Þjóðviljinn - 16.01.1977, Blaðsíða 24

Þjóðviljinn - 16.01.1977, Blaðsíða 24
Sunnudagur 16. janúar 1977 Aðalsfmi Þjóöviljans er 81333 kl. 9-21 mánudaga til föstu- daga, kl. 9-12 á laugardögum og sunnudögum. Utan þessa tima er hægt aö ná i blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins i þessum simum Ritstjórn 81382, 81527, 81257 og 81285, útbreiðsla81482 og Blaðaprent81348. Einnig skal bent á heimasfma starfsmanna undir nafni Þjóðviljans i simaskrá. Þessi mynd er tekin af Skólavörðunni um 1870 en þá hafði hún verið reist f nýrri mynd eftir fyrirsögn Siguröar Guðmundssonar málara. Af svölunum á'þakinu áttu menn aö njóta útsýnis. (Ljósm.: Sigfús Eymundsson) Reykjavik eins og hún blasti við frá Skólavöröunni árið 1877 eða fyrir réttum 100 árum. Skólavörðustfgur hefur verið lagður. A vinstri hönd við hann er bærinn Holt og Geysir fast viö veginn en á hægri hönd má ma. sjá Tobbukot og tugthúsið. Myilan f Bankastræti sést velog í fjarska Grandar, Hólmur, Akurey og Effersey. SKÓLAVARÐAN Skólavarðan snemma á þessari öld. Þar sem áöur voru útsýnissvai- ir er nú komiö þak. Hið gamla fer forgörðum og nýtt kemur i staðinn. Þetta er eitt af þeim lögmálum sem viröast óumflýjanleg. Maðurinn er samt þeirri náttúru gæddur að vilja geyma það sem fallegt er og gamalt og það sem minningar eru bundnar við. Fortiðin skapar einstaklingnum bakgrunnþar sem hann amstrar innan um miljónir annarra, og þjóðunum sögu. Stundum koma þó þeir timar að framvindan verður svo hröð að maðurinn og þjóðirnar missa fótfestu og gleyma að gæta að sjálfum sér og uppruna sinum og týnast. Ný kynslóð á islandi finnur að gæta verður að arfinum. Umróts- kynslóö 20. aldar gleymdi sér og hún er nú ráðandi hér. Henni er erfitt að sýna fram á að alit nýtt á ekki rétt á sér. Eitthvaö verður að fá að halda sér svo að tengslin við fortfðina rofni ekki. A hverju ári eru hús rifin i hugsunarleysi og skipulags- laust. Við þvi er að sjálfsögðu ekkert að segja að húsakostur sé endurnýjaður en við verðum jafnframtað gera upp við okkur hvað við viljum eiga áfram af gömlu. Eitt af þeim mannvirkj- um sem mótuðu Reykjavik og minningar reykvfkinga, þó að bráðum sé liöin hálf öld sfðan Af hverju var hún rifin? það var rifið, er Skólavarðan sem Skólavörðuholt og Skóla- vörðustigur eru nefnd eftir. Við sem nú erum uppi sjáum enga nauðsyn að hún var rifin enda sakna þeir hennar enn sem muna. Hér verður stuttlega rifjuð upp saga Skólavöröunnar. Endurminningar Knúts Zim- sen sem Lúðvik Kristjánsson skráði hefjast svo: „Daginn eftir að ég lauk stúdentsprófi, en það var 30. júni 1893, reið ég ásamt bekkjarbræðrum minum suður i Hafnarfjörð, en þangað höfðu foreldrar minir boðið okkur. Við fórum fram hjá Skóla- vörðunni, en þar lá þá vegurinn upp og út úr bænum. Varðan snerti skólapilta á einhvern annan hátt en flestir aðrir staðir i bænum. Reyndar mátti enn kalla hann utanbæjar. Bær Þor- bjargar Sveinsdöttur, næstur fyrir ofan tugthúsið var þá efsta byggð við Skólavörðustig ásamt Holtsbænum. Milli Skóla- vöröunnar og skilapilta lágu einhver huglæg tengsl. Þeim fannst ýmsum, meðan þeir voru i skóla, varðan vera brot af sinu óðali, og þó höfðu þeir enga steinvölu i hana lagt. En skóla- piltar voru upphaflegir feður vörðunnar, þeir hlóöu hana réttri öld, áður en ég og 'bekkjarbræður minir fórum þar fram hjá um miðsumar 1893. Vorbjartan sunnudag 1793 dikuðu skólapiltar frá Hólavöll- um yfir þvera Reykjavikurkvos neðan við Tjörn upp bingholt og þangaö sem viðast sá yfir vik og eyjasund af Arnarhólsholti. Flestir voru þeir klæddir sortu- litum mussum, buxum niður fyrirhné með virborða um legg- inn. Margir báru þeir á höfði skotthúfur með grænum eða svörtum silkikúf. beirra ferð var ekki án fyrirheita, þvi að þeir tindu saman grjót úr holt- inu, lögðu grunn og hlóðu, uns risin var há og myndarleg varða. bar með hafði hinn sjö ára gamli höfuðstaður landsins eignast skólavörðu á borð við þá, er staðið hafði langan aldur norður af skólasetrinu i Skál- holti. Og næsta haust, þegar skólasveinar komu i Hólavalla- skóla, æptu þeir heróp mikið við Elliðaár, annað á Oskjuhlið og það þriðja og siðasta við Skóla- vörðuna, svo að heyrðist um alla Vikurkvos og yfir til Hóla- valla. Heróp þetta kölluðu þeir „signum”. bannig fluttust gamlir siðir frá hinu forna menningar- og skólasetri i Skál- holti til Reykjavikur.” Svo segist Knud Zimsen frá. Skólavarðan var arfleifð frá hinum forna Skálholtsskóla. Holtið sem hún reis á var áður nefnt Arnarhólsholt en tók brátt að bera nafn af vörðunni. bjóðvegurinn út úr bænum lá áður þar um eöa nánast þar sem Skólavörðustigur er núna. Fljótlega eftir aldamótin 1800 var Hólavallaskóli lagður niður en skólahald byrjað þess i stað á Bessastöðum. betta varð til þess að vöröunni var litt haldiö við og 1834 var skólavarðan að mestu hrunin. bað ár tók Krieger stiftamtmaður sig til og hafði forgöngu um að hún var hlaðinn upp á ný, talsvert stærri en áður, og jafnframt gerður vegur upp að henni. Varðan var núferstrendur stöpuli er mjókk- aði eftirþvi sem ofar dró. Tveirstallar voru utan á vörð- unni, hvor upp af öðrum með bekkjum til að sitja á vestan i Framhald á bls. 18 Skólavarðan var ein af merkustu söguminjum Reykjavíkur Voriði932. Veriö er að rifa Skólavörðuna og stallurinn undir styttu Leifs heppna er kom- inn fyrir neðan (Ljósm.: Skafti Guðjónsson) 17. júni 1932. Verið er aö búa Leifsstyttuna undir afhjúpun þá um daginn. Þar sem Skóla- varðan gnæfði áður viðhimin blakta tveir fánar (Ljósm.: Skafti Guðjónsson)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.