Þjóðviljinn - 16.01.1977, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 16.01.1977, Blaðsíða 13
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 16. janúar 1977 Sunnudagur 16. janúar 1977 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA — 13 Helgi Frlmann Magnússon rannsakar hér nitrat- magn I saltkjöti, en slikt efni er notaö bæöi til þess aö ná fram rauöa litnum og viö pækilsöltunina. Hámarksmagn af nftrati er 500 milligrömm I hverju kg. og er fylgst meö þvi af nákvæmni, aö ekki sé fariö yfir leyfilegt magn, enda kjötiö þá oröiö hættuiegt heilsu neytendanna. Unnur Sveinsdóttir rannsakar hér innihaid Tropi- cana, en sllkt er gert hálfsmánaöarlega. Á sama hátt er fariö meö fleiri vörutegundir, og sér rannsókna- stofnunin um aö kaupa þær I verslunum hér og þar um borgina tii þess aö ekkert „svindl” sé I spilinu. Pétur Sigurjónsson viö þensluofninn sem notaöur er viö perlusteinsrannsóknirnar. Flúormagn I rollukjömmum er hér i athugun eins og raunar oft áöur. Aberandi er hve kindurnar I nágrenni álversins standa miklu ver aö vfgi en þær, sem koma annars staöar aö af landinu. Akveöinn biti af kjömmunum, alltaf sömu þrjár tennurnar, er malaöur, askaöur og siöan flúor- mældur. Dæmigert verkefni rannsóknastofnunar iönaöarins. A þennan hátt eru óliklegustu vörutegundir rannskaöar, ýmist aö beiöni framleiöenda eöa opinbers eftirlits. Asbjörn Einarsson er deildarstjóri I málmiönaöardeildinni. Menn frá henni rannsaka m.a. allar málmsuöur viö helstu virkjanir landsins meö sérstakri röntgenmyndatækni auk þess sem teknar eru „stikk- prufur” af suöum fyrir t.d. Hitaveitu Reykjavlkur og fleiri aöila. Ás- björn er hér viösérstakt tæki til aö hörkuprófa málma. Rannsókna- stofnun iðnaðarins í Keldna- holti: Kannar margar leiöir til að verksmiöjunýta gosefni Um þessar mundir er unnið kappsamlega uppi i Keldnaholti við athugun á ýmsum eiginleikum perlusteinsins, sem er gosefni og þykir afskaplega heppilegt til margs konar iðnaðarvinnslu. Það er rannsóknastofnun iðnaðarins sem sl. 2-3 ár hefur kannað perlusteininaog með ýmiss konar tilrauna- framleiðslu hefur komið i ljós, að þar er um að ræða meðfærilegt og lipurt efni, sem hægt er að nýta til óliklegustu hluta. En það eru langtum fleiri gosefni en perlusteinn, sem finnast i rikum mæli hérlendis. Rannsókna- stofnunin hefur beitt sér i æ rikara mæli að athugunum á þeim og m.a. náð góðum árangri i til- raunaframleiðslu með hraunbræðslu. Gosefnanefnd og iðnþróunarstofnun fylgjast með framvindu mála af áhuga og styrkja rannsóknina eftir föngum, en verkefnin eru óþrjótandi ög möguleikarnir nánast óendanlegir. Þjóöviljinn heimsótti rann- sóknastofnun iönaöarins i vikunni sem var aö liöa og varö þar fyrir svörum Pétur Sigurjónsson for- stjóri hennar. Kom þar fram aö verkefnasviö fyrirtækisins hefur þanist út, allt frá þvl þaö byrjaöi að starfa áriö 1965, og er nú svo komiö aö húsakynnin i Keldnaholti eru orðin alltof lítil. Má t.d. nefna aö allar perlu- steinsrannsóknirnar, sem hugsanlega geta markaö tima- mót i islenskum iönaöi, fara fram i herbergi þvi, sem á teikningum var hugsaö fyrir kaffistofu og bókasafn fyrirtækisins! 1 nábýli viö rannsóknastofnun iönaöarins i Keldnaholti eru tvær aörar rannsóknastofur, nefnilega sjávarútvegsins og bygginga- iönaöarins. Mikilvægi þessara stofnana eykst stööugt, samfara auknum kröfum og haröari sam- keppni erlendis frá, en i þessum stofnunum er eins og alls staöar annars staðar glimt við fjárskort, mannfæö, þröng húsakynni og ónógan tækjabúnaö. Pétur sagði að í grófum dráttum mætti skipta starfsemi rannsóknastofu iönaðarins i fimm hluta. Fyrst væri þá aö nefna málmrannsóknadeild, siöan efna- greiningardeild, almenna iðnaöardeild, mengunardeild og loks skrifstofurnar. Tiltölulega mesta starfiö og mannfrekasta fer fram I efnagreiningunni, en þar er tækjabúnaður aö veröa hinn ákjósanlegasti og vinnu- aöstaða sömuleiöis viðunandi. Efnagreiningardeildin hefur ærin verkefni. Mikið er um það aö he ilbrigöiseftirlitiö biöji um efna- greiningu matvæla meö hliösjón af hugsanlegum skemmdum, og auk þess er alls ekki óalgengt aö framleiöendur biöji um efna- greiningu og jafnvel ábendingar til hugsanlegra úrbóta. Reglulegt eftirlit er haft meö vörum eins og t.d. Tropicana, og eiginleikar hinna fjölmörgu þvottaefna eru kannaðir við mismunandi aðstæöur. Þá þarf aö rannsaka flúormagn í kindum, nitratmagn i saltkjöti o.s.frv. — Það hefur reynst erfitt að fá hæfa menn hingað tilstarfa, sagði Pétur Sigurjónsson forstjóri. — 1 svona tilraunastarfsemi er mikil- vægt að hafa menn meö haldgóöa þekkingu og ekki siöur verklega reynslu, en þvi miöur skortir tölu- vert á aö háskólamenntaö fólk hafi sýnt iðnaöinum nægilegan áhuga. Sérfræöingar meö hag- nýta reynslu í iönaði eru ekki á hverju strái og viö gætum aldrei unniðhér þau verkefni sem raun er á, ef ekki heföu komið hingaö iönskólamenntaöir menn, sem verið hafa úti i atvinnulifinu árum saman og þekkja til hlitar hvað þarf að gera hverju sinni. Um tuttugu manns vinna i rannsóknastofnun iönaðarins. Verkefnin eru margs konar og má nefna sem dæmi að heilbrigöis- eftirlit um allt land sendir inn til rannsóknar drykkjarvatn, tré- smiðir koma með lim sem þeir geta ekki fellt sig við og spyrja við hvaða aðstæður það nýtist best, slitþol gólfteppa er prófað ef þess er óskaö, harka málma er athuguð, og i öllum tilfellum eru framleiðendum gefin holl ráð i sambandi viö leiðir til frekari vörugæða. En i sviðsljósinu um þessar mundir eru þó perlusteinninn framar öllu ööru. Iönaöarrann- sóknir á borð við það verkefni hafa ekki verið stundaðar i rikum mæli, en þarna er svo sannarlega stórmál á ferðinni. Fyrir u.þ.b. fimm árum kom hingað til lands flokkur manna frá ameriska auöhringnum John Manville og boraöi hátt i tvö hundruð holur viö Prestahnjúka til þess aö kanna þar gæði perlu- steinsins með hliðsjón af út- flutningi og frekari vinnslu. Fjöl- Pétur Sigurjónsson forstjóri rannsóknastofnunarinnar hefur aukiö um- margir sérfræðingar frá þessu svif fyrirtækisins ár frá ári og er nú svo komiö aö húsakynnin I Keldna- trúlega stærsta perlusteinsfyrir- holti eru oröin alltof þröng og verkefnalistinn óendanlega langur. tæki heims komust loka að þeirri Þýöingarmikið starf er unniö þar efra og ekki sist nú á tlmum, þegar niðurstöðu að sýnishornin héðan kröfurnar hafa margfaldast. frá Islandi væru ekki nægilega góð, en rannsóknastofnun iðnaðarins, sem hafði fengiö sýni úr hverri holu, var á annarri skoðun. Einkum er það Aðalsteinn Jónsson sem unniö hefur viö mmi perlusteinsrannsóknirnar og fékk hann til liös viö sig um tima ung- verska sérfræðinga, en þar- lenskir menn eru komnir mjög langt i perlusteinsiönaöinum. Frá Ungverjalandi kom