Þjóðviljinn - 21.09.1976, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 21.09.1976, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 21. september 1976 Viö SR-46 „iíér hefur allt sumar” Benedikt Sigurösson á Siglufiröi skrifar: Nú er loönuskipunum á miöunum fariö aö fækka og þrær síldarverksmiöjunnar SR 46 allar tómar. Bræöslu iauk fyrir sföustu helgi og starfs- menn fengu nú ailir helgarfrf I fyrsta skipti i tvo mánuöi. Frá áramótum er búiö aö bræöa i verksmiöjunni um 50 Aiiir, sem eiga erindi á lager- inn, þekkja Eggert Theódórs. Hann hefur starfaö hjá SR sföan 1930. þús. tonn af loönu. Ekki veit ég hvert er útflutningsverömæti framleiöslunnar, en eftir slöustu fréttum aö dæma hefur verö á þessum afuröum hækkaö mikiö aö undanförnu. Vafalitiö heföi veriö hægt aö veiöa loönu og bræöa hana i sildarverksmiöjunum öll þau sumur, sem þær hafa staöiö verkefnalausar, og hefur raunar oft veriö ympraö á þvi, þótt ekki hafi oröiö úr fram- kvæmdum fyrr en i sumar. Einn helsti talsmaöur þess, aö þessar veiöar væru reyndar er hinn gamalreyndi og trausti forystu- maöur norölenskra sjómanna, Tryggvi Helgason, sem hefur hamraö á þessu ár eftir ár á þingum Alþýöusambands Noröurlands, innan sjómanna- samtakanna og viöar, en þvi miöur oftast fengiö litinn hljóm- grunn. En ekki tjóar aö sakast um oröinn hlut. Nú eru þessar veiöar hafnar og veröur sjálf- sagt haldiö áfram.Stjórn Sildar- verksmiöja rlkisins ákvaö á fundi fyrir skömmu, aö láta fara fram ýmsar bráönauösynlegar endurbætur á verksmiöjunni hér, og mun ekki af veita, þvi hún er oröin 30 ára gömul og hefur ekki fengiö nema lág- marksviöhald i mörg ár. Sú mikla atvinna, sem loönu- bræöslan hefur skapaö, hefur haft mjög örvandi áhrif á bæjarlifiö hér. Hér hefur veriö skortur á vinnuafli i allt sumar og enn er veriö aö auglýsa eftir verkafólki, þótt skólafólk sé fariö eöa á förum af vinnu- markaöinum. Margir eiga eftir aö taka sér fri,og kapp er lagt á aö koma af sem mestri útivinnu, t.d. viö hitaveituframkvæmdir og húsbyggingar, áöur en vetur leggst aö. Jóhann G. Möller, bæjarfulltrúi á Siglufiröi, hefur veriö starfs- maöur SR sföan 1933, sföustu 15 árin verkstjóri. Hann átti sæti I stjórn SR um árabil. Haukur Kristjánsson, vélstjóri, stjórnar annarri vaktinni. Hann er einn þeirra, sem þrautþekkja vinnsiutæki SR-46. skort vinnuafl í Hér er veriö aö ianda loönu og SR-46 er I fuiium gangi. Þekkja á þá gömlu Síldarverksmiðjur rikisinsá Siglufirði hafa í þjónustu sinni nokkurn hóp gamalla og reyndra starfsmanna, sem þekkja SR-46 og vinnslurás hennar í hverju smá- atriði. Sumir hafa verið sta rf s menn ver k- smiðjunnar síðan fyrsta verksmiðjan á Siglufirði tók til starfa 1930. Þessir menn vélstjórar og verkstjórar, verkstæöismenn • og umsjónarmenn ýmissa tækja og búnaöar eru sá kjarni, sem hefur gertmögulegtaö bræöa 50 þús. tonn af loönu I þessari 30 ára gömlu verksmiöju siöan um áramót, án þess aö nokkur teljandi óhöpp eöa tafir kæmu fyrir. Þeir þekkja hverja einustu vél „persónulega”, ef svo mætti segja, vita um galla þeirra og dynti og gera jafnvel viö þær meöan þær eru i gangi, vita um ailar leiöslur og lagnir, sem skipta sjálfsagt nokkrum hundruöum, ef ekki þúsundumj og láta allt þetta gamla kram snúast og vinna saman áfalla- laust viku eftir viku og mánuö eftir mánuö án þess aö vinnslan stöövist f eina mfnútu. Þegar Július Júliusson gekk um verksmiöjuna meö mynda- vél sina á dagvaktinni fyrir nokkrum dögum, náöi hann myndum af nokkrum þessara gömlu starfsmanna, og birtast þær hér á siöunni.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.