Þjóðviljinn - 21.09.1976, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 21.09.1976, Blaðsíða 8
8 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 21. september 1976 Staða rikisfjölmiðl- anna hefur verið til um- ræðu undanfarið vegna umsókna einkaaðila um „frjálsan útvarps- rekstur”. Á sama tima rikir upplausnarástand hjá sjónvarpi vegna setuverkfalls starfs- manna og hjá hljóðvarpi segja hinir lægst launuðu upp störfum. Flótti reyndra starfs- manna frá rikisfjöl- miðlunum hefur að und-- anförnu verið mikill. Hvernig stendur á þvi að óánægja opinberra starfsmanna með launa- kjör sýður fyrst og al- varlegast upp úr hjá sjónvarpinu? Að þessu og fleiru vikur fulltrúi Alþýðubandalagsins i útvarpsráði, ólafur R. Einarsson, i eftirfarandi grein. Sjónvarpiö er dýrt menningar- tæki. Staöreyndin er sú, aö fé til inniendrar dagskrárgeröar minnkar hlutfalislega ár frá ári. Taka veröur pólitiska ákvöröun um aö breyta þeirri þróun. Æ$&r$íL 1 tffa ÆŒ, mrí V ' '• ■ - Kjripjgkv WSh HP fr l|g : / f Mm , /í i 3 + ' 1. la ém k m Starfsfóik sjónvarpsins er óánægt meö kjör sln eins og fjöimargir aörir starfshópar hjá hinu opinbera, en skýringin á þvi aö upp úr sýöur hjá þvler sú, aö þaö hefur ekki á tilfinningunni aö þaö vinnihjá lifandi stofnun í þróun, heldur einkennist ástandiöaf framkvæmda-, áhuga-, vilja-og aöstööuleysi. Dre i fikerfi útvarps er úr sér gengiö, koma þarf upp nýrri langlfnustöö og FM-kerfi. Dreifikerfi sjón- varps er bráöabirgöakerfi. Otvarpshúsiö er enn ekki komiö af teikniboröinu. Tækjabúnaöur útvarps og sjónvarps þarf endurnýjunar viö. Þrátt fyrir þetta er engin f járfestingaráætlun til. Ólafur H. Einarsson. Er verið að svelta ríkis- stofnanir til að skapa jarðveg fyrir einkaaðila m.a. til útvarps- reksturs? Hvaða sess eiga ríkisfjöl miðlamir að skipa? I síðasta mánuði sendu tveir einstaklingar inn um- sókn til útvarpsráðs um að fá að reka útvarpsstöð í Reykjavík. I kjölfar þeirr- ar umsóknar hefur orðið nokkur umræða um svo- nefndan „frjálsan út- varpsrekstur", og hefur lé- leg f jármálastaða Rikisút- varpsins dregist inn í þá umræðu. Starfsmanna- flóttinn frá Ríkisútvarpinu hefur einnig orðiö þess valdandi að menn velta fyrir sér möguleikum sjón- varps og hljóðvarps til að keppa við einkaaðila um þjálfað vinnuafl. Jafn- framt hafa augu manna opnast fyrir því, að engar áætlanir eru um, hvern sess ríkisf jölmiölarnir eigi að hafa i f jölmiðlunarmál- um þjóðarinnar. Allt þetta hlýtur að leiða til þess að málefni Ríkisútvarpsins verði í kastljósi hjá al- menningi á næstu vikum og mánuðum. Hver er staða Rikisútvarpsins i dag? Hljóövarpiö hefur starfaö bráölega i hálfa öld. Þvi hefur all- an þann tima veriö búin sú starfs- aöstaöa að vera ekki i eigin hús- næöi. Geröar hafa verið teikning- ar af Útvarpshúsum, en ekkert oröið úr framkvæmdum. Nú á Rikisútvarpið lóö i nýja miöbæn- um, teikningar verið geröar og ákveðinn hluti tekna á að renna i byggingarsjóö. Enn hafa stjórn- völd ekki gert áætlun um hvenær hafist skuli handa