Þjóðviljinn - 14.12.1976, Side 9

Þjóðviljinn - 14.12.1976, Side 9
Þriðjudagur 14. desember 1976 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 SEXTÍU ÁRA BARÁTTA Úr ávarpi Björns Jónssonar forseta ASÍ Hinn 12. mars 1916 komu saman i Bárubúð i Reykjavik fulltrúar nokkurra verkalýðsfé- laga og ákváðu stofnun Alþýðu- sambands Islands og hinn 19. nóv, sama ár var fyrsta sam- bandsþing þess háð á sama stað. Þetta er þvi afmælisár heildarsamtaka islenskrar verkalýðshreyfingar. Þeir sem saman komu í Báru- húsinu, höfðu ekki neinn stóran liðsafla sér að baki, en þeir áttu sér sterka hugsjón, tendraða af eldi jafnaðarstefnunnar, sem um þessar mundir lýsti þjáðum verkalýð braut baráttunnar. Og þeir völdu einnig hið rétta augnablik til aðgerða sinna, timamót, þegar þjóðfélagið var að breytast úr svo til hreinu bændasamfélagi i stéttaþjóð- félag, þar sem átök vaxandi verkalýðsstéttar og stórauvalds i kjölfar togarautgerðar og Björn Jónsson vélvæðingar hlutu að marka þjóðf élagsgerðina. Stéttaþjóðfélag 1 baráttunni hafa skipst á skin og skúrir, sigrar og á stundum undanhald, en áfram hefur verið brotist og um flest er óiiku saman að jafna það hlutskipti, sem vinnandi fólk bjó við fyrir 60 árum og nú. Þann mun sjá allir heilskyggnir og dylst ekki að margt og mikiö hefur á unnist, þótt þvi fari fjarri að brautin sé brotin til enda. Við búum enn i stéttaþjóðfélagi, þar sem þrifst margvislegt misrétti, auðsöfnun fárra og fátækt og umkomuleysi margra. Lögmál stéttabaráttunnar eru þvi i fullu giidi eftir 60 ára strið og henni mun ekki linna fyrr en alþýða manna og samtök hennar, hinn stóri meirihluti þjóðarinnar, skilur jafnvel og frumherjarnir að vandamál verkalýðsstéttar- innar og verkalýðshreyfingar- innar verða ekki leyst nema fyr- ir barátþj þessara afla, sem geta þéfar þau vilja að hætta að láta villa sér sýn, orðið það vald, sem mótar þjóðfélagið og það lif, sem i þvi er lifað. „Afmælisgjafir” Hin fámenna sveit frá 1916 er orðin að skipulögðum en.lýð- ræðislega uppbyggðum her, sem ekkert fær staðist, ef hann sækir fram jafnt á faglega svið- inu, sem hinu stjórnmálalega. Faglega er hreyfingin sterk en stendur en höllum fæti er að þvi kemur að verja faglega sigra sina með stjórnmálálegum að- gerðum og valdi. Það að ná þeim áhrifum og valdi, hlýtur að vera stærsta mál hennar á komandi árum. Þetta hefur sjaldan verið ljós- ara en á allra si'ðustu árum og einnig nú á afmælisárinu. Þrátt fyrir miklar kauphækkanir i krónum og aurum taldar, hafa lifskjör alis almennings farið hriðversnandi og ofan á svarta kjaraskerðinguna hafa stjórn- völd uppi ráðagerðir um að bæta skerðingu á helgasta rétti hreyfingarinnar — verkfalls- réttinum — og þrengja þannig að á vigstöðvum frjálsra samn- inga á vinnumarkaðinum. Það'á vist að verða afmælisgjöf lands- feðranna til verkalýðsfélaganna á merkisári heildarsamtaka þeirra. „Vituð þér enn eða hvað?” Stjórnmálabarátta En alþýðan á Islandi getur lika gefið sjálfri sér og samtök- um sínum afmælisgjafir, sem verða henni þvi heilladrýgri sem timar liða. Hún getur a.m.k. lagt drög að þvi að efla enn faglega einingu sina og styrkja hinar stjórnmálalegu greinar sinar. Fyrsta skrefið til þeirrar áttarer það að draga Is- land á sem skemmstum tima upp úr þvi láglaunafeni, sem það er nú sokkið i, þrátt fyrir einar hæstu þjóðartekjur á mann, sem þekkjast i heimin- um. Baráttan fyrir þvi getur ekki aðeins verið reiptog um krónur, sem áður en varir eru orðnar að einseyringum i heimatilbúinni óðaverðbólgu. Sú barátta verður að samtvinn- ast striðinu fyrir réttindum verkalýðsstéttarinnar á öllum sviðum, og umfram allt eilifri baráttu verkalýðsstéttarinnar fyrir réttlátu og betra þjóðfélagi — þjóðfélagi frelsis, jafnréttis og bræðralas. (Mi11 i fyrirsagnir eru Þjóðviljans) SKUGGSJÁ Saga þolgæðis og þrautseigju, karlmennsku og dirfsku, saga mannrauna og mikilla hrakninga, heillandi óður um drýgðar dáðir íslenzkra sjómanna á opnum skipum í ofurmannlegri aflraun við Ægi konung. Fjölbreytt og þjóðlegt efni, m.a. þættir um listamennina Finn Jónsson og Kjarval, dr. Stefán Einarsson og . Margréti móður hans, húsfreyju á Höskulds- stöðum, ábúendatal Dísastaða í Breiðdal, lýsing Fossárdals, upp- haf prentlistar og blaðaútgáfu á Austurlandi. Bergsveinn Skú/ason Gamlir grannar SKíIOGSjá Stórskemmtiiegir og fróðlegir þjóðlífsþættir frá liðinni tíð, frá- sagnir af körlum og konum úr alþýðustétt, raunsönnum aðals- mönnum og höfðingjum eins og þeir gerast beztir. ELlNBORG lárusdóttir SÁNNAR DYRASOGUR Hin mikilvirka, nýlátna skáld- kona lauk rithöfundarferli sínum með þessari fallegu bók, frá- sögnum af þeim dýrum sem hún umgekkst og unni í bernsku heima í Skagafirði og eins hinum, sem hún síðar átti samskipti við árin sem hún bjó á Mosfelli. Gunnar Benediktsson m m Kl flw £ £ FiEMAE DÉMfö HU Imlit Snjallar ritgerðir í sambandi við frásagnir fornra rita íslenzkra.sem varpa nýju Ijósi á lif stórbrotinna sögupersóna. Gagnmerk bók, sem á sess við hlið íslendinga- sagna á hverju bókaheimili. Stórkostleg bók um undraaflið ESP. - Einnig þú býrð yfir ótrú- legri hugarorku, yfirskilvitlegum hæfileikum, sem gjörbreytt geta lífi þínu og lífsviðhorfum. Allir, sem leita aukinssjálfsþroska,ættu að lesa þessa bók og fara að ráð- um hennar.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.