Þjóðviljinn - 16.02.1977, Page 16

Þjóðviljinn - 16.02.1977, Page 16
PWDVium Miðvikudagur 16. febrúar 1977 Aðalsfmi Þjóðviljans er 81333 kl. 9-21 mánudaga til föstu- daga, kl. 9-12 á laugardögum og sunnudögum. Utan þessa tima er hægt að ná I blaðamenn og aðra starfs- menn blaðsins I þessum simum; Ritstjórn 81382, 81527, 81257 og 81285, útbreiðsla 81482 og Blaðaprent 81348. @81333 Einnig skal bent á heima- slma starfsmanna undir nafni Þjóðviljans I slma- skrá. Loftskeytamenn á Höfn argir út í Póst og síma Gefast upp á að sinna endurvarpsþjónustu — Þaö er algjörlega óþolandi að mega ekki svo mikiö sem lækka niður I útvarpinu rétt á meðan við erum I e.t.v. mjög ógreinilegu sambandi við bát einhvers staðar úti á sjó og á meðan óbreytt vinnuaöstaða er hér á Höfn er ekki nokkur leið fyrir okkur loftskeytamennina að halda áfram störfum, sagði Björn Júliusson loftskeyta- maður á Höfn i Hornafirði, en I gær stóð til að loka jafnvel al- gjörlega fyrir endurvarpsstöð hljóðvarps á Austurlandi vegna óánægju loftskeytamanna. Þeir hafa nú í þrjú ár séö um endur- varpsstöðina og þurfa að hlusta stanslaust á útsendingar vegna þess, að viðvörunarbúnaöur, sem átti að koma strax I upphafi þessa aukaálags á loftskeyta- mennina, hefur ekki sést ennþá. Björn sagði að á slnum tima hefði það verið algjör forsenda þess aukaálags að viðvörunar- kerfi, sem gæfu til kynna með ljds- eða hljóðmerkjum þegar eitthvað fer úrskeiöis I útsend- ingu, yrði sett upp. ítrekuðum óskum þar að lútandi hefði hins vegar ekki verið sinnt og þaö væri fyrst nú, eftir þriggja ára bið að loftskeytamennirnir á Höfn hefðu gefist upp og hótað að hætta að skipta sér af út- varpsmálefnum. Björn benti á það til dæmis um ófriðinn af látlausri hlust- unarskyldu að I loftskeyta- stöðinni á Neskaupstaö væri t.d. stranglega bannað að svo mikið sem kveikja á útvarpi, en þeim á Höfn væri hins vegar strang- lega bannað aö slökkva á þvl!!! Þannig er nú samræmið á milli rekstrarreglna þessara tveggja stöðva. — Jú, viö hótuðum aö kveikja ekki á útvarpssendinum frá og með deginum I dag, sagði Björn I samtali við Þjv. igær.— Þess- ir herrar fyrir sunnan sáu hins vegar ekki ástæðu til þess að hafa samband við okkur fyrr en I gærkvöldi og vitnuðu þá eins og venjulega af mikilli f imi I lög og reglugerðir. Fullyrtu þeir aö lokunin yröi meö öllu ólögleg og við ákváðum þvl að blða og kanna rétt okkar til fulls, t.d. meö þvi að hafa samband við okkar stéttarfélag, en skrifstof- Endurvarpsstööin á Höfn I Hornafiröi sést til vinstri á myndinni. ur þess voru lokaðar er loksins var haft samband við okkur. Björn gat þess jafnframt að ekki hefði verið um að ræöa neinar aukagreiðslur til starfs- fólks loftskeytastöðvarinnar fyrir þessa vinnu I kringum endurvarpsstöðina og er fyrir- hugað að leita einnig réttar sfns á þeim vettvangi. — Annars er manni skapi næst að loka bara öllu þessu draslihérna, sagði Björn aö lok- um. — Við hér á Höfn borgum t.d. fullt afnotagjald af sjón- varpi, en sjáum ekki útsend- ingar þess nema með mestu höppum og glöppum, og viögeröarþjónusta fyrir hljóö- varp, sjónvarp, sima og allt þetta dót er fyrir neðan allar hellur.... Enþetta ernú útúrdúr, sagði Björn að lokum og var hinn viðræðuþýöasti þrátt fyrir allt karpið og „pirringinn” þarna fyrir austan. —gsp. KRON hyggst gera fokhelt fyrir haustiö Syrjað að grafa fyrir stórhýsi en ennþá er beðið eftir svari um lóð fyrir innan Elliðaárnar í Reykjavík Kaupfélag Reykjavlkur og nágrennis, KRON, hefur nú hafið byggingaframkvæmdir I Kópa- vogi og hefur að mestu leyti veriö grafinn grunnur fyrir stórhýsi fyrirtækisins við Skemmuveg númer 4a. Aö sögn Ingólfs Olafs- sœiar kaupfélagsstjóra er þarna um að ræöa sex þúsund fermetra lóð og húsiö verður tvö þúsund fermetrar að grunnflatarstærð, reist á tveimur hæðum. Sannarlega engin smábygging a-tarna, en engu að slöur sagði Ingólfur