Þjóðviljinn - 21.09.1976, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 21.09.1976, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJ(»VILJINN Þriöjudagur 21. september 1976 DMBVIUINN MÁLGAGN SÓSÍALISMA, VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS. (Jtgefandi: tJtgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Ritstjórar: Kjartan ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson Umsjón meö sunnudagsblaöi: Arni Bergmann (Jtbreiöslustjóri: Finnur Torfi Hjör- ieifsson Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar: Skólavöröust. 19. Sfmi 17500 (5 linur) Prentun: Blaöaprent h.f. ÞÁTTASKIL í SVÍÞJÓÐ tJrslit þingkosninganna i Sviþjóð, sem fram fóru á sunnudaginn var, urðu þau, að borgaraflokkarnir þrir náðu sameiginlega naumum meirihluta i sænska þinginu, og hlutu stuðning rétt liðlega 50% sænskra kjósenda. Allar likur benda til, að borgarflokk- arnir sænsku muni nú mynda rikisstjórn, en sósialdemókratar og kommúnistar verða i stjórnarandstöðu. Nú eru 44 ár liðin siðan sænskir sósial- demókratar settust á valdastól og hefur forsætisráðherraembættið verið i þeirra höndum óslitið siðan. A þessum 44 árum hafa þeir stundum haft hreinan meirihluta að baki flokki sinum, stundum hafa þeir notið stuðnings eins borgaraflokkanna, og nú um alllangt árabil hefur stjórn sænskra sósialdemókrata átt lif sitt undir stuðningi sænskra kommúnista, sem ótrauðir hafa bjargað kratastjórninni frá falli, til að halda beinum fulltrúum stórauðvaldsins frá valdastólunum. Hér verður ekki gerð nein tilraun til að gera úttekt á stjórnarstörfum sænskra sósialdemókrata i 44 ár, en vist er sá ferill allur býsna merkilegur i sögu sósialiskrar heimshreyfingar, bæði um það sem vel hefur tekist og einnig um hitt, sem miður hefur farið. Fyrir verkalýðsflokka á Norðurlöndum hlýtur það að vera sérstaklega mikilvægt að draga lærdóma af þróun mála i Sviþjóð. Það skal sagt óhikað hér, að frá sjónar- miði isl. sósialista skoðað hefur flokkur sænskra sósialdemókrata þrátt fyrir allt verið einna geðþekktastur þeirra stærri flokka sem kenna sig við sósialisma og lýðræði i norðanverðri Evrópu. Þjóðviljinn harmar þvi fall rikisstjórnar Olofs Palme. Sænska stórauðvaldið hefur reyndar haldið sinum hlut að mestu, þrátt fyrir 44 ára valdaferil sænskra sósial- demókrata, og hlýtur sú staðreynd að sjálfsögðu að vera öllum sósialistum mikil vonbrigði. Við islenskir sósialistar höfum löngum gagnrýnt harðlega þá vægð, sem sænskir sósialdemókratar hafa sýnt stór- auðvaldinu i heimalandi sinu. Sú gagnrýni stendur óbreytt nú, er þáttaskil hafa orðið, þáttaskil, sem væntanlega hefðu aldrei þurft að verða, ef rösklegar hefði verið gengið til verks undir merkjum jafnaðarstefnunnar við að uppræta stórauðvaldið. Vert er að taka ' fram, að Þjóðviljinn, og islenskir sósial- istar yfirleitt, eru algerlega sammála sænskum sósialdemókrötum um það, að sjálfsagt sé, að hvers kyns stjórnmála- samtök, svo til hægri sem til vinstri, skuli hafa fullt og óskorað frelsi til pólitiskrar starfsemi. — En hitt þykir okkur miður, að á 44 árum skuli ekki hafa verið gerðar skeleggari ráðstafanir en raun ber vitni i þá veru að hnekkja rækilega efnahagslegu forræði stórauðvaldsins i Sviþjóð. Engu að siður ber að muna það, sem vel hefur verið gert. Óhætt mun að slá þvi föstu, að hvergi i veröldinni séu lifsk jör almennings betri en i Sviþjóð, og þar eru þjóðartekjur á mann nú hærri, en nokkurs staðar annars staðar, nema ef vera skyldi i Banda- rikjunum, þar sem miljónir manna búa hins vegar við sárustu örbirgð, þrátt fyrir hæstu þjóðartekjur. í hvers konar félagsmálum, þar á meðal varðandi tryggingar og húsnæðismál, hafa sænskir sósialdemókratarnáðbýsna góðum árangri, þótt betur megi, ef duga skal. Hin óháða stefna svia i utanrikismálum hefur einnig verið þeim til mikils sóma nú á árunum eftir lok siðari heimsstyrjaldar- innar, og framkoma Olofs Palme for- bætisráðherra svia i sambandi við Vietnamstriðið er ekki gleymd. Athyglis- vert er, ekki sist fyrir okkur islendinga, að i Sviþjóð stendur sú ákvörðun að hafna þátttöku i hernaðarbandalögum risaveld- anna svo traustum fótum, að væntanleg stjórnarskipti nú breyta engu þar um. Vert er einnig að minna á, að uppi hafa verið siðustu mánuðina i herbúðum sænskra sósialdemókrtata hugmyndir um nýjar leiðir til að draga yfirráðin yfir fjár- magninu smátt og smátt úr höndum kapitalistanna i hendur verkafólks og samtaka þess, og er sitthvað i þeim hug- myndum allrar athygli vert fyrir sósial- ista i okkar heimshluta. Talið er, að deilurnar um byggingu kjarnorkuvera i Sviþjóð hafi átt drjúgan þátt i þvi, að tryggja borgaraflokkunum nú meirihluta á sænska þinginu, en forystumenn stærsta borgaraflokksins höfðu snúist mjög hart gegn þessum áformum fráfarandi rikisstjórnar og varað við hættunni. Þótt hér hafi trúlega verið fyrst og fremst um kosningabragð að ræða af hálfu sænska miðflokksins, þá er engu að siður full ástæða til fyrir sænska sósialdemókrata að draga hér lærdóm af. Siaukin orkuframleiðsla og siaukinn hagvöxtur er ekki endilega það sem skiptir mestu máli, heldur aukinn jöfnuður og manneskjulegt umhverfi. Bygging kjarnorkuvera er ekki eina leiðin til að tryggja verkafólki örugg lifskjör, — slikt má einnig gera með þvi að ráðast gegn efnahagslegu forræði stórauðvalds- ins og með auknum jöfnuði i þjóðfélaginu. Von okkar er sú, að sænsku verkalýðs- flokkarnir tveir sem i kosningunum á sunnudag fengu 47-48% atkvæða komist sem fyrst aftur i meirihluta, og að sænskir sósialdemókratar komi til stjórnarstarfa á ný skeleggari og umfram allt róttækari en nokkru sinni fyrr. k. Viðtœkt flokksstarf flofcksstarfíð ..'ir'an; J&tJmí flokksstarfið as; ; m%M \ Framsóknarflokkurinn hefur tekiö upp þá nýjung fyrstur Is- lenskra stjórnmálaflokka aö hafa flokksstarf sitt mest er- lendis. 1 framsóknarmálgagn- inu I sföustu viku voru til dæmis þrisvar sinnum aö minnsta kosti stórar auglýsingar um feröir til Kanaríeyja og London. Þessum auglýsingum fylgdu dýrlegar myndir, en efst I dálkinum „flokksstarfiö” mátti þó lesa af starfsemi flokksins hér á landi, þvi aö þar var auglýst héraös- mót flokksins á Suöureyri. En samkvæmt auglýsingun- um I Tlmanum er flokksdeildin á Kanrleyjum og flokksdeildin I London miklum mun stærri og veglegri en gerist á Suöureyri aö minnsta kosti. Veröur fróö- legt aö frétta af þvl hverjir veröa fulltrúar Framsóknar- flokksins I London og á Kanarl- eyjum á flokksþingum næstu misserin. Aö vísu vita Islending- ar aö margur framsóknar- maöurinn hefur þörf fyrir þaö aö skýla sér undir sóltjöldum þessa dagana; enn er þó ekki vitaö hvaöa Islendingar þetta eru. Og þaö ber aö taka fram aö þeir eru margir, þvl aö Fram- IgÍiP' xáM xm Kanaríeyjar Konaríeyjor Kanaríe ondon London Londoi sóknarflokkurinn sendir ekki einn og einn mann til Kanarl- eyja og London; gert er ráö fyrir voldugum hópferöum l.-io. október og svo seinna I vetur. Þegar starfsemi flokksins teygir sig meö þessum hætti út um allan heim veröur flokks- starfiö viöameira og flóknara, þó þaö minnki aö visu aö sama skapi hér heima. Hafa erfiö- leikarnir viö svo vlötækt (land- fræöilega) flokksstarf komiö fram I Tlmanum aö undanförnu. Til dæmis birtist þar fyrir nokkrum dögum rammaklausa á forslöu þar sem auglýst var eftir Einari Agústssyni utan- rlkisráöherra, en hann var þá aö sögn blaösins „einhvers staöar I Júgóslavlu”. Er aug- ljóst aö flokkurinn þarf aö efla vel starfskrafta sína til þess aö unnt veröi aö ná utanum flokks- starfiö I heild svo aö ekki týnist forystusauöirnir I manngrúa miljónanna á Kanaríeyjum og I London eöa „einhvers staöar I Júgóslavlu.” Hlutverk Alþýðuflokksins Morgunblaöinu stendur stuggur af þvl aö Alþýöu- flokkurinn skuli ganga fram hjá mönnum úr verkalýöshreyfing- unni viö frágang framboöslista íinna. Nefnir Morgunblaöiö þetta I tilefni af framboös- ikvöröun um Finn Torfa Stefánsson, sem nú þegar hefur veriö ákveöinn efsti maöur list- ans I Noröurlandskjördæmi vestra I næstu kosningum. Þaö er vissuiega klókt af Alþýöu- flokknum aö tilkynna svo snemma framboö eins manns þvl aö þar meö er eytt óvissunni er skapaöist viö slöustu al- þingiskosningar um aö flokkur- inn heföi sungiö sitt siöasta vers. Breytir engu um þá staö- reynd aö framboö Alþýöu- flokksins á Noröurlandi vestra kalla gárungarnir „snemmbær- una” og er eins vlst aö þeir gárungar séu öfundarmenn úr öörum stjórnmálaflokkum. Þaö breytir heldur engu aö Morgun- blaöinu skuli finnast lltiö til um framboöiö. 1 athyglisveröum þætti Stak- steina á laugardag er fjallaö um framboöiö og þar kemur lltils- viröingin fram. Þar er aö finna þessa athyglisveröu niöurstööu um hlutverk Alþýöuflokksins: „Svo viröist sem Alþýöuflokk- urinn leiti á önnur miö I vali sinu á frambjóöendum en til verka- lýöshreyfingarinnar. Þess vegna hljóta menn nú aö velta þvl fyrir sér á hvaöa leiö Al- þýöuflokkurinn sé og hvort hann hafi nokkra von um aö ná sér á strik á ný. Þaö væri illa fariðef Alþýöuflokksmenn rötuöu ekki hina réttu braut I þessum efn- um. Alþýöuflokkurinn hefur miklu hlutverki aö gegna I Is- lenskum stjórnmólum. Jafnaöarmannafiokkar hafa hvarvetna veriö brjóstvörn gegn framsókn kommúnista.En Alþýöuflokkurinn endurheimtir hvorki stööu slna sem einn helsti verkalýösflokkur landsins né gegnir hann sinu söguiega hlutverki I baráttunni viö kommúnista, ef embættismenn og aörir háskólamenntaöir menn eiga aö setja svip sinn á Morgunblaðiö hefur litla trú á aö Finnur Torfi Stefánsson veröi nauösynleg brjóstvörn gegn sókn kommúnista. framboöslista flokksins um land allt.” (Leturbreytingar mlnar. —s) Þjóöviljinn getur tekiö undir þaö meö Morgunblaöinu aö óllk- legt sé aö frambjóöandinn á Noröurlandi vestra veröi brjóst- vörn gegn sókn Alþýöubanda- lagsins. En þaö er fróölegt aö viröa þaö fyrir sér hvaöa hlut- verk Ihaldiö ætlar Alþýöu- flokknum — og þaö er fróölegt aö viröa þaö fyrir sér hvaöa Al- þýöuflokksmenn þaö eru sem enn vilja leika samkvæmt hlut- verkaskipan Sjálfstæöisflokks- ins innan verkalýöshreyfingar- innar sem annars staöar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.