og á hve löng- um tima verkið skuli unnið. Möstrin á Vatnsendahæð, sem enn er notast viö til útsendingar, er fyrir löngu búiö aö dæma ónýt og geta hruniö hvenær sem er. Ekkert fé hefur fengist til að reisa ný. Tækjabúnaöur hljóövarpsins hefur ekki veriö endurnýjaöur eölilega og engar áætlanir veriö geröar um breytingar, þannig aö hægtsé aö bæta tóngæöi. Enn nær hálfri öld eftir aö hljóövarpiö hóf útsendingar er dreifikerfi þess ekki betra en svo, aö ýmsir staöir á landinu búa viö óþolandi hlustunarskilyröi. Þrengslin I húsakynnum hljóövarpsins viö Skúlagötu eru slik, aö ef á morg- un væri ákveðið aö fjölga starfs- mönnum, þá yrði erfitt aö hola þeim niöur vegna plássleysis. Rikisútvarpið er ekki eitt um þaö aö slæmur aöbúnaöur og hús- næbisleysi háir starfsemi þess. Þetta eiga yfirleitt allar menningarstofnanir sameigin- lega viö að glima, þ.e. þær sem þurfa aö sækja til fjárveitinga- valdsins um fé til bygginga. Menningargeirinn fær litið fé til ráöstöfunar. Söfn, visinda- og listastofnanir verða ávallt látnar sitja á hakanum i þjóöfélagi sem metur allt á mælikvaröa einka- gróöans. Allt sem ekki flokkast beint undir hagnýtt og arövænlegt er látiö éta það sem úti frýs! Ef- laust væri Rikisútvarpiö mun ver statt ef ekki kæmi til eigin tekjur stofnunarinnar af auglýsingum. Ekki er heldur aö efa aö Háskóli tslands væri á meiri hrakhólum, ef ekki kæmi til mikiö fjármagn til byggingaframkvæmda úr happdrættissjóöi. Þegar skera á niður og draga úr rikisútgjöldum, þá er ávallt gripiö fyrst til þess ráðs ab skjóta framkvæmdum menningarstofnana á frest. Rikisútvarpiö hefur á undan- förnum árum átt viö mikla fjár- hagsörðuleika aö striöa. Mikiö af starfsorku yfirmanna fer I að glima við fjárhagsvandamál og reyna aö halda i horfinu. Eflaust er mögulegt aö beita meiri hag- ræöingu i skipulagi stofnunarinn- ar og spara fé með markvissum aögeröum. En slikt gerist vart meðan úrelt skipan er á stjórn stofnunarinnar. Fyrrverandi for- maður útvarpsráös benti á þaö i mars i fyrra, að i raun heföi út- varpið enga stjórn, aö visu væri útvarpsráð það ranglega i augum almennings, lögin ætluöu hins vegar ráöinu aðeins aö vera rit- stjórn dagskrár. Til er að visu svonefnd framkvæmdastjórn, sem þó hefur æði takmarkað hlut- verk og starfar ekki reglulega. Njöröur benti á aö nauösynlegt væri aö alþingi kysi „stjórn stofnunarinnar, sem sinnti fjár- málum þess, áætlanagerð, fram- kvæmdum og almennri þróunar- þörf stofnunarinnar.” t sama viö- tali (Þjóöviljinn 27. mars 1975) benti hann á, aö þaö samrýmdist ekki kröfum um lýðræðislega stjórnarhætti aö útvarpsstjóri væri i raun einvaldur embættis- mabur. Mikil verkefni framundan. Ljóst er, aö ekki er til setunnar boöið hvaö snertir framkvæmdir tengdar hljóðvarps- og sjón- varpsrekstri. Auk nauðsynlegrar endurnýjunar tækjakosts, mastra og uppbyggingar almennilegs dreifikerfjs, veröur á næstunni nauösynlegt aö marka stefnu og gera framkvæmdaáætlun varö- andi byggingu jarðstöövar og út- varpshúss. Samhliða þvi þarf að