Þjóðviljinn - 16.02.1977, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 16.02.1977, Blaðsíða 10
10 — SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 16. febrúar 1977 m Stöður í Kenya Danska utanrikisráðuneytið hefur óskað eftir þvi að auglýstar yrðu á Norðurlönd- um öllum eftirfarandi 9 stöður við norræna samvinnuverkefnið i Kenya: Tvær stöður ráðunauta um stofnun og rekstur kaupfélaga. Tvær stöður ráðunauta um stofnun og rekstur byggingarsamvinnufélaga. Tvær stöður ráðunauta um stofnun og rekstur iðnfyrirtækja með samvinnusniði. Ein staða ráðunautar um samvinnurekst- ur á sviði fiskveiða. Tvær stöður ráðunauta um stofnun og rekstur sparisjóða með samvinnusniði. Góð enskukunnátta er öllum umsækjend- um nauðsynleg. Umsóknarfrestur er til 5. mars n.k. Nánari upplýsingar um störfin, launakjör o.fl verða veittar á skrifstofu Aðstoðar Islands við þróunarlöndin, Lindargötu 46 (herbergi nr. 8), en hún er opin mánudaga kl. 3—4 e.h. og miðviku- daga 4—5 e.h. Blikkiðjan Garðahreppi önnumst þakrennusmíöi og uppsetningu —ennfremur hverskonar blikksmíöi. Gerum föst verötilboö. SÍMI 53468 Gólfteppahreinsunin Hjallabrekku 2 Tek í hreinsun og þurrkun allskonar teppi og mottur. Fer í heimahús ef óskað er. Símar 41432 og 31044. | TILBUNAR A 3 III.! !FASSAM¥MBim — OFKB I 3BÍA3D]EGIMU — Lj ósmyndastofa AMATÖR LAUGAVEGI 55 ® 2 27 18 Húsbyggjendur EINANGRUNARPLAST Getum afgreitt einangrunarplast á Stór- Reykjavikursvæöið með stuttum fyrir- vara. Afhending á byggingarstað. Borgarplast hf. Borgarnesi Slmi 93-7370 Helgar- og kvöldsimi 93-7355. vor, Umsjón: Magnús H. Gíslason. Frá Eskifiröi Útflutniiigsverð- mæti sjávarafl- ans 1,150 millj. Helstu framkvæmdir, sem unnar voru á vegum Eskif jarðarbæjar árið 1976 voru þessar, að sögn Hrafnkels Jónssonar: Byggingar Unnið var að byggingu barna- - og gagnfræðaskólahúss, en bygging þess hófst sumarið 1975. A sl. sumri var steypt upp fyrsta hæð hússins af þremur. Kostnaður við þann áfanga, sem unnið var að i sumar var um 12 millj. kr. Ahaldahús og slökkvistöð, sem hafin var bygging á sumarið 1975 var gert fokhelt. Bygging var hafin á 6 ibúðar- húsum og fiskvinnsluhúsi fyrir Þór h/f. Auk þess voru steyptar upp þrjár hæðir af fjórum i átta ibúða blokk, sem byggð er af Byggingarsjóði verkamanna. Gatnagerð Nýlagning vega var veruleg á sl. sumri, vegna óvenjumikillar eftirspurnar eftir lóðum, en alls mun hafa verið úthlutaö 18 lóðum undir ibúðarhús og iðn- aðarhúsnæði. — Þá var og unnið að holræsaframkvæmdum fyrir um 8 millj. kr. Fjárhagsáætlun fyrir árið 1977 Fjárhagsáætlun Eskifjarðar fyrir áriö 1977 var lögð fram um miöjan des. Áætlunin hefur enn ekki verið endanlega afgreidd, þar sem komið hefur upp ágreiningur á milli meirihluta- flokka bæjarstjórnar um af- greiöslu áætlunarinnar en meiri hlutann skipa fulltrúar Fram- sóknarfl., Sjálfstæðisfl. og Alþýðufl. Niðurstööutölur fjárhags- áætlunar hafa hækkað um ca 30% frá fyrra ári, en þrátt fyrir það verða verklegar fram- kvæmdir skornar verulega niður. Er svo að sjá að