Þjóðviljinn - 29.10.1976, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 29.10.1976, Blaðsíða 5
Föstudagur 29. október 1976 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5 l : -ájr * Hvað rúmast innan fjögurra veggja? Um hvað er leikurinn? I kvöld frumsýnir Leikfélag Reykjavikur nýtt leikrit eftir Svövu Jakobsdóttur sem nefnist Æskuvinir. Eftir æfingu á dögunum átti blaðamaður Þjv. viðtal við höfundinn. Svava haföi þann fyrirvara á, að það væri með leikrit þetta eins og leynilögreglusögu, að það væri ekki viðeigandi að gefa of mikið upp um efni þess fyrirfram. Einnig vildi hiin varast að teyma áhorfanda i einhverja ákveðna átt meö þvi að fara að leggja út af leiknum sjálf. 1 leik þessum eru fimm persónur, fjórir karlar, ein kona. Hann gerist allur i húsi konunnar á einu kvöldi. Sam- skipti persónanna eru langt frá þvi að vera raunsæislegar eftir- likingar hversdagslegrar sambúðar og tengsla. Gestur finnur fljótlega aö annað og meira er á seyöi: er hér ekki verið að endurvarpa stöðu og samtimasögu heillar þjóðar inn i þröngan heim fjögurra veggja? Og hvemig gengur þá að hemja svo margþætt efni á einu stofugólfi, i tilsvörum og viðbrögðum fimm manna? Trúverðugur og óraun- verulegur heimur. — Ég er að vona, segir Svava, að sagan sem sögð er á sviðinu geti runnið áfram sem sjálfstæð framsögn. Ég vona að áhorf- andinn geti haft gaman af — án þess að sú tilfinning trufli hann, að hann sé að horfa á eitthvað, sem hann þarf mjög að erfiða við að túlka fyrir sjálfum sér. Til þess að koma þvi, sem ég vildi fjalla um, fyrir i einu húsi 3g með þessum persónum, þá finnst mér að sú frásagnarað- ferð sem ég hefi áður tamið mér, viss fantaséring, hjálpi mér til að halda þvi til skila. Þetta gerir þá kröfu til min, að ég búi til trúverðuga sögu, að minnsta kosti i þvi lágmarki, að áhorfandinn sé reiðubúinn til að fylgja okkur inn i dálitið óraun- verulegan heim. Svipað og ger- ist þegar maður les ævintýri. Eins og ég sagði áðan, þá vil ég segja sem fæst um efni þessa leikrits. En þvi er að sjálfsögöu ekki hægt að neita, að i þessa sögu nota ég efnivið úr islensk- um raunveruleika, þar má sjá ýmsa strauma i okkar þjóðlifi sem eru áleitnir við mig og hljóta að móta þessar persónur. Trú á forsjá. — Ahorfandinn fær mjög tak- markaðar upplýsingar um for- tið persónanna. — Já, ég legg mesta áherslu á að draga það fram, hvaö þessar persónur eru nú.hvað búið er að gera úr þeim. Aðstæður í húsi leiksins hafa mótað „Karla” leiksins miklu meira en uppeldi og æska, sem þeir virðast ekki koma fyrir sig lengur. — 1 leiknum er meðal annars lýst kvennamálum. — Já, ég vildi með öðru leggja áherslu á þá sérstæðu samstöðu sem manni finnst alltaf verða milli karlmanna um að vernda sig , völd sin og áhrif. Leikurinn gengur ansi mikið út á trú á forsjá. Og þá er lika spurt um það viðhorf i okkar þjóöfélagi að konan sé i forsjá einhvers, þar sé hún örugg og best komin. 