Þjóðviljinn - 19.02.1977, Page 5

Þjóðviljinn - 19.02.1977, Page 5
Laugardagur 19. febrúar 1977 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA — 5 Starfsmannafélagið Sókn Hvikum hvergi frá stefnu ASI-þings Starfsstúlknafélagiö Sökn breytti nýlega um nafn og heitir nú Starfsmannafélagið Sókn. Þetta félag hélt félagsfund á miö- vikudagskvöldiö var i Hreyfils- húsinu. Húsfyllir var og fundar- menn um 300 talsins. A fundinum var einkum rætt um kjaramálin i ljósi boðaðrar kjaramálaráöstefnu ASI sem haldin verður i næstu viku,en þar verður mörkuð stefna verkalýðs- hreyfingarinnar i kjaradeilum þeim sem fyrirsjáanlegt er að hefjist á næstunni. Fundurinn samþykkti þrjár ályktanir. Tvær þeirra fjölluðu um kjaramálaráðstefnuna og birtast þær hér á eftir. Sú þriðja fjallar um skattamálin og mun Þjóðviljinn birta hana eftir helg- ina. „Fundur i Starfsmannafélag- inu Sókn haldinn i Hreyfilshúsinu 16. feb. 1977 skorar á væntanlega kjararáðstefnu A.S.l. að hvika hvergi frá kjaramálaályktun 33 þings A.S.l. Jafnframt skorar fundurinn á kjaramálaráðstefnuna að gera það að einni höfuðkröfu sam- takanna að framfærsluvisitalan sé reiknuð mánaðarlega þar sem það hefur sýnt sig á samnings- timabilinu að verðbólguskriðan skellur harðast á þegar búiö er að reikna út rauðu strikin. Þá skorar fundurinn á A.S.l. að beita sér fyrir þvi að ófaglært fólk sem vinnur á sjúkrahúsum hvar sem er á landinu fái sama vaktaálag og laun án tillits til kynsæða stéttarfélags.” Félagsfundur Starfsmanna- félagsins Sóknar haldinn i Hreyfilshúsinu 16. feb. 1977. Skor- ar á stjórn A.S.l. að sjá til þess.að kjaramálaráðstefna A.S.I. sem hefst 24. þ.m. verði opin öllum al- mennum félögum verkalýðs- hreyfingarinnar.” —ÞH Rækjuveiðar á Öxnafirði Rækjuveiðin er nú hafin i öxarfirðinum á ný, en hún var stöövuð i tvo mánuði i vetur, vegna þess hve mikiö var af þorskaseiðum i firðin- um. Kristján Armannsson, framkvæmdastjóri Sæbliks á Kópaskeri,sagði okkur i gær að fjörðurinn hefði verið rannsakaður á föstudaginn var og kom þá i ljós aö seiðin voru þvi ekki lengur til fyrir- stöðu aö veiðar gætu byrjaö og hófust þær þá þegar. Hafa þær gengiö ágætlega og er rækjan stór og góð. Þrir bátar frá Kópaskeri stunda veiðarnar og svo eru einir sjö bátar frá Húsavik. Að rækjuvinnslunni á Kópa- skeri starfa 15-20 manns. Veiöikvótinn i öxarfirðin- um var 500 tonn. Af honum er ekki búið að veiða nema eitt- hvað á milli 100 og 200 tonn, sagði Kristján, — og við komum ekki til meö að ná leyfilegu aflamagni á þessa báta, bætti hann við. Veiði- timinn er útrunninn i mai- lok. Kristján Ármannsson bjóst ekki við að fjölgað yrði bátum við veiðarnar. A Kópaskeri hefðu þeir a.m.k. ekki fleiri báta en þessa þrjá. —mhg Nagjadekk engin Rannsóknastofnun byggingar- iðnaðarins hefur komist að þeirri niðurstöðu aö miðað við hinn geysilega kostnað sem fylgir notkun negldra snjóhjólbarða veiti þeir ekki það öryggi sem skyldi þegar hálka er á götum borgar og bæja. Er bent á þá staðreynd, að endingartimi mal- biks sé jafnvel helmingi minni nú, heldur en fyrir tima hinna negldu hjólbarða. Viðgerðir á götum Rvikur nema árlega 200 miljónum króna vegna slits af völdum hinna negldu snjóhjólbarða, segir i stuttri greinargerð frá rann- sóknastofnuninni. Giskað er á að útgjöld bileigenda höfuðborgar- innar nemi 120 miljónum vegna negldu hjólbaröanna og fyrir þessar samtals 320 miljónir fæst tiltölulega litið aukaöryggi, ef marka má rannsóknir bæði hér heima og erlendis. Hér á Islandi hafa yfirvöld i Reykjavik og viðar reynt að draga úr notkun nagladekkjanna og i staðinn ausið salti i miklum mæli á göturnar... i mikilli óþökk flestra gangandi vegfarenda, sem á meðan vaða slabbið upp i ökkla. Ekki hafa bileigendur heldur ver- lausn ið hrifnir, þvi þeir álita saltið auka ryðm>ndun verulega. En rannsóknastofnun bygg- ingaiðnaðarins er á öðru máli. Segir hún að ryðmyndun geti að visu tvöfaldast i þurru og hreinu lofti, en við sjó og þar sem lofts- lag er rakt og saltmengað sé aukning ryðmyndunar óveruleg. Viðurkennt er i greinargerðinni að óbeint ýti saltnotkun undir slit á götum, þar sem umferð á negld- um hjólbörðum sé mikil. Orsökin er sú, að blautt malbik slitnar hraðar en þurrt. Þó er tekið fram, að þær fullyröingar að salt leysi upp asfalt eigi ekki við rök að styðjast, en á hinn bóginn veiti saltið ákaflega mikið öryggi i um- ferðinni, þar sem þaö eyðir hálku og snjó svo fljótt. Benda má á aölokum að viða er lagt blátt bann við saltaustri á götur, ekki sist af tillitssemi við gangandi vegfarendur, sem missa ófá skópörin annars árlega I klær saltsins. Akureyringar skipa þann flokk sem lætur sér nægja að bera sand á götur, og i Bergen i Noregi er farið eins að, enda þótt veðurlag þar sé ákaf- lega svipað þvi sem almennt ger- ist i Reykjavik. —gsp Afmælisviðtöl við fjörutíu skagamenn sem allir hafa starfað hjá H.B. sem nú er sjötíu ára ,,Til fiskiveiöa fóru” heitir nýútkomin bók sem vafalaust skapar sér vissa sérstöðu hér á landi. Byggist hún upp á viðtölum við núverandi og fyrrverandi starfsmenn Haralds Böðvars- sonar og Co., á Akranesi, en i nóvembermánuði siðastliðnum átti þetta stórfyrirtæki á Skag- anum sjötlu ára afmæli. Þaö var einmitt af þvi tilefni að H.B. og Co., fékk Sigurdór Sigur- dórsson blaöamann til þess að skrá viðtöl við starfsfólkið, og ræddi hann við fjörutiu starfsmenn um ævi þeirra og starf. Með honum safnaði Haraldur Sturlaugsson efni i bókina, sem auk viötalanna hefur aö geyma úrdrátt úr minningar- grein um Sturlaug H. Böövarsson og f jölmargar myndir úr atvinnu- lifi akurnesinga siðustu ára- tugina. Með bókinni „Til fiskiveiða fóru — sjötiu ár á sjó og landi” hefur ekki einasta komist á prent hin skemmtilega saga fyrirtækisins, sem hóf starfsemi sina er Harald- ur Böðvarsson ýtti i fyrsta sinn á flot sexæringi frá Akranesi, þá aðeins sautján ára gamall. I öllum þessum viðtölum við skagamennina er nefniiega um leið skráð atvinnusaga bæjarins og hins harðduglega fólks, sem þar hefur búiö. Fyrirtækiö sjálft, Haraldur Böövarsson og Co„ gefur bókina út, og formála ritar Haraldur Sturlaugsson, núverandi fram- kvæmdastjóri þess, en hann er sonarsonur Haralds Böövars- sonar. Jóhann Guðmundsson tók margar myndanna sem bókina prýða, en fjölmargar eru þó fengrtar annars staðar að. Bókin er 370 blaðsiður að stærð, prentuð i Prentverki Akraness hf. Sigurdór Sigurdórsson blaða- maður skráði öll viðtölin. Loðnuleitin útaf Vestfjörðum: Þriðji leiðangur á sunnudaginn Sem kunnugt er biða allir meö óþreyju eftir þvi hvort loðna mun ganga suður fyrir land vestan að, en Hjálmar Vilhjálmsson fiski- fræðingur spáir því,að svo verði. Farnir hafa verið tveir leiðangrar vestur fyrir landið að leita að loönu, og gaf siðari leiðangurinn góðar vonir. A morgun, sunnudag, leggur rannsóknarskipið Bjarni Sæ- mundsson af stað i 3ja leiöangur- inn út af Vestfjörðum og verður Hjálmar leiðangursstjóri. Þá mun að öllum likindum fást úr þvi skorið hvort sú kenning sé rétt, aö loðna gangi aö vestan, suður fyrir landið. —S.dór Grundartangalínan! Sjö tilboð bár- ust í stauravirki 1 gær voru opnuö tilboð i undirstöður fyrir stauravirki 220 kV háspennulinu þeirrar, sem Landsvirkjun hyggst reisa milli spenni- stöðvar Landsvirkjunar við Geitháls og hinnar fyrirhuguöu járnblendi- verksmiöju I Hvalfirði. Undirstöðurnar voru boðnar út I þrem verkhlutum og var bjóðendum gefinn kostur á að bjóöa i einn eða fleiri verkhluta. Sjö tilboð bárust frá eftirgreindum aðilum sem hér segir: Verkhluti 1 Verkhluti 2 Verkhluti 3 1. Hitatæki h/f, Steingr. Pálsson 121.688.520 130.936.572 127.431.770 2. Aöalbraut h/f 107.613.354 117.725.610 113.480.896 3. Völur h/f og Stólpi s/f 110.533.210 4. Hlaðbær h/f, Fjölvirkinn h/f 58.967.709 57.392.725 5. Vörðufell h/f 80.930.000 74.201.000 6. Miðfell h/f, Véltækni h/f 108.799.200 145.783.100 108.274.000 7. Grétar og Rúnar h/f 142.043.900 148.973.360 164.819.000 Tilboðin verða nú tekin tii nánari athugunar og endanlegs saman- burðar. Gólfteppahreinsunin Hjallabrekku 2 Tek í hreinsun og þurrkun allskonar teppi og mottur. Fer í heimahús ef óskað er. Símar 41432 og 31044. RÍKISSPÍTALARNIR lausar stöður Ví FILSSTAÐ ASPÍTALINN: HJOKRUNARFRÆÐINGAR óskast til starfa nú þegar á hinar ýmsu deildir spitalans. Vinna hluta úr fullu starfi svo og einstakar vaktir kemur til greina. Upplýsingar veitir hjúkrunarframkvæmdastjórinn, simi 42800. LANDSPÍ TALI: LÆKNARITARI óskast til starfa á bæklunarlækningadeild spitalans frá 1. april n.k. i hálft starf. Stúdentspróf eða hliðstæð menntun i tungumálum ásamt góðri kunnáttu i islenskri réttritun nauðsynleg. Umsóknir ber að senda fyrir 15. mars til læknafulltrúa bæklunar- lækningadeildar, sem veitir nánari upplýsingar. Reykjavik 18. febrúar 1977. skrifstofa Rf KISSPÍTALANNA EIRÍKSGÖTU 5.SÍM111765

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.