Þjóðviljinn - 16.01.1977, Blaðsíða 4
4 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 16. janúar 1977
DJOÐVHMN
MÁiGAGN SÓSÍALISMA,
VERKALÝÐSHREYFINGAR
OG ÞJÓÐFRELSIS.
Ctgefandi: (Jtgáfufélag Þjóöviljans.
Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann
Ritstjórar: Kjartan Ólafsson
Svavar Gestsson
Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson
Umsjón með sunnudagsblaöi:
Arni Bergmann
Ctbreiöslustjóri: Finnur Torfi Hjör-
leifsson
Auglýsingastjóri: Olfar Þormóösson
Ritstjórn, afgreiösla, augiýsingar:
Siöumúla 6. Simi 8X333
Prentun: Blaöaprent h.f.
ÞAU ÁTÖK ÞURFA AÐ VERÐA SEM FYRST
Sjálfstæðisbarátta islendinga einkennd-
ist furðu lengi af þvi að einblint var á hin
formlegu tákn sjálfstæðisins, likt og þau
væruúrslitaatriði. Hin formlegu tákn geta
glatt fólk en þau eru aldrei annað en hið
ytra borð, og þróunin getur orðið sú að
innihaldið verði ekki neitt. Þegar islend-
ingar fengu heimastjórn i byrjun aldar-
innar fylgdi þvi ekki neinn almennur
skilningur á þvi að undirstaða raunveru-
legrar heimastjórnar væri sjálfstæði i
menningarmálum, efnahagsmálum og at-
vinnumálum. Það viðgekkst furðu lengi á
fyrri hluta þessarar aldar að frumkvæði á
þessum sviðum hélst i höndum útlend-
inga. Skáld sem hugðu á stærra áhrifa-
svæði en hið þrönga islenska þjóðfélag
tóku að semja verk sin á dönsku eða
norSku. Verslun og atvinnurekstur á ís-
landi lutu furðu lengi frumkvæði útlend-
inga. Það er t.d.ekki íiðin hálf öld siðan af-
koma hafnfirðinga var háð bresku fyrir-
tæki, Hellyer Brothers, sem gerði þaðan
út togara og lét hafnfirðinga verka fisk-
inn, og hliðstæð dæmi mætti rekja frá fjöl*
mörgum stöðum öðrum. Hinir erlendu
aðilar höfðu að sjálfsögðu aðeins eitt
markmið, gróða, og þegar gróðinn var
torfenginn i byrjun heimskreppunnar
miklu, hættu þeir atvinnurekstri sinum og
skildu islendinga eftir bjargarlausa. Þá og
þá fyrst áttuðu islendingar sig á þvi i al-
vöru að þeir urðu að rækja atvinnulif sitt
sjálfir. Þá var tekin upp sú aðferð að beita
félagslegum stofnunum, riki, sveitarfé-
lögum og samvinnuhreyfingu, til þess að
taka frumkvæði i atvinnumálum; i Hafn-
arfirði var til að mynda stofnuð fyrsta
bæjarútgerð á íslandi eftir uppgjöf breska
fyrirtækisins Hellyer Brothers. Þessi
stefna varð biðan æ afdráttarlausari og
varð hornsteinn að stefnumörkun nýsköp-
unarstjórnarinnar, rikisvaldið leit á það
sem meginverkefni sitt að hafa algera for-
ustu um þróun sjávarútvegsins. Þótt enn
skorti mikið á að aflafengur fiskiskipaflot-
ans sé hagnýttur á skynsamlegan hátt,
hefur þessi félagslega forusta tryggt ótrú-
leg umskipti á Islandi, breytt þjóðfélagi
okkar úr einhverju versta eymdarbæli i
Evrópu i eitt af efnuðustu þjóðfélögum
heims.
Dýrmætasti hæfileiki manna og sá sem
mestum samskiptum hefur valdið i mann-
kynssögunni er að læra af reynslunni. Það
er ekki ævinlega auðvelt að beita þessum
hæfileika, hann getur rekist á sterka hags-
muni þar á meðal hinar hörðu andstæður
i stéttaþjóðfélögum, eins og reynslan
sannar. Reynsla okkar islendinga af þró-
un sjávarútvegsins ætti þó að vera svo
fersk og skýr að torvelt væri að véfengja
hana. Nú um nokkurt skeið hefur sú nauð-
syn verið augljós að okkur beri að iðnvæða
ísland af öllu þvi afli sem tiltækt er.
Reynslan frá sjávarútveginum sannar að
þetta verða islendingar að gera sjálfir,
einbeita orku sinni og treysta getu sinni,
en forðast að láta áföllin sem dundu á
sjávarútvegi fyrir tæplega hálfri öld end-
urtaka sig á sviði iðnaðar. Að þessu verk-
efni var unnið skipulega i tið fyrrverandi
rikisstjórnar, m.a. undirbúin áætlun um
það að islensk iðnaðarframleiðsla marg-
faldaðist innan þessa áratugs og næði ekki
sist til útflutningsiðnaðar.
En sumir hafa ekki hagsmuni af að læra
af reynslunni. Núverandi iðnaðarráðherra
Gunnar Thoroddsen, hefur með öllu látið
stöðva þessa starfsemi, kasta öllum gögn-
um inn i rykuga skápa og rekið úr störfum
þá menn sem ráðnir höfðu verið til að gera
skipulega iðnþróunaráætlun. Gunnar
hugsar i staðinn eins og þeir skammsýnu
menn sem treystu á erlendan sjávarútveg
i upphafi þessarar aldar. Áhugi hans virð-
ist einvörðungu beinast að þvi að eftirláta
erlendum auðhringum forustu um iðnþró-
un á íslandi og nýta orkulindir okkar ein-
vörðungu i þeirra þágu. Þessi stefna er i
senn háskaleg sjálfstæði okkar og afkomu
þegar lengra er litið, þvi að erlend auðfyr-
irtæki hugsa einvörðungu um gróða sinn
en ekki um velferð islensks þjóðfélags.
Þeir útlendingar sem girugir eru að stofna
fyrirtæki á íslandi þegar vel horfir, munu
stöðva starfsemi þeirra ef á móti blæs, án
þess að hafa nokkrar áhyggjur af hlut-
skipti fólksins i landinu. Væri tekist á i al-
vöru um þessa stefnu Gunnars Thorodd-
sens innan þings og utan mundi koma
skýrt i ljós að hún nýtur ekki stuðnings,
ekki einu sinni i hans flokki. Þau átök
þurfa að verða sem fyrst.
—m.
áðagskrX
Mörg er útgáfan
A ævagamalli leirtöflu frá
Babllon réöu menn þennan spá-
dóm: „Börn hlýöa ekki lengur
foreldrum sínum og allir vflja~
skrifa krónikur. Heimsendir
hlýtur aö vera I nánd." Eitthvaö
fer aö nálgast þriöja árþúsundiö
siöan þetta var skrifaö og enn
stendur heimur. Ekki batnar þó
hlýöni barna viö foreldra og
margur er krónlkuskrifarinn.
En gamla vandiætarann 1 Babi-
lon dreymdi aldrei um Gútem-
berg og þaö krónikuflóö sem
honum fylgdi, i Babflon krotaöi
hver sina leirtöflu i eintaki, bar-
áttan viö útgefendur var ekki
enn hafin. Nú þekkja allir til á
Islandi aö þar eru gefnar út
bækur einu sinni á ári, fyrir jól.
Sömuleiöis þekkja ailir þá sæt-
beisku staöreynd aö viö lifum i
skemmtilega spilltu kapitalisku
riki þar sem hver reynir aö
græöa á öörum. Þetta er nú
reyndar engin ný speki,en samt
er giska áhugavert aö hugleiöa
bvernig þessi árátta kemur
fram I einstökum þáttum efna-
hagslifsins, allt frá smygli til
bókaútgáfu. Þar sem svo mikiö
hefur veriö skrifaö um smygl
læt ég þaö liggja i láginni og sný
mér aö bókaútgáfu.
Tala bókaforlaga hefur aukist
á siöustu árum meö ótrúlegum
hraöa, þaöliggur viö aö nú megi
segja aö allir vilji gefa út bæk-
ur. Hins vegar vill enginn gefa
út bók nema hann græöi á henni
og er þaö vorkunn. Um bókaút-
gáfu gildir nefnilega ákveöiö
aröránslögmál eins og um aöra
kapitaliska atvinnuvegi, ef bók
er gefin út veröur einhver aö
tapa á henni og annar aö græöa.
I iðnaöarkapitalisma er þaö
jafnan sá sem vinnur aö fram-
leiöslu hráefnis sem mestu tap-
ar, hlutur hans verður minni en
nemur framlagi hans til hinnar
fullunnu söluvöru, — sá sem
grefur meö haka og skóflu eftir
gulli i myrkum námugöngum
ber minna úr bitum en sá sem
afgreiðir trúlofunarhringana
samdægurs, sá sem grefur i
myrku hugskoti sinu eftir orö-
um og hugmyndum ber minna
úr bitum en sá sem bókina selur
aö lokum. Enn er þó svo aö bók-
in er helsti farvegur hugmynda,
jafnvel róttækra, en þaö er
næsta undarleg þversögn aö i
gróöaskyni skuli menn gefa út
bækur sem beinlinis vega aö
aröránsgróöa þeirra sjálfra.
Miðaö viö bókaútgáfu þess-
arar jólavertiðar eru þau lika fá
bókaforlögin sem gefa út slikar
bækur.
En það er mikil gróska I öör-
um greinum hugmyndasmiöi.
