Þjóðviljinn - 07.04.1977, Side 18

Þjóðviljinn - 07.04.1977, Side 18
18 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 24. mars 1977 Böövar Valgeirsson, framkvæmdastjóri Samvinnu- feröa. Auöur Björnsdóttir haföi nóg aö gera viö aö taka niöur Grétar Guömundsson starfsmaður hjá Samvinnuferöum. pantanir, meöan staðið var viö á skrifstofu Samvinnu- feröa. I > I i i F I I I > I i Rætt við BÖÐVAR VALGEIRSSON, framkvæmdastjóra yngstu ferðaskrifstofunnar MIKLAR ANNIR framundan — Ég skal viðurkenna það, að við byrjuðum á dálítið erfiðum tíma, í maí 1976, vegna þess að þá þegar eru mjög margir, sem ætla sér að ferðast um sumarið búnir að láta bóka sig. En þetta tókst nú samt allt saman og okkur gekk vel í f yrra. Við vorum með ferðir til Spánar, á Costa del Sol og eins gerðum við tilraunir með ferðir til Portúgal, meira var það nú ekki svona til að byrja með. Síðan má segja að flest hafi gengið í haginn og við erum á uppleið og miklar annir framundan hjá okkur, sagi Böðvar. Valgeirsson, fram- kvæmdastjóri Samvinnu- ferða, er viðræddumvið hann fyrir skömmu um það hvernig yngstu ferðaskrifstofu landsins hefði gengið á fyrsta starfsárinu í hinni hörðu samkeppni ferðaskrif- stofanna hér á landi. Sólarferðir til að byrja með. Og Böövar heldur áfram: — Siöastliöið haust tókum viö svo upp Kanarieyjaferöir og höfum verið meö þær i vetur og hafa þær gengið afar vel. Viö tókum upp samvinnu við Sunnu um flugferðir til Kanarieyja og tel ég það koma vel út, enda veröur sætanýtingin mun betri hjá báöum aðilum meö þeim hætti. Annars væru skrifstof- urnar aö fara sitt i hvoru lagi með hálfar véiar eöa rúmlega þaö. — En hvað er svo framundan I sumar? — Þaö er fyrst að nefna feröir til Costa del Sol á Spáni, sem alltaf njóta vinsælda, en svo erum viö aö taka upp stuttar feröir til Evrópu, þetta 5 til 10 daga feröir. Sannleikurinn er sá, að mjög margir sem hafa farið ár eftir ár til sólarlanda vilja gjarnan breyta til einu sinni og jafnvel er til i þvi og sumir vilji fara stuttar feröir til Evrópu og geta jafnframt farið til sólarlanda. Viö ætlum i sumar aö vera með svona stuttar feröir til Irlands, og verða 2 feröir þangaö strax i mai, siðan ætlum viö aö fara ferðir til Austurrikis, Þýska- lands og Norðurlandanna. Verö þessara feröa er lágt, svo lágt aö þaö ætti aö vera öllum mögulegt aö ráöa við það, en fram t'il þessa hafa Evrópu- ferðir goldiö þess aö vera of dýrar ef miöað er við hópferðir til sólarlanda. Nýjungar. Nú, þá veröum viö einnig með innanlandsferöir fyrir erlenda feröamenn, sér i lagi þjóöverja og svia, en viö höfum tekið aö okkur aö sjá um slikar ferðir fyrir sænsku feröaskrifstofuna Reso og þýsku feröaskrifstofuna Neckermann. Þýska feröaskrif- stofan mun einnig senda hingað farþegaskip, sem viö munum annast um alla fyrirgreiðslu fyrir. Annaö þessara skipa er fremur litið og mun fara i sigl- ingu um N-Atlantshafiö, til Is- lands, N-Noregs og Nýfundna- lands. 1 sambandi viö þaö skip má nefna, að Neckermann, mun annast um flugferöir hingaö fyrir þýska feröamenn, sem geta svo fariö um borö i skipið þegar þaö kemur hingaö en sá hópur sem kemur sjóveg meö þvi fer hér i land, skoöar sig um og flýgur siðan utan. Þetta er alger nýjung hér á landi. — Margir hafa haft orð á þvi að islensku ferðaskrifstofurnar séu of margar, hvert er þitt álit á þvi máli? Hörö samkeppni. — Jú, það er alveg rétt, þær eru of margar og samkeppnin þvi afar hörð. Það ér til að mynda mun meira framboö á ferðum til sólarlanda i sumar en nokkru sinni fyrr og ég er hand- viss um að þær verða aldrei farnar allar. En þaö er eitt, sem ferðaskrifstofurnar gætu tekiö upp og yröi þeim öllum til góös, en þaö er samvinna um flug- feröirnar, þegar þær eru allar aö fara á sömu staöina i sólar- löndum meö farþega. Meö þvi móti yröi sætanýtingin margfalt betri hjá þeim, en flugiö er sem kunnugt er, stærsti kostnaöar- liöurinn i þessum feröum. Og ég hygg aö slik samvinna eigi eftir aö aukast mikiö frá þvi sem veriö hefur. — Nú hefur þaö veriö siður islendinga aö taka orlof sitt aö sumarlagi, hafa Kanarieyja- feröir breytt þessari venju eitt- hvað? — Já, óneitanlega. Þeim fjölgar ár frá ári sem notfæra sér þann möguleika aö eyöa hluta af frii sinu i sólarlöndum yfir veturinn, en eiga svo hiö stutta sumar hér á landi til góöa. Og það er ofur skiljanlegt aö fólki fari þannig aö. Sumarið hjá okkur er ekki nema 3 mán- uðir, og ef þaö er gott, þá er hart aö eyöa 2-4 vikum i sól erlendis. — Eruö þiö meö einhver á- form um stækkun skrifstof- unnar frá þvi sem nú er? Sígandi lukka er best. — Já, við stefnum aö sjálf- sögðu uppá viö, en þaö eru engar stökkbreytingar i vændum. Við teljum þaö heppi- legra að þróunin sé jöfn og sig- andi, heldur en að taka stór stökk. Hér vinna nú 7 fastir starfsmenn, þar af 2 fastráönir fararstjórar. Siöan erum við meö lausráðna farastjóra á mesta annatimanum. Við höfum sett okkur þaö sem markmiö að veita sem allra besta þjonustu og ég tel aö okkur hafi tekist þaö og þaö er auðveldara að halda sliku áfram ef ekki eru tekin stór stökk í einu. — Þiö eruö sem sé ánægö meö fyrsta áriö og kannski bjart- sýnir á framtiðina? — Já, viö getum ekki annaö en verið ánægöir meö fyrsta starfsáriö, þaö hefur fariö fram úr vonum og vissulega litum viö björtum augum á framtiöina, enda ekki ástæöa til annars.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.