Þjóðviljinn - 16.01.1977, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 16.01.1977, Blaðsíða 14
14 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 16. janúar 1977 Cyril Burt; meft tvær dömur I hugarheimi? Maöur þessi, Cyril Burt, naut mikillar aðdáunar fylgismanna sinna og ýmsir hafa orðið til þess að bera vitni hans persónutöfr- um. Hann er einn helstur höfund- ur þeirrar kenningar, að um 80% þeirra eiginleika sem við köllum gáfur séu meðfæddir, en 20% verði til i uppeldi. Hlaut hann lof fyrir og var aðlaður. En fimm ár- um eftir að þessi sör er allur koma fram alvarlegar ásakanir um að hann hafi haft mjög rangt við I rannsóknum sinum og mjög sveigt „staðreyndir” að þvi sem passaöi i hans kram. 1 nokkra áratugi þótti Burt hafa þann orðstir visindamanns, að enginn spurði i alvöru að þvi hvernig hann heföi safnað heim- ildum til niðurstaðna sinna. Það var ekki fyrr en bandariski sál- fræðingurinn Leonid Kamin fór að skoða rannsóknir Burts i smá- sjá að efasemdir komu upp. Skrýtnar tölur. Burt hafði til dæmis rannsakaö gáfnastig nokkurra tvibura sem höfðu alist upp aðskildir, I mis- munandi fjölskyldum. Jafnvel Vildi sanna að gáfur gengju fyrst og fremst að erfðum Sá maður sem kallaður hefur verið faðir enskrar uppeldissálarfræði er nú sakaður um að hafa haft rangt við þegar hann reyndi að svara þeirri eilifðar- spurningu hvort ráði meira um gáfnafar erfðir eða uppeldi. þótt gáfnafar væri, eins og hann hélt fram, aöeins að einum fimmta hluta uppeldisatriði, þá hefði einhver munur ágáfnakvóta tviburanna átt að koma fram sem endurspeglaði þá staðreynd, að mannahald háskólans. Þær höfðu hvorki tekið þar próf né heldur starfað að kennslu. Enginn kunn- ingja Burts allar götur frá þriðja áratugnum mundi eftir þessum kvenpersónum. Þær var heldur 80% meðfætt — 80% uppeldi. Þekktur uppeldisfræð- ingur falsaði niðurstöður þeirra erfðaeiginleikar urðu fyrir misjöfnum og ólikum áhrifum umhverfisins. En i rannsóknum Burts er talan, sem á að gefa upp áhrif umhverfis á gáfnafar, alltaf hin sama — jafnvel i þriðja staf eftir kommu. Og skiptir þá ekki máli hvort hann taldi sig hafa rannsakað 21, 30eða 53 tvibura- pör. Þa'ð er von menn telji, að . Burt hljóti að hafa „pússað” tölur sinar eftir geðþótta. Horfnar ungfrúr. Blaðið Sunday Times fékk áhuga á málinu og geröi út af örk- inni blaðamenn til að leita uppi þær konur tvær sem gefnar eru upp sem helstu aðstoöarmenn Burts við Lundúnaháskóla — ungfrú Howard og ungfrú Conway. Þessar ungfrúr var hvergi að finna i skýrslum um starfs- ekki að finna á lista yfir félags- menn i Sálfræðingafélaginu breska. Hinsvegar mátti sjá það svart á hvftu, að þær hefðu á árunum 1952-59 samið þó nokkrar greinar fyrir ritið „British Journal of Statistical Psychology ” — en ritstjóri þess var reyndar enginn annar en herra Cyril Burt. Ekki einu sinni ráðskona Burts, Grete Archer, hafði nokkru sinni barið margnefndar dömur aug- um. Hún segir, að Burt hafi sjálfur samið þær greinar, sem birtust undir nöfnunum Howard og Conway. En bætir þvi við, að húsbóndi hennar hafi útskýrt málið á þann hátt, að ekki væri nema réttmættað nöfn ungfrúnna standi undir greinunum, þar eð þær hefðu hvort sem var unnið mestallt það starf sem þurfti til að skrifa þær. Lengra varð ekki komist og geta menn reynt að svara þvi sjálfir hvort ungfrúrnar Conway og Howard hafi aðeins verið til i hugarheimi einmana og gamals prófessors, eða hvort þær hafi flutt úr landi, eins og ráðskonan telur, og „gleymt að skilja eftir sig heimilisföng”. Lærisveinar grýttir Ekki verður sagt að kenningin um arfgengi gáfnanna sé þar með úr sögunni, en það hefur saxast nokkuð á limi hennar. Stuðnings- menn kenningarinnar hafa gefið út nýjar athuganir — en hafa að vfsu byggt á „brautryðjanda- verkum” sör Cyrils Burts. I helsta verki sinu „Mannamunur” vitnar próf. Hans Eysenck i London oftast til hins látna starfsbróður sins, Burts. Og þekktur greindarskoð- ari annar, próf. Arthur Jensen frá Berkeleyháskóla I Kaliforniu. hefur reyndar sjálfur verið við nám hjá margnefndum Burt. Og segir fyrirlestra hans það besta sem hann hafi nokkru sinni heyrt. En siðan I stúdentauppreisn fyrri áratugs hafa yngri uppeldis- fræðingar og sálfræðingar mest haldið fram möguleikunum á þvi aö þroska gáfur og hæfileika, á áhrif uppeldis og umhverfis. Sumir vilja leggja eins mikinn þunga á áhrif ytri aðstæðna á per- sónuleika og hæfni eins og Burt á erfðaeiginleika. Stúdentar brenndu mynd Jensens i Berkeleyháskóla I fyrir- litningarskyni við kenningar hans, sem þeir telja að notaðar séu til að réttlæta stéttamis- munun og forréttindi. Og Eysenck lenti i slagsmálum við sina stúdenta. Svo virðist sem Cyril Burt hafi nú sjálfur veitt sér ráðningu, þótt kominn sé undir græna torfu fyrir nokkrum árum. Tékkneska bifreidaumbodid á íslandi hf. Um leið og vió óskum öllum landsmönnum farsœldar á nýbyrjuóu ári, tilkynnum vió nafnabreytingu. Framvegis veróur heiti fyrirtœkisins JÖFUR HF JÖFUR hf Tékkneska bifreióaumboóió á Islandi AUÐBREKKU 44-46 - KÓPAVOGI - SÍMI 42600

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.