Þjóðviljinn - 16.04.1977, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 16.04.1977, Blaðsíða 3
Laugardagur 16. aprfl 1977 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 VINNUDEILAN í DANMÖRKU; Talið víst að þingið samþykki uppkastið Frá Stefáni Ásgrimssyni, fréttaritara Þjóöviljans i Kaup- mannahöfn, 15/4: Samninga- nefndir aöila danska vinnu- markaöarins komust aö sam- komulagi fyrir siöustu helgi og innihélt samningsuppkastiö umtalsveröar kjarabætur til handa þeim lægstlaunuöu. Lægstu laun skyldu hækka Ur 19 krónum dönskum á klukkutim- ann upp I 29 kr.á timann. Upp- kastiö var boriö undir atkvæöi I hinum ýmsu félögum og sam- þykkt meö miklum meirihluta af hálfu launþega en fellt af at- vinnurekendum. Jafnframt samþykktu at- vinnurekendur aö setja á verk- bann frá og meö mánudags- morgni, en þá átti allsherjar- verkfall aö hefjast, ef ekki næö- ust samningar. Þaö voru at- vinnurekendur I málmiönaöin- um, sem felldu uppkastiö, og töldu þeir sig ekki aflögufæra um neinar kjarabætur og héldu þvi fram aö járniönaöurinn færi á hausinn, ef uppkastiö tæki gildi. Þegar þetta er ritaö er ekki llklegt aö til verkbanns komi, því aö rlkisstjórnin lagöi samningsuppkastiö fyrir þingið I gær, og fór þá þegar fram um þaö ein umræöa. Allt bendir til þess að uppkastiö veröi sam- þykkt sem lög, sennilega eftir þriöju umræöu siödegis I dag. Stjórnin hefur tryggt sér örugg- an meirihluta f málinu. Venstre, sem beiö mikiö afhroö I slöustu þingkosningum, hefur ákveöiö aö sitja hjá viö afgreiöslu máls- ins. Á móti eru Sósialfski þjóöarflokkurinn, vinstrisósfal- istar, Kommúnistaflokkurinn, Réttarsambandiö og Fram- sóknarflokkurinn. Um einstök atriöi uppkastsins er ekki kunn- ugt, en nánar veröur skýrt frá þeim síðar. Belgar kjósa á sunnudag: Kreppa og tungumála- deilur aðalmálin BRÚSSEL 15/4 — Kosningar til neðri deildar bclgiska þingsins fara fram á sunnudaginn, og er ekki búist við miklum breyting- um, enda þótt þær séu ckki taldar óhugsandi. Aðalmálin i kosninga- baráttunni eru yfirstandandi efnahagskreppa á Vesturlöndum, sem Bclgia hefur ckki farið var- hluta af, og deilur flæmingja og vallóna um menningarmál og tungumál. Flæmingjar sem eru nokkru fleiri en vallónar, búa I norður- hluta landsins og tala mál náskylt holiensku, en vallónar hafa RANGUN 15/4 — Skæruliðar kommúnista I Búrma réðust á mánudaginn á bækistöð stjórnar- hersins i borginni Momeik, i miðju landi norðaustanverðu, ollu verulegu tjóni og háðu harðan bardaga við stjórnarhermenn. Ekki fara aðrar sögur af viöur- eigninni en frá talsmönnum stjórnarinnar, og segja þeir að kommúnistar hafi misst 53 manns fallna I bardaganum, en stjórnar- franska mállýsku. Stærstu stjórn- málaflokkarnir eru Kristilegi flokkurinn, sem er hægrisinnaður og Leo Tindemans, fráfarandi forsætisráðherra, veitir forstöðu, Sósialistaflokkurinn og Frjáls- lyndi flokkurinn. Fráfarandi rikisstjórn var samsteypustjórn kristilegra og fr jálslyndra. Kristilegi flokkurinn var liðsterk- astur á fráfarandi þingi og er bú- ist viö aö hann verði þaö áfram, en óliklegt er þó talið að hann geti myndað stjórn nema með full- tingi annaðhvort sósialista eða friálslyndra. Kristilegir hafa mest fylgi meðal flæmingja og er herinn 19. Momeik er nokkuð mikilvæg borg, þar sem hún er miðstöð hrisgrjónaræktarsvæðis og ofar- lega við fljótiö Sjúeli, sem rennur frá kinversku landamærunum. — Svo að segja látlaus ófriöur hefur veriö i Búrma frá striðslokum og á stjórnarherinn i höggi við skæruheri ýmissa