lóðina helsttil litla og hið sama væri raunar að segja um bygginguna sjálfa. Aöspuröur sagði hann að lóðarumsókn KRON i landi Reykjavíkur fyrir innan Elliðaár væri enn I fullu gildi, en þar sem skjót svör hefðu borist frá Kópavogsbæ hefði engu aö slður þótt rétt aö ráðast I framkvæmdir þar tafarlaust. Ingólfur sagði að vegna þess hve húsið stæði I miklum halla og aögöturlægjubeggja vegna þess, væri jafnslétt inn á báöar hæðirn- ar. A neðri hæð veröur efnagerðin Rekord með sina starfsemi auk þess sem bilastæöi eru undir hluta efri hæöarinnar. ótalið er þó talsvert rúm niðri, sem enn hefur ekki veriö ráðstafað. Á efri hæðinni veröur hins vegar verslunin sjálf. Þar hefur KRON tvö þúsund fermetra gólf- rými til umráöa og verður vænt- anlega hægt að lækka vöruverð enn frekar með aukinni rekstrar- hagkvæmni i kjölfar þessarar nýju byggingar. —gsp. Ingólfur ólafsson. Islendingar fengu tvo geisla Sandgerð- ingar fengu loðnuí gær Afram heldur velgengnin i loðnuveiðunum og I gær klukkan 18.00 höfðu 14 skip tilkynnt afla upp á samtals 4.090 tonn. Landað var víða á Austf jörðum, en einnig stlmt I vesturátt, m.a. til Vestmannaeyja, Þorláks- hafnar, Grindavikur og Sandgerðis, en þar fengu sandgeröingar slna fyrstu loðnu á þessari vertlð. Aflinn er þá kominn I um 230.000 tonn. —gsp. Nokkrar umræður hafa oröið i fjölmiðlum að undanförgu um samnorrænan sjónvarps- -og hljtíövarpsgervihnött. Nú hefur blaöinu borist frétt um þetta mál frá menntamálaráðuneytinu. Reyndarkemur fáttnýttfram I sjálfu gervihnattarmálinu, enda verður lokaskýrsla um það ekki lögð fram fyrr en I júnlmánuöi n.k. Hins vegar er sagt frá úrslit- um ráðstefnu þeirrar I Genf sem haföi það hlutverk aö úthluta bylgjusviöum og rásum fyrir fjarskipti I heiminum. 1 frétt ráðuneytisins segir að ekki sé hagkvæmt aö nota sama sjónvarpsgeisla úr áöurnefndum gervihnetti til Islands og hinna Norðurlandanna. Þá eru tveir möguleikar fyrir hendi: annars vegar að senda annan geisla úr sama hnetti og hins vegar að skjóta upp öörum hnetti sem yröi vestar á himinhvolfinu og næöi til Islands, Grænlands og Færeyja. Með tilliti til þessara kosta sóttu islendingar um tvær stað- setningar og fengu þær. lslend- ingum var úthlutað 3 rásum frá gervihnetti sem staösettur yrði yfir miöbaug og 5. gráðu aust- lægrar lengdar og 5 rásum frá hnetti sem yrði einnig yfir miöbaug en yfir 31. gráðu vest- lægrar lengdar. Um slöamefnda staðinn gildir það að danir myndu fá afnot af tveimur rásum. Akvarðanir ráðstefnunnar, sem lauk á sunnudag, taka gildi 1. janúar 1979 og munu gilda f amk. 15 ár. Fulltrúar Islands á ráðstefn- unni I Genf voru Gústav Arnar deildarverkfræðingur hjá Pósti og Sfma og Hörður Frimannsson yfirverkfræðingur hjá Rlkisút- varpinu. —ÞH SVONA ER KJARASKERÐINGIN Viö birtuin i dag 17. dæmið um kjaraskeröinguna slöustu þrjú ár. Dæmin sýna hversu miklu lengur en áöur verkamaður er nú aö vinna fyrir sama magni af vörum. — Viö tökum eina vörutegund á dag. Upplýsingar um vöruverö höfum viö frá Hagstofu tslands en upp- iýsingar um kaupiö frá Verkamannafélaginu Dagsbrún, og er miö- aö víö byrjunarlaun samkvæmt 6. taxta (ekki 7. taxta, eins og sagt var vegna prentvillu I Þjóövíljanum f gær). 17. dœmi: 10 litrar bensin Verö: Kaup: Febrúar 1974 .............kr. 26,- kr, 166,30 Maí 1974 kr. 31,- kr. 205,40 I dag, febrúar 1977.......kr. 80,- kr. 414,80 NIÐURSTAÐA: 1. 1 febrúar 1974 (fyrir kjarasamningana þá) var verkamaöur 94 minútur aö vinna fyrir 10 litrum af bensini. 2. t mai 1974 var verkamaöur 91 minútu aö vinna fyrir 10 litrum af bensfni. 3 1 dag, 16. febrúar 1977, er verkamaöur 116 minútur aö vinna fyrir sama magni af bensini. Vinnutlminn hefur lengst um 22 mfnúvur, þaö er 23 - 24%, sé miöað viö febrúar 1974, en um 25 minútur, eöa 27 - 28%, sé miöað viö mai 1974. 10 litrar bensin

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.