Þjóðviljinn - 16.01.1977, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 16.01.1977, Blaðsíða 9
Sunnudagur 16. janúar 1977 ÞJöDVILJINN — SÍÐA — 9 Fjölskyldan Kirkelin eftir C. Young stjarna i myndasögum sinum. Kvikmyndir höföu annars djúp- stæð áhrif á formgerð serianna og þá einkum hvað snertir vixlun á nær- og fjærmyndum, ólikum sjónarhornum osfrv. Teikniserian „Dick Tracy” eftir Chester Goulds frá 1940 sýnir þetta glögglega, þar sem i ann- arri myndinni er notuð nærmynd nýtt sjónarhorn i þeirri þriðju og siðan aftur nærmynd i hinni siðustu sem sýnir endalokin. Eitt megineinkenni form- gerðarinnar er útlit persónanna og eiginleikar sem við það eru tengdir. Um þetta efni hafa verið settar saman bækur þar sem ein- kenni og tákn (fordómar) eru flokkuð niður handa seriuteiknur- um að hafa til hliðsjónar. Sam- kvæmt þessari flokkun þá hika sköllóttir menn sjaldnast við að gripa til miskunnarlausrar vald- beitingar, alskeggjaðir eru ekki eins áreiðanlegir og sléttrakaðir, miklar augabrúnir eru tákn grimmdar og niðurdregin munn- vik eru tákn illgirni og lævlsi o.s.fr. Boðskapur myndasagn- anna. Það var árið 1954, sem Frederic Wertham birti sina frægu bók „Seduction of the Innocent”, þar sem hann setti fram þá skoðun sina að flestar myndasögur væru forheimskandi og væru undir öll- um kringumstæðum skaðlegar fyrir unga lesendur. Wertham taldi að myndsögulestur hefði bælandi áhrif á hugmyndaflug barna og kæmi i veg fyrir að þau lærðu almennilega að lesa. Enn- fremur að seriurnar væru sálræn- ir skaðvaldar sem hvettu til of- beldis og jafnvel glæpa, og að það gildismat og tilfinningar sem fram koma þar væru einhliða og gróft alhæfðar og komi i veg fyrir að lesandinn sjái vandamál frá ólikum hliðum. Margir urðu tilað andmæla þessum skoðunum Werthams, þar á meðal skrifaði Francis Lacassin: „Serian er al- þýðleg listgrein. Alþýðulistin hef- ur ávallt verið litin hornauga, á vissum timum til og með orðið fyrir árásum frá borgarastétt- inni. Hún hefur verið álitin ómerkileg, vegna þess að að hún snýr sér til fjöldans. Vinstrisinn- ar sem láta i ljós andúð sina á serium sem listgrein eru gegn- sýröir af borgaralegri menningu og hafa fullomlega tileinkað sér fordóma hennar og tabú.” Annar fræöimaður, félags- fræðingurinn Otto Hesse-Quak telur að niðurstöður Werthams séu rangar þar sem þær byggja á þeim misskilningi að beint or- sakasamhengi sé á milli boðskap- ar myndasagnanna og áhrifa þessa boöskapar á lesandann. Quak álitur ennfremur að I gagn- rýni á boöskap myndsagnanna veröi að taka afstöðu til þess félagslega og menningarlega kerfis sem þær eru hluti af. Þar Dick Tracy eftir C. Gould Knold og Tot eftir R. Dirkes með mundi gagnrýnin beinast aö þcim þáttum kerfisins sem hafa skapað þær þarfir og óskir sem seriurnar virðast uppfylla áð ein- hverju leyti. En hver er þá aðalboðskapur mvndsagnanna’ Samkvæmt rannsóknum sem gerðar hafa verið þá er atburðarásin I flestum tilfellum borin uppi af karlmönn um, en konan hefur fyrst og fremst með höndum heimilissýsl- ur. Markmið aöalhetjunnar eru fyrst og fremst völd, félagsleg upphefð, lifsgæði og þægindi. Þeir hafa litinn áhuga á ást og rómantik, sem konan er mjög upptekin af. Á það hefur verið bent að seriurnar aftur á móti spegli aö öllu jöfnu hugmyndir ameriskrar millistéttar bæði vegna þess að þær gerist yfirleitt I millistéttarumhverfi, svo og að um þaö bil 67% af persónunum séu opinberir starfsmenn, en ein- ungis 13% verkamenn. Annar fræðimaður, G Saenger, sem rannsakað hefur boðskap seri- anna, kemst aö svipaðri niöur- stöðu og Max Weber lýsti sem einkennum siðferðis mótmæl- enda: gott atferli, vinnusemi og fjáröflun. Hetja myndasagnanna setur aldrei spurningarmerki fyr- ir aftan þessi gildi — það gera að- eins vafasamar aukapersónur. Heimild sem ma, var stuðst við „Seriöst om Serier”. Ctg. S. Hegerfors og S.Nehlmark. Ó.Kvaran. Punktur punktur komma strik fyrsta skáldsaga Péturs Gunnarssonar er komin út í þriðju útgáf u myndskreytt af Gylfa Gíslasyni „Húmorerleiðarljósífrásagnargerð Péturs Gunn- arssonar . . . Það er oft hrein unun að lesa þenn- an texta . . . hrífandi skemmtileg og umhugsunar- verð . . . dýrleg lesning.“ Árni Þórarinsson, Vísir Iðunn, sími 12923

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.