marka stefnuna varöandi fleiri dagskrár, stereo-útvarp og lita-sjónvarp og ákvaröa almennt framtiðarskipan útvarpsmála. Sú kyrrstaöa sem nú rikir i þessum málum og stefnuleysi stjórnvalda i málefnum rikisfjölmiöla er að EFTIR ÓLflF R. EINARSSON, FULLTRÚA ALÞÝÐUBANDALAGSINS f ÚTVARPSRAÐI Þriöjudagur 21. september 1976 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 veröa mjög skaðvænleg fyrir allt starf stofnunarinnar. útvarpsráö ætti aö vera stofnun sem vel finndi hvar skórinn kreppir i dag- krárgerö, og ef þar væri fyrir hendi pólitiskur vilji til aö efla Rikisútvarpið, þá myndi þaö beita áhrifum sinum i samvinnu viö embættismannaliö stofnunar innar. En þegar meirihluti út- varpsráðs litur á hlutverk sitt eingöngu sem afgreiðslu- og eftir- litsstofnun, þá hefur það ekki frumkvæðið að umræöu um áætl- unargerö og stefnumörkun. Þar við bætist að ýmsir ráösmenn hafa lýst yfir fylgi viö „frjálsan útvarpsrekstur” og telja þá liklega einnig aö rikis- rekstrinum eigi að setja viss tak- mörk. Lélegt Rikisútvarp ætti aö vera besta röksemdin fyrir svo nefndum „frjálsum útvarps- rekstri.” Liklega ber ekki aö taka alvar- lega umsókn um sjónvarpsrekst- ur frá einkaaöilum, alla vega ekki enn sem komið er. Þeir sem þekkja fjárhagserfiöleika sjón- varps eöa kynna sér kostnað i þvi sambandi myndu hika viö aö hefja sjálfstæðan sjónvarpsrekst- ur. Ef veruleg breyting á aö veröa á sjónvarpsrekstri Rikisútvarps- ins, þá er nauösynlegt aö efla stofnunina fjárhagslega. Eigin dagskrárgerö þarf aö aukast, en til þess þarf betri studiókost og aukiö dagskrárfé. Dagskrárfé hefur siðustu ár alls ekki aukist I samræmi viö verðlag og þvi hefur ekki veriö hægt aö framleiöa islenskt efni til að uppfylla skyld- ur okkar i skiptum viö norrænar sjónvarpsstöðvar. Eflaust má gagnrýna á hvern hátt dagskrár- fé hefur veriö notað og eyöslu i þvi sambandi, en þaö réttlætir ekki að minna fé sé varið til eigin dagskrárframleiðslu. Einn deildarstjóri sjónvarps sagöi I sumar á útvarpsráösfundi, aö hann heföi áhyggjur af minnk- andi hlut dagskrárfjár i heildar- útgjöldum sjónvarpsins. „Taldi hann útvarpsráö og stofnunina i heild vera of litilþæga, og gat þess til samanburðar, aö Þjóðleikhús- iö fengi árlega sem bein framlög úr Rikissjóði upphæð sem væri mun hærri en allt dagskrárfé sjónvarpsins, þó áhorfendur þess væru ekki fleiri á einu ári en sjón- varpsáhorfendur væru á hverju kvöldi! ” Það hefur veriö ráöandi sú stefna hjá stofnuninni aö lengja ekki dagskrá, heldur reyna að bæta hana. En þegar greiöslur til erlendra aöila eru bundnar ákveönu hámarki á minútu, þá verður sjónvarpið oft aö sleppa úrvalsefni og kaupa rusliö sem fæst fyrir okkar „viöráöanlega” verð! Rétt er að benda á, aö þegar svona er ástatt, vill þeirrar tilhneigingar gæta aö erlent efni sé helst keypt hjá þeim aöilum er hafa besta söluþjónustu og menn taki þá þeim tilboðum er koma upp i hendurnar á þeim, en skipu- legri efnisleit séu takmörk sett Þetta skýrir m.a. hve mikinn sess breska efnið hefur hjá