1 framhaldi af þessu er þá hið sanna frelsi á dagskrá, hvort karl eða kona hljóti ekki að taka þvi, að frelsi felur i sér áhættu. Það fæöist enginn með bréf upp á vasann um að hann þurfi aldrei að búa sig undir að taka áhættu, taka ákvörðun með öliu sem þvi fylgir, gott og illt. — Það er mikið af trúarleg- um tilvisunum i leiknum? — Já sá þáttur er einmitt tengdur þeirri trú á forsjá sem ég áður nefndi. Og svo er hann einnig tengdur þeirri spurningu, hvort þjóðin hafi komið sér upp hjáguði. Alþýða og ævintýragleði. — Þú hefur borið á móti þvl, að leikritið sé útfærsla á skáld- sögunni leigjandinn. En óneitanlega erþað skyltsögunni bæði um aðferð og aö þvi er varðar sumar þær spurningar sem þar er velt upp. A hinn bóginn skrifaöir þú Blýhólkinn, sem er smiðaður allt öðru visi, sem er könnun á heimildum, skjalfestum eða skráanlegum. Hvaða munur er á að vinna i þessum tveim aðferðum? — Mér finnst fyrrnefnda blátt áfram skemmtilegri og bjóða upp á ævintýralegra sam- band við áhorfendur heldur en sú aðferð sem fyrirfram úti- lokar annað en mjög einræðan skilning. Maður er farinn að heyra það, aö aðferð sem þessi sé vond, af þvi að hún sé of erfið fyrir al- þýðu manna. Þetta finnst mér undarlegt að heyra hér á Is- landi, þar sem alþýða manna hefur verið læs og skrifandi öldum saman, hefur drjúga reynslu af bókum, ég held það sé gjörsamlega óþarft að leggja sig eftir flatneskju i stil til að alþýðan geti skilið. Það er lika einkennilegt ef að lagt er til að fantasiunni sé hafnað i nafni al- þýðunnar. Ég tel mig reyndar hafa lært minar fantasiuað- ferðir af þeirri bókmenntagrein sem alþýðan hefur sjálf skapað, þ.e.a.s. af ævintýrum og þjóð- sögum öðrum. Hinsvegar væri gaman að velta þvi fyrir sér, og mætti skrifa um það efni langt mál, hvort okkar gerilsneydda vestræna menning sé að drepa þessa ævintýragleði sem mannshugurinn á til. Eitthvað lært. — Er þá margt likt meö per- sónum leiksins og persónum ævintýra? — Að minnsta kosti getur allt mögulegt komið fyrir þær. 1 ævintýrum eru flestar persónur jafnan „samar við sig”, taka ekki neinum breytingum i rás sögunnar. Nema kannski ein, sem er visari eftir en áöur. Ég vona að konan i leikritinu hafi lika eitthvað lært eftir þessa kvöldgöngu i eigin húsi. — Að lokum: hefur alþingi nokkur áhrif á persónusköpun I Æskuvinum? — Ekki held ég það sé neitt að ráði. Nema hvað alþingi er auð- vitað mikil karlaveldisstofnun. Mér likar það, vel á minnst, illa þegar verið er að likja Alþingi við leikhús i einhverskonar niörandi merkingu. Mér finnst leikhús afskaplega merkilegt fyrirbæri.... A.B. Rætt viö Svövu Jakobs- dóttur um leikrit hennar ÆSKUVINIR * í minningu ÞórhallsDan Gjafir ólöf Sverrisdóttir/ ekkja Þórhalls Dan Kristjánssonar, hefur fært heilsugæslustöð Hafnar Hornafirði og verkalýðsfélaginu Jökli Hornafirði minningar- gjafir um mann sinn.Hér fara á eftir fréttatilkynn- ingar og þakkir þessara aðila fyrir hlýhug og höfðinglegar gjafir. 1. október sl. afhenti ólöf Sverrisdóttir Höfn sjúkrasjóði Verkalýðsfélagsins Jökuls peningaupphæö til minningar um eiginmann sinn Þórhall Dan Kristjánsson hótelstjóra, en þann dag hefði hann orðið fimmtugur ef hann hefði lifaö. Verkalýðsfélagið vill færa Ólöfu bestu þakkir fyrir þennan hlýhug i garð félagsins. (Frá Verkalýðsfélaginu Jökli, Hornafirði) I frétt frá stjórn heilsugæslu- stöðvarinnar Höfn, Hornafirði, segir: „1 dag 1. október 1976, hefur Hótel Höfn, Hornafirði stofnað sjóð til minningar um Þórhall heitinn Dan Kristjánsson hótel- stjóra. En á þessum degi hefði hann oröið fimmtugur ef hann hefði lifað. Sjóðurinn er afhent- ur heilsugæslustöð Hornafjarð- ar til varðveislu fyrst um sinn þangað til ákveðið verður til hvers honum skuli varið i þágu þeirrar stofnunar. Gefendur létu þess getið að sjóðurinn væri opinn öllum sem vildu heiðra minningu Þórhalls.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.