Þjóðviljinn - 29.10.1976, Page 6
6 SIOA — ÞJÓÐVI LJINN Föstudagur 29. október 1976
Úr ræðu Geirs Gunnarssonar við 1. umræðu fjárlaga
Hækkun gjalda sem
ber 24,4 miljarðar á
Hœkkun tekjuskalts félaga 0,15 miljarðar á sama tíma
almenningur
tveimur árum
Aö lokinni ræöu fjármalaráð-
herra við fyrstu umræðu fjárlaga
á Alþingi i gær, tók til máls Geir
Gunnarsson, annar tveggja fuli-
trúa Alþýðubandalagsins i fjár-
veitinganefnd.
Hér verður greint nokkuð frá
fyrri hluta ræöu Geirs, en siðari
hlutinn biöur fram yfir helgi. —
sumt er endursagt en annað orð-
rétt.
Verðbólgan — Ekkert að
þakka.
t upphafi máls sins ræddi Geir
Gunnarsson nokkuð um verðbólg-
una og viðskiptahallann. Hann
sagði að árið 1974 hafi fram-
færslukostnaður samkvæmt visi-
tölu hækkað um 48%. Þá hafi er-
lent verð á innfluttum vörum
hækkaö um 35%, og verðbólgu-
vöxturinn i OECD löndunum hér i
kring verið 68% að meðaltali. A
árinu 1975 hafi erlent verð inn-
fluttrar vöru hins vegar aðeins
hækkað um 5% að jafnaði og á
þessu ári sé talið að hækkunin
verði 6-7%. Samt er talíð að fram-
færsluvisitalan hér á landi muni
hækka i ár um 25-30%, og frá
ágúst 1975-ágúst 1976 hafi hækkun
framfærlsuvisitölunnar hér verð
31.8% samkvæmt alþjóðlegum
skýrslum. A þessu 12 mánaða
timabili hafi hér dregið úr verð-
bólguhraðanum um aðeins 25%
miöað við árið 1974, en um 40% i
OECD löndunum til jafnaðar.
Það er alþjóðleg þróun, sem
veldur þvi, að hraði verðbólg-
unnar er hér nú nokkru minni en
fyrir tveimur árum, en stjórn-
leysi islensku rikisstjórnarinnar
hefur beinlinis komið i veg fyrir
að dregið hafi úr verðbólguvext-
inum i þeim mæli, sem ytri að-
stæður hafa gefið tilefni til.
Viðskiptahallinn — Ekk-
ert að þakka
Viðskiptahallinn við útlönd var
i fyrra um 20 miljarðar en menn
gera sér vonir um að hann geti
orðið 8-10 miljörðum minni i ár.
Þetta er þó engan veginn að
þakka stefnu’ rikisstjórnarinnar
nema siður sé. Stefna hennar er
hömlulaus eyðsla gjaldeyris i
hvers kyns neysluvörur, sem
margar væri auðvelt að fram-
leiða hér á landi.
Astæður minnkandi viðskipta-
halla eru: 1 fyrsta lagi batnandi
viðskiptakjör og i öðru lagi má
nefna þrjá þætti sem einir út af
fyrir sig skýra að mestu þá
minnkun viðskiptahallans, sem
riidsstjórnin gumar af.
Þessir þættir eru: 1. 1 júlilok
hafði innflutningur skipa dregist
saman um 2400 miljónir. 2. A
sama tima hafði innflutningur
hráefnis til álverksmiðjunnar
minnkað um 2874 miljónir. Þetta
gerir samtals 5274miljónir króna.
1 þriðja lagi hafði svo útflutningur
á áli aukist i júlilok um kr. 4.149
miljónir. (1 fyrra varsölutregða á
áli, en nú er verið að vinna úr og
flytja út úr efni, sem þá var flutt
inn.)
Samtals bæta þessar þrjár
stærðir viðskiptajöínuðinn um kr.
9.423 miljónir, eða um álika upp-
hæð og gert er ráð fyrir að víð-
skiptahallinn lækki i ár. Hér er
þvi ekkert að þakka rikisstjórn-
inni, nema ef menn vilja þakka
henni fyrir að takmarka innflutn-
ing á framleiðslutækjum á sama
tima og erlendar neysluvörur
flæða óhindrað inn i landið til
samkeppni við innlenda fram-
leiðslu.
Afkoma rikissjóðs —
Hallinn tifaldaðist.
