Þjóðviljinn - 29.10.1976, Side 10

Þjóðviljinn - 29.10.1976, Side 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 29. október 1976 | Kristján G. Kristjánsson vélskólanemi: | VÉLSKÓLIÍSLANDS þriöja Er hin nýja rlkisstjórn ihalds og framsóknár komst til valda fyrir rúmum tveimur árum siðan, hóf hinn nýi menntamálaráðherra, Vilhjálmur Hjálmarsson upp raust sina og tiikynnti alþjóð að nú skyldi verkmenntun i landinu hafin til vegs og virðingar. Nú tveimur árum síðar er nokkuð fróðlegt að kynnast þvi hvernig á þessum málum er haldið. Sem nemandi i Vélskóla tslands hefi ég haft nokkuð góða aðstöðu til þess að fylgjast með þróun mála þar og get ég því eigi lengur orða bundist svo ömurlega sem rikisvaldið hefur hunsað skólann. Ekki vil ég þó halda þvi fram að menntamálaráðuneytið eigi hér alla sök á, enda bera fjárveit- ingar til skólans sterkan svip frá niðurskurðarmeisturum fjár- málaráðherrans. Aður en lengra er haldið er þó best að gera aðeins greín fyrir ástandi þvi sem rlkir i Vélskólanum núna. Húsnæðis- og tækjaskortur Neyðarástand í smíðakennslu 1 Vélskóla tslands eru um 400 nemendur i 18 bekkjadeildum og hefur nemendum skólans farið ört fjölgandi hin siðustu ár. Hefur þróun þessi orðið til þess að til- finnanleg þrengsli svo og skortur á kennslutækjum er I skólanum og varð af þessum sökum að visa rúmlega 30 umsóknum um skóla- vist frá i haust. Auk þessa er þegar orðið algjört vandræða- ástand I hinum verklegu deildum skólans, bæði vegna húsnæöis- skorts og tækjaskorts. Smiðar 2. 3. og 4 stigs eru kenndar i bráðabirgðahúsnæði i kjallara Sjómannaskólahússins. Þar niðri eru fjórir rennibekkir nothæfir til kennslu. I nokkur undanfarin ár hefur verið 100% nýting á þeim, þ.e. þeir hafa allir fjórir verið i notkun allan þann tima sem kennsla hefur staðiö yf- ir og hefur það þó hvergi nægt til þess að fullnægja þörfinni. Nú i haust hefur bekkjadeildum fjölg- flokks að um þrjár. Þvi hefur ástandið versnað svo að likja má við hreint neyðarástand. Auk þessa hefur tilfinnanlega vantað vélhefla, fræsara og önnur þau tæki sem sjálfsögð eru talin og nauðsynleg i starfi okkar að afloknu námi. Vegna þessa ástands var talið á siðasta vori að minnst 10 milljónir króna þyrfti til þess að aðstaðan i smiðadeildum yrði þolanleg i vetur. Engin rafmagnstafla hlutur sem til er um borð i hverju einasta skipi. Tæki til kennslu i rafeindatækni og öðrum sjálf- virknibúnaði eru mjög af skorn- um skammti og er það furðulegt þegar tekið er tillit til þess, hve sjálfvirkni hefur aukist gifurlega i skipilm hin siðari ár. Verður þvi að segja að 10 milljón króna fjár- veitingarbeiðni til handa raf- skóli? magnsfræðideild hafi verið sist of há. 1 verklegri rafmagnsfræði hef- ur ástandið verið ögn þolanlegra, þ.e. hvað húsnæðið snertir, enda var nýtt húsnæði til rafmagns- fræðikennslu tekið i notkun haust- ið 1973 og lögðu þá rafmagns- fræðikennarar skólans ómetan- lega vinnu i að gera aðstöðuna þar sem besta. Hins vegar hefur tækjakosturinn háð þeim mjög við kennslu og má i þvi sambandi geta þess, að engin eiginleg raf- magnstafla er til i skólanum, Kennarar duglegir að sníkja gamlar vélar 1 vélfræðigreinum er ástandið engu betra en i smiðum. Kennslu- Kristján G. Kristjánsson gögnin þar samanstanda helst af gömlum vélum og vélbúnaðí sem búið var að afskrifa og jafnvel henda, en þar eins og annars staðar hafa kennarar skólans verið duglegir við að snikja þessa hluti út úr útgerðunum, flutt þá siðan upp i skóla og þar hefur ver- ið reynt að gera upp vélar þessar eins og kostur er á til þess að nota mætti þær við kennslu. Þrátt fyrir þetta er skortur á hinum dýrmæt- ari kennslutækjum sem ekki liggja á lausu, orðinn svo geig- vænlegur að fjárveitingarbeiðni til handa vélfræðigreinum hljóð- aði að þessu sinni uppá 20 milljón- ir króna. 1 almennri eðlisfræði er ekki til eitt einasta kennslutæki. 1 efnafræði er ástandið slæmt, en þó stendur það til bóta eftir að Vélskólinn hefur yfirtekiö efna- fræðistofu þá sem Tækniskólinn hafði til sinna afnota i vélahúsi Sjómannaskólans. Þó vantar hér fjármagn til viðgerða á umræddri efnafræðistofu og tækjakaupa fyrir efnafræðikennslu. Þess má geta i þessu sambandi að hinni gömlu efnafræðistofu Vélskólans hefur verið breytt i almenna kennslustofu vegna gifurlegra þrengsla i skólanum. Aöeins hluti kennara kemst inn í kennarastofu Næst má nefna aðstöðu þá sem kennarar skólans hafa til um- ráða. Þrengslin hjá þeim eru svo sannarlega til skammar fyrir fjárveitingarvaldið og hræddur er ég um að embættismenn Vilhjálms og Matthiasar létu ekki bjóða sér upp á það, að geta vart unnið að hinu minnsta verkefni utan kennslustundar öðruvisi en að gera það heima hjá sér. Má i þvi samb. geta þess að kenn- arar skólans munu i dag vera yfir 40 talsins, en i hinni almennu kennarastofu skólans er ekki Vélskólanemar að störfum i skólanum. ^LÆ ÆL *□& ÆL ÆMK Austurstræti 17 Simar 2-66-11 & 20-100 FWGFELAG LOFTLEIDIR URVAL LANDSÝN ISLANDS Lækjargötu 2 Simi 25-100 Eimskipafélagshúsinu Skólavörðustig 16 Simi 26-900 Simi 2-88-99 WBSKBBBBB&tBF é> i /mvmmu Sumarparadís um hdvetur d GRIPIÐ TÆKIFÆRIÐ Lægra verð og betra veður í nóvember og fyrrí hluta desember laus sæti 18. nóv . 3 vikur — verð frd kr. 65,500.- laus sæti 2. des. 2 vikur — verð frd kr. 57,300.- pláss fyrir nema innan við 30 manns og er þá orðið þröngt á þingi. Lítil hluti utanbæj- armanna á kost á aö búa á heimavist Loks skal svo minnst á heima- vjst skólans. Þar er pláss fyrir 50 manns og er hún notuð sameigin- lega af nemendum Vélskólans og Stýrimannaskólans. I þessum tveimur skólum eru samtals um 600 nemendur og er stór hluti þeirra búsettur utan Reykja- vikursvæðisins svo að ekki nema litill hluti þessara manna hefur kost á þvi að búa á heimavist. Áður en lengra er haldið vil ég geta þess að rekstur Sjómannar skólahússins er sameiginlega i höndum þriggja skóla. þ.e. Vélskólans, Stýrimannaskólans og Hótel- og veitingaskólans. Ekki er mér nægilega kunnugt um málefni hinna tveggja siðarnefndu skóla til þess að geta sagt til um ástandið hjá þeim. Margir yfirmenn réttindalausir En tilefni þessara skrifa minna er þó fyrst og fremst hið nýgeröa frumvarp til fjárlaga sem lagt var fyrir Alþingi á dögunum og sýnir einna best hvert mat ráðamanna i mennta- málaráðuneyti og fjármálaráðu- neyti er á stöðu og starfsemi þeirra skóla sem eiga að sjá um menntun islensku sjómanna- stéttarinar og þá einna helst i ljósi þeirrar staðreyndar að stór hluti yfirmanna á islenska fiski- skipaflotanum hefur eigi réttindi til þeirra starfa er þeir gegna. 4 miljónir í staö 40 1 fjárlagabeiðni fyrir Vélskól- ann var farið fram á að veittar yrðu 40 miljónir króna til tækja- kaupa svo að bæta mætti eitthvað úr þeim tækjaskorti sem hrjáir skólann. Þessi tala var vist talin allt of há að mati fjármála- spekúlanta rikisstjórnarinnar, en þess I stað þótti þeim sem hæfi- legt tillegg til þessara hluta yrði 4 miljónir króna. Fyrir þessar fjór- ar miljónir á svo að kaupa fjóra rennibekki, tvo vélhefla, tvo fræs- ara, handverkfæri ýmiskonar, rafmagnstöflu, sveiflusjá, ýmis rafeindatæki, pronyhemil og margt fleira sem of langt mál yrði að telja upp hér. Einkennileg fjárveiting svo ekki sé meira sagt. Fyrir Sjómannaskólahúsið var farið fram á að veittar yrðu 38 miljónir króna til nauðsynlegra breytinga og viðhalds, en stóran hluta þessa fjár átti að nota til þess að halda áfram viðgerð og breytingum á gluggabúnaði húss- ins. Eitthvað fannst teiknimeist- urunum athugavert við þessa upphæð, svo að þeir skáru hana niður i 16 miljónir. Er þvi viðbúið að nemendur skólanna þurfi þvi enn um sinn að hef ja skóladaginn á rigningardögum með þvi að ausa vatni af gólfunum i kennslu- stofunum. Vikadrengir Matthíasar Vegna hinna gifurlegu þrengsla sem nú eru staðreynd, var farið fram á 240 milljónir króna til þess að halda áfram smiði á ný- byggingu þeirri er hafin var fyrir nokkrum árum siðan, en fram- kvæmdir þær lögðust niður meö tilkomu nýrrar rikisstjórnar árið 1974. Komust niðurskurðar- meistarar fjármálaráðuneytisins þarna heldur betur i feitt og svo fór að þegar fjárlagafrumvarpið var lagt fyrir Alþingi, hafði vika- drengjum Matthiasar tekist að koma tölunni niður i tvær milljón- ir. Hvenær eru piltar þessir fædd- ir? Það þætti mér gaman að vita. Að visu eru upphæðir þær sem farið var fram á nokkuð háar, en við öðru er ekki að búast þegar tekið er tillit til þess að vand- ræðaástand það sem nú tröllriður Vélskóla íslands er eingöngu til komið vegna þess að skólinn hef- Framhald á bls. 14.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.