Þjóðviljinn - 21.09.1976, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 21.09.1976, Blaðsíða 12
12 SIÐA — ÞJÖÐVILJINN Þriöjudagur 21. september 1976 Bjóöum alls konar mannfagnaö velkominn. Vistleg salarkynni fyrir stór og smá samkvæmi. Veisluföng og veitingar aö yöar ósk. Hafiö samband tímanlega. HÓTEL LOFTLEIÐIR Sími 22322 Taflfélag Reykjavikur auglýsir Haustmót Taflfélags Reykjavíkur 1976 hefst sunnudag, 26. sept. kl. 14. Keppni hefst þá i öllum flokkum nema flokki 14 ára og yngri, sem hefst laugardag 2. okt. kl. 14. Sérstök athygli er vakin á, að/ keppni i kvennaflokki hefst 26. sept. kl. 14. Skráning fer fram á kvöldin kl. 20-22. Lokaskráning i flokka fullorðinna er laug- ardag 25. sept. kl. 14-18. Aðalfundur Taflfélags Reykjavikur 1976 verður haldinn að Grensásvegi 46 föstu- dag 8. okt. og hefst kl. 20. Taflfélag Reykjavikur Grensásvegi 46 simi 8-35-40. - Herstöðva- andstæðingar Miðnefnd Samtaka herstöðvaandstæðinga er að koma á fót hverfahópum herstöðvaand- stæðinga á Reykjavíkursvæðinu, til undirbún- ings landsfundinum 16.-17. okt. Næstu fundir eru: Föstudagur 17.9. Vogar og Heimar. AAánudagur 20.9. Vesturbær sunnan Hringbr. Þriðjudagur 21.9. Smáíbúðahverfi. Fundirnir eru kl. 8 1/2 að skrifstofu Samtak- anna, Tryggvagötu 10, S: 17966 Athugasemd frá Starfsmannafélagi Sjónvarpsins: Ráðuneytisstjórinn er fávís um sjónvarp Stefna stjórnvalda virðist að flœma burt hœft og velþjálfað starfslið VEGNA ummæla Höskuldar Jónssonar, ráðuneytisstjóra fjár- málaráðuneytisins i Morgunblað- inu siðastliðinn sunnudag telur launamálanefnd Starfsmannafé- lags Sjónvarpsins sig knúna til að koma eftirfarandi leiðréttingum á framfæri: 1. Launamálanefnd hefur aldrei gert athugasemdir við aðal- kjarasamning fjármálaráð- herra og BSRB, þótt vissulega megi margt að þeim samningi finna, ekki sist að þvi er varðar vaktavinnufólk. Það er hins vegar hlutverk ráðuneytisins og einstakra starfsmannafé- laga að semja um röðun starfs- manna i launaflokka innan aðalkjarasamningsins. Að þvi er snertir Starfsmannafélag Sjónvarpsins hafa slikar samn- ingaviðræður við ráðuneytið aldrei átt sér stað. Um röðun i launaflokka segir svo i aðal- kjarasamningi: „7. gr. Um röðun starfa i launaflokka. 1. mgr. Við röðun starfa i launaflokka skal aö megin- stefnu til höfð hliösjón af röðun skv. sérsamningum bandalags- félaga 1974 með siðari breyt- ingum sbr. yfirlit yfir samsvör- un launaflokka á fylgiskjali nr. 1. 2. mgr. Frá þessari reglu má þó vikja, ef ástæða er til vegna samanburðar við kjör á al- mennum vinnumarkaði eða af öðrum gildum orsökum”. Þennan hluta aðalkjara- samningsins telur launamála- Alvarlegt ástand i kjara- málum póstmanna: Hóta mót- aðgerðum Póstmenn telja sig hafa verið hlunnfarna með úrskurði kjara- nefndar i Iaunamálum i vor eins og margar aðrar starfsstéttir hjá þvi opinbera. Þar við bætist að póstmannastéttin hefur dregist afturúr öðrum félögum innan Bandalags starfsmanna rikis og bæja.sem áður höfðu sainbærileg laun. Félagsráð Póstmanna- félags Isiands hélt fund sl. miðvikudag og ályktaði eftir- farandi i kjaramálum. Nú þegar kjaranefnd hefur fellt úrskurð sinn i launamálum póst- mannastéttarinnar er ljóst að mjög alvarlegt ástand hefur skapast. Úrskurður þessi hlýtur að kalla á mótaðgerðir póst- manna ef fjármálaráðherra fyrir hönd rikisvaldsins gengur ekki til móts við samninganefnd PFí til lausnar á þeim vandamálum sem við blasa. Jafnframt mótmælir fundurinn þeim ólýðræðislegu vinnubrögðum, sem fulltrúar i samninganefnd ríkisvaldsins viðhöfðu við samningaborðið siðastliðið vor. Póstmenn vilja enn vekja athygli á, að sundur hefur dregið með þeim og öðrum félögum innan BSRB, sem þeir voru áður i samfloti með. Jafnframt lýsir fundurinn furðu sinni á þvi mis- ræmi sem skapast hefur á launum hjá hliðstæðum hópum innan sömu stofnunar. nefnd að fjármálaráðuneytið hafi ekki staðið við. Fulltrúar fjármálaráðuneytisins hafa einfaldlega neitað að ræða rök launamálanefndar i þessu sambandi. 