einnig myndarlegur þensluofn, þar sem perlusteinninn er þaninn og fengist viö framleiöslu á t.d. einangrunarplötum, hleöslu- steinum, boröplötum, vegg- plötum o.fl. Með vorinu er von á stórri pressu, og verður þá hægt aö kanna enn fleiri framleiöslu- möguleika. Pétur sagði að eitt af þvi, sem hægt væri að búa til úr perlustein- inum væri sennilega bjargvættur allra þeira flöjtu þaka, sem (andsk..) arkitektarnir hafa hrúgaö niöur hérlendis. Þau hafa sem kunnugt er reynst aö meira eöa minna leyti lek, en hver veit nema perlusteinninn komi von bráöar til bjargar. Gerö hefur veriö tilraun meö aö úöa upphit- uðu asfalti yfir lag af perlusteini og hella siöan jaröolíu yfir. Arangurinn verður seigt og þétt efni, sem hugsanlega mætti rúlla yfir flötu þökin sem efsta lagi, og er reiknaö meö aö þaö yröi full- komlega vatnshelt auk þess aö vera mjög góður einangrari. Sprungumyndun er litil sem engin. Þannig er þaninn perlusteinn reyndur i æ fleiri myndum, og alltaf er markmiðið þaö eitt, að finna hugsanlegan grundvöll fyrir stofnun perlusteinsverksmiöju, sem unnið gæti af krafti við fram- leiðslu á sem flestum vörum úr þessu gosefni, sem finnst i hundruð miljónum tonna uppi viö Prestahnjúka auk þess sem mikið magn er að finna I Loðmundar- firöi. önnur gosefni eru lika i athugun, eins og t.d. hraun- bræðslan, en Pétur vildi sem allra minnst tjá sig um þær athuganir enn sem komið er. En rannsóknarstefnurnar eru langtum fleiri og of mikið mál yröi að telja þær upp allar hér. Þó má geta þess aö fljótlega veröa tvær nýjar leiðir opnaöar, en þær eru i sambandi viö prjónlesiönaö og saumaskap, Húsakynnin eru eins og áöur segir oröin alltof þröng og er þess beöiö meö eftirvæntingu aö hafist verði handa við nýbyggingu, sem gert er ráö fyrir á skipulagi Keldnaholts. Þar fær rannsókna- stofnun iönaöarins ákjósanlega aöstööu og um leiö opnast marg- faldir möguleikar til frekari rannsókna. —gsp MYNDIR: — EIK Þessir fjórir voru aö læra rafsuöu uppi I rannsóknastofnun.en á vegum málmrannsóknadeildar eru starfandi tveir menn, sem ekki gera neitt annaö en aö kenna málmsuöu. Annar feröast á milli fyrir- tækja á meöan hinn kennir i sjálfri rannsóknastofnuninni og stóö námskeiö þessara pilta yfir i viku til tiudaga. Félagarnir heita taliö frá vinstri: Gunnar Gestsson, Niels Hannesson, Sævar Sighvatsson og Steinþór Einarsson. Þeir vinna allir i Bátaióni. Togþol eöa þrýstiþol efna er meöal þess sem rannsakaö er i togþolstækinu. Hér má sjá hvernig sveigjanleiki spónaplötu er rannsakaöur, en þegar i togþolstækiö kemur er settur mikill þrýstingur á efri hlutann. Þá þarf aö taka tillit til hitastigs, eöli þrýstingsins, snerpu hans o.s.frv. i togþolstækiö fara óliklegustu efni, timbur, járn, teygjuefni o.m.fl. Mikiö er unniö viö tilraunir með perlusteininn, en einnig hefur hraunbræösla veriö athuguö, og fleiri hugmyndir eru á lofti Nýting gosefna er rannsökuö af kappi I rann- sóknastofnun iönaöarins. Hér standa naglar i veggplötum úr glerperlum, en lika má sjá mis- munandi tegundir af plötum úr bræddu hrauni. Drjúgur gjaldeyrir kynni aö sparast ef ekki þyrfti i framtiöinni aö flytja inn rándýrar spóna- og borðplötur. Slitþolstækiö er merkilegt fyrirbæri. Hér er veriö aö kanna slitþol teppa, en lika má athuga slitþol málningar, lakks, gólfdúka o.s.frv.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.