núver- andi rikisstjórn stefni beinlínis að þvi að gera sveitarfélög algjörlega ófær um að halda uppi þeirri þjónustu við ibúa sina sem þeir eiga sjálfsagða kröfu á. Framkvæmdir eins og lagning varanlegs slitlags á götur verða sjáanlega ófram- kvæmanlegar án verulegs stuðnings frá ríkinu. Fyrirhugaðar f ra mkvæmdir Framkvæmdir sem áætlaðar eru á vegum Eskifjarðar fyrir árið 1977 eru þær helstar, að haldið verður áfram byggingu skólans og eru lagöar til hans 10 milj. kr. Hugmyndin er að steypa upp svipaðan áfanga og á siðasta ári. Verður þá eftir að steypa upp þriðju hæðina og viö- byggingu, sem m.a. er ætluö fyrir bókasafn. Þá var áætlað að vinna að hafnarframkvæmdum fyrir um 40 millj. Voru þær áætlanir byggðar á tillögum frá sam- starfsnefnd um hafnarmál og með samþykki vita- og hafnar- málastjórnar. Þessar áætlanir voru stöövaðar af fjárveitinga- nefnd Alþingis, en ekki fékkst ein einasta króna i þessa fram- kvæmd. Er ekki laust við að við teljum að okkar skerfur i þjóðarframleiðslunni sé litils metinn. Eins skýtur þetta skökku viö þá staðreynd, sem við blasir, að stjórnvöld eru með hafnarframkvæmdir upp á nokkra milljarða á uppboði, en að visu með því að taka við stór- iðjunni, sem fylgir. Hraðfrystihúsið Burðarás atvinnullfs á Eski- firði er Hraðfrystihús Eski- fjarðar. Hjá þvl fyrirtæki einu störfuðu á s.l. ári frá 130-180 manns. Launagreiðslur fyrir- tækisins námu á sama tima 250 millj. kr. Hraðfrystihúsið gerir út tvo togara, annan þó að hálfu á móti Kaupfélagi Héraösbúa. Afli Hólmaness var s.l. ár 2.708 tonn og aflaverömætið ca. 157 millj. kr. bess ber að geta með Hólmatind að hann var frá veiðum s.l. haust vegna klöss- unar. Alls voru framleiddir hjá Hraðfrystihúsi Eskifjaröar 63.500 kassar af freöfiski, 585 Slæmt stjórn- arfar og slæmt veður fer aldrei saman er haft eftir Ólafi Thors 1 einkabréfi til Landpóstsins frá Jenna R. Ölasyni i Borgarnesi segir m.a.: „Annars er veðurlagið búiö að vera einstaklega gott i vetur og á dögunum, þegar ég hitti góðah kunningja minn, sjálfstæðis- mann, og það bar á góma ásamt stjórnmálunum, setti hann fram einstaklega ihugunarverða at- hugasemd. Hann sagðist nú ekki um sinn hafa tekið verulegan þátt i stefnu- mótun sins flokks, en þegar þessi mál bæri á góma, ásamt veður- farinu, rifjaðist það upp fyrir sér, að Ölafur Thors mundi einhvern- tima hafa sagt, að guð legði aldrei á þjóðina samtlmis slæmt stjórn- arfar og slæmt veðurfar”. tonn af saltfiski, 80 tonn af skreið, 2.500 tonn af mjöli og 900 tonn af lýsi. Aætlað útflutnings- verðmæti framleiðslunnar er um 950 millj. kr. Saltfiskur var verkaður hjá nokkrum öðrum aðilum á Eski- firði, alls um 415 tonn, að verð- mæti um 100 millj. kr. Þá var saltað I 7000 tunnur af sild á tveimur söltunarstöðvum og má áætla’ útflutnings- verðmæti hennar á um 100 millj. kr. Alls má þvi gera ráð fyrir að útflutningsverðmæti þess sjávarafla, sem unninn var á Eskifirði s.l. ár sé um 1.150 millj. kr. hj/mgh Eskifjörður.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.