Þjóðviljinn - 16.04.1977, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 16.04.1977, Blaðsíða 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 16. aprll 1977 Frá umrædum á alþingi í gær um utan- ríkismál Meira en annar hver íslendingur med hel- sprengjuna undir koddanum íslenskir stjórnmála- menn eiga rétt og heimt- ingu á þvi að fá að vita með óyggjandi vissu hvort hér eru kjarnorku- vopn eða ekki, hvort svo er eða ekki að meira en annar hver islendingur sofi svo að segja með helsprengjuna undir koddanum. Meðal annars á þessa leið komst Gils Guðmundsson að orði á alþingi í gær við umræð- ur um skýrslu utanrikis- ráðherra um utanríkis- mál. Ræddi Gils marga þætti utanríkismáia, en hann var talsmaður Alþýðubandalagsins i þessum umræðum. Einar Ágústsson, utanrikisráð- herra, fluttiskýrslu sina. Fjallaði hann nokkuð um þróun alþjóða- mála, Miðausturlönd, málefni sunnanverðrar Afríku, aðgerðir i framhaldi af Helsinki-ráðstefn- unni, Sameinuðu þjóðimar, haf- réttarmál, aðildina að Nató og herstöðina, Evrópuráðið, tsland og þróunarlöndin, utanrikis- viðskiptin 1976 og loks almennt um utanrikisþjónustuna almennt. Spurningar um landhelgismál Gils Guðmundsson ræddi fyrst um aðstoð tslands við þróunar- löndin og fagnaði þeirri hækkun á framlagi til þróunarlandanna sem ákveðin var á sl. ári. Þá vék hann að landhelgismálinu, fagn- aði ávinningum okkar, en beindi siðan til utanrikisráðherra tveim- ur spurningum um landhelgis- málið: 1. Hefur utanrikisráðherra breytt um skoðun frá þvi hann lýsti þvi yfir fyrr i vetur að ekki væri um neitt að semja við útlendinga um veiöar i fiskveið- landhelgi okkar? 2. Hefur rikisstjórnin tekið ákvörðun um að segja upp samn- ingum þeim sem i gildi eru um fiskveiðar útlendinga i landhelg- inni.og hversu hyggst rikisstjórn- in meðhöndla beiönir sem kunna að berast um framlengingu þeirra samninga? Gils visaði til þess — eins og þvi er herinn fleygði úrgangsefn- um i Faxaflóann, hvernig utan- rikisráðuneytið hefði að lokum sentfrá sér tilkynningu sem var vitlausari en fyrri opinberar til- kynningar um máliö samanlagð- ar: Ráöuneytiö sagöi nefnilega að þvi fram að sönnunarbyrðin um kjarnorkuvopn hvíli á okkur sem höfum krafist rannsókna. Það er okkur ekki nóg að utanrikisráð- herra trúi.og honum ber að gera ráöstafanir til þess að láta fara fram könnun sem afsanni þá að Gils Einar Benedikt Magnús Guðmundur Gils Guömundsson gerði tillögu um aö Alþjóðafriðarrannsóknarstofnunin í Stokkhólmi verði fengin til að kanna hvort hér á landi eru kjarnorkuvopn utanrikisráðherra hafði gert — að senn færu fram á alþingi umræð- urum tillögu Alþýðubandalagsins um úrsögn úr Nató og brottför hersins — og þvi ætlaði hann ekki að sinni að fjalla um þessi mál i heild. Útgerð á Suðurnesjum riðar til falls Hann vék þó að ýmsum neikvæðum áhrifum af herset- unni meðal annars á atvinnuiif á Suðurnesjum. Þar riöaði sjávar- útvegurinn til falls vegna samkeppni um vinnuafl frá hern- um og verktökum hersins. Bæri brýna nauðsyn til að gera ráð- stafanir til þess að koma i veg fyrir að útgerð dragist enn stór- lega saman á Suðurnesjum, en sjávarútvegurinn á þessum slóðum hefði einnig orðið afskipt- ur opinberri fjárhagsaðstoö. Gils minnti á að vatnsból suðurnesjamanna væru i stór- felldri hættu vegna oliumengunar frá herstöðinni. Þá vék hann að Auglýsing um lögtök vegna fasteigna- og brunabótagjalda í Reykjavík Að kröfu Gjaldheimtustjórans f.h. Gjaldheimtunnar i Reykjavik og sam kvæmt fógetaúrskurði, uppkveðnum 16. þ.m. verða lögtök látin fram fara til tryggingar ógreiddum fasteignasköttum og brunabótaiðgjöldum, en gjalddagi þeirra var 15. jan. og 15. april s.l. Lögtök fyrir framangreindum gjöldum, ásamt dráttarvöxtum og kostnaði verða látin fram fara að 8 dögum liðnum frá birtingu þessarar auglýsingar, verði þau eigi að fullu greidd innan þess tima. Borgarfógetaembættið i Reykjavik, 16. april 1977. herinn hefði fengið leyfi til þess að henda ruslinu i Faxaflóa ef hann hefði beðið um leyfi — samkvæmt upplýsingum frá hernum sjálfum um ruslið! Svo virðist stundum þegar herinn á i hlut að utanrikisráðuneytið trúi án þess að þreifa á. þingsjé Og fyrst minnst er á rusl frá hernum, sagði Gils, er ekki úr vegi að minnast á embættisveit- ingu forstjóra skransölu hersins. Þar fékk sá vissulega embættið sem hvað best var að þvi kominn úr þvi að framkvæmdastjóri Timans sótti ekki um starfið. Rannsókn fari fram Þessu næst vék Gils Guðmundsson að þeim umræðum sem átt hafa sér stað um kjarnorkuvopn á Keflavikurflug- velli. Einar Agústsson hefur látiö undir höfuð leggjast að kanna þessi mál, sagði Gils, hann virðist láta sér nægja að trúa og hefur jafnvel gengið svo langt að halda hér séu kjarnorkuvopn, eða ef það verður sannað, tryggi að banda- rikjaher hypji sig tafarlaust með þessi manndrápsvopn héðan. Vitnaði Gils i New Scientist, timaritið þar sem þrir virtir vis- indamenn héldu þvi fram að tