Þjóðviljinn - 16.01.1977, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 16.01.1977, Blaðsíða 20
20 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 16. janúar 1977 1 || pl Í ®J ||1| Krossgáta nr. 64 / z 3 H- S (o 7- 2 9 /0 I/ 12 i/ 13 l¥ IS’ V 10 9 n <? 1/ H 17 1 II SP IX II /9 i<i II Stafirnir mynda islensk orð eða mjög kunnugleg erlendi heiti, hvort sem lesið er lárétt eða lóðrétt. Hver stafur hefur sitt númer og galdurinn við lausn gátunnar er sá að finna staflykilinn. Eitt orð er gefið og á það að vera næg hjálp, þvi að með þvi eru gefnir stafir I H u 9 IX 9 Xo 13 2! iiz /3 z 1 10 // 1 9 V 3 22 23 S IZ 9 X 13 2? 9 ty 22 V )l i IX 9 2S JZ <2 X ix 2T~ V 9 <9 20 27 9 V 2X i 221 X IZ I? ZH 1 V 21. 22 2$ 1 2/ 22 <? 12 13 s /3 V zo 12 tl 9 <2 30 1 XH H- V 13 11 ¥ 9 1 9 : 31 H 9? 13 Zf 9 9 V 13 H H 11 <9 / 29 IX <? 9 2S XI JX 31 ll XI /9 5' 1 <? 1 10 29 15 V r fíT 13 1 <? II XI 17 // S JS <5? II IX II IZ n 11 n- 10 xs 9? 13 II l? 11 22 V II 13 S 52 25' n i <? oröum. Það eru þvi eðlileg- ustu vinnubrögðin aö setja þessa stafi hvern i lausn á krossgátunni til af- hver óhugnanlegasta vitfirring greiðsluÞjóðviljans.SIðumúla 6 er yfir álfuna hefur gengið. Rvk., merkt „Verðlaunakross- Einnig eru raktar þær hug- gáta nr. 64”. Skilafrestur er myndir sem lágu aö baki þrjár vikur. Verðlaun að þessu galdraofsóknunum með skir- Verðlaun fyrir krossgátu nr. 60 Verðlaun fyrir krossgátu nr. 60 hlaut Sigrún Pétursdóttir, Bessastöðum, Alftanesi. Verðiaunin eru skáldsagan Agúst berhenti eftir Jónas Guðmundsson, — Lausnarorðið var FERÐALOK sinn reit eftir þvi sem töl- umarsegja tilum. Einnig 2 /9 5~ 31 26 / er rétt að taka fram, aö i ‘ þessari krossgátu er ur á grönnum sérhljóða „ ... . og breiðum, t.d. getur a ^ rétta staf> 1 reitlna aldrei komið i stað á og neöan viö krossgátuna. Þeir öfugt mynda þá nafn á griskum heim- e ' spekingi. Sendið þetta nafn sem sinni er ný bók i útgáfu Máls og skotun til samfélags 16. og 17. menningar, Galdrar og brennu- aldar. 1 upphafi fjallar höfundur dómar eftir Siglaug um galdraöld i Evrópu almennt Brynleifsson. 1 bókinni er rakin en meginefni bókarinnar er saga galdrafársins sem er ein- saga galdramála á Islandi. Fundnar tón- smíðar eftir Pasternak In. 'p 'i J J H ^ i #4' W H fP G . 6//0 * * H <■ 7 / ír v o ~ • fit ' - - t.l :-r- 3?:Xw W £=^E Þetta eru engin mismæli. Skáldiö orti ekki aöeins Ijóö, hann samdi einnig tónlist. Ekki alls fyrir löngu fundust i skjalasafni Pasternaks nótur nokkurra tón- smiöa hans. Sovéska tónskáldiö Nikita Bogoslovski segir hér frá þessum fundi. Sennilega er ekki mörgum kunnugt um aö Boris Pasternak hafði mikla ánægju af tónlist allt frá blautu barnsbeini. Hann læröi að spila á pianó og gerði tilraun- ir til að semja tónverk.Frá þvi hann var 12 ára þar til hann varð 18ára lagði hann stund á tóns,lða- nám i fullri alvöru. A þessum tima fór hann i gegnum allt námsefni tónlistarskóla (nema raddsetningu) undir leiðsögn hins reynda kennara Júri Engel og siðar tónskáldsins og prófessors- ins R. Glier. Um skeið var hann jafnvel á báðum áttum um það hvort hann ætti að helga sig tón- smlðum eða bókmenntum. En 19 ára aö aldri leggur Pasternak tónlistariðkunina á hiiluna eftir miklar bollaleggingar og þrátt fyrir oppörvun hins mikla rúss- neska tónskálds A. Skrjabíns, sem þekkti tónsmlðar unga mannsins. Um þetta hefur skáldið sagt: „Tónlistina, sem fyllt hafði llf mitt I sex ár, sleit ég burt úr sjálf- um mér einsog þegar maður læt- ur af hendi slna dýrmætustu eign. Um nokkurt skeið á eftir hafði ég ennþá tilhneigingu til að láta hug- ann reika viö pianóið, en það var einsog ávani sem er að hverfa, sem hverfur smátt og smátt. Slð- ar ákvað ég að ganga i algjört tónlistarbindindi. Ég hætti að koma nálægt hljóðfærinu, forðað- ist að hitta tónlistarmenn...” Auk skólaverkefna fundust I safni Pasternaks nokkur fullunn- in tónverk fyrirpianó: 2 prelúdiur og sónata. Mér var það mikiö ánægjuefni að kynna mér þessar tónsmiðar og búa þær undir út- gáfu. Prelúdia I d-moll er samin þeg- ar höfundurinn var 16 ára. I hand- ritinu stendur að hann hafi lokiö , við hana I október 1906. Hér er um að ræða skemmtilegt, nokkuð barnalegt en afar einlægt verk. Ég hef svotil engu breytt I texta höfundar, en til hægðarauka breytti ég tónhæðinni örlitið, þótt þaö hafi engin áhrif á endanlega útkomu þegar verkið er leikið á pianó. Hin prelúdian er skrifuð i gmioil og timasett I desember 1906. Þetta er miklu þroskaöra verk, flóknara að formi,og ég hef heldur svotil engu breytt, enda þótt höfundur hafi skráð i hand- ritið ýmislegt varðandi túlkun, en það er ekki venjan þegar pianó- verk eru annars vegar. Fullkomnasta og þroskaöasta verkið er Sónata i g-moll. Höfund- ur lauk smiði hennar 27. júni 1909. Samkvæmt upplýsingum sem komnar eru frá syni skáldsins, Jevgení Borisovits Pasternak, var þessi sónata eitt þeirra verka sem faðir hans sýndi Skrjabin, sem „hlustaði og lagði blessun sina yfir mig” einsog skáldiö orð- aði það. Sónatan er löng, i einum þætti (einsog flestar sónötur Skrjabins sjálfs) og fremur erfið I flutningi. I henni gætir augljósra áhrifa frá I æskuverkum Skrjabins. Temat- I iskt efni sónötunnar er afar ein- lægt og skýrt. Sónatan er vel upp- byggð, þótt hún sé langdregin á köflum. Verkiðgefur tækifæri til snilldarlegs flutnings, en á stöku stað sér þess merki aö höf- undurinn hafði ekki fyllilegt vald yfir slikum pianóleik sjálfur, og þvi gætir þar nokkurra óþæginda fyrir túlkandann. Þess er ekki getið i handritinu hvert tempóið skuli vera, en allt bendir tilað þaö sé „Allegro moderato”. Þetta verk kraföist mikillar yfirlegu af minni hálfu. Leiö- rétta þurfti augljós mistök af hendihöfundarins ogkomalagiá ógreinileg atriði i handritinu. A örfáum stöðum var handritið ólæsilegt (sem betur fer aðeins á á örfáum stöðum) og þar varö ég aö giska á hvað tónskáldið unga var að fara, eða hvað rökréttast væri að hafa á þessum ákveðna stað. Að minu áliti hafa þessi verk gildi alveg án tillits til nafns þess manns sem samdi þau. Um þess- ar mundir er sovéski pianó- leikarinn Vladimir Feltsman, verðlaunahafi á alþjóðavett- vangi, að æfa verkin til frum- flutnings. Ég hef einnig afhent nóturnar til þeirrar sovésku stofnunar sem annast höfundar- rétt, til þess að erlendir tónlistar- menn og nótuútgefendur geti einnig kynnst þessum tónsmiðum Pasternaks. Húsbyggjendur EÍNANGRUNARPLAST Getum afgreitt einangrunarplast á Stór- Reykjavikursvæðið með stultum fyrir- vara. Afhending á byggingarstað. Borgarplast hf. Borgarnesi Slmi 93-7370 Helgar-. og kvöldslmi 93-7355. —APN. 1”TILBUNAR A 3 líl,! 'FASSAMYMBITM' OFIB I IA BIE GIMU Ljósmyndastofa AMATÖR LAUGAVEGI 55 ^ 2 27 18

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.