Þjóðviljinn - 29.10.1976, Page 7

Þjóðviljinn - 29.10.1976, Page 7
Föstudagur 29. október 1976 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7 Á DAGSICRÁ.____ Menn og dýr A hverjum degi bera útvarp og blöð tiðindi milli manna af mönnum og athöfnum þeirra hér og þar á hnettinum okkar. Þar fer oftast mest fyrir tiðindum af vonsku og heimsku manna, náttúruhamförum, slysum og fleiru af sliku tagi. Og þeir menn, sem þar fá mest rúm, eru hinir sömu á okkar tið og frá þvi byrjað var að skrá sagnir og tiðindi af mönnum: menn sem einhverra hluta vegna hafa komizt i aðstöðu til að ráðskast með lif og tilveru annarra manna. Ef forsetaefni Bandarikjanna, t.d. skiptast á illyrðum i kosningabaráttu sin á milli, telst það til tiðinda, sem rakin eru orði til orðs i fjöl- miðlum. Nú er algengt, að menn skipt- ist á illyrðum, ekki sist i tog- streitu um hagsmuni. Og af slikum orðaskiptum getur margt leitt, sem þykir i frá- sögur færandi, þótt fæst af þvi lendi i mannkynssögu, sem betur fer. En þött svo virðist að mest fari fyrir tiðindum af vonsku og heimsku manna, má vera að við veitum þeim meiri athygli og virðist þvi fyrirferð þeirra meiri. Og stundum berast góð tiðindi, sem vitna um það, að menn eru einnig góðir og skynsamir og reyna eftir megni að vinna að fram- gangi hins góða og viturlega, sem ætti að vera leiðarljós manna samkvæmt þeirri sið- fræði sem mannkynið hefir til- einkað sér á göngu sinni frá dýri i von um að verða að manni i óljósri framtið. I hádegisfréttum útvarps á sunnudag, 17. okt., voru lesin ein slik tiðindi, fyrirferðarlitil og laus við allan spenning. Þetta var frétt frá félagsskap manna, sem berjast fyrkir góðri meðferð manna á dýrum, og hyggjast nú tryggja sér trúnaðar — og — eftirlitsmann um samskipti manna við dýr i hverju byggðarlagi hér á landi. Vera má að ýmsum þyki sltks ei þörf, hér á landi séu i gildi lög með viðurl. við illri með-* ferð á dýrum, o.s.frv. En ekki kemur sá lagastafur þjótandi og tekur menn til bæna i hvert skipti, sem dýr verða fyrir illri meðferð af mönnum. Til sveita á tslandi lifa menn og dýr i nánu sambýli, þar sem menn hafa lifsframfæri sitt af eldisdýrum. Og svo sannarlega skortir ekk- ert á hvatningar til bænda um góða meðferð á kvikfénaði þeirra. Ekki stendur upp á bænd-* ur að ræða þau mál, bæði sin i milli og við ráðgjafa sina, enda munu þeir bændur vera fleiri, sem ,,fara vel” með skepnur sinar, fóðra þær vel, hirða þær vel, fara að ráðum lærðra manna um meðferð á eldis- dýrum sinum. En forsendan fyrir þessari umræðu er eiginlega ein, þessi góða meðferð á eldisdýrunum leiðir til meiri afurða, hagnaðar fyrir framleiðandann, og i besta falli skárri neysluvöru til þeirra sem éta þessar afurðir. Nú er ekki nema gott um það að segja, að hagnaöarmarkmið stuðli að þvi, sem gott er og mann- bætandi. Mér finnst heldur ótrú- legt, að nokkur heilvita maður mæli bót illri meðferð á dýrum, meindýr virðast þó vera i sér- flokki. Þó get ég ekki varist ljótum hugsunum um stéttar- bræður mina, þegar þeir eru að fást við sláturfé að haustlagi, oft fjörmikið og óviljugt til að láta menn handsama sig, og ég heyri þá vara hvern annan við að mis- þyrma dýrunum vegna þess, að komið geti marblettir i kjötið, sem valda þvi að fallið af skepn- unni er ekki söluhæft. Og þeir eru ekki einir á báti. Fyrir nokkrum árum var reist nútimalegt sláturhús á vegum K.