Þjóðviljinn - 21.09.1976, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 21.09.1976, Blaðsíða 1
Myndin var tekin viö Reykjavlkurhöfn i gær. Ljósm. eik. Hlaupið í Skeiðará: Brúin hefur gjörbreytt aðstöðu til mælinga Rennslið var komið upp i 3,200 rúmmetra á sekúndu Hlaupið í Skeiðará heldur áfram að vaxa og á hádegi í gær mældist rennslið 3.200 rúmmetrar á sekúndu og fór því vax- andi af sama hraða og undanfarið. Að sögn Lofts Þorsteinssonar verkfræðings hjá Vega- gerðinni er þetta svipaður gangur og hefur verið f fyrri hlaupum og hefur ennþá ekkert óvenjulegt borið út af. Töluverður mannskapur er kominn á staðinn frá ýmsum stofnunum. Má nefna t.d. brúar- vinnuflokk og verkfræðinga frá Vegagerðinni, Haukur Tómas- son hefur tekið aurburðarsýni fyrir Orkustofnunina, Sigurjón Rist mælir vatnsmagnið, Páll Theódórsson er þarna frá Raunvlsindastofnun og fleira mætti nefna. Andri Heiðberg er kominn með þyrlu til þess að . fljúga með mælingamenn og er viðbúnaður þvi hinn mesti. — Með tilkomu brúarinnar hefur aðstaða til hvers konar mælinga gjörbreyst, sagði Loft- ur. — Til þessa hefur ávallt ver- ið miklum erfiðleikum bundið að mæla þetta en nú er það leikur einn. Ain lá ennþá i álum I gær en þeir voru þó farnir að breikka sig og mesta dýpi mældist um fjórir metrar. Allt hlaupið hefur til þessa komið undan austurhorni jök- ulsins en núna er aðeins farið að koma undan jöklinum vestar, sagði Loftur. — Engin ástæða er til þess að óttast skemmdir á brúnni enn sem komið er og eru menn hinir ánægðustu með leiðigarðana sem á sinum tlma voru settir upp til þess að jafna rennsli við brúna og beina þvi i heppilegan farveg. Búist er við að áin eigi enn eft- ir að tvöfaldast I rennsli og jafn- vel meira en það. Enginn jaka- urður hefur verið i ánni þar til I gær að aðeins fór að vera á jök- um og var búist við þvi að þeim ætti eftir að fjölga verulega. I siðasta Skeiðarárhlaupi komst rennslið upp I tæplega 5.800 rúmmetra en var eins og áður segir á hádegi I gær um 3.200 rúmmetrar. — gsp Karvel bankar upp á hjá Gylfa A siðu 6 er birt saniþykkt sem gerð var á kjördæmisráð- stefnu Samtaka frjálslyndra á Vestfjörðum s.l. sunnudag, en þar var samþykkt að kjósa nefnd til að fá úr þvi skorið „hvort Alþýðuflokkurinn i heild, eða i einstökum kjör- dæmum, er reiðubúinn til samstarfs við Samtökin fyrir næstu kosningar.” Þá er tekið fram i sam- þykktinni, að það hljóti að vera verkefni landsfundar Samtakanna, sem haldinn verður i næsta mánuði að taka ákvörðun um það „hvort. halda beri áfram starfi Sam- takanna”. I tilefni þessarar samþykkt- ■*»**&$* Karvel Gylfi ar ræddi Þjóðviljinn við fjóra menn, — þá Magnús Torfa Ölafsson, formann Samtaka frjálslyndra, Ólaf Ragnar Grimsson, formann fram- kvæmdastjórnar Samtaka frjálslyndra, Kjartan Jó- hannsson, varaformann Al- þýðuflokksins (ekki náðist i formanninn), og Agúst H. Pét- urssson, formann kjördæmis- ráðs Alþýöuflokksins á Vest- fjörðum. SIDU. SJA Ráðamenn í feluleik í sjónvarpsmálinu Grein á opnu eftir Ólaf R. Einarsson, sem sœti á i útvarpsráði oiafur Loðnu- brœðsla á Siglufirði 1 Landshorni á annarri siðu blaðsins i dag er brugðið upp myndum og rætt við menn á Siglufirði. A myndinni eru fjórir gamalgrónir siglfirskir verk- stæðis- og verksmiðjukarlar, Jón á Eyri, Eðvald Eiriks, Jói isaks og Dóri Bjarna. Frétt af sjónvarpsdeilunni á 14. rwm s Þriðjudagur 21. september 1976. —41. árg. —210. tbl. Borgaraflokkarnir vinna sigur í sœnsku þingkosningunum STOKKHÓLMI 20/9 (Reuter) — Úrslit þingkosninganna i Sviþjóð urðu á þá leið að borg- araflokkarnir fengu meiri- hluta og fengu þeir saman 180 þingsæti en vinstri flokkarnir, sósialdemókratar og kommúnistar fengu alls 169 þingsæti saman. Skömmu eft- ir að úrslitin urðu kunn kom rikisstjórn Olofs Palme, leið- toga sósialdemókrata, saman til óformlegs fundar, og skömmu siðar hélt miðstjórn sósialdemókrata einnig fund. Að þessum fundum loknum af- henti Olof Palme forseta þingsins lausnarbeiðni sina, en hann bað Palme að sitja á- fram viðvöid þangað til þingið kæmi saman. Borgarafiokk- arnir munu nú reyna stjórnar- N*\ Olof Pa'me Tliorbjörn myndun, cn ekki er talið lik- legt að henni verði lokið, fyrr en hið nýkjörna þing kemur saman til fyrsta fundar sins, en það verður ekki seinna en 4. október. Liklegast er talið að Thorbjörn Fálldin, ieiðtogi miðflokksins, verði forsætis- ráðherra stjórnarinnar. Gisli Gunnarsson, fréttarit- ari Þjóðviljans i Lundi, segir nánar frá úrslitum sænsku kosninganna. SJÁ 3. SÍÐU Nú hallar undan hjá Samtökunum uomiuiNN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.