Hvert bókaforlagiö af öðru
keppist viö að gefa út sannfjálg-
ar handanvatnabækur, ævisög-
ur stórbænda og verslunarþjófa,
endurminningar öldungahópa,
sögubrot af sýslumannasonum,
bækur meö myndum af islenska
hundinum meö hringaö skott,
hestinum fótfráa og hulduhrútn-
um góöa. Brandarasöfn i bókar-
formi koma á markað, fræöi-
bækur um sögu lands og lýös,
um iðraorma i köttum og öörum
gæludýrum, um Tinna og aörar
hversdagshetjur osfrv.
Eina forlagið á landinu sem
um langt árabil leitaöist við aö
gefa út þjóðfélagslega gagn-
rýnar bækur var Mál og
menning. Nokkur önnur forlög,
langoftast þó Helgafell, leyföu
þó einum og einum róttæklingi
aö fljóta meö, nánast sem stööu-
tákni, — það sýnir nefnilega svo
mikiö andans rikidæmi aö vera
svolitiö frjálslyndur af og til.
Engu aö siöur var tilgangur
þessara forlaga nokkuö ljós, aö
græöa sem mest. Þaö skiptir
raunar minnstu máli hvort út
var gefiö klám, hormóna-
espandi sveitalifssögur eöa
borgaralegur kúltúr, lokatak-
markiö var aö sjálfsögöu aur I
kassanum.
Þegar Mál og menning hóf
sina gagnmerku starfsemi var
heldur snautlegt á bókmennta-
akri islendinga, handahófs-
kenndar þýöingar erlendra bók-
mennta voru nokkrar, flest voru
þau rit grundvölluð á borgara-
legri hugmyndafræöi. Meö út-
gáfu Rauöra penna var fyrst
unniö aö skipulagðri útgáfu
þjóöfélagshugmynda. Þar var
reynt aö ná sambandi viö upp-
rennandi skáld og rithöfunda,
skapa þeim grundvöll fyrir
hugarsmiö og leitast viö aö
koma hugmyndum þeirra út á
meöal fólks. Siðar uröu bækur
Máls og menningar snar þáttur i
Eftir Böðvar
Guðmundsson
lifi bókhneigðrar alþýöu og hafa
vafalaust haft mikil áhrif sem
slikar.
En likt og i Babilon uröu
skrifararnir dálitiö margir, — og
ekki allir jafnspakir. Þaö varö
raunahlutverk þessarar merku
útgáfu aö þurfa aö velja og
hafna, valda ýmsum rauöleitum
penna þeim niöurlægjandi von-
brigöum aö reka hann heim með
syrpu sina þar sem ekki var
rúm I gistihúsinu. Oft stafaöi
þaö af því aö fjárhagur fyrir-
tækis sem hugöist veita
hugmyndum meöal fólks var
valtur. Þaö gefur auga leiö aö
Mál og menning réöi ekki viö aö
gefa út alla höfunda á tímum
þegar þaö var tiska aö vera rót-
tækur, þvi var aö minnsta kosti
haldiö stift fram aö allar slikar
bækur væru gefnar út með tapi.
Þvi m iöur læöist aö manni grun-
ur um aö fleira hafi þó stundum
komiö til þaö er kunnara en frá
þurfi aö segja aö akademísk
vitsmunahyggja helltist yfir
andanjöfra á Islandi á sjötta og
sjöunda tug aldarinnar. Þaö eitt
skipti máli aö sýna yfirburöa-
gáfur i skrifum, minna máli
skipti hvort fleiri skildu sprokiö
en skrifararnir, enda varö þá
mörg loftsýnin i þessu Nýja-
hrauni andans. Mér er nær aö
halda aö þessi dulargrimma
vitsmunahyggja hafi náö aö
rugla forráöamenn róttækrar
útgáfu jafntog róttæka höfunda.
Aö þessu mætti færa margar
likur. en ég læt mér nægja aö
nefna eitt dæmi. Þaö er aö vfsu
mér skylt, enda leggi hver sem
vill þaö út sem persónuleg sær-
indi, þaö er ekki mitt mál. En
dæmiö er tilurö og útgáfa ljóöa-
flokks fööur mins gamla, Salt-
korn i mold. Allt i einu treystu
málsvarar róttækrar útgáfu-
starfsemi sér ekki til aö gefa þá
bók út.Húnvarandvitsmunaleg,
yrkisefniö litilfjörlegt, fram-
setning vúlger. Loksins fékkst
aö henni útgefandi, — haföi sá
þó engar sérstakar grillur um
aö veita róttækum hugmyndum
út á meöal fólks, — og hefur
hann fullyrt I min eyru aö hann
hafi ekki tapaö miljónum á til-
tækinu. Manvitsúö borgara-
legra listdómara lét heldur ekki
á sér standa. Hver ólafurinn
öörum verri jarmaöi um rusta-
legt bændagrln og einfeldni,
jafnvel þeir sem þóttust vera
alþýðumálsvarar. Um hinn
þjóöfélagslega þátt ljóöaflokks-
ins varö þeim hins vegar ekki
tlörætt, samúö meö hinum
snauöa skipti litlu máli, basl
hans og uppátæki, gleði og sorg
létu þá ósnortna.
Framhald á bis. 22