Þjóðviljinn - 21.09.1976, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 21.09.1976, Blaðsíða 3
Þriöjudagur 21. september 1976 ÞJóÐVILJINN — SÍÐA 3 Eftir ósigur sósíalista í Svíþjóð: Leiðtogar borgaraflokkaima lagstir nndir feldinn Frá Gísla Gunnarssyni fréttaritara blaðsins í Lundi hneykslismála (skattamála, aðfararinnar gegn Ingmar Bergman o.þ.h.) og notfærðu borgaraflokkarnir sér það. Þeir reyndu að lauma þvi að fólki að sósialdemókrataflokkurinn væri flokkur „skrifstofuveldis” og stefndu ýmis stefnumál hans i átt til stjórnarfars að sovésk- um hætti. Þannig var tillaga, sem alþýðusambandiö hefur sett fram um sjóðakerfi og tJrslit þingkosninganna, sem fram fóru i Sviþjóð á sunnu- daginn, uröu á þá leið að sósial- dcm ókra taf lok kurinn beið ósigur og fengu borgaraflokk- arnir nú meirihluta. Er þetta I fyrsta skipti sem sósialdemó- kratar tapa i þingkosningum eftir fjórutiu og fjögurra ára samfellda stjórn. Munurinn var þó óverulegur, þvi að vinstri flokkarnir tveir, sósialdemó- kratar og kommúnistar töpuðu 1,3 af hundraði atkvæða, en borgaraflokkarnir þrir, miðflokkurinn, þjóðarflokk- urinn (folkepartiet) og ihalds- flokkurinn (moderata) unnu 1.9 af hundraði (þeir fengu einnig fylgi frá kristilega flokknum, sem er litið flokksbrot). Búist er nú við þvi að Thorbjörn Falldin, leiðtogi miðflokksins, myndi samsteypustjórn borgaraflokk- anna, en stjórnarskipti geta þó ekki oröið fyrr en þingið kemur saman, 4. október. Samkvæmt siðustu tölum fengu vinstri flokkarnir tveir alls 47,7% atkvæða, og 169 þing- sæti. Sósialdemókratar fengu 43% atkvæða og 152 þingsæti en töpuðu fjórum, en vinstri flokk- urinn kommúnistar fengu 4,7% atkvæða og 17 þingsæti, en töpuðu tveim. Borgaraflokk- arnir þrir fengu hins vegar 50,6% atkvæða og 180 þingsæti. Miðflokkurinn fékk 24,2% og 86 þingsæti en tapaði fjórum. íhaldsflokkurinn (moderata) 15,3% og 55 þingsæti og vann fjögur þingsæti frá siðustu kosningum, og þjóðarflokkurinn (folkepartiet) fékk 11,1% og 39 þingsæti, og vann þá fimm sæti. Mismunurinn á tapi vinstri flokkanna og þingsætaaukningu borgaraflokkanna stafar af þvi að fækkað hefur verið um eitt þingsæti i þinginu til að koma i veg fyrir að upp komi jöfn staða eins og i siðustu kosningum. Haft var eftir bandariskum blaðamanni i Sviþjóð að ef sósialdemókratar ynnu kosn- ingarnar væri það smáfrétt, en ef þeir töpuðu væri það stór- frétt. Nú hefur sú stórfrétt orðið að sósialdemókratar hafa tapað eftir 44 ára stjórnarsetu, en samt hefur þróunin ekki verið eins einföld og margir gætu haldið. Miðflokkurinn, se'm vann mikinn sigur i kosning- unum 1973, hefur samkvæmt skoðanakönnunum stöðugt verið að tapa fylgi siðan, og mun hann nú hafa misst mikið fylgi til þjóðarflokksins og ihaldsflokksins. Hins vegar hefur honum tekist að bæta sér þetta upp að nokkru leyti með þvi að vinna fylgi frá sósial- demókrötum vegna andstöðu sinnar við kjarnorkuver. Vegna kjarnorkumálsins tapaði mið- flokkurinn i þéttbýli en vann fylgi i dreifbýli. Sósialdemó- kratar töpuðu talsverðu fylgi til miðflokksins en unnu hins vegar nokkuð fylgi frá Vinstri flokknum, kommúnistunum. Kommúnistarnir töpuðu mest á hinum svokölluðu „rauðu svæðum” i Norður-Sviþjóö, þar sem þeir hafa löngum átt mest fylgi sitt og þar sem hinn svo- kallaði „Moskvu-armur” var rikjandi. Hins vegar stóðu þeir i stað eða unnu jafnvel á i Mið- og Suður-Sviþjóð, þar sem fylgi þeirra var nýrra og Moskvu- armurinn ekki til. Samanburður milli tveggja borga sýnir þetta vel: 1 Kramfors i Norður- Sviþjóð höfðu menn úr „Moskvu-arminum” klofið sig út úr flokknum og fengu einn mann, en hinn opinberi flokkur fékk þrjá menn kosna. Þar hafði flokkurinn áður fengið sex menn kjörna. 