islenska sjónvarpinu. Þaö er þvi mikið verk sem þarf að vinna ef bæta á efnisval i dagskránni og gera hana fjölbreyttari. Einnig þarf aö gera áætlun um aukna fjármögn un er geri hlut islensks efnis stærri i dagskránni. „Frjáls útvarps- rekstur” Það er komiö i tisku hjá vissum aðilum aö klina þvi ágæta en af- stæöa oröi frelsi viö alla skapaöa hluti. Einkum eru þaö svonefndir frjálshyggjumenn (m.a. aöstand- endur Dagblaösins) er heimta aö allt skuli frjálst, sem ef grannt er skoðaö merkir aöeins taumlaust frelsi hins fjársterka til aö hafa áhrif og völd i krafti auös sins. Þannig er til aö mynda einkenni- legt aö ritstjóri Frjálsrar versl- unar, málgagns kaupsýslu- manna, skuli riöa á vaöiö og heimta„frjálsan útvarpsrekstur” fyrir Reykjavikursvæöiö. Dag- blaösmenn gera sömu kröfu og er þaö eflaustliöur istærri áformum þeirra i Islenskum stjórnmálum. Breiðholtsmenn sendu hins vegar inn umsókn til útvarpsráös og má skoöa hana sem framhald þeirrar deilu er þeir menn hafa staðið i við ráöið vegna lesturs úr mál- gagni Framfarafélags Breiöholts. Ekki væri ég hissa á að sumir frjálshyggju-þingmenn færu með þetta mál inn á Alþing og kæmu fram með breytingartil- lögu við útvarpslögin er fæli I sér afnám einkaréttar þess til út varpsreksturs. Umsóknin til út- varpsráös var aöeins fyrsti liöur- inn i baráttu þeirra fyrir afnámi einkaréttar rikisins. Niöurskurö- ur á útgjöldum rikisins sem þess- ■ir aðilar tönglast stanslaust á tengist þessu, þvi niöurskurður- inn gerir rikisreknum fyrirtækj- um erfiöara aö starfa og þau siö an gagnrýnd — talin dæmi um aö rikisrekstur borgi sig ekki — þvi beri að afnema allan einkarétt rikisins. Vitað er að það hefur verið baráttumál Sambands ungra Sjálfstæöismanna aö- léggja niöur rikisstofnanir þar á meðal Tryggingastofnun rikisins og Húsnæðismálastofnun rikisins. Hinn falski tónn um „frjálst út- varp” hefur lika heyrst úr þeim herbúðum (I formannstiö Ellerts B. Schram og Friðriks Söfussonar i SUS). Ég lit svo á aö eölilegt sé fyrir andstæöinga þessara frjáls- hyggjuviöhorfa (19. aldar) aö svara þessum áróöri um frelsi hins fjársterka til útvarpsrekst- urs meb kröfum um eflingu Rikis- útvarpsins og vinna aö þeirri efl- ingu meö því að fjárveitingar- valdiö láti gera áætlun um upp- byggingu stofnunarinnar, fjár- mögnun og framtiöarskipan rikisfjölmiöla. Slika úttekt þarf aö gera og marka þannig rikisút- varpinu stærri sess I íslenskú þjóölifi. Hvers vegna sýður upp úr hjá starfsfólki sjónvarps? Undanfarin kvöld hafa lands- menn misst af allri sjón- varpsdagskrá vegna „setu- verkfalls” starfsfólks. Nú er vitað aö megn óánægja er hjá vel- flestum opinberum starfs- mönnum meö launakjör eftir siöustu samninga. En hvernig stendur á þvi að starfsfólk Rikis- útvarpsins skuli riöa á vaðiö? Segja má, aö starfsfólk sjón- varps sé i einstaklega góöri aö- stöðu til aö skapa þrýsting meö þvi aö leggja niður störf. Þá er einnig rétt að fjölmargir starfs- menn hafa mikil laun, en það fyrir mikla vinnu. En fjölmargir hafa einnig