Þjóðviljinn - 16.01.1977, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 16.01.1977, Blaðsíða 16
16 — SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 16. janúar 1977 Umsjón: Þröstur Hara Idsson og Freyr Þórarinsson Ein er sú kynslóB i islenskum listum sem hefur á sér ákveön- ara og safarikara yfirbragð en aðrar. Það er kynslóðin sem reis úr öskustónnl i upphafi striðs og hersetu og sigldi. til Ameriku til að mennta sig. Það er eins og þessi hópur hafi gleypt dáldið af bjánabólgu striðsins og sumir hafa ekki jafnað sig enn, þótt þeir séu komnir yfir alla hugsanlega breytingaraldra. Það er í þeim klumpur af þeirri kapltalisku þenslu sem einkenndi Ameriku þessi árin. Það mætti benda á áhrif þessa i tónlist, klæðaburði, myndlist, húmor og leiklist. Jónas Arnason var einn þeirra sem sigldu þann sjóinn. Og það var likt með honum og Gisla Astþórssyni að þegar heim var komið, þá pössuöu þeir ekki alveg i menningar- mynstrið og hafa reyndar hvorugur gert allt til þessa dags. Annar er hættur ritstörf- um að mestu, nema i Moggann, og skrifarsina þjóðfélagskritik i gegnum skripó, hinn stundar sina á mörgum sviðum, I þingi, rit- og söngstörfum. Hér verður farin stutt sali- buna um verk Jónasar. Tilefnið er nýútkomin hljómplata Þriggja á palli með engilsax- neskum lögum við ljóð hans. Platan inniheldur 12 „sjó- mannakvæði”. Otgefandi eru SG hljómplötur. Við heimkomu sina innleiddi Jónas nýja tegund bókmennta inni ritlif bókaþjóðarinnar. Hann fór að tala við fólk. 1 þessum verkum sinum, Sjór og menn, Fólk, Veturnáttakyrrur, Mennirnir i brúnni, Tekiö i blökkina og Syndin er lævis, vann hann efni sitt úr mannlif- inu á hressan, sannan máta, felldi stemmninguna að hverri persónu, þannig aö þær stóðu loks holdi klæddar hjá veslings lesandanum, hver með sinni ilman. Auk þesslagði hann I þaö að skrifa söngleik úr nútimalif- inu um brask og aðra verald- lega hluú og stykkið gerði lukku. Þetta vann hann ásamt bróður sinum, Jóni Múla, sem er nokkurs konar geirfugl frá ákveðnu timabili i djasstónlist, sem lika er amerisk. Maöur sem um langa hrið hefur staðið i þvi striti að vera eini móhikan- inn á tónlistardeild útvarps reykjavik, sem hlýtur að vera erfitt, þvi ef marka má dagskrá þá hafa allir aðrir á deildinni annan en sama smekkinn og það heldur lakan. Lög þeirra bræðra þarf ekki að telja upp fyrir lesendum. Þau þekkja allir mætavel. TIu árum siðar vinna þeir annan söngleik saman og eru nú enn að sýna hvernig kapitalisminn lltur út. Það eru sildarárin sem þeir skrifa um I þetta skiptið. Og stykkiö gerir lukku. A þessum tima,en það eru vel tiu ár stöan, kynnist Jónas irskri og skoskri sönghefð, einkum vegna þýðinga sinna á Gísl og Lukkuriddaranum. Slðan hefur hann veriö ólæknandi af þeirri tónlist. Persónulega hef ég oft fagnað þvi að hann fékk þessa sýki en ekki einhverja aöra, t.d. ef hann hefði heillast af tónlist Havæ-eyja, hvar værum viö þá stödd? Mér rennur reyndar i grun að Jónas hafi kynnst þess- ari tónlist eitthvað á námsárum sinum i Ameriku. Og I raun er þaðAmerika sem breiðir þessa irsku sönghefð um heiminn sem þátt I sinum menningar- imperialisma. Það gerist uppúr þjóölagabylgjunni sem reis um 1960 og skall meöal annars svo illilega á þessa eyju okkar að þrlr unglingar á framhalds- skólastigi náðu sér á strik sem skemmtikraftar og kölluðu sig Savannahtrió.störfuðu síðan um árabilsem slikir. Það er enn ein afleiðing þessa að úr höfði Jónasar stökkva Þrjú á palli fullsköpuð og annast söng i verki hans, Þið munið hann Jör- und, sem byggðist á irskum og skoskum söngvum aö mestu leyti. Slðan hefur látunum ekki linnt. Þrjú á palli hafa gefið út sjö plötur, þaraf fimm viö ljóð Jónasar. Og nú er enn ein komin á markað, kölluð Tekið i blökk- ina. Yrkisefni á plötunni eru öll úr íslensku sjóaralifi, en Jónas faf forsmekk af þessu yrkisefni fjögra laga plötu sem hann söng sjálfur inná fyrir all-mörg- umárum,meðklassikerum eins og Hif opp og Pétri pokamanni. Það hefur lengi verið um- hugsunarefni Klásúlna hversu TEKIÐ mikil hætta er af þvi að taka upp algerlega erlenda tónlist, stela þvi nýjasta af erlendum mark- aði og gauka því að Islenskum fluttu af innlendum „listamönn- um”. í upphafi þessa árs var ekki annað að sjá en aö ensk tunga yrði ráðandi á islenskum plötum. Það hafði hún veriö um nokkurt skeið. Þessu ósjálfstæði reyndu Klásúlur að sporna við af öllum sinum kröftum. Nú er svo komið að slikar plötur telj- ast til undantekninga. A hinn bóginn er enn viö útlenskuna i tónlist að kljást, þó ekki séu allir undir sömu sök seldir I þeim efnum. Hópar ungra manna i þessum bransa eru að islenska viðfangsefni sin. Þeir vinna upp úr mannlifinu á eynni tónlist og ljóð og uppskera sumir vel. Aðr- ir eiga við fordóma að etja. Er þar fyrst að nefna Megas.Enn hafa menn ekki áttað sig á mikilvægi þess skálds. Hann er alþýðlegt skáld, eins og Þor- steinn Eggertsson er reyndar lika. Jónas vinnur úr sama viði. Hann er lika gott ljóðskáld, á auðvelt með rim, hefur vald og skyn á samhljómun, sem er mikið atriöi I tónlist sem þess- ari. Yrkisefni hans eru hinsveg- ar m örg helst tengd þjóðsögunni um sjómanninn. Það eru sjó- hetjur sem hann yrkir um. Kon- urnar í kvæðum hans eru ekki bognar, þreyttar konur, heldur dansglaðar drósir, einhverjar draumapikur sem aldrei hafa nálægt veruleikanum komið. Og það er hlálegt að á „sjómanna- plötu” á vorum timum ortri af sósialista, skuli hvert lagið af öðru renna um hljómtækin, án þess að minnst sé á kaup og kjör, langan vinnutima, verk- föll, slæm skilyrði, eignaréttinn á atvinnutækjunum og þá þrælkun sem þetta þjóðfélag leggur á þegna sina undir styrkri stjórn auðsins. Enda veit ég ekki hvort það yrði SG hljómplötum mikið gleöiefni að dreifa slikum textum við rösk irsk söngkvæði. Hætt er við að Svavar fengi bágt fyrir á næstá KR bingói. Þetta er gallinn á ljóðum Jónasar. Þó hann fjalli um alþýðufólk, islenskan áðal, örlarekkinemaleinu lagi á þvi, hvert böl hvilir á þessum guðs- volaöa lýð undir stjórn aftur- halds ár og sið. A sama máta er ég ekki hress yfir þvi að Jónas skuli eillflega leita sér laga á engilsaxneskri grund. Jónas er eini maðurinn sem er i þeirri stööu að þekkja islenska sjómannatónlist og geta nýtt sér það. Ekki aðeins tónlistina á miðunum, heldur lika þann auðuga garð sem plássin voru. Ekki trúi ég ööru en hann hafi stungið nefi inná böll, jafnvel á Seyðisfirði hér forðum tiö. Hvar er sú tónlist sem ómaöi út i kyrrðina þau kvöld? — Ekki á þessari plötu. Viö stöndum frammi fyrir hættunni af erlendu tónlasti i dag, hvort sem það er á plötum Rúnars Júl. eða Gunna Þórðar. Meðal annars vegna þess að sú tónlist sem verið hefur með al- þýðu þessa lands, frá þvl hún fór að skriða saman I þorpunum og jafnvel fyrr, hún er hvergi til. Islensk sjómannatónlist fæddist ekki um leið og Haukur Morthens opnaði munninn og söng Sextán tonn, sem líka er ameriskt, inná plötu. Það var eitthvaöáður. Það ætti Jónas að þekkja. Það ætti að vera á þess- ari plötu. Það væru sjómanna- kvæði. Það vil ég fá að heyra á næstu plötu sem hann á aöild að og hann er ekkert of góður að syngja það sjálfur. pbb ATHUGASEMD Kæru lesendur. Slðustu mánuði hafa Klásúlur birst hér i blaöinu með höppum og glöppum. Vikurnar kringum hátlðarnar féllu siðan alveg út, enda auglýsingaherferð kaup- mannastéttarinnar I hámarki og báru sunnudagsblöðin þess merki. Okkur var ætlaður staö- ur I siöasta sunnudagsblaði, en féllum þá einnig út vegna gleymsku, að sögn ritstjórnar. Nú var það ætlun okkar I upp- hafi að standa fyrir vikulegri siðu er annaðist það brýna verk- efni að skýra og skilgreina is- lenska dægurtónlist. Það verk- efni hefur orðið enn brýnna á þvi tæpa ári sem við höfum ver- ið að sem starfshópur. Hljóm- plötuiðnaðurinn er orðinn einn áhrifamesti fjölmiðill á landinu. Hann lýtur algjörlega kapitallskum sjónarmiðum, túlkar þau og miðlar, samanber sönginn: „Mérersama þó laun- in séu lág.” Okkur er ljóst að Þjóðviljinn hefur i mörg horn að lita. Þó þykjumst við hafa brýnna erindi i blaðið en APN með annars ágæta grein um brúðuleikhús eða myndasögur með kynslóð- um Islenskra kvenna. Viö erum nefnilega sammála Magnúsi Kjartanssyni I því að Þjóðvilj- inn eigi alltaf að tapa. Þannig vinnur hann það strið sem hann stendur I. Einn þáttur þess er baráttan um gæði og innihald þeirrar tónlistar sem allur fjöldinn neytir. Það verkefni á hann að vinna og þvi vonumst við til að geta haldið okkar striki forfallalaust á næstunni. Gleðilegt baráttuár Klásúlur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.