Þjóðviljinn - 05.03.1977, Síða 5
Laugardagur 5. mars 1977 ÞJÓDVILJINN — SIÐA 5
Frá æskulýðsnefnd
Alþýðubandalagsins
Umsjón: Valþór Hlööversson og Þorsteinn Magnússon.
Valþór Hlöðversson:
Fri 1. mai i Reykjavik.
77/ félaga
Á siðustu ráðstefnu ungra
sósialista sem haldin var i
nóvember 1976 i Kópavogi var
tekiö til nokkuð ýtarlegrar um-
íæðu hvort stofna ætti sérstök
æskulýðssamtök innan Alþýðu-
bandalagsins. Um þetta mál voru
skiptar skoðanir, en engar sér-
stakar samþykktir voru þó gerð-
ar um þetta tiltekna mál. Hins
vegar voru gerðar nokkrar
skipulagsbreytingar á Æskulýðs-
nefndinni, og staöfesta þær
breytingar þá skoöun meginþorra
ráöstefnumanna að nauðsynlegt
,sé að auka tengsl hinna yngri
flokksmanna og jafnframt virkni
þeirra innan flokksins. 1 þvi skyni
var m.a. gerð samþykkt um að
halda árlega ráðstefnu ungra
sósialista að i sérhverju flokks
félagi væri sérstakur trilnaöar-
maður Æskulýðsnefndarinnar.
Æskulýðsnefndin tók til starfa i
desember, eftir að miðstjórn AB
hafði formlega staðfest hana sem
æskulýösnefnd flokksins. Hefur
nefndin siðan komið saman reglu-
lega eftir hádegi á sunnudögum,
oftast vikulega. Eins og auglýst
var i Þjóðviljanum i desember,
i þá eru fundir nefndarinnar opnir
öllum flokksfélögum, og hafa
ýmsir komið á fund nefndarinnar,
Meðal annars fékk nefndin Jónas
Arnason til að mæta á fund hjá
sér, þar sem hann gerði grein fyr-
ir hugmyndum sinum um friðlýs-
ingu Norð-austur-Atlantshafsins,
en nefndin hefur ákveöiö að
stuðla að umræðu um það mál
'innan flokksins.
Eitt fyrsta verk Æskulýðs-
nefndarinnar var að ganga frá
skýrslu til flokksráðsfundar um
ráðstefnuna i Kópavogi. Jafn-
framt var stjórnum allra Alþýöu-
bandalagsfélaga sent eintak af
skýrslunni og þau beðin að skipa
trúnaðarmann gagnvart Æsku-
lýösnefndinni. Þvi miður hefur
þó ekki nema litill hluti flokks-
félaganna skipað sina trúnaöar-
menn, og vill þvi Æskulýösnefnd-
in itreka þetta, enda i samræmi
við samþykkt flokksráðsfundar i
nóvember. Arangur næstu ráð-
stefnu ungra sósialista er kominn
undir sem bestri samvinnu Æsku-
lýðsnefndarinnar við trúnaðar-
menn sina. Þá var hafinn undir-
búningur aö þvi að koma á fót
umræðuhópum meðal ungra
flokksmanna á Reykjavikur-
svæðinu, enda taldi nefndin brýn-
ast að auka starf ungra sósialista
á þvi svæöi. Hins vegar var þó
horfið frá þvi i bili, þar sem um
siðir kom i ljós að Alþýöubanda-
lagsfélag Reykjavikur var búið
að skipuleggja fræðslufundi i fe-
brúar- og marsmánuði. Einnig
má geta þess að nefndin hefur
þegar hafið undirbúning að þvi að
komast i tengsl viö „bræðra-
flokka” á Norðurlöndum, og hafa
t.d. átt sér stað viðræöur viö fé -
laga úr æskulýðssamtökum
finnska kommúnistaflokksins.
Þessi siða sem hér birtist á veg-
um Æskulýðsnefndarinnar er
ekki hugsuö sem fastur þáttur i
Þjóðviljanum. Hins vegar er það
skoðun nefndarinnar að nauösyn-
legt geti verið einstökum sinnum
að birta sérstaka siðu á vegum
nefndarinnar, til að ná til yngri
flokksfélaga um land allt. Agætt
væri að menn létu i ljós álit sitt á
þessari framkvæmd nefndarinn-
ar, t.d. með þvi aö senda bréf til
skrifstofu flokksins að Grettis-
j?ötu 3 Rvik eða koma á fund
nefndarinnar.