Geir G'unnarsson ræddi siðan
um afkomu rikissjóðsá þessu ári,
og benti á, að þegar fjárlaga-
frumvarp ársins 1976 hafi verið
lagt fram i fyrrahaust þá hafi
verið gert ráð fyrir halla upp á 770
miljónir króna. Nú væri hins
vegar reiknað með, að þessi sami
halli veröi 7.533 miljónir eða um
tifalt meiri en ráð var fyrir gert
fyrir rúmu ári siðan.
Þegar fjárlagafrumvarpið var
lagt fram i fyrrahaust var
reyndar ekki aðeins reiknað með
aðeins tiunda hluta þess halla,
sem nú er orðinn, heldur var þá
boöuð „umtalsverð skattalækkun
með niðurfellingu sérstaks vöru-
gjalds”. En það sem gerðist var
að 12% vörugjaldið sem samkv.
íjárlagaírv. átti að falla niður i
árslok 1975 en yar við afgreiðslu
fjárlaga ákveðið 10% til 1. sept.
og 6% frá þeim tima til áramóta
var i maf hækkað í 18% og skyldi
sú hækkun vera i gildi til
næstu áramóta. 1 höndum hæstv.
fjármálaráðherra hafði vöru-
gjaldið sem hann sleppti lausu i
júli 1975 nú fengiö eðli ófreskj-
unnar i þjóðsögunum. Sá haus,
sem högginn var af i des. varð að
tveimur i mai.
Þrátt fyrir allt þetta hefir ekki
verið sýnt fram á, á þessari
stundu,að yfirdráttarskuld rikis-
sjóös við Seðlabankann verði
lækkuð um 1450 milj. kr. eins og
gert var ráð fyrir við afgreiðslu
fjárlaga og skattheimtan rnið-
aðist við. Frá siðustu áramótum
og til loka ágústmán. hefir
skuldin hækkað um 1945 rnilj. kr.
eða nokkru meir en á sama tlma-
biii i fyrra og nam i lok sept.
12.774 miij. kr.
Aður afsakaði hæstv. rikis-
stjórn skattpininguna, halia-
reksturinn og kjaraskerðinguna
rneð versnandi ytri abstæðum, en
nú herðir hún á þessu ári enn
skattheímtuna og kjararýrn-
unina, þegar ytri aðstæöur hafa
verulega batnað.
Söluskattur og innflutn-
ingsgjöld hækkuðu um
23 miljarða, en tekju-
skattur félaga um 0,15
miljarða.
Það er fróðlegt fyrir launafólk
sem hefir búið við stórlega skert
lifskjör á stjórnartima hæstv.
núv. rikisstjórnar að sjá hvernig
hin stóraukna skattheimta rikis-
sjoðs birtist i samanburði nokk-
urra skattstofna annars vegar á
fjárl. ársins 1974 og hins vegará
fjárl. ársins 1976.
Innflutningsgjöld hafa á
þessum 2 árum hækkað úr 8.500 i
15.500 milj. kr. eða um 7.000 milj.
kr.
Söluskattur hefir hækkað úr
7.300 m. i 23.300 eða um 16.000
milj. kr.
Tekjuskattur einstaklinga hefir
Þingsjá
hækkað úr 5.800 m.kr. i 7.200 eða
um 1.400. Tekjuskattur félaga
hefirhækkaðúr922milj.kr. i 1.070
eða um 148 milj. kr.
Sé tekin saman hækkun inn-
flutningsgj., söluskatts og tekju-
skatts einstaklinga á fjárl. þess-
ara 2ja ára nemur hún samt.
24.400 miljónum en hækkun á
tekjuskatti félaga 148 miljónum.
Þessar tölur segja nokkra sögu
um skattastefnu hæstv. rlkis-
stjórnar.
Mjög verulegur þáttur i stór-
hækkuðu vöruverði siðasta árs
og i þvi hve launafólki
veitist æ erfiðara að láta
tekjurnar duga fyrir nauð-
synjurium, eru hinir stórauknu
neysluskattar. Ofan á hverja
vöruverðshækkun og þjónustu-
gjaldahækkun bætist 20% i sölu-
skatt til rikissjóðs. Frá fjárl. 1974
til fjárlfrv. fyrir árið 1977 nemur
hækkun söluskatts og hið nýja
vörugjald 30.600 milj. kr. Hækk-
unin nemur um 700 þús. á hverja
fimm manna fjölskyldu.
Nú á vörugjaldið að
hækka úr 2330 miljónum
i 5250 miljónir.
Og enn hefir hæstv. fjármála-
ráðherra lagt fram fjárlagafrv..