miklu lægra kaup en samanburðarhópar á almenna vinnumarkaönum. Þá mun þaö ávallt veröa, aö fréttamenn sem geta sér gott orö fái atvinnutilboð og það veröi til þess aö rikisfyrir- tækiö missi reynt starfsfólk. Hin nýju vinnubrögð sem viðhöfCF eru við launasamninga opinberra starfsmanna hafa leitt til þess aö öll sammingamál eru beint milli starfsmannafélaga og launa- nefndar fjármálaráöuneytisins eöa launadeildar þess. Yfirmenn rikisstofnana t.d. úrvarpsstjóri kemur eiginlega hvergi inn i þessa samninga nema launa- nefnd leiti sérstaklega til þeirra. Þá hefur fjármálaráöuneytiö alls ekki gert ráöstafanir til að mæta þessu mikla samningaverkefni. 1 launanefnd eru störfum hlaönir embættismenn sem alls ekki hafa tima til aö kynna sér kröfugerð sem skyldi og leysa aldrei nein slik mál fyrr en ófremdarástand hefur skapast. Eftir stóra kjara- samninga þarf ávallt að sinna ýmsum sérkröfum og siöan leið- rétta augljós mistök sem orðið hafa, einkum er snerta rööun i launaflokka. Þessi verkefni kemst launadeildin og launa- nefndin ekki yfir aö leysa og sinnir þeim aðeins i þeirri röö sem þrýstingur er á þá aö vinna. Þetta er m.a. þaö sem knýr starfsfólk sjónvarps til aögerða. En starfsfólk gripur til svona aðgerða þegar þaö sér aö þaö fær enga úrlausn mála ncma meö hörku. Ég tel aö leysa heföi mátt þessa deilu fyrr,ef æöstuyfirmenn stofnunarinnar, þar meö talinn menntamálaráðherra, heföu Framhald á bls. 14. FYRRI GREIN Sverrir Hólmarsson skrifar LEIKHÚSPISTIL Þjóðleikhúsið sýnir SÓLARFERÐ eftir Guðmund Steinsson Leikstjóri: Brynja Benediktsdóttir. Leikmynd: Sigurjón Jóhannsson. Það var óvenju lifleg stemmn- ing á frumsýningu á laugardag- inn, þegar leikhúsgestum var sýnd bakhliöin á sólarferöunum frægu, sem eru orðnar svo snar þáttur i menningarlifi islendinga. Nokkuö þóttist ég hins vegar veröa þess var að sumir hlógu meira en aðrir. Kannski hefur forföllnum kostadelsólistum i hópnum verið nóg boöið. Guðmundur Steinsson er hér á heimavelli. Hann hefur lagt stund á fararstjórn á Spáni um langt skeiö og er öllum hnútum kunn- ugur, en tæplega veröa vinnuveit- endur hans, þeir sem ferðaskrif- stofum stýra, neitt sérlega hrifnir af þeirri mynd sem hann dregur hér upp af sólarparadisinni, mynd sem er um flest ólik þvi sem stendur i auglýsingapésun- um. Þaö er margt sem hr jáir feröa langinn. Fyrir utan magakveisu, skitugan sjó, ónýt húsgögn og allskyns armæöu af þvi taginu, er hætt viö aö innihaldsleysi og Róbert Arnfinnsson og Þóra Friöriksdóttir i hlutverkum hjón- anna Ninu og Stefáns. Bakhliðin á ömurleiki blasi viö honum. Þegar hjónin i leikriti Guömund- ar losna undan þvi daglega amstri sem þau eru venjulega niöursokkin i.standa þau frammi fyrir þvi að lif þeirra er innan- tómt og aö þau hafa aldrei raun- verulega þekkt hvort annaö sem manneskjur. Konan gerir sér aö nokkru leyti grein fyrir ástand- inu, eiginmaöurinn fer heim sami beinasninn og hann kom. Það verður aö segjast, aö þótt Sólarferö hafi ýmsa ágæta kosti og sé einstaklega timabært