Gerbreyttra starfs-
hátta er þörf
„Ráðstefnan beinir þvi til
næstu Æskulýðsnefndar Alþýðu-
bandalagsins að hún beiti sér
fyrir heildarúttekt á Alþýðu-
bandalaginu sem sósialiskum
flokki og leggi niðurstöður þess
fyrir á ráðstefnu ungra sósial-
ista er halda skal á næsta ári”.
Þannig hljóðar ein ályktun er
ungir sósialistar létu frá sér fara
af ráðstefnu er þeir héldu með
sér i þinghóli Kópavogi s.l. haust.
Ekki er nokkur vafi á þvi að eitt
allra brýnasta verkefni sósialista
á Islandi i dag er að slik heildar-
úttekt verði gerð. Hvers konar
flokkur er AB? Stundum er það
skilgreint sem sósialskur verka-
lýðsflokkur, einkum af áhangend-
um þess, enda reisn yfir nafngift-
inni. Aðrir, jafnvel innan flokks-
banda, vilja kalla það sósial-
demokratiskan flokk. Og siðast
en ekki sist er hið pólitiska kast er
á samtökunum dynur frá vinstri i
þá veru að hér sé á ferðinni krat-
iskur hentistefnuflokkur.
Allar tilraunir sem gerðar hafa
verið I seinni tið til að skilgreina
langstærstu samtök sósialista á
Islandi I dag, samtök sem náð
hafa um 20% islenskra kjósenda
undir merki sitt, hafa runnið út I
sandinn. Ástæðan er án efa sú að
þeir flokksmenn sem besta að-
stöðu og þekkingu hafa til sllkrar
greiningar hafa ekki haft snefil af
áhuga á sliku. Sú sögulega mála-
miðlun er hófst á vinstri væng
stjórnmálanna eftir stofnun
Sósialistaflokksins hefur leitt til
þess að I dag er samfylking
lausnaroröið: markmið I sjálfu
sér. Allar tilraunir til að afhjúpa
og skerpa hina raunverulegu
mynd flokksins hafa verið litnar
fjandsamlegum augum á þeirri
forsendu að slikt spillti fyrir sam-
vinnu við þá hópa þjóðfélagsins
er óbein tengsl hafa verið viö til
þessa. Enda segir i IV. kafla
stefnuskrárinnar að ”... starfs-
sviö AB er viðtækt og verkefnin
mörg. Og um ýmis þeirra vill AB
eiga samstarf við önnur samtök
eða aðra stjórnmálaflokka, en
slikt samstarf hlýtur að fara eftir
málefnum og aðstæöum hverju
sinni”. Hér er stuðst við þá
meginskoöun að i lengstu lög beri
að forðast allt það sem fæli önnur
samtök við flokkinn. Samfylking,
jafvel þótt hún sé stefnulaus og
fálmandi er alltént betri en engin
samfylking.
Vel má vera að menn hafi mis-
munandi skoðanir á þvi hvað
valdi þvi að AB sé eins óstarfrænt
og raun ber vitni. Og eflaust eru
ástæður þess að flokkurinn hefur
hvorki beitt sér fyrir greiningu á
sjálfum sér né hinu Islenska
stéttarþjóðfélagi, margar og um
leiö margvlslegar. Á hinu er eng-
inn vafi aö störf I þessa veru
verða að hef jast tafarlaust ef ekki
á illa að fara. Og komi i ljós i
þeirriumræðu að AB sé kratiskur
hentistefnuflokkur, eins og marg-
ir vilja halda fram er eins vist að
hinir róttækustu úr hópnum muni
yfirgefa hróið, þvi væntanlega til
óblandinnar ánægju en sósialism-
anum til heilla.
lslensk stéttarbarátta er miklu
óvægari en svo að I þeim hildar-
leik dugi 11 manns á þingi og litið
dagblað. Hvort um sig verður þó
aö vera til staöar, hin þingræöis-
lega barátta og blaðaútgáfa. En
fjöldabarátta veröur aö koma til
að auki. Slika baráttu verður að
tengja verkalýðshreyfingunni og
hef ja á ný til vegs og virðingar hið
löngu fallna merki hennar. Aö
baki forkólfa flokksins verður að
vera virk fjöldahreyfing er sé fær
um að veita þeim aðhald og
stefnumið að sækjast eftir. 1 dag
er ástandið sllkt aö þegar þing-
menn eða aðrir fulltrúar flokksins
bera fram frumvörp og tillögur i
valdastofnunum þjóðfélagsins,
hafa þær I mörgum tilfellum
aldrei verið ræddar innan sam-
takanna. Rétt eins og hinum al-
menna flokksmanni komi slikt
ekki við. Honum er aðeins gert að
fylgjast með sllku úr fjarlægð.
