Þjóðviljinn - 21.09.1976, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 21.09.1976, Blaðsíða 5
Þriöjudagur 21. september 1976 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5 HEIMSÓKN í OLZA VERKSMIÐJURNAR í PÓLLANDI: Þar sem annar helmingurinn af þjóðarrétti íslendinga er framleiddur — íslendingar borða sem svarar einu kílói á mann af Prins Polo súkkulaðikexi á ári Halldór Laxness hef ur í einni bók sinni kallað Kóka Kóla og Prins Póló „þjóðarrétt" íslendinga, og víster um það að sl.20 ár hefur fólk á (slandi, einkanlega ungt fólk að sjálfsögðu, varla borðað annað sælgæti meira en pólska súkkulaðikexið Prins Póló. Það er því ekki nema eðlilegt, þegar blaðamönnum af Prins Póló kynslóðinni á Islandi er boðið til Póllands, að þá langi til að sjá hvar ,,þjóðarrétturinn" er framleiddur, þetta ágæta súkkulaðikex, sem gerði Asbjörn Ólafsson að ein- um ríkasta manni (slands. Syðst i Póllandi, alveg á landamærum Póllands og Tékkóslóvakiu er litil borg sem heitir Cieszyn. Þetta er fremur litil og ósköp venjuleg iönaöar- borg i Póllandi. í miöri borginni er all-stór verksmiöja sem heitir Olza.og i þessa verksmiðju lá leið okkar islensku blaöamann- anna, ásamt túlk og ágætum bifreiöarstjóra. Þarna er nefni- lega „þjóöarrétturinn” fram- leiddur. Ýmsar þjóösögur hafa gengiö hér á landi um þessa verk- smiðju og sú er kunnust er segir að þarna vinni aöeins 20 manns aö þvl aö framleiöa Prins Pólo fyrir islendinga. Þetta súkku- laöikex sé ekki framleitt handa öörum þjóöum, enginn liti viö þessu kexi, nema Islendingar. Þetta er mikil vitleysa. Prins Pólo er þvi miöur, fyrir þann sem bjó þessa ágætu sögu til, selt um alla Evrópu aö kalla og er ma. gefið öllum farþegum á innanlandsleiöum I farþega- flugi i Póllandi. Og þaö vinna ekki 20 manneskjur i verksmiöj- unni, heldur 500,og þarna er ekki bara framleitt Prins Póló, held- ur ótal margar aðrar kex- tegundir og sumar betri en Prins Póló aö dómi undirritaös. En, og þaö er viðurkennt af öllum, aö Islendingar kaupa meira af Prins Póló en nokkur önnur þjóö i heiminum miðað við mannfjöldatöluna marg- frægu, sem viö notum svo oft. Pólverjarnir sögðu, aö ef þjóö- verjar keyptu jafn mikiö magn og við, miðaö viö mannfjölda, þá þyrfti að 500-falda fram- leiösluna. Viö islendingar kaupum nefnilega 14 tonn af PrinsPólo á mánuöi og þá lætur nærri að hver islendingur boröi eitt kiló af Prins Póló á ári. Þarna I Olza-verksmiöjunni var tekið ákaflega vel á móti okkur islendingunum. Okkur var sagt aö þetta væri i fyrsta sinn, sem Islenskir blaöamenn kæmu i heimsókn i verksmiðj- una, en ráöamenn þar höfðu aftur á móti komiö til Islands og heimsótt Asbjörn umboðsmann Ólafsson, enda er tsland hátt skrifað sem viöskiptaland hjá þessari verksmiðju, jafnvel þótt þaö magn.sem við kaupum, sé ekki mikiö i kilóafjölda miöaö viö miljónaþjóöirnan Þessi verksmiöja er ekki mjög nýtiskuleg, sennilega nokkuð lik islensku kexverk- smiðjunum hvaö snertir tækni, en þrifnaöur er þar meö miklum ágætum og greinilegt að pól- verjar kunna vel að umgangast matvæli. Til aö mynda urðum viö að klæðast hvitum sloppum meðan við gengum um og skoö- uðum framleiösluna. Og alveg eins og aörar þjóöir eru pólverj- ar svolitið snobbaöir. Þegar við vildum taka ljósmyndir af fólki við að pakka Prins Pólói, var gömul kona, sem viö það vann látin vikja, en ung og lagleg stúlka látin taka sæti hennar, rétt á meðan myndirnar voru teknar. Þær hlýlegu móttökur, sem við islendingarnir fengum þarna voru greinilega engin uppgerö, slikt finnur maður fljótt, og túlkur okkar og bif- reiöarstjóri höföu einmitt orö á þvi hve vel heföi verið tekið viö okkur þarna og er greinilegt að viöskipti Olza-verksmiöjunnar við tsland eru mikils metin, enda væri nú annaöhvort þar sem verið er að framleiða „þjóöarrétt” okkar og um þá skrýtlu vissu pólverjarnir i verksmiðjunni vel. —S. dór SLÁTURTÍÐ Talsverð fjölgun sláturfjár Sauðf járslátrun er nú hafin víða um land, annars staðar er hún að byrja þessa dagana. Blaðið ræddi í gær við tvo sláturhússtjóra, þá Gunnar Aðalsteinsson, sláturhús- stjóra í Borgarnesi og Helga Jóhannsson á Núpum í ölfusi, sláturhús- stjóra á Selfossi, og spurði þá m.a. um hvernig þeim virtist að horfði með væn- leika dilka i haust. Gunnar Aöalsteinsson sagöi, aö i Borgarnesi heföi slátrun byrjaö þann 8. sept. Gert væri ráö fyrir aö hún stæöi til októberloka. Gunnar sagðist eiga þess von aö slátrun yrði eitthvaö meiri hjá þeim I Borgarnesi en undanfarin haust en þó naumast svo, aö umtalsvert væri. Trúlega yröi fjölgun sláturfjár svona 2-3 þús. frá þvi i fyrra haust. Enn er slátrun það stutt á veg komið aö erfitt er aö segja til um vænleika dilka t.d. miðaö viö s.l. haust, en Gunnar sagöist þó ekki vera frá þvi, að þeir muni reynast heldur slakari nú. Þess bæri þó aö gæta, aö slátrun hófst það snemma, aö dilkar geta átt eftir aö bæta við sig, a.m.k. ef tiö verður sæmileg og svo eru þetta, enn sem komiö er, aöallega dilkar, sem gengiö hafa I heima- högum og e.t.v. rýrari af þeim ástæöum. Gunnar sagöi aö i Borgarnesi mundi veröa slátraö 83 til 84 þús. fjár á móti 81 þús. i fyrrahaust. Helgi Jóhannsson á Núpum sagði aö slátrun heföi byrjaö á Selfossi i morgun, og væri þvi of snemmt aö dæma nokkuð um vænleika dilka. Slátrun stendur svona i 5 vikur. Þaö eru tvö sláturhús i Arnessýslu, annaö á Selfossi en hitt á Laugarási i Biskupstungum. I báöum húsunum til samans verður slátraö 63 til 64 þús. fjár. Ég veit ekki hvernig það kemur til með aö skiptast milli húsanna, sagöi Helgi Jóhannsson, þaö eru engar ákveðnar linur þar á milli. En i megin dráttum er þaö svo, aö uppsveitirnar slátra i Laugarási en hinar á Selfossi og auk þess myndu koma þangað um 10 þús. fjár vestan yfir heiöi. Fé þaðan var áöur slátraö I Reykjavik en fyrir nokkrum árum var hætt að reka sláturhús þar. Helgi sagöist búast við meiri slátrun á Selfossi en I fyrra. —mhg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.