Þjóðviljinn - 23.03.1977, Síða 20

Þjóðviljinn - 23.03.1977, Síða 20
DWÐVIUINN Miðvikudagur 23. mars 1977 Dyggustu liösmenn Kristins: Aðalsimi Þjóðviljans er 81333 kl. 9-21 mánudaga til föstu- daga, ki. 9-12 á laugardögum og sunnudögum. Utan þessa tima er hægt aö ná i blaöamenn og aöra starfsmenn blaösins i þessum simumt Ritstjórn 81382, 81527, 81257 og 81285, útbreiðsla 81482 og Blaöaprent81348. 81333 Einnig skal bent á heima- sima starfsmanna undir nafni Þjóðviljans I sima- skrá. Einar, Ólafur, Þórarinn. Þeir klöppuðu Kristín upp Kristinn Finnbogason, fjár- málamaður, hefur verið endur- kjörinn formaður Fulltrúaráðs Framsóknarfélaganna i Reykja- vik. Þetta gerðist á aðalfundi full- trúaráðsins, sem haldinn var i fyrrakvöld. Telja kunnugir að Kristinn og nánustu félagar hans hafi nú sterkari tök á flokksvél Framsóknarflokksins i Reykja- vik en nokkru sinni fyrr. Kristinn Finnbogason hefur á siðari árum orðið eins konar tákn fyrir þau óprúttnu fjármálaöfl, sem náð hafa æ meiri völdum inn- an Framsóknarflokksins að undanförnu og mega nú heita þar alls ráðandi. Nokkrar raddir höfðu um það heyrst innan flokksins, einkum utan af landi, aö algjört lágmark væri nú, að forysta flokksins ýtti Kristni frá formennsku i fulltrúa- ráöinu. — A þessar raddir var þö ekkert hlustaö, og studdu þeir Ólafur Jóhannesson, Einar Agústsson og Þórarinn Þórarins- son mjög eindregið viö bakiö á sinum ,,kraftaverkamanni” og töldu hann öllum mönnum heppi- legri til formennskunnar. Fyrir eindreginn stuðning helstu forustumanna flokksins sigraöi Kristinn glæsilega á aöal- fundinum og var kjörinn formaö- ur fulltrúaráösins meö 98 atkvæö- um, en Þorsteinn Ólafsson, kenn- ari fékk aðeins 58 atkvæöi. Þeir sem enn telja sig til vinstri i Framsókn urðu fyrir miklum vonbrigðum vegna stuönings helstu forystumanna flokksins við Kristin , en ýmsir höfðu gert sér vonir um að hægt yröi að fá for- ystuna til að fallast á Sverri Bergmann lækni sem formann i stað Kristins. Þessar vonir brugöust gjör- samlega. Þaö var Kristinn, sem reyndist i náðinni eins og fyrri Kristinn Finnbogason. daginn og fór meö glæsilegan sig- ur af hólmi. Kristinn Finnbogason og sú hirð fjáraflamanna og valda- manna i bankakerfinu, sem kringum hann situr mun nú hefj- ast handa um kosningaundirbún- ing vegna borgarstjórnarkosn- inga og alþingiskosninga á næsta ári og hugsa sér vist ekki aö hverfa frá kjötkötlunum. Af hinu fer ekki sögum, hvort almennir kjósendur muni lika klappa upp Kristinn og liö hans, þegar þar aö kemur. Skranflutningar hersins á fiskimiðin: Allir sverja af sér ósómann Það er haft eftir utan- rikisráðherra í Mbl. i gær að lögreglan á Kef lavíkurf lugvelli og Landhelgisgæslan hafi gefið hernum leyfi til þess að sökkva járna- rusli eða sprengjuefni i hafið hér útí Faxaflóa. Orðrétt segir Mbl. og hefur eftir utanríkisráð- herra á alþingi í fyrra- dag: ,,..ennfremur aö haft var samband við lögreglustjóra- embættiö á Keflavikurflugvelli um flutning útaf vellinum og aö islenskur starfsmaöur varnar- liðsins hafi haft samráö viö land- Brjóta þeir reglur um netafjölda í sjó? Þjóöviljanum hafa borist fjöl- margar ábendingar frá sjómönn- um um, aö margir netabátar á vertiöinni brjóti lög meö þvi aö vera meö of mörg net I sjó og komistekkiyfir aö draga öll netin i róöri og láti þau liggja þar til næst er vitjaö um. Slikar ásakan- ir hafa oft heyrst áöur og hart verið deilt. En hvaö mega bátar hafa mörg net i sjó og hvernig er eftirliti meö þvi,aö þær reglur séu ekki brotnar, háttaö? Hjá sjávarútvegsráöuneytinu fengum viö þær upplýsingar aö bátur meö 8 manna