Afleiðingin verður skortur á
tengslum milli forystumanna og
annarra flokksmanna er leiöa til
vanhugsaðra og ókrufinna við-
bragða. Slik vinnubrögö tiðkast
ekki I sósialiskum flokki og hlýtur
AB þvi að dæmast eftir þvi.
Verkin bera eðlinu vitni.
Undanfariö hafa birst hér i
blaðinu greinar, þar sem lýst er
áhyggjum yfir þeirri deyfö og
pólitiska drunga er innan AB
rikir. Ungir sósialistar verða að
taka höndum saman um þaö tröll-
aukna verkefni að skerpa og af-
hjúpa stöðu AB i Islenskum
stjórnmálum. Hefja verður linnu-
lausa baráttu fyrir þvi að gefa
stefnumiðum flokksins róttækara
inntak og vinnumönnum hans á
þingi og annarsstaðsr róttækara
umboð.
Þau vinnubrögö aö fela örfáum
mönnum I valdapýramlda flokks-
ins stefnuna frá degi til dags eru
háskaleg. Sósiallsk vinnubrögð á
borð við langtimaáætlanir um
leiðir að einhverjum framtiðar-
stefnumiðum þekkjast vart. Ein
undantekning er þó i seinni tið, en
það var þegar orkustefna flokks-
ins var mótuð. Arangurinn varð
hinn glæsilegasti og er ekki að efa
að erindrekar flokksins væru mun
betur i stakk búnir til að berjast á
opinberum vettvangi meö slikar
vinnuáætlanir i höndunum.
Þess er aö vænta aö Æskulýös-
nefnd Alþýöubandalagsins hefji
brátt undirbúning aö þvl aö
starfshættir og stefnumörkun
flokksins verði rædd innan hans.
Ekki er að efa að slik umræða
vekur menn af dvalanum og or-
saki heitar umræður. Er þá e.t.v.
Framhald á 14. siðu
Sósíalísk
verkalýðs-
eining 1. maí?
Siðari hluta febrúarmánaðar
barst Æskulýðsnefnd Alþýðu-
bandalagsins bréf frá Fylking-
unni, en sams konar bréf var
jafnframt sent til Aiþýöubanda-
lagsfélags Reykjavikur,
Kommúnistaflokks tslands m-I,
Alþýðuflokksfélags Reykjavik-
ur, Einingarsamtaka kommún-
ista m-'l, Félags ungra
jafnaðarmanna, Sósialista-
félags Reykjavikur, KSML (b)
og Alþýðubandalagsfélags
Kópavogs. 1 bréfinu er farið
fram á viðræður um sameigin-.
legar aðgeröir þessara aðila 1.
mai n.k. Upphaf bréfsins hljóö-
ar svo:
„Mörg undanfarin ár hefur is-
lensk verkalýðsstétt verið
sundruð á baráttudegi sinum, 1.
mai. 1 fyrra voru farnar þrjár
göngur i Reykjavík, ganga full-
trúaráðs verkalýðsfélaganna i
Reykjavik, Rauð verkalýðsein-
ing og Baráttueining. Allar
voru þessar göngur af svipaðri
stærðargráðu. Það er skoðun
Fylkingarinnar, að slik sundr-
ung 1. mai sé fyrst og fremst
auðvaldinu til góðs. Aö okkar
dómi er það skylda islenskra
verkalýðsflokka og -samtaka
að hindra að sundrungin endur-
taki sig einnig þetta ár”.
Fagna ber þessu framtaki
Fylkingarinnar, en á siðustu
ráöstefnu ungra sósialista var
.hins vegar samþykkt að Æsku-
iýðsnefndin skyldi ekki taka
neinar meiriháttar ákvaröanir
án samráös við trúnaöarmenn
úefndarinnar. Æskulýðsnefndin
hefur þvi sent ofangreint bréf
Fylkingarinnar til allra
trúnaðarmanna sinna og farið
þess á leit við þá að þeir taki af-
.stöðu til bréfsins. Jafnframt
hefur Æskulýðsnefndin ákveöið
að boða til fundar meö yngri
flokksmönnum á Reykjavikur-
svæðinu og ræða hvaöa afstöðu
beri að taka til bréfs Fylkingar-
innar. Veröur fundurinn haldinn
miðvikudaginn 16. mars að
Grettisgötu 3 Rvik, og hefst kl.
8:30. Er árlðandi að sem flestir
félagar mæti. —/þm