Þjóðviljinn - 16.01.1977, Blaðsíða 22

Þjóðviljinn - 16.01.1977, Blaðsíða 22
2 2 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 16. janúar 1977 Alþýðubandalagiö Húsavík Fundur meö Stefáni Jónssyni alþingismanni i dag, sunnudag, kl. 14 i Félagsheimilinu á Húsa- vik. — Alþýðubandalagið Húsavik. Stefán Aðalskipulag Kópavogs verður til umræðu hjá starfshóp AB Kóp. um skipulagsmál og um- hverfisvernd nk. mánudagskvöld kl. 20.30 I Þinghól. Skúli Norðdahl arkitekt hefur framsögu um aðalskipulagið og svarar spurningum. öllum áhugamönnum er frjálst að vera með. Stjórn AB Kópavogi. Alþýðubandalagið á Akranesi og nágrenni heldur félagsfund mánudaginn 17. janúar kl. 20.30 í Rein. Dagskrá: 1. Jóhann Arsælsson hefur framsögu um fjárhagsáætlun Akranesbæj 2. Rætt um árshátið. 3. önnur mál. Stjórnin Herstöö vaa ndstæöi nga r Skrifstofa Tryggvagötu 10 simi 17966 Opið 17-19 virka daga. Laugardögum 14-18. Hverfahópur i Vesturbæ, norðan Hringbrautar, kemur saman til fundar aðTryggvagötu 10. laugardaginn 15. janúar kl. 14. Fundarefni: 1. Bæklingur Árna Björnssonar um herstöðvamálið. 2. Umræður um námsstarf og skipulag i náinni framtið. BLAÐBERAR óskast í eftirtalin hverfi: Reykjavik: Sogamýri, Langagerði, Kapplaskjólsvegur ÞJOÐVILJINN Vinsamlegast haf ið samband við afgreiðsluna Síðumúla 6 — sími 81333 ÚTBOÐ !Si ÞRÓUNARSTOFNUN REYKJAVlKURBORGAR Í|F ÞVERHOLTI 15 - SlMI 26102 Skipulagssýningin að Kjarvalsstöðum Á Skipulagssýningunni i dag sunnu- daginn 16. jan. kl. 16.00 munu verkfræð- ingarnir Baldvin Baldvinsson og Þórarinn Hjaltason hjá Þróunarstofnun Reykjavík- urborgar kynna Tillögur að Aðalskipulagi Gatnakerfis Reykjavikur. Þróunarstofnun Reykjavikurborgar. Vélgæslumenn óskast til starfa við Kröflu- virkjun. Umsækjendur hafi vélstjórarétt- indi ellegar rafvirkja- eða raftækjapróf. Nánari upplýsingar um störfin eru gefnar á skrifstofu Kröflunefndar á Akureyri, simi 22621. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist til Kröflunefndar Pósthólf 107, Akureyri fyrir 10. febrúar n.k. Kröflunefnd — Akureyri Mörg er útgáfan Framhald af bls. 4 En hvers vegna að rifja upp gamla raunasögu nú þegar allt er i blóma? Hver er bættari með þvi? Kannski enginn, kannski þó einhver. Nú hafa orðið miklar sviftingar á kærleiksheimili Máls og menningar. Nokkur sviðagjörn sár hafa komið á hjaldurgegna þegna, sú gleði- lega staðreynd blasir þó við að enn lifir fólk á bænum og islenskir lesendur hafa um þessi jól fengið góöar bækur frá Máli og menningu. Islenskar bók- menntir hafa enn auðgast aö stórvirki, Fátæku fólki Tryggva Emilssonar. Það bókaforlag sem megnar slíkt er ekki með dauöann I hjartanu. Nýtt bóka- forlag, Ljóðhús, hefur einnig séð dagsins ljós eftir hjarðningavíg- in i Vegamótum. Vonandi geta bæði þessi forlög starfað hlið við hlið og auögað islenskar bók- menntir að róttækum ritum, þýddum og frumsömdum. Von- andi verður hvorugt þeirra borgaralegri vitsmunahyggju kúltúritjóta að bráð. Ekki skal heldur gleyma bókaútgáfu fræðilegra marxista, Rauðu- stjörnunni og Október. Að sjálf- sögðu leggja þau höfuðáherslu á útgáfu fræðirita. Þeirri starf- semi ber að fagna og vist er að þar ræður ferðinni hvorki gróðahyggja né fagurfræðileg ruglandi. Sá þáttur mikillar og viðtækr- ar baráttu sem öll þessi forlög hafa tekið að sér er veigamikill. Um það blandast fæstum hugur. Auðvaldið getur ekki státað af miklum andansjöfrum á ritveil- inum, samt hefur það áttað sig á hættunni sem stafar af rót- tækri útgáfustarfsemi. Almenna bókafélagið var bein- linis stofnað til mótvægis við Mál og menningu, það þarf heldur engan spámann til að sjá hvaða hugmyndafræði er verið að syngja pris með fræðslurita- útgáfu Hins islenska bók- menntafélags. Þvi hagar reynd- ar svo til nú að ekki er jafn ein- boðið og áður að róttæk bókaút- gáfa þurfi að troða stafkarlsstlg með betlistaf og skreppu. Les- endur slikra bóka hafa senni- lega aldrei verið fleiri en nú og þess vegna er það trúlega engin goðgá að rúm sé fyrir enn fleiri bókaforlög sem hafa annan til- gang með útgáfu sinni en þann að féfletta lesendur eða höfunda og hafa báða að fifium. Skólavarðan Framhald af bls. 24 móti en tröppur lágu upp á þá. Eftir þetta var varðan um hrið kölluð Kriegersminni en það nafn varð aftur að vikja fyrir skólavörðuheitinu áður en langt um leið. Vegurinn upp að vörðunni átti að vera skemmtivegur og var umferð á hestum bönnuð um hann. Niuárumsiðar (1843) var hann orðinn fæstum til skemmt- unar og varðan komin að niður- lotum. Bæjarbúar treystu bæj- arsjóði ekki til að kosta viðgerð og skutu saman i sjóð til að hlaða upp veginn og vöðruna. Arið 1868 sýndu reykvikingar enn hvern hug þeir báru til skólavörðunnar. Þá hafði Árni Thorsteinsson land- og bæjar- fógeti forgöngu fyrir þvi að reist var ný og vegleg varða. Bygg- ingarkostnaður varð yfir þús- und rikisdalir og fékkst með samskotum hérlendis og erlend- is og með styrk úr bæjarsjóði. Varðan var að mestu reist eftir hugmynd Sigurðar Guðmunds- sonar málara og fékk það lag sem hún hafði siðan og eldri nú- lifandi reykvikingar muna eftir að undanteknu þvi að útsýnis- svalir voru ofan á henni en ekki byggt þak yfir eins og siðar varð. Árið 1930 var haldin stórkost- leg hátið á íslandi. Það var al- þingishátiðin sem staðfesti að landið var komið i tölu sjálf- stæðra rikja. Hingað sóttu okk- ur stórmenni erlendra þjóða og hrifningarvima var á laúdan- um. Bandariki N-Ameriku gáfu okkur styttu af Leifi heppna og af öilum stöðum þurfti að koma henni niður einmitt á þeim stað sem hin aldna og sögufræga skólavarða stóð. Eins og ekki væru nógir staðir aðrir. Ráða- menn með glýju i augum á- kváðu að rifa hina virðulegu vörðu, sem átti sér rætur svo langt aftur í öldum og setfimark sitt á Reykjavik og var henni órjúfanlega tengd. Menn sáu ekki fyrr en um seinan hvilikt glapræði þetta var. Ef einhver mannvirki höfuð- staðarins áttu rétt á lengri lif- dögum þá var það ekki sist þessi varða. Enn má heyra gamla sýta að hún skuli hafa fengið þessi örlög og sannast þar að enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Þetta ætti að vera okkur viti til varnaðar þeg- ar við erum i óða önn að rifa gamaltog gott. Lágmarkskrafa ætti að vera að hugsa og fhuga fyrst, borgaryfirvöld ekki sist. Sumt verður að fara en stór- merkar sögulegar minjar ætti enginn að eyðileggja og ekki heldur það sem yndi er auganu. —GFr. Pípulagnir Nýlagnir, breytingar hitaveitutengingar. Simi 36929 (milli kl. 12 og 1 og eftir kl. 7 á kvöldin) IiinlAiiMviðnUipti leið til lánsviðakipta BÚNAÐARBANKI ISL/ ISLANDS Kröfluvirkjun - Vélgæslumenn Kröflunefnd óskar eftir tilboði i smiði 5 ibúðarhúsa við Skútahraun i Mývatns- sveit. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Kröflunefndar, Strandgötu 1, Akureyri gegn 15.000.- kr. skilatryggingu. Opnun til- boða fer fram á sama stað 21. februar kl. 14 Aðrar upplýsingar gefnar i sima 22621. Kröflunefnd Akureyri Veistu kannski allt um orkugjafa og nýtingu íslenskra orkulinda? Ef ekki, þá þarftu að eignast þessa bók Hún fæst hjá flestum bóksölum og for- mönnum Alþýðu- bandalagsfélaga og kostar aðeins. 1.000.00 krónur

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.