áhöfn mætti vera meö 90 net, 8—9 manna áhöfn ekki fleiri en 105 net, 10 manna áhöfn ekki fleiri en 120 net, llmanna áhöfn ekki fleiri en 135 net og 12 manna áhöfn eða fleiri ekki meira en 150 net, eða 10—11 trossur. Mjög erfitt er aö fylgjast meö þvl aö þessar reglur séu ekki brotnar, þar sem menn þurfa þá aö fara út meö bátunum og fylgjast meö þegar netin eru dregin. Undanfarin ár hefur verið reynt aö fylgjast meö þessu úr landi þó, en eftir aö sjávarútvegs- ráöuneytiö réöi 5 eftirlitsmenn sl. haust ætti aö vera hægara aö fylgjast meö þessu, þar sem þeir geta fyrirvaralaust fariö um borö i skipin og fariö meö þeim I róöur. Þetta hefur þó ekki verið gert enn sem komiö er I vetur, þar sem eftirlitsmennirnir eru flestir bundnir viö togarana. En senni- legt er aö þeir munu taka stikkprufu á þessu þegar kemur fram á netavertiöina, sem er aö hefjast um þessar mundir. Aöal- veiðitækið á vertiöinni þaö sem af er hefur veriö lina,en nú fara nær öll skip aö skipta yfir á net. — S.dór helgisgæsluna um þaö, hvar mætti henda farminum fyrir borö....” Eins og skýrt var frá i Þjóövilj- anum i gær neitar Pétur Sigurös- son, forstjóri Landhelgisgæslunn- ar þvi alfarið aö Landhelgisgæsl- an hafi gefiö leyfi til þessara flutninga, enda skorti hana vald til sliks. Þorgeir Þorsteinsson, lögreglu- stjóri á Keflavikurflugvelli sagöi I samtali viö Þjóöviljann i gær, aö herinn sæki um leyfi til sin ef flytja á einhverjar vörur útaf vellinum til Bandarikjanna. 1 þessu tilfelli var sótt um leyfi ti! aö flytja þetta skran útaf vellinum á samskonar pappirum og ef um útflutning er að ræöa, en tekiö fram aö sökkva ætti þessu i sjó. „Viö gefum leyfi til aö flytja þetta útaf vellinu, en mitt um- dæmi nær ekki lengra en aö vall- arhliöinu og ég get hvorki gefiö leyfi, né neitaö um leyfi til flutninga utan mins umráöa- svæöis, þannig aö ég hef ekki gef- iö neitt leyfi til aö sökkva þessu i sjóinn”, sagöi Þorgeir. Sannleikurinn i þessu máli er nefnilega sá aö herinn sótti aöeins um leyfi til aö flytja efniö út af vellinum, en siöan var ekki sótt um neitt leyfi. Herinn tók sér ein- ungis það Bessa-leyfi, aö brjóta alþjóölegar reglur um varnir gegn mengun sjávar, I þeirri fjallgrimmu vissu, aö Islensk yf- irvöld myndu ekki hreyfa hönd né fót frekar en vant er þegar herinn á 1 hlut. Yfirmenn hersins vita fullvel hverjir eru stjórnendur I þessu landi. Hið auma yfirklór utanrikis- ráöherra að biðja um skýrslu, rannsaka nánar, og annaö þvi um líkt, er aöeins til aö sýnast eitt- hvaö ætla aö gera I málinu. Auö- Framhald á bls. 18. Karin Söder óskaöi sérstaklega eftir aö kynnast Hitaveitu Reykja vikur i opinberri heimsókn sinni til islands. Miöflokksmenn i Svi- þjóö leita nú sem óöast aö nýjum ieiöum I orkuöflun til þess aö styrka sig i andstööunni viö kjarnorkuverin. Hér er sænski utan- rikisráöherrann i stjórnstöö Hitaveitu Reykjavikur aö rýna i mæli- tækin. Bara blöðin, sem eru að sprengja stjómina Þaö var mjög norrænt and- rúmsloft á Hótel Sögu siödegis i gær. Karin Söder, utanrikisráö- herra Sviþjóðar, sem hér er i opinberri heimsókn, hélt fund meö blaöamönnum, og auk þess dreif aö utanrikisráðherra Noregs og Danmerkur, ásamt sendiherrum Noröurlanda hjá Sameinuöu þjóðunum, og Tryggve Bratteli, sem hingaö kemur vegna dags Noröur- landa. i dag hefst einnig vor- fundur utanrikisráöherra Noröurlanda. Karin Söder, Miðflokksþing- maöurinn, sem öllum á óvart varö utanrikisráöherra i sænsku borgaraflokkastjórninni, hefur slegiö þvi föstu að stjórn hennar muni ekki gera neinar breyting- ar á utanrikisstefnunni. Hún fylgir virkri hlutleysisstefnu, en frú Söder hefur lagt sérstaka áherslu á aö sviar eigi aö leggja mesta rækt við þá sem næst þeim búa. Fyrst koma Noröur- lönd, siöan Evrópa eins og hún leggur sig og svo afgangurinn af heiminum. í samræmi viö þetta sjónarmið hefur hún fariö i opinberar heimsóknir til Norðurlanda. ósagt skal látiö hversu frábrugðið þetta sjónar- mið er stefnu kratastjórna i Svi- þjóð, sem á alþjóöavettvangi lögöu áherslu helst á þróunar — afvopnunar — og mannréttinda- mál. Benda má á aö krataflokk- ar á Norðurlöndum hafa nána samvinnu sin á milli og I verka- lýðshreyfingunni norrænu eru margir kratar og mikil sam- skipti. Borgaraflokkarnir i svi þjóö hafa ekki slik samtök á norrænum grundvelli að styöj- ast við og þvi þykir sérstök ástæöa fyrir þá aö gera talsvert úr norrænni samvinnu opin- berlega. Orkumálin helsta bitbein- iö. Karin Söder situr á völtum veldisstóli ef marka má skrif i sænskum blöðum siöustu daga. Flokkur hennar, Miðflokkurinn, varð aö sláaf kosningaloforö * um sinum i kjarnorkumálum og fallast á aö eitt kjarnorkuver til viöbótar færi á stað. 1 staöinn var sett niöur nefnd til þess að gera heildarúttekt á orkumál- unum og rikisstjórnin sam- þykkti ströng skilyrði, sem upp- fylla þarf, ef kjarnorkuver á að fá starfsleyfi. Nokkur kjarn- orkuver i Sviþjóö eru nú á þvi stigi aö taka þarf ákvöröun um hvort halda skal áfram aö fjár- magna þau og veita þeim starfsleyfi. A morgun, fimmtu- dag verður rikisstjórnin aö taka eina slika ákvöröun. Aö sögn Karin Söder eru þaö bara blöðin sem eru að sprengja ríkisstjórn- ina, en liklega niöurstööu taldi — sagði Karin Söder, utanríkis- ráðherra Svíþjóðar, á fundi með fréttamönnum í gær hún veröa þá, aö samþykkt yröi að fresta öllum veigamiklum ákvöröunum i orkumálum þar til orkunefndin heföi lokiö störf- um og lagt fram valkosti i stað kjarnorkunnar. Slik ákvöröun getur hinsvegar þýtt atvinnu- missi fyrir f jölda fólks i orku- og byggingariðnaði og valdiö orku- svelti i Sviþjóö aö mati krata, hægri manna og frjálslyndra. Komið hafur greinilega fram að almennir flokksmenn i flokki Karin Söder vilja heldur aö stjórnin falli heldur en gefiö veröi eftir fyrir vilja hægri leií. togans, Bohmans, i kjarnorku- málunum, enda er hann talinn ráða of miklu i stjórninni. Fyrsti ósigurinn fram- undan? Rikisstjórn borgaraflokkanna i Sviþjóö á nú yfir höföi sér aö biöa fyrsta ósigur sinn á þinginu og er þaö vegna tillögu hennar um að Sviþjoð gangi i IDB- bankann, Alþjóðaþróunarbank- ann, sem emkum veitir lán til Suður-Ameriku, Flestar þjóöir Vestur-Evrópu eru með i bank- anum, en bandarikjamenn ráöa mestu, og fá þær þannig rétt til þess að bjóöa i verk i S-Ameriku með lánsaöstoð frá bankanum. Allmargir Miðflokksþingmenn neita aö styðja tillöguna vegna þess að bankinn hefur vont orö á sér, meöal annars fyrir afstööu hans til stjórnar Allende. Karin Söder sagöi á fundinum aö ástæðan fyrir þvi aö hún styddi aðild Sviþjóðar, væri helst sú, að margar þjóðir i Suður-Ame- riku vildu auka áhrif hlutlausra rikja i bankanum, og einnig fá möguleika til þess að kaupa vörur annarsstaðar frá en Bandarikjunum. Kratapólitík Utanrikispólitik svia er óbreytt þrátt fyrir stjórnar- skiptin og nyja stjórnin hefur tekiö upp þau atriði I efnahags- málum, sem borgaraflokkarnir gagnrýndu mest áður, þaö er að segja stórlántökur erlendis til þess að hvetja stórfyrirtækin sænsku til dáða og staöbundnar efnahagsaðgerðir i staö al- mennra. Karin Söder sagöi á blaöa- mannafundinum aö ástæöan til þess að efnahagsmálapólitikin Framhald á bls. 18.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.