háö, fer ekki hjá þvi aö manni þyki textinn heldur I mjóslegnara lagi. Sólarferöagriniö er ágætt svo langt sem það nær, en höfundur hefur ætlaö sér annan og meiri hlut, og þaö er þar sem honum fatast tökin. Uppgjöriö milli hjónanna i næstsiðasta atriöi leiksins, sem á aö vera þunga- miöja verksins og buröarás, missir marks og getur ekki boriö verkið uppi, m.a. vegna þess aö ræöa eiginkonunnar i þvi atriöi er ekki i neinu sannfærandi sam- hengi viö þá persónu sem birtist okkur i öörum atriöum verksins. En þetta er skemmtileg sýning, og þar er ekki sist aö þakka frá- bærri leikstjórn Brynju Bene- diktsdóttur, sem vinnur hvern sigurinn á fætur öörum og er nú, Guömundur Steinsson fyrir minn smekk, besti leikstjóri á Islandi. Verk hennar hér ein- kennist af hugmyndaauðgi dirfsku, samfara nákvæmni og natni við smáatriði. Ýmsar lausnir hennar eru framúrskar- andi snjallar, t.d. útfærslan á samtali milli svala, þar sem hún leggur allt leikhúsið undir og lifgar ótrúlega mikiö uppá þetta daufingjalega hús. Byggingar- verkamennirnir, sem vinna aö útþenslu spænska túristabrans- ans milli atriða, eru bráösnjöll hugmynd og vel notuð til aö undirstrika ákveöin atriöi text- ans, og heföi ég ekki trúaö þvi aö óreyndu að hægt væri að gera steypuvél svona dónalega. Leikur er framúrskarandi. ■ Þóra Friöriksdóttir og Róbert Arnfinnsson eru hvort ööru betra i hlutverkum hjónanna. Natni þeirra viö smáatriði og ná- kvæmni i útfærslu er slík aö unun er á að horfa. Aörir halda vel á minni hlutverkum. Bessi Bjarna- son og Guörún Stephensen draga upp ágæta mynd af vinafólki hjónanna. Gaman var aö sjá Sigurð Pálsson leika kvensaman þjón, og var Sigurður mjög sann- færandi sem slikur, en heföi kannski mátt vera eilitiö ákveðn- ari. Leikmynd Sigurjóns Jóhanns- ■Brynja Benediktsdóttir Spáni sonar er ágætisverk og brýtur leiksviðiö skemmtilega upp. Guömundur Steinsson hefur lengi fengist við leikritagerð, en hingað til hefur hann skrifað meira fyrir skúffuna en sviðið, enda hafa islensku leikhúsin til skamms tima verið heldur mót- fallin þvi aö islendingar væru að skrifa leikrit. Þetta er guðsélof að breytast, m.a. vegna þrákelkni nokkurra manna sem hafa, eins- og Guömundur, haldiö áfram að skrifa þrátt fyrir litla uppörvun. Sólarferö er þriðja verk Guð- mundar sem ég sé á sviði. Þvi miöur sá ég ekkert þeirra verka hans þriggja sem sýnd voru fyrir allnokkrum árum. Af þessum þremur verkum þykir mér Sólar- ferð að mörgu leyti lakast. Lúkas er mun betur skrifað verk og heföi ugglaust verið mun sterk- ara en mér þótti þaö, heföi þaö verið sýnt fljótlega eftir aö það var skrifaö, en ekki beðiö i meira en fimm ár. Skirn, sem sýnt var siðastliðinn vetur af áhugafólki i Þorlákshöfn og Borgarfiröi, þótti mér afburöagott verk, fyndiö og stilhreint, vel upp byggt. Sólar- ferö sýnist mér vera gallaö verk, en góö sýning og drepfyndnir sprettir ættu aö nægja til þess að gera þaö vinsælt. Sverrir Hólmarsson. Sigurjón Jóhannsson

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.