1 háskólabænum Lundi i Suður-Sviþjóð fengu kommúnistar sex menn kjörna en höfðu fjóra menn áður. Fyrir fáum árum hafði kommúnista- flokkurinn litið sem ekkert fylgi þar. Siðan 1971 hafa borgaraflokk- arnir yfirleitt haft meirihluta i skoðanakönnunum, en samt sem áður tókst sósialdemó- krötum að koma i veg fyrir sigur þeirra i kosningunum 1973 með óvenjulega sterkri sókn. Þetta tókst ekki nú, og er ein ástæðan sennilega sú að kosningabarátta sósialdemó- krata fór úrskeiðis i upphafi. Um leið og hún hófst stóð flokk- urinn veikt vegna ýmissa Lars Werner, leiötogi vinstri flokksins kommúnistanna. hefur verið til umræðu, en flokkur sósialdemókrata hefur þó ekki samþykkt, mjög sett á oddinn. Þessi tillaga gerði ráð fyrir þvi að hluti af ágóða fyrir- tækja skyldi renna i sérstaka sjóði, sem verklýðsfélög mættu siðan ráöstafa og lýstu borgara- flokkarnir þvi yfirað þetta væri fyrsta skrefið i átt til þess að koma á „rússnesku stjórnar- fari” i Sviþjóð. Réðust þeir i rauninni meira á alþýöusam- bandið en flokk sósisaldemó- krata. I staðinn fyrir að svara þessum árásum með sókn tvi- stigu sósialdemókratar og byrjuðu á þvi að afneita tillögum alþýðusambandsins. Andstætt gömlum venjum létu þeir ekki formann alþýðu- sambandsins koma fram i kosningabaráttuna. Siðar sneru þeir þó við blaðinu og fóru að verja ýmsar tillögur sambandsins. t kosningabarátt- unni virtist Olof Palme forsætis- ráðherra vera óöruggur og hik- andi, og i sjónvarpsviðræðum missti hann tvisvar stjórn á skapi sinu i viðræðum við Thor- björn Fálldin. Þremur vikum fyrir kosning- arnar tókst Falldin. leiðtogp miðflokksins, svo að koma málunum þannig fyrir að kjarn- orkuverin urðu efst á baugi. Sósialdemókrötum var stillt upp sem aðalforsv arsm önnum kjarnorkuveranna og látið lita svo út sem kosningarnar stæðu um þaö hvort áætluninnii um kjarnorkuver yrði haldið áfram eða ekki. Kommúnistaflokk- urinn var yfirleitt andvigur kjarnorkuverum, en vegna þess aö harði „Moskvuarmurinn” var þeim fylgjandi (á þeim for- sendum einum að slik ver væru byggð i Sovétrikjunum!) var lögð á það áhersla að flokkurinn væri klofinn. Hins vegar þögðu ihaldsmenn alveg um þetta mál i kosningabaráttunni, þvi að þeir eru i rauninni hörðustu fylgismenn kjarnorkuvera. Afleiðingin varð sú að sósial- demókratar komust i erfiða aðstöðu, en verst var þó að helstu baráttumál þeirra komust aldrei inn i umræð- urnar. Voru þetta helstu ástæð- urnar fyrir tapi vinstri flokk- anna. Strax þegar úrslitin urðu kunn i morgun var mikil hækkun og mikil sala i Kaup- höllinni i Stokkhólmi, og sagði yfirmaður hennar aðþað stafaði af þvi að menn byggjust við þvi að næsta stjórn yrði kapital- iskum fyrirtækjum vinsam- legri. Forystumenn borgara- flokkanna hafa hins vegar lagst undir feld og neita að svara spurningum fréttamanna eða taka þátt i umræðum. Þeir hafa aðeins lýst þvi yfir að þeir ætli að reyna að mynda samsteypu- stjórn. Það kann þó að reynast erfitt, þvi að flokkana greinir á um ýmis mikilvæg mál, einkum kjarnorkuverin. Fálldin leiðtogi miðflokksins gerði það að aðal- máli kosninganna og lofaði þvi að ef hann kæmist að myndi byggingu kjarnorkuvera haldið áfram til að uppfylla gerða samninga en i þau myndi hins