2. Haft er eftir ráðuneytisstjór- anum, að ef laun sjónvarps- starfsmanna hækkuðu um 10 til 15%, yrðu afnotagjöld einnig að hækka um 10-15%, eða að aug- lýsendur urðu látnir borga brúsann, eins og hann orðar það. Hér er beinlinis farið rangt með og kemur hér enn einu sinni fram hversu gjörsamlega ókunnugir starfsmenn ráðu- neytisins, jafnvel sjálfur ráðu- neytisstjórinn, eru rekstri sjón- varpsins. Tiu prósent launa- hækkun sjónvarpsstarfsmanna mundi að óbreyttu yfirvinnu- magni i stofnuninni miðað við árið 1975, hafa i för með sér innan við 3 prósent hækkun af- notagjalda, eða með öðrum orðum hækkun á afnotagjaldi, er næmi þrjú til fjögur hundruö krónum á hvert sjónvarpstæki i landinu, ef sú leið yrði valin. Launamálanefndin telur að starfsmenn Sjónvarpsins hafi alltof lengi sýnt biðlund i launa- málum i trausti þess, að sann- girniskröfur næðu fram aö ganga. Fyrr eöa siðar hlaut að skerast i odda og það hefur nú gerst. Starfsmönnum Sjónvarpsins, öll- um sem einum, þykir það miður, að það, sem nú er að gerast, skuli meö nokkrum hætti bitna á al- menningi, þar sem útsendingar hafa fallið niður. Þar er fyrst og fremst við fjár- málaráðuneytið að sakast. Ráðu- neytinu var fullljóst, hvert stefndi I þessum efnum, og þurfti engum þar að koma á óvart, að starfs- menn skyldu gripa til sinna ráöa, til að freista þess að koma i veg fyrir, að stofnunin liðaðist I sundur vegna uppsagna ýmissa reyndustu og hæfustu starfskraft- anna. Starfsmenn Sjónvarpsins vilja hag sinnar stofnunar sem mest- an. Þeir vilja stuðla að bættum dagskrárgæðum og samvinnu yfirmanna og undirmanna. Slikt gerist ekki meðan stefna ráðu- neytisins virðist sú að flæma burt hæft og velþjálfað starfslið. F.h. launamálanefndar og stjórnarSFS Oddur Gústafsson Eiður Guðnason Leigjandi Svövu kominn á norsku Skáldsaga Svövu Jakobsdóttur, Leigjandinn.er nýlega komin út á norsku I þýðingu Ivars Eskelands og kallast Leigebuaren. Bókin kemur út I flokknum Nordisk bibliotek, en áður eru tvær fær- eyskar bækur komnar út i þeim flokki. Bókinni fylgir stuttur formáli um feril Svövu og litillega um efni sögunnar — þar segir á þá leið að hún fjalli mjög um aðferöir heimsveldis og um eigin óskir manna um vernd — og megi i þvi tilefni minna á bandarisku her- stöðina i Keflavík. Fyrr á þessu ári komu sögur eftir Svövu út á norsku i Islensku safni sem nefnist Lystrejse. Leigjandinn hefur áður komið út á sænsku. Svava Jakobsdóttir Reiknistofa bankanna óskar að ráða starfsmann á skrifstofu. Starfið er: Simaþjónusta, vélritun, bók- hald og fleira. Starfið er margþætt og snertir alla þætti Reiknistofunnar og þjónustu við banka og sparisjóði. Skriflegar umsóknir sendist Reiknistofu Bankanna, Digranesvegi 5, Kópavogi, fyrir 27. september 1976. Starfsmaður óskast strax á afgreiðslu Þjóðviljans til að annast stimplun umbúða o.fl. Umsækjendur snúi sér til Halldórs Péturssonar afgreiðslu- stjóra, s. 17500. WÐVIUINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.