Nú hafa ytri aðstæður batnað á
þessu ári og það er gert ráð fyrir
aö þær batni enn frekar á næsta
ári og gert ráð fyrir, að þjóðarút-
gjöld aukist um 2%. Þessi aukn-
ing gæti þýtt 1200-1300 milj. kr. i
auknar tekjur fyrir rikissjóð.
Þessar bættu aðstæður eiga þó
greinilega ekki að verða til þess
að slakað verði á i skattheimt-
unni. Hún er þvert á móti aukin. í
stað þess að 10% vörugjald var
gildi riflega þriðjung þessa árs, á
nú að innheimta 18% vörugjald
allt næsta ár. Sé miðað við fjárlög
ársins 1976 var áætlað að 10%
vörugjald i8 mánuðiog 6% gjald i
4 mánuði færði rikissjóði 2.330
milj. kr. Það svarar til riflega
2.500 milj. kr. árið 1977 vegna
verðlagshækkana. Nú er áætlað
að 18% vörugjaldið allt árið færi
rikisstjóði 5.250 milj. kr. Þar
munar nær 2.800 og auk þess má
áætla að muni um 700 milj. kr. i
auknum útgjöldum neytenda
vegna söluskatts á gjaldið. Toll-
tekjur lækka hins vegar um 600
milj. kr.
Sé miðað við raunverulega inn-
heimtu vörugjalds i ár 10% gjald i
4 mán. og 18% gjald i 8 mánuði er'
hér um að ræða aukin útgjöld
neytenda sem gætu numið um
1200 milj. kr. með söluskatti sem
leggst á vörugjaldið og einnig á
verslunarálagningu á vörugjald.
Til þess að koma fjárlagafrv.
saman gerir hæstv. rikisstjórn
ennf remur ráð fyrir að hækka um
370 milj. kr. það gjald, sem sjúk-
lingar greiða einir, þ.e. gjald
v/læknishjálpar og lyfjakaupa.
Samdráttur verklegra
framkvæmda.
Enn ein ráðstöfunin til að berja
saman fjárlagafrv. er sú að halda
enn áfram á þeirri braut sem
hefir verið ein aðalstefna hæstv.
rikisstjórnar við fjárlagagerð að
skera niður að raungildi þær
samfélagsframkvæmdir, sem
mestu varða almenning i landinu,
þegar rekstrarliðirnir hækka enn
umfram almennar verðlags-
hækkanir.
Framkvæmdir i raforkumálum
eru nú á þvi stigi að framlag til
þeirra minnka verulega. Það
verður þó ekki til þess að auka
raungildi fjárframlaga til ann-
arra framkvæmda sem mestu
skipta um viðgang byggðarlaga,
heldur minnka þau framlög enn
að raungildi.
Framlög til
flugvallagerðar t.d. um io%
héraðsskóla ur*i 23%
hafnarmannv.
sveitarfélaga t*P 6%
framkvæmda
rikisspitala 20%
og séu tekin saman framlög rikis-
sins til hafnarframkvæmda
sveitarfélaga og til landshafna
lækkar framlag til þeirra frkv. að
raungildi um fjórðung. Framlag
til landshafna lækkar um 450
millj. kr. I 100 millj. og er þó allt
tekið að láni.
Forsvarsmenn hafnarsjóða um
allt land hafa án efa átt von á þvl,
að þegar lyki hinum sérstöku
hafnarframkvæmdum i Þorláks-
höfn og Grindavik þá yrði tilsvar-
andi upphæð eöa a.m.k. nokkrum
hluta jafngildrar upphæðar varið
til að auka fjárveitingu til al-
mennra hafnaframkvæmda í
landinu.
Grundartangi fær 53%
af hafnafé
Ég er ekki frá þvi að yfirvöld
hafnarmála hafi jafnvel látið
sveitarstjórnarmenn sem kvört-
uðu yfir að of lítið væri veitt til al-
mennra hafnarframkvæmda
meðan á þessum sérstöku fram-
kvæmdum stóð, standa i þeirri
trú að til hinna almennu hafnar-
framkvæmda sveitarfélaga yrði
beint auknu fjármagni, þegar
létti.greiðslu til Þorlákshafnar og
Grindavfkur. En nú er þess í stað
enn rýrt framlag til sveitarfélag-
ahafnanna en 450 millj. kr. á að
verja til hafnarframkvæmda við
Grundartanga til viöbótar 60
millj. á þessu ári. Upphæðin á
fjárlagafrv. til Grundartanga er
53% af þeirri heildarupphæð sem
varið er til allra annarra hafnar-
framkvæmda sveitarfélaga i
landinu. Það er enn ein staðfest-
ing á þvi, að hæstv. rikisstjórn
tekur stóriðju i eigu eða með þátt-
töku útlendinga fram yfir þá
framleiðslustarfsemi sem er að
öllu leyti i höndum landsmanna
sjálfra.
Framlög til stofnkosnaðar
menntaskóla annarra en mennta-
skóla á Austurlandi nema einung-
isum 50millj. kr. og ekki ein ein-
asta kr. er veitt til stofnkosnaðar
þar á meðal tækjakaupa, til eins
einasta fjölbrautaskóla I landinu.
Er það i samræmi við það sinnu-
leysi, sem hæstv. rlkisstjórn hef-
ur jafnan sýnt verknámi i land-
inu.
Fleira mætti nefna af mikil-
vægum þáttum, sem rýra veru-
lega að raungildi frá núgildandi
fjárlögum, t.d. framlag til jöfn-
unar námskostnaðar og framlag
til lánasjóðs isl. námsmanna. Ég
mun ekki hafa frekari orð um þau
mál fyrrenséðverður hvaða
afgreiðslu þessi hagsmunamál
nemenda fá i fjárveitinganefnd.
Rætt um þingnefnd er
kanni gang dómsmála
Gylfi krefst óhlutdrægni í fréttaflutningi
i fyrradag fór fram á
Alþingi umræða um þings-
ályktunartillögu Sighvatar
Björgvinssonar og fleiri
Alþyðuf lokksmanna um
skipan sérstakrar þing-
nefndar, samkvæmt 39.
grein stjórnarskrárinnar
til þess að „kanna gang og
framkvæmd dómsmála".
Sighvatur Björgvinsson
mælti fyrir tillögunni og deildi
hart á seinagang i meðferö saka-
mála og ræddi um þann „prest-
konumóral”, er hann nefndi svo,
sem hér rikti viða, og kæmi m.a.
fram i þvi, að fólk teldi að ýmis
meiriháttar afbrot svo sem eitur-
lyfjasmygl i stórum stil gæti ekki
átt sér stað hér á landi.
Ólafur Jóhannesson, dóms-
málaráöherra kvaðst siður en svo
hafa á móti þvi, að slik nefnd væri
skipuö, en kvaðst búast við að
þeir, sem tækju sæti i nefndinni
þyrftu að leggja býsna hart að
sér, ef þeir ætluðu að ljúka verk-
efninu fyrir vorið, svo sem
tillagan gerði ráð fyrir. Taldi
Ólafur að rétt hefði verið að
marka verksviö slikrar nefndar
nánar. Ráðherrann minnti á, að
slikar þingnefndir samkvæmt 39.
grein stjórnarskrárinnar hefðu
aðeins verið kosnar hér tvisvar
sinnum, það er Landsbanka-
nefndin fræga um 1910 og svo
Okurnefndin siðar.
Slikar rannsóknarnefndir
tiðkuðust yfirleitt ekki heldur i ná
lægum Evrópulöndum, en hins
vegar mjög mikið i Banda-
rikjunum. Astæðan væri sú, að i
Bandarikjunum rikti ekki
þingræði i sama skilningi og hér
og i Vestur-Evrópurikjunum.
Ólafur minnti á, að i Banda-
rikjunum heföu ýmsir svo sem
Nixon og Mac Carthy á sínum
tima auglýst sjálfa sig mjög sem
formenn fyrir rannsóknar-
nefndum, og ekki væri ólíklegt aö
eitthvað svipað vekti fyrir
flutningsmönnum þessarar
tillögu.
ólafur Jóhannesson rakti siðan
ýmsa galla, sem hann taldi vera á
tillögunni.
A fundi Sameinaðs þings i gær
dró svo til nokkurs eftirleiks i
framhaldi af þessum umræðum.
Gylfi Þ. Gislason kvaddi sér þá
hljóðs utan dagskrár, og kvartaði
yfir fréttaflutningi rikisút-
varpsins af umræðum þessum
daginn áður. Samkvæmt frásögn
Gylfa var komist svo að orði i
frétt rikisútvarpsins: — ,,og má
segja, að litið hafi staðið eftir af
ágæti hennar (þ.e. tillögunnar),
að ræðu dómsmálaráðherra
lokinni”.
Las Gylfi upp bréf, sem þing-
flokkur Alþýðuflokksins hafði
ritað útvarpsstjóra af þessu
tilefni, þar sem þess er farið á
leit, „að tafarlausar ráðstafanir
verði gerðar tii þess, að frétta-
flutningur Rikisútvarpsins frá
umræðum á Alþingi verði endur-
skoðaður og það vandlega tryggt,
að hann verði i samræmi við
gildandi reglur um óhlutdrægni.”