vegar aldrei veröa sett geisla- virkt eldsneyti og þau þvi ekki tekin i notkun. Hins vegar eru - ihaldsmenn mjög fylgjandi starfrækslu kjarnorkuvera. En nú er svo komið að borgara- fl. verða að mynda stjórn i sameiningu, þvi að takist þeim það ekki er hætt við að þeir missi allt traust kjósenda. Þess vegna kann lausnin að verða sú aö látin verði fara fram þjóðaratkvæðagreiðsla um kjarnorkuverin. Hún þarf þó ekki að fara fram fyrr en seint á næsta ári, þvi að ekki þarf að taka næstu stórákvörðun um kjarnorkuver fyrr en i árs- byrjun 1978. Fálldin, sem liklegast er að Falldin verði forsætisráðherra hinnar nýju stjórnar, hefur einungis lýst þvi yfir að engin breyting verði á stefnu svia i utanrikis- málum. Miðflokksmenn hafa áður sagt að þeir muni standa vörð um allt það sem „gömlu sósialdemókratarnir” gerðu og munu þeir eiga við það að þeir ætli ekki að gera neinar breyt- ingar á félagsmálum. Hins vegar er talið liklegt að þeir vilji hrófla nokkuð við skatta- málunum, og hugsa þá um hag miðtekjumanna. Borgara- flokkarnir hafa lofað að aðstoöa smáfyrirtæki, en sósial- demókratar stefndu fremur að þvi að efla stórfyrirtæki, sem rikið gat haft betra eftirlit með, og stuðluðu að þvi að smærri fyrirtæki sameinuðust stór- fyrirtækjum. Olof Palme hefur lofað harðri og málefnalegri stjórnarand- stöðu, en meöal sósialdemó- krata hefur borið á tveimur tilhneigingum. Ýmsir benda á að nú sé hægri sveifla i sænsku þjóðfélagi og verði sósial- demókratar að laga sig að þvi. Aðrir telja hins vegar að sósial- demókratar hafi ekki verið nógu duglegir við að svara árásum borgaraflokkanna og verja sina sósialisku stefnu. Meðal kommúnista er liklegt að kosningaúrslitin leiði til baráttu flokksst jórna rinnar gegn „Moskvu-arminum” sem svo er kallaður. Samkvæmt hinni nýju stjórnarskrá svia er það ekki lengur konungurinn heldur for- seti þingsins, sem ákveður stjórnarmyndun. Þess vegna geta s'jórnarskipti ekki farið fram fyrr en þingið kemur saman til fundar, en það verður 4. október. Þótt stjórn Olofs Palme biðjist lausnar áður, verður honum falið að sitja við völd fram til fyrsta fundar þingsins. Verður ekki tilkynnt fyrr en þá, hvernig hin nýja stjórn veröur skipuð. Þetta var einfald- a of mikil áhætta” Fluglciöir hættu viö kaupin á tveimur Tristarvélum frá Lock- lieed verksmiöjunum. - sagði Sigurður Helgason forstjóri Flugleiða um flugvélakaupin — Þetta var einfaldlega full- mikil áhætta fyrir okkur þvi fyr- irvarinn var naumur, sagöi Sig- uröur Helgason i gær þegar hann var spurður um ástæöur fyrir þvi að Flugleiðir hættu viö fyrirhuguö flugvélakaup sin. — Þegar búiö varað vega þetta og meta sýndist okkur niöurstaöan sú, aö ávinn- ingurinn væri hæpinn en þó sér- staklega að timaþröngin væri svo Siguröur llelgason mikil að þaö væri veruleg áhætta sem fylgdi þvi aö ráöast i þessi kaup. Það var alveg ljóst að við gæt- um aldrei tekið vélarnar tvær i notkun fyrr en i fyrsta lagi i april- mánuði, ýmissa hluta vegna. T.d. þarf að þjálfa starfsfólk og gera margvislegár ráðstafanir sem alltaf taka sinn tima. Við vorum hins vegar búndnir af þvi að taka ákvörðun strax i september og töldum það henta okkur illa. — Eru þá engin flugvélakaup á döfinni? — Nei, ekki i bili. Við munum notast áfram við gamla flugvél#- kostinn sem annars heföi verið seldur að hluta til og ég held mér sé óhætt að fullyrða að þaö eru engin kaup i bigerð i bili. — gsp

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.