Þjóðviljinn - 16.01.1977, Blaðsíða 11
Plakat úr búkastrlAinu
Sérstætt bóksölustríð:
Bækur sem
kaffibætir?
I ýmsum löndum, t.d.
Sviþjóð og nú síðast i Vest-
ur-Þýskalandi hefur komið
til nokkurra deilna og
málaferla út af þvi, hvar
og á hvaða verði eigi að
selja bækur.
Bóksalar og forlög hafa beitt
samtökum sinum til aö reyna aö
sporna gegn þeirri þróun aö
nokkrar þær bækur, sem auðveld-
ast er aö selja, leiti út úr eigin-
legri bóksölu og sé seldar ódýrar
en i bókabúðum t.d. i stórum
kjörbúöum, kaffisjoppum, á
bensinstöövum o.s.frv. Hér er
ekki einungis um aö ræöa reyfara
eða hálfklámrit i ódýrum útgáf-
um. Til dæmis hefur mikið boriö á
þvi i Þýskalandi aö kaffibrennsl-
ur hafi tekið upp á þvi aö selja
ýmisskonar handbækur með öðr-
um varningi i keöjum útsölustaöa
sem þær reka. Eitt slikt fyrirtæki
i Bremen hefur t.d. selt 3,2 milj.
eintaka af sjö bókum á undan-
förnum þrem árum.
Hér er um aö ræða matreiðslu-
bækur, dýrabækur, feröahand-
bækur, og nokkrar vinsælar af-
þreyingarsögur. Sumar bækur er
beinlinis framleiddar fyrir þessa
sölu og koma aldrei i venjulegar
bókabúðir.
Bóksalar eru foxillir yfir þess-
ari þróun. Þeir segjast missa af
sölu sém geri þeim kleift aö hafa
á boðstólum mikið úrval allskon-
ar bóka, sem ekki hreyfast mikið.
Og þegar nokkrar söluglaðar
bækur eru teknar út úr og þær
hafðar á boðstólum um allar
trissur, þá muni likur á þvi
minnka enn, að leiðir þeirra sem
einna minnst lesa, liggi i al-
mennilega bókabúð.
Bóksalar og forlög hafa hingað
til tapaö sinum málum i Þýska-
landi. Kaffibókaverslunin blómg-
ast — i bili.
Enn eykst fjölbreytni
mjólkurafurða
YMIR
er kominn á
Ýmir er sýrð mjólkur-
afurð, svipuð súrmjólk en
miklu þykkari.
Ýmir er ívið fitu- og kol-
vetnasnauðari en vcrulega
prótínríkari en venjuleg
súrmjólk.
Ýmir má nota á svipaðan
hátt og sýrðan rjóma, t.d. í
salöt, búðinga, frómas
og trifli, eða mcð ávöxtum.
Ýmir er ijúffengur einn sér.
markaðinn
Þekktasta uppskriftin í ná-
grannalöndum okkar mun
vera að strá yfir hann
blöndu af rifnu rúgbrauði
og púðursykri.
Ýmir cr holl fæöa. Það á
hann sameiginlegt mcð
öðrum sýrðum mjólkur-
afuröum.
Sunnudagur 16. janúar 1977 ÞJÓÐVILJINN — SÍDA — ll
Enskur höfundur sækir
skáldsagnaefni hingaö
t haust dvaldi hér á landi ungur
enskur rithöfundur, Dominic
Cooper að nafni og vann að
heimildasöfnun fyrir sina þriöju
skáldsögu. A hún að byggjast á
málum systkinanna Jóns og
Sunnefu, sem á 18. öld frömdu
sifjaspell, voru dæmd til dauöa en
dóu áður en til aftöku kæmi.
Dominic Cooper hefur þegar
gefið út eina skáldsögu, Dead of
Winter (Chatto & Windus, 1975),
sem hlotið hefur mjög góðar
viðtökur báeði i Bretlandi og
Bandarikjunum. Fjallar hún um
einyrkja, sem lifir fábrotnu lifi i
Norður-Skotlandi og með vel-
gengnisinnivekur hann öfund ná-
granna sins. Er sagan skrifuð af
mikilli nærfærni og þekkingu á
staðháttum, enda dvaldi höfund-
urinn mánuðum saman i eyðibýli
á söguslóðunum til að auðvelda
sér ritun hennar. M.a. hefur þessi
bók aflað höfundi sinum stýrks
frá Edinborg, hún hefur verið
kosin ein af 4 bestu bókum ársins
(1975) af bókmenntaklúbbi i Skot-
landi og siðast en ekki sist hefur
höfundurinn. hlotið S. Maugham
Award 1976, en þeim heiðri fylgir
styrkur, sem skylt er að eyða á
erlendri grund, og valdi hann ts-
land, m.a. vegna þess að hann
hefur áður dvaiið hér á landi um 2
ára skeið, og þykir vænt um land-
iö.
Onnur skáldsaga hans kemur
væntanlega út hjá Chatto &
Windus í april n.k. og ber heitið
„Sunrise”.
t „Dead of Winter” leitar
Dominic fanga i Njálu, og er til-
vitnun fremst i bókinni úr Njálu,
þar sem segir frá afturhvarfi
Gunnars.
Aö lokum má geta þess til
gamans, að faðir hans og systir
hafa bæði lagt listinni lið á Fróni:
Martin Cooper, sem er tónlista-
gagnrýnandi viöDaily Telegraph i
London, kom hingað á fyrstu
listahátiðina og fjallaði um hana
i blaði sinu, auk þess sem hann
fjallar um flesta islenska lista-
viðburði i Lundúnum; og systir
hans Imogen Copper er pianóleik-
ari og lékhér fyrirfáum árum hjá
Tónlistarfélagi Reykjavikur við
góðan orðstir, og hefur hún viöa
farið siðan. Er von á plötu með
leik hennar á markaö einhvern
tima á næsta ári.
0 Tökum að okkur nýlagnir I hús, viögeröir á eldri raflögnum og raftækjum. RAFAFL SVF. Kynniö ykkur af- sláttarkjör Kafafls á skrifstofu félagsins, Barmahliö 4 Reykja- vík, simi 28022 og i versiuninni aö Austur- göti' 25 Hafnarfiröi, simi 53522.
HEILDSALA — SMASALA
umboösmaöur Autolite/Motorcraft vörur
Þ. Jónsson & Co
Skeifan 17, Reykjavík. símar 84515 — 84516