Þ. við Húsavik. Þar er mikið hreinlæti og kröfum neytenda haldið hátt á lofti við bændur og aðra. Ein krafan, kennd við hreinlæti, var sú, að sauð- skepnan skyldi svelt ákveðinn tima fyrir slátrun, sólarhring eða allt að þvi. 1 deilunum um Sædýrasafnið, fyrir nokkrum vikum, sagði forstöðumaður þess safns, að „dýrin lifðu fyrir mat sinn” og væru þvi hin ánægðustu undir hans stjórn. Væri þessi kenning rétt, hvað merkir þá þessi sveltukrafa fyrir sláturfé? Ætli það liggi ekki i augum uppi. Og þótt þvi fari f jarri, að dýrin lifi einungis fyrir mat sinn, þá er það þó nokkur uppbót á hrakninga sláturdýra, að þau séu ekki þjökuð af hungri og þorsta siðustu lifstundirnar. Til þess að forða misskilningi þeirra, sem ekki þekkja til slátrunar sauð- fjár, skalþað tekið fram, að inn- yfli sauðskepnunnar eru meðfærilegri þegar hún er gerð til, séu þau tóm eða svo nærri þvi að vera tóm, sem verða má án þess að dýrið saki i falli. En hvort sú ástæða réttlætir þessa „hreinlætisráðstöfun” kann að vera álitamál. Um aðbúnað sláturfjár i ýmsum stöðum hef ég heyrt eitt og annað, sem vonandi er ýkt. Sé um ýkjur að ræða, hlýtur raunhæft eftirlit með aðbúnaði sláturfjár að vera vel þegið, hvort heldur er hjá bændum eða sláturhúsum. Slikt eftirlit myndi afsanna óhróður um þá, sem fyrir honum verða að ósekju, og staðfesta að fram- fylgt sé lögum um vernd og réttindi dýra, einnig sláturfjár, en um meðferð á þvi eru til lög eftir Jakobínu Siguröardóttur, Garöi Mývatnssveit sem ekki eru eingöngu miðuð við að ekki komi fram mar- blettir á kjöti þegar dýrunum hefur verið lógað. Ég hef hér fjölyrt um meðferð sláturfjár og er nú aftur komin að marblettum á kjöti. Við menn ölum önn fyrir ýmsum dýrategundum til að slátra þeim siðar og éta. Það gera allir sem stunda kvikfjárbúskap. Og menn, sem kannski aldrei hafa séð lifandi eldisdýr, neyta kjöts og annarrar framleiðslu kvik- fjárræktar án þess að hugsa um hvernig þessi fæða er til orðin. Mér finnst trúlegt, að sumum þeirra myndi þykja sláturtiðin fremur óhugnanleg, ef þeir kynntust henni af eigin reynd. Samt er hún óumflýjanleg. Og þrátt fyrir þá staðreynd er mér ofar i huga hvað hlotist getur af þeirri kenningu, að góð meðferð á eldisdýrum sé fyrst og fremst miðuð við þann hagnað, sem hægt er að hafa af skepnunni. Konrad Lorenz segir, að menn hafi „afskræmt” þau dýr, sem þeir hafa gert að húsdýrum til nytja og manneldis með þvi að svipta þau frelsi og upprunalegu umhverfi. Vafalaust þykir mörgum þetta hörð kenning, en hafa má i huga, að Lorenz miðar við kvikfénað ræktaðan af þeirri hagsýni og gróða- hyggju, sem miðar alla meðferð dýrs við þær nytjar sem framast er hægt að láta það skila. Niðurstaða þess viðhorfs til kvikfjárræktar er sú, að dýrin lifi fyrir mat sinn og séu ánægð með það. Sú stefna merkir það I framkvæmd, að reynt er að drepa úr skepnunni allar náttúrlegar eigindir og til- finningar, gera hana skynlausa á allt nema fæðuna. Sambúð manns og dýrs hlýtur að mengast af þessu eiturlofti gróðahyggjunnar og frystingu tilfinninga og skynsemi. Með þessari stefnu er verið að murka sálina úr lifandi verum, dýrum sem eru náskyld okkur mönnum, enda þótt við ölum þau okkur til ætis og annars lifs- viðhalds. Margir hinna vitrustu og bestu samtiðarmanna okkar halda þvi fram, að séu lögmál náttúrunnar brotin af mönnum fái þeir siðar að gjalda dýru verði þau lagbrot. Það skyldi nú ekki vera, að þvi ónáttúrlegri sem mönnum tekst að gera dýrin með gróðahyggjustefn- unni, verði menn sjálfir ómennskari og ónáttúrlegri? Að maðurinn sem forðast að mis- þyrma sláturiambinu af ótta við marblett á kjötfallinu, hiki ekki við að fremja óhæfuverk á dýri, ef hann veit ekki til að hann þurfi að tapa nokkurri krónu vegna þess? Þetta held ég að allir ættu að hugleiða, sem ekki trúa þvi, að dýr og menn lifi fyrir mat sinn og séu ánægð með það. Og þrátt fyrir öll ill tiðindi mannkynssögunnar, eru þeir enn furðu margir meðal manna, sem ekki hafa látið blekkjast af villutrú gróðahyggjunar og taumlausri græðgi. Vonandi er, að þeim mönnum fari fjölgandi, sem flytja okkur góð tiðindi. Jakobina Sigurðardóttir Hvaö er í kassanum? Leikfélag Akureyrar sýnir Karlinn i kassan- um eftir Arnold og Bach Þýðing: Emil Thorodd- sen. Leikst jórn: Ey vindur Erlendsson Gamanleikir þeirra Arnolds og Bachs hafa löngum verið einskonar undirstöðu- fæða islenskra leikhúsa, grautur sem virðist renna ljúflega niður i áhorfendur. Þetta eru formúlu- stykki, hvert öðru likt, sem öll byggjast á mátulegum skammti af misskilningi, fiflalátum og hæfilegum kynlifskitlingi, og gera góðlátlegt grin að borgarastétt- inni á öndverðri öldinni. Þau þykjast jafnvel vega að siðferði- legri yfirborðsmennsku þessarar stéttar,en eru sjálf auðvitað ekk- ert nema skinhelgin og yfirborðs- mennskan. Karlinn i kassanum sker sig á engan hátt úr þessum flokki, nema þá fyrir það að Emil Thor- oddsen þýddi verkið og staðfærði. Sú staðfærsla hefur eflaust verið dágóð skemmtun á sinum tima, t.d. vegna tilvisana i gúttóslag- inn, en er nú tæpast verulega virk eða áhugaverð lengur. Er þá nokkuð i kassanum nema aurahljóðið? Það gaman sem á- horfendur geta haftaf þessu verki getur ekki byggst á öðru en farsa- látum og skripaleik, og er auðvit- að ekkert við þvi að segja út af fyrir sig, en er ekki hægt að f inna eitthvað pinulitið skárra handa fólki til að hlæja að? NU máauðvitað gera misjafn- lega skemmtilega sýningu úr svona verki, og byggist það fyrst og fremst á þvi hvort tekst að ná heillegum hreyfingastil og hæfi- legum hraða, svo og á frammi- stöðu einstakra leikara. I þessari sýningu fannst mér mikið á skorta að heildarsvipurinn væri nógu góður, og engin tilraun virt- ist hafa verið gerð til þess að móta gegnumgangandi stil, né heldur halda uppi þeim hraða sem er nauðsynlegur til að leiðinn setjist ekki að manni I þynnstu köflunum. Frammistaða leikara var mjög misjöfn og lék þar greinilega hver með sinu nefi. Sumir gerðu ágæt- lega — ég hafði ákaflega mikla skemmtun af Aðalsteini Bergdal, sem skapaði stilhreina og heil- lega skopmynd úr vesalingnum Friðmundi. Einkum tóksthonum vel upp i ágætum samleik við Marinó Þorsteinsson, sem fór oft á kostum i stærsta hlutverki leiksins. Marinó er snjall leikari sem mér var sönn ániegja að sjá aftur. Saga Jónsdóttir stöð sig sömuleiðis með prýði, glettin og fjörmikil. En aðrir voru einhvern veginn utangarna og engan veg- inn færir um að fylgja þeim eftir ogskapa fullmótaðar skopmyndir ásviðinu. Þannig verður sýningin hálfgerður hrærigrautur. Leikfélag Akureyrar hefur á undanförnum árum gert all- nokkrar góðar atrennur i þá átt að verða fullburða atvinnuleikhús með listrænan metnað. Eins og vonlegt er hefur sú barátta gengið misjafnlega, enda við margskon- ar erfiðleika að etja. Ég hlýt að vona að þetta skref afturábak verði aðeins hvatning til þess að stiga næst mörg skref áfram. Undir því fjalli Ný Ijóöabók Gests Guðfinnssonar Ot er komin ljóðabókin Undir þvi f jalli eftir Gest Guðfinnsson. Þetta er 5ta bók höfundar. Áður hafa komið út bækurnar: Þenk- ingar, ljóð, 1952, Lék ég mér i túni, ljóð, 1955, Þórsmörk, örnefni og staðhættir 1961, Þórs- Gestur Guðfinnsson. mörk, landslag og leiðir 1972. Bókin Undir þvi f jalli skiptist i fjóra flokka: Héðan lögðum við upp, Undir beru lofti, Það er gaman að lifa og Við vötnin. Bókin er tæpar 100 siður, offset- fjölrituð i Letri. Sverrir Hólmarsson skrifar leikhúspistil: Gestur E. Jónasson og Július Oddsson i sýningu L. A. á Arnold og Bach.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.