samtaka stjórnmálalegra og þjóöernis- legra. búist við að þeir styrki heldur að- stöðu sina þar, en sósialistar hafa mest fylgi meðal vallóna. Deilur þjóðarbrotanna tveggja hafa magnast undanfarið vegna efna- hagskreppunnar, sem komið hefur harðar niður á héruðum vallóna, þar sem kolanámið og stáliðnaðurinn, sem þar stendur á gömlum merg, er i hnignun. Hinsvegar hefur efnahagsþróunin gengið heldur upp á við i byggð- um flæmingja. Ýmsir harðsnúnir sérflokkar flæmingja og vallóna eru taldir liklegir til að gera stærstu flokk- unum þremur verulegar skrá- veifur og er talið að einn vallóna- flokkurinn, kallaður FDF, geti dregið til sin mikið fylgi i Brússel, sem er að mestu leyti frönsku- mælandi, enda þótt hún sé um- kringd flæmskum svæðum. Mikil hreyfing hefur lengi veriö fyrir þvi að landinu verði skipt i fylki flæmingja og vallóna, og er búist við að sú stjórn, sem við tekur eft- ir kosningar, komist ekki hjá að sýna verulegan lit á aö hrinda þvi máli áleiðis. Ahugi fyrir kosning- unum er sagður heldur litill og er almenningur sagður þeirrar meiningar að úrslit þeirra muni vart leysa neinn vanda. Barist í Búrma Fimmta bindið af verkum Maós r Ut komu 200 miljón eintök PEKING 15/4 Reuter — Gcfið hefur vcrið út I Kina fimmta bind- ið af úrvali úr ritverkum Maó Tsctungs, hins látna höfuðleið- toga og helsta hugmyndafræðings Kommúnistaflokks Kina. Bókin cr prentuð i yfir 200 miljónum cintaka og hafa aðrar bækur varla verið gcfnar út i stærra upplagi, að minnsta kosti ekki ut- an Kina. Þetta bindi inniheldur ræður og skrif, sem formaðurinn látni lét frá sér fara á árabilinu 1949-57. Aður útkomin fjögur bindi af verkum formannsins fjalla um timabilið fyrir endanlegan sigur kommúnista i borgarastyrjöld- inni. Aðalritstjóri fimmta bindis- ins er Húa Kúó-feng, hinn nýi for- maður kinverska kommúnista- flokksins. Ræðurnar og rit- gerðirnar i fimmta bindinu eru frá timabili, þegar Kommúnista- flokkurinn fylgdi tiltölulega hæg- fara stefnu og er talið aö megin- viðhorfin, sem þar koma fram, séu mjög að skapi þeim valdhöf- um, sem urðu mestu ráðandi i Kina eftir að fjórmenningunum svokölluðu var hrundið frá áhrif- um. Mikið var um dýrðir i Peking i dag af tilefni útkomu bókarinnar, flugeldum var skotið, bjöllum hringt, simbalar slegnir og trumbur knúðar. Hljóðfæra- leikarar óku um borgina i bilum, sem skreyttir voru blómsveigum. Bókinni verður dreift i bókabúðir hvarvetna i landinu og snemma i morgun höfðu langar biðraðir myndast fyrir framan bókabúðir i Peking af þessu tilefni. Carter yill hitta Bresjnef árlega WASHINGTON 15/4 Reuter — Cartcr Bandarikjaforseti sagði i dag, að hann vildi frá Brcsjncf, Iciðtoga Kommúnistaflokks Sovétrikjanna, I hcimsókn til Washington á þessu ári, hvort sem samkomulag næðist milli risavcldanna um takmörkun strategisks kjarnorkuvlgbúnaðar cða ekki. Ennfremur sagðist Carter vilja hitta Bresjnef að máli að minnsta kosti einu sinni á ári framvegis og ræöa málin við hann almcnnt. og harðlega gagnrýnt. Engu að siður sagði Carter það af og frá að viðræðurnar um þetta væru komnar i strand. Hann kvað orð- sendingar, sem farið hafa á milli þeirra Bresjnefs, hafa aukið von- ir sinar i þessu efni, og spáði þvi að eitthvað hefði miðað áleiðis i þann mund er þeir Vance og Andrei Grómikó, utanrikis- ráðherra Sovétrikjanna, tækju upp viðræður um málið að nýju i Genf i næsta mánuði. Viöræður bandaríkjamanna WASHINGTON 15/4 Reuter — Bandarikin og Vletnám hafa ákveðið að taka upp viöræöur I Paris 3. mai n.k. með það fyrir augum að koma á eðlilegu stjórn- málasambandi milli rikjanna. Talsmaður bandariska utanrikis- ráðuneytisins sagði I dag að Itic- hard Holbrooke, aðstoðarutan- RÓM 15/4— Þrír unglingar á aldrinum 16-18 ára voru í dag dæmdir til fangelsis- vistar fyrir að hafa nauðgað 17 ára gamalli stúlku og pyndað hana þar á ofan. Var foringi hópsins dæmdur til fjögurra ára fangelsisvistar og tveir aðrir fengu þriggja ára fangelsisdóma. Fjórir aðr- ir unglingar, sem einnig rikisráðherra, myndi verða for- maður bandarisku viðræðu- nefndarinnar. Talsmaðurinn sagði að undirbúningur ráðstefn- unnar hcfði gengið mjög greið- lega. Leiðin að endurnýjuðum við- ræðum bandarikjamanna og viet- aðeins skilorðsbundna fangelsisdóma og verða því ekki settir inn nema þvi aðeins að þeir haldi nauðgunum áfram. Stúlkunni, sem heitir Claudia Caputi, var nauðgað af ungling- unum sjö siðastliðið sumar, og vakti atvik þetta mikla reiði hreyfingar þeirrar, sem berst fyrir auknum mannréttindum fyrir Italskar konur. Hefur hreyfingin af þessu tilefni tekið og víetnama nama var opnuð i siðasta mánuði, er bandarisk sendinefnd fór til Hanoi, höfuðborgar Vietnams. Carter Bandarikjaforseti hefur lýst þvi yfir, að stjórn hans vilji taka upp eðlilegt stjórnmálasam- band við öll þau riki, sem þau hafa ekki slikt samband við nú, þar á meðal Vietnam. upp harða baráttu fyrir þvi að dómsvaldið og lögreglan taki harðar á nauðgunarglæpum en gert hefur verið hingað til, en italskar réttarvenjur eru þannig að til þessa hafa fórnarlömb nauðgara átt þess litinn kost að ná rétti sinum að einhverju marki. Claudia Caputi varð fyrir ann- arri árás i siðastliðnum mánuði og voru þar að verki þrir ungling- anna, sem réðust á hana i sumar. Þeir nauðguðu henni þá aftur og særðu hana auk þess svöðusárum Carter frábað sér jafnframt að rekið væri á eftir sér um að ná samkomulagi við sovétmenn um umrædda vigbúnaðartakmörkun fyrir einhvern ákveðinn tima eða á einhverjum ákveðnum fundi. Hann sagðist ekki sjá neina ástæðu til þess að breyta tillögum þeim um þetta mál, sem Cyrus Vance, utanrikisráðherra Banda- rikjanna, lagði fyrir sovésku stjórnina i Moskvu nýverið og sovéskir ráðamenn hafa hafnað um alian iikamann með rak- blöðum. Gerðu piltungarnir þetta i hefndarskyni fyrir það að hún hafði kært þá. Hinn opinberi ákærandi gaf i skyn að stúlkan hefði sjálf sært sig og logið upp siðari árásinni og vakti sú að- dróttun gifurlega reiði kven- réttindahreyfingarinnar. Dómarnir, sem glæpa- mennirnir fengu, munu að al- mennu mati teljast léttir miðað við illvirki þeirra, en eru þó þyngri en venja hefur verið i nauðgunarmálum á Italiu. Helgiathöfn gegn sjálfsmoröa- faraldri TÓKtÓ 15/4 Reuter — Sjálfs- morðafaraldur hefur gengið i fjölbýlisháhýsi nokkru I Tókló miðri, sem flutt var I fyrir sex árum, og hafa á þeim tima 19 manns fyrir- farið sér þar með þvl aö stökkva út um glugga hátt uppi. Nokkrir ibúa háhýsisins reyndu I dag að stöðva far- aldurinn með þvi að halda i háhýsinu helgiathöfn sam- kvæmt sjintó-trú, sem eru helstu trúarbrögð japana ásamt búddasið. Mættu á staðnum hvitklæddir prest- ar, sem þuldu hreinsunar- bænir og báru fram hris. grjónavin og ávexti aö fórn. Prestarnir báöu einnig fyrir sálum sjálfsmorðingjanna 19. Haft var eftir húsmóöur einni eftir blótið að hún vonaði að það bæri tilætlaðan árangur. Nauðgunardómar þyngdir Áfangasigur fyrir ítölsku kvenréttindahreyfinguna tóku þátt í illvirkínu, fengu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.