Þjóðviljinn - 14.12.1976, Qupperneq 6
6 &IÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 14. desember 1976
Umrœður á Alþingi 1 8œr:
Rannsóknarnefnd til
að kanna verðmyndun
I gær kom til fyrstu umræðu til-
laga til þingsályktunar frá þeim
Eðvarð Sigurðssyni, Garðari
Sigurðssyni, Svövu Jakobsdóttur
og Lúðvik Jósepssyni um skipan 5
manna rannsóknarnefndar skv.
ákvæðum i 39. gr. stjórnarskrár-
innar.
Verkefni nefndarinnar séu:
1. Að rannsaka hvort innkaup á
vörum til landsins séu með eðli-
legum bætti og f samræmi við
þjóðarhagsmuni eða hvort brögð
séu að þvi, að vörur séu keyptar
til landsins á óhagstæðu verði,
sem leiði til hærra vöruverðs i
landinu en ætti að vera.
2. Að rannsaka sérstaklega áhrif
umboðslauna i vöruverði, gjald-
eyrisskil á umboðslaununum og
hversu öruggt eftirlit sé nú með
gjaldeyrisnotkun til vörukaupa.
Nefndin rannsaki aöra þætti
þeirra mála sem hér um ræðir,
eftir þvi sem henni þykir ástæöa
til.
Hún skal i störfum sinum hafa
fullan rétt til allra upplýsinga frá
þingsjá
opinberum aðilum, einstakling-
um og fyrirtækjum eftir sem
nauðsynlegt reynist.
Nefndin skili skýrslu til Alþing-
is um rannsóknir sinar, eigi siðar
en 2 mánuðum eftir að ályktun
þessi er gerð.
Kostnaður við störf nefndar-
innar greiðist úr rikissjóði.
Þrennt vekur einkum
athygli.
Eðvarð Sigurðsson mælti fyrir
tillögunni i gær og sagði að tilefni
hennar væru mjög athyglisverðar
upplýsingar verðlagsstjóra i
sjónvarpi nýlega um mismunandi
verðmyndun á breskum vörum
hér og i London.
Nefndi Eðvarð sem dæmi vöru
sem breskur heldsali keupir á 38
kr. en islenskur heildsali af sama
aðila á 45 kr. Ctsöluverð i London
er 49 kr. eða litlu hærra en inn-
kaupsverð islenska heildsalans
en útsöluverð i Reykjavik er 207
kr.
Þrennt vekti einkum athygli i
þessu sambandi:
1. Mismunur á innkaupsverði
frá framleiðanda
2. Álagning i heildsölu og
smásölu hér og hins vegar i
London.
3. Þáttur rikissjóðs i þessari
verðmyndun.
Ríkjð stuðlar að mögnun
verðbólgu.
A umrædda vöru sem dæmið er
tekið af væri heildsöluálagning
14. kr. hér, en 3. kr. i London.
Smásöluálagning hér væri 48 kr.
en 8 kr. i London. Rikissjóður tæki
til sin 88 kr. af útsöluverðinu en
breska rikið ekkert þegar varan
er seld úr búð i London.
Eövarð tók skýrt fram að hér
væri um neysluvarning að ræða
en ekki lúxusvöru. Hann sagði að
ýmsar skýringar væru á þessum
mikla verðmun og lægi þáttur
rikisins td. i augum uppi. Á sama
tima og rikisstjórnin teldi sig
vera i harðri baráttu gegn verð-
bólgu ætti þessi aðferð að leggja á
gjöld prósentvis mikinn þátt i
mögnun verðbólgunnar.
Athyglisvert væri að þetta gerðist
á sama tima og verötrygging á
kaupi er afnumin. Þetta á sinn
þátt i að ísland er orðið eitt mesta
láglaunaland i Evrópu.
Prósentuálagning ýtir ekki
undir hagkvæm innkaup.
Þá benti Eðvarð á aðrar
Sjaldgæf hreinskilni íhaldsmanns:
Foreldrarnir borgi sjálfir
allan dagheimiliskostnað
Það er sjaldgæft að
ihaldsmenn játi forneskju-
sjónarmiö sin eindregið
núorðið. Sem betur fer kemur
það fyrir þannig að fólki gefist
kostur á að sjá hið rétta andlit
ihaldsins. Nýjasta dæmið er úr
Kópavogi.
Tillaga Helgu
A fundi i bæjarstjórn Kópa-
vogs 16. nóvember sl. flutti
Helga Sigurjónsdóttir bæjar-
fulltrúi Alþýðubandalagsins
eftirfarandi tillögu:
„Bæjarstjórn Kópavogs gerir
eftirfarandi ályktun:
Eins og alþjóð er kunnugt er
skortur á dagvistunarheimilum
oröinn geigvænlegur um land
allt, og eykst vandi foreldra og
barna af þeim sökum ár frá ári.
I frumvarpi til fjárlaga fyrir
árið 1977, er aðeins gert ráð
fyrir 85 milj. kr. til þessa mála-
flokks. Sú upphæð er alltof lág
svo sem ljóst er þvi að um 230
milj. kr. þarf til að ljúka þeim
dagvistunarheimilum, sem
þegar eru inni á fjárlögum, en
þau eru alls 20.
Það á að vera réttur hvers
barns i nútimaþjóðfélagi að
dveljast á góðu dagvistar-
heimili um lengri eða skemmri
tima og auk þess er það for-
senda fyrir jafnrétti kvenna og
karla, að börnum sé séö fyrir
hollum uppeldisskilyrðum
meðan foreldrar eru við vinnu.
Auk þess er vert að benda á þá
staðreynd að eins og launa-
kjörum alþýðu er nú komið er
útilokað fyrir fjölskyldu að lifa
af launum eins manns, enda eru
yfir 60% giftra kvenna komnar
út á vinnumarkaðinn.
Bæjarstjóm Kópavogs skorar
þvi á alþingi að hækka verulega
framlagið til byggingar dag-
vistunarheimila við afgreiðslu
fjarlaga fyrir næsta ár. Jafn-
framt harmar bæjarstjórn þá
ráðstöfun, sem gerð var i fyrra
að fella niður rekstrarstyrk
rikisins til dagvistunarheimila.
Það var stórt skref þessara
heimila, ekki sist i litlum bæjar-
félögum.”
Bæjarstjórn samþykkti að
visa tillögu Helgu til bæjarráðs
með 6 atkvæðum gegn 4.
Bókun Richards
Tillagan kom svo til af-
greiðslu i bæjarráði 30.11. sl.
Var tillaga Helgu Sigurjóns-
dóttur samþykkt með litils-
háttar orðalagsbreytingum.
Richard Björgvinsson bæjar-
fulltrúi Sjálfstæðisflokksins lét
þá gera þessa makalausu bók-
un:
,,Ég er sammála meginefni
tillögunnar um ofangreinda
áskorun. Hinsvegar er ég ekki
sammála ýmsum markmiðum
og pólitiskum yfirlýsingum er
fram komai tillögunni. Ég fellst
ekki á það markmið að sérhvert
barn eigi að hafa rétt til dvalar
á dagvistunarheimili. Með
þessu móti væri stefnt að nýju
skóla- eða uppeldiskerfi frá
fæðingu. Ég tel heimilin vera
grundvöll islensks þjóðskipu-
lags og það sé ótviræð skylda
allra foreldra aðannast og móta
uppeldi barna sinna, en ekki að
velta þvi hutverki strax yfir á
samfélagið, og að börnin komist
nógu snemma i snertingu við
kerfisuppeldi er þau koma i
grunnskóla 6 ára að aldri.
Dagvistunarheimili eiga rétt
á sér á vissu takmörkuðu leyti
sem neyðarúrræði vegna
undantekningaraðstæðna i
þjóðfélaginu.
Vegna siðustu setninga til-
lögunnar um að felldar hafi
verið niður rekstrarstyrkur
rikisins til dagvistunarheimila
vil ég benda á að rikið lét
sveitarfélögum i té tekjustofn til
að standa undir þessum kostn-
aði,auk þess sem mitt áliter að
rekstur þessara stofnana ætti að
öllu jöfnu að greiðast af þiggj-
enduni þeirrar þjónustu, er þau
láta i té.”
Islandsferö
J.R. Browne 1862
er ein skemmtilegasta ferðabók sem rituð hefur verið um ís-
land. Það er óhætt að segia að höf undur fer á kostum í f rásögn
af kynnum sínum af lanai og þjóð. Fimmtíu teikningar prýða
verkið og eru þær afburðasnjallar ekki hvað síst mannlífs-
myndirnar. Þær eru í senn frábærar þjóðlífslýsingar og gam-
ansamar í besta lagi og má raunar kal a þær einstæðar á sínum
tíma. Falla þær vel að f jörlegri og litríkri frásögninni svo að úr
verður hin listilegasta heild. Þýðandi bókarinnar, Helgi
AAagnússon, hefur ritað merkilegan formála um höfundinn og
vandaðar og ítarlegar skýrngar þar sem gerð er grein fyrir
mönnum og málefnum sem koma við sögu. Eykur það mjög
gildi hennar og kemur þar margt f ram er hef ur verið lítt þekkt
áður.
Bókaútgáfan Hildur
I
Garðar Eövarð
Ólafur Ellert
hugsanlegar skýringar á verð-
mun og sagði að prósentuálagn-
ing á vöru ýtti ekki undir hag-
kvæm innkaup erlendis. Þvi
meira sem varan kostar þvi
meira fær kaupmaðurinn i sinn
hlut og reyndar rikið lika.
Þetta væri mjög alvarlegt mál
og þyrfti að rannsaka betur.
Kaupmenn teldu að frjáls
álagning væri svarið við þessu en
einmitt i umræddum sjónvarps-
þætti kom fram að á þeirri vöru
sem frjáls álagning er þe. leik-
föngum er hún 130% i stað 30% að
meðaltali á öðrum vörum.
Jólin gróðahátíð kaup-
manna.
Eðvarð sagði að jólin sem nú
færu i hönd væru nefnd fæðingar-
hátið frelsarans eða hátið barn-
anna. En eru þau ekki fyrst og
fremst orðin gróðahátið kaup-
manna?, spurði hann i tengslum
við álagningu á leikföng.
Þá sagði Eðvarð að lengi hefði
legið i landi magnaður orðrómur
um að ekki væri allt með felldu
með umboðslaun og gjaldeyris-
skil. Lagði hann áherslu á að ekki
sist yrði sá þáttur tekinn fyrir.
Þetta mál varðaði allan almenn-
ing mjög mikið, ekki sist i þvi
verðbólguflóði sem nú er.
Skýringar heildsala yfir-
borðskenndar og ekki næg-
ar.
Garðar Sigurðsson tók næstur
til máls og benti á að verðlags-
stjóri hefði jafnan nefnt þá skýr-
ingu fyrsta að heildsalar hefðu
ekki ástæðu til að halda verði
niðri. Allt i 60% munur á inn-
kaupsverði islenskra og breskra
heildsala væri hrikalegur og væri
tilgangur tillögunnar að sannleik-
urinn kæmi i ljós. Það gæti ekki
verið neinum til skaða sem hefur
hreinan skjöld.
Garðar taldi að skýringar
heildsala á þessum verðmun
hefðu bæði verið yfirborðskennd-
ar og ekki nægar.
Sennilega þurfum við að flytja
meira inn en flestar aðrar þjóðir,
sagði Garðar. Þess vegna væri
það hörmulegt ef klaufalegir og
óheiðarlegir viðskiptahættir yllu
hærra vöruverði.
Lítið fer fyrir verðskyni
almennings.
Ólafur Jóhannesson viðskipta-
ráðherra tók næstur til máls og
sagði að það væri vissulega ekki»
ofmælt að hér væri um málefni að
ræða sem varðaði allan almenn-
ing. Þess vegna væri ástæða til að
hann fylgsist betur með og hefði
meira verðskyn. En þvi miður
hefur i reynd farið litið fyrir þvi,
sagði ráðherrann.
Könnun verðlagsstjóra að-
eins fyrsta skrefið.
Ólafur kvað nýbreytni verðlags-
stjóra mikilvæga og þessi könnun
i London væri aðeins fyrsta sporið
sem þarf að stiga i þessum efn-
um. Varlegt væri að draga of
miklar ályktanir af þessari
könnun einni út af fyrir sig. Fleira
þyrfti að athugá til að traustur
grundvöllur næðist.
Ráðherra sagði að könnuninni
yrði haldið áfram og næsta skref
væri að fara til Norðurlanda og
gera samanburö á vörum fluttum
þangað frá Bretlandi.
Viðskiptaráðherra varaði við
að alhæfa nokkuð i þessum efnum
og sagðist ekki hafa trú á að
heildsalar kaupi dýrar inn til að
fá hærri álagningu. Þá sagði hann
það vera heimilt i lögum að láta
Framhald á bls. 18