVILJJNN Laugardagur 18. september 1976. Merkjasala Kvennréttinda- félagsins er í dag t dag er hin árlega merkjasala á vegum Kvenréttindafélags ís- lands til eflingar Menningar- og minningarsjóði kvenna. Stofnandi sjóðsins var Briet Bjarnhéðinsdóttir og var stofnfé hans dánargjöf Brietar, að upp- hæð 2.000.- kr., sem afhent var af börnum hennar á 85 ára afmæli hennar 27. september 1941, og telst sá dagur stofndagur sjóös- ins. Tilgangur sjóösins er m.a. að styöja konur til framhaldsmennt- unar innanlands og utan, til rann- sókna- og visindastarfa að námi loknu, og að veita konum styrk til ritstarfa, einkum um þjóðfélags- mál. Sjóöurinn starfar samkvæmt sérstakri skipulagsskrá, og þar segir m.a. i 4. grein: „Komi þeir timar, að konur og karlar fái sömu laun fyrir sömu vinnu og sömu aðstæöur til menntunar, efnalega, lagalega og samkvæmt almenningsáliti, þá skulu bæöi kynin hafa jafnan rátt til styrkveitinga Ur þessum sjóöi”. Styrkveitingar úr Menningar- og minningarsjóði kvenna fara fram i lok nóvember ár hvert, og þurfa umsóknir að hafa borist sjóðsstjórninni að Hallveigar- stöðum fyrir 15. nóvember. Styrkur úr sjóðnum var fyrst veittur áriö 1946, og eru þær ófáar konurnar, sem hlotið hafa styrk úr honum til þessa. Árið 1975 fengu fimm konur styrk úr sjóðn- um. Menningar- og minningarsjóð- ur kvenna hefur nokkrar tekjur af minningargjöfum, sölu minning- arkorta og æviminningabókanna fjögurra — en aðaltekjulind sjóðsins er hin árlega merkja- sala. Það er þvi undir þvi komið hvernig til tekst með þessa fjár- öflun, hversu mikið fé sjóðurinn hefur handbært til styrkveitingar hverju sinni. Merkin verða afgreidd til sölu- barna i barnaskólum borgarinnar frá klukkan 10.00 i dag. Verð merkjanna er óbreytt frá þvi sem verið hefur tvö siðastliðin ár: 50,- kr. 800 Framhald af 3. siðu. friðar en sem nemur kilómetra meðan athöfnin fer fram. Einn fréttamaður kallar þetta mestu sorgarstund i 27 ára sögu kin- verska alþýðulýðveldisins. A öllum vinnustöðum og i öllum stofnunum hefur fólk verið hvatt til þess að fylgjast meö minning- arathöfninni i útvarpi eða sjón- varpi. Meðan þriggja minútna þögnin stendur yfir, munu öll skip, járnbrautarlestir og verk- smiðjur þeyta flautur sinar af fullum krafti. Ekki er vitað hvort lik Maós veröur brennt, eins og gert hefur verið við lik sumra félaga hans úr flokksforustunni, eða hvort það verður jarðsett. Orðrómur er á kreiki meðal er- lendra fréttamanna i Peking um að likið verði lagt i grafhýsi. Pallur hefur veriö reistur við hlið Forboðnu borgarinnar á sama stað og Maó Tse-túng lýsti yfir stofnun kinverska alþýðulýð- veldisins 1. október 1949. Ekki er vitað hver minningarræðuna flyt- ur, en erlendir fréttamepn telja liklegast að það verði Húa Kúó-feng, forsætisráðherra og eftir lát Maós fremsti forustu- maður rikis og flokks. Hann er aðalformaður undirbúnings- nefndarinnar að útför Maós, og telja kinafræðingar að athyglin, sem beinst hefur að honum af þvi tilefni, hafi styrkt aðstöðu hans. Alþingi Framhald af bls. 1. an, heldur en sú niðrun sem ný- sett bráðabirgðalög eru. Lögin eru einnig aðför að samn- ingsrétti alls vinnandi fólks. Þvi ef rikisvaldið kemst upp með slik afskipti af vinnudeilum er samn- ingsréttur allra stéttarfélaga i hættu, og enginn veit hver verður fyrir næsta höggi. Þeir sem standa að þessari undirskriftasöfnun eru: Björn Ingólfsson. Sandgerði, Elias Björnsson, Vestmannaeyjum, Gestur Kristinsson Súgandafirði, Guðmundur Jónsson, Vesturvangi 13, Hafnarfirði, Jón Marteinn Guðröðsson, Reykjavik* .Ragnar Elbergsson, Grundargötu 26, Grundarfirði, Sigurgeir Jónsson, Vestmannaeyjum, Sigurpáll Einarsson, Staðarvör 12, Grindavlk, Sverrir Hákonarson, Elliðavöllum 19, Keflavik, Þórður ólafsson, Setbergi 19, Þorlákshöfn, Þorsteinn Villhelmsson, Vallargerði 4, Akureyri, Hjalti Björnsson, Siglufirði. Þeir sem vilja taka að sér aö safna undirskri ftum eru beðnir að snúa sér til ofangreindra manna.” Sjónvarp Framhald af bls. 16 starfa sem aukagetu við aðal- störf. Tröllasögur hafa gengið um yfirvinnutekjur sjónvarpsmanna, og sögðu þeir að þær hefðu haft við rök aö styðjast fyrstu 3 til 4 árin, sem sjónvarpið starfaði, en yfirvinna hefði minnkað verulega frá þvi sem þá var. Nú eru um 80% af starfsmönnum sjón- varpsins vaktavinnufólk. — Ég er sannfærður um að stofnunin á eftir að liðast i sundur innan tiðar ef svo heldur fram til lengdar með kjör starfsmanna. Þaö hafa 10% starfsmanna hér hætt á siðustu 4 mánuðum vegna launamála, sagði einn nefndar- manna, Eiöur Guðnason, frétta- maður. Hvort eitthvert sjónvarp yrði um helgina? — Ef eitthvað verður við okkur talað gætum viö hafiö vinnu á nýjan leik, en við sjáum ekki að svo verði, amk. ekki eins og stendur, var svar þeirra sjón- varpsmanna, svo fólk getur búið sig undir aö allt eins verði ekki mikið um sjónvarpsútsendingar um helgina, þvi fáar sögur hafa enn fariö af viðbragðsflýti ráðuneytismanna islenskra þegar lcysa þarf úr vandamálum. -úþ Dularfullt skjalahvarf BONN 17/9 Reuter — Mikd- væg skjöl varðandi flugvéla- kaup Vestur-Þýskalands af þeim fræga bandariska auð- hring Lockheed eru horfin úr skjalasafni varnarmála- ráöuneytisins i Bonn, sam- kvæmt tilkynningu ráðu- neytisins sjálfs. Missir skjalanna mun hafa komist upp er taka átti til þeirra vegna ásakana þess efnis, að vestur-þýskum ráðamönnum hefði verið mútað tii að greiða fyrir kaupum á orrustuflugvéla- tegundinni F-104 Starfight- ers, sem vesturþjóðverjar keyptu snemma á siðasta áratug. Þá var varnamála- ráðherra Franz-Josef Strauss, leiðtogi hins ihalds- sama CSU-flokks i Bæjara- landi. Samkvæmt tilkynn- ingunni hafa þau mikilvæg- ustu af hinum horfnu skjöl- um gufaö upp úr skrifstofu hans sjálfs. Lögregluþ j ónsstaða Laust er til umsóknar starf lögregluþjóns Kópavogi. Nánari upplýsingar gefur yfirlögreglu- þjónn. Umsóknarfrestur er til 20. október n.k. Málaskólinn Mimir Lifandi tungumálakennsla. Mikið um nýjung- ar. Kvöldnámskeið — síðdegisnámskeið. Sam- talsflokkar hjá englendingum. Léttari þýska. fslenska fyrir útlendinga. Franska. Spánska. ítalska. Norðurlandamálin. Enskunámskeið barnanna. Unglingum hjálpað fyrir próf. Inn- ritun ísíma 10004 og 11109 k1.1-7 e.h. Málaskólinn Mímir Hveragerði Þjóðviljinn óskar að ráða umboðsmann til að annast dreifingu blaðsins i Hveragerði. Upplýsingar gefur útbreiðslustjóri, simi 17505. Þjóðviljinn Bankarnir Framhald af bls. 1 einn hinna yfirheyrðu hefur játað að hafa fariö allt að 6 miljónir, sex miljónir króna,yfir innistæðu á ávisanareikningi sinum, og annar sagðist hafa greitt 400 þús- und krónur i refsivexti á einu ári. Þessir kunningjar segjast svo oft hafa lánað hverjir öðrum, stundum stórar upphæðir endur- gjaldslaust i formi ávisunar. Ávísunin hafi bá verið greidd siðar, stundum meö annarri ávisun. Það hafi komið fyrir að þeir skiptust á ávisunum, en þá hafi alltaf önnur verið heimil, en með hina hafi átt að fara i banka siðar. Hrafn sagði að ljóst væri að ein- hverjir bankastarfsmenn yrðu teknirtil yfirheyrslu, en ekki vildi hann fullyrða að bankastjórar yrðu yfirheyrðir. Þess má að lokum geta aö nær allir aöilar þessa ávisanasvika- hrings fóru afar illa útúr skyndi- könnun Seðlabanka tslands 7. nóvember 1975. Enn sem komið er sagðist Hrafn ekki vilja birta nöfn þessara manna, en um leið og yfirheyrslum væri lokið sæi hann enga ástæðu til að leyna þeim iengur. —S.dór Auglýsing um breytingu á staðfestu aðalskipulagi Reykjavikur 1962 - ’83. Með tilvisun til 17. og 18. gr. skipulagslaga nr. 19/1964, auglýsast hér meö breytingar á staðfestu aðalskipulagi Reykjavikur. Breytingarnar eru sem hér segir: 1. Breyting á legu Hringbrautar — Miklu- brautar, sbr. uppdrátt Þróunarstofnun- ar Reykjavikurborgar, merktur nr. 2, m. 1:2000, dags. i október 1975. 2. Skipulag Reykjavikurflugvallar, að þvi er varðar legu flugbrauta og staðsetn- ingu flugstarfsemi, tillaga 2, m. 1:5000, dags. i desember 1975. Ofangreindir uppdrættir, ásamt greinargerðum, eru til sýnis á skrifstofu borgarverkfræðings, Skúlatúni 2, 3. hæð, næstu 6 vikur frá birtingu þessarar auglýsingar, og at- hugasemdir ef einhverjar eru, skulu hafa borist borgar- verkfræðingi, skipulagsdeild, Skúlatúni 2 innan 8 vikna frá birtingu hennar, sbr. 17. gr. áminnstra laga. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkir breytingunum. Borgarverkfræðingurinn i Reykjavik — skipulagsdeild — Reykjavik, 17. september 1976 Aðalsteinn Richter, skipulagsstjóri Reykjavikurborgar. Tilboð óskast i jarðvinnu — gröft, sprengingar, malbikun o.fl. — á lóð Land- spitalans sunnan Hringbrautar. útboðs- gögn verða afhent á skrifstofu vorri gegn 10.000.- kr. skilatryggingu. Verkinu sé að mestu lokið 15. mars 1977, en malbikun 15. júli 1977. Tilboðin verða opnuð á sama stað föstu- daginn 15. okt. 1976 kl. 11.00 f.h. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 J O. EWí ÞJÓDLEIKHÚSIÐ SÓLARFERÐ eftir Guðmund Steinsson Leikmynd: Sigurjón Jóhanns- son Leikstjóri: Brynja Benedikts- dóttir Frumsýning i kvöld kl. 20. Uppselt 2. sýning sunnudag kl. 20. 3. sýning miðvikudag kl. 20. Miðasala 13,15-20. Sala aðgangskorta stendur yf- ir og lýkur um 20. þ.m. Stórlaxar frumsýning þriðjudag kl. 20,30. 2. sýning fimmtudag kl. 20,30. 3. sýning föstudag kl. 20,30. Rauð kort gilda. Áðgöngumiðasalan I Iðnó kl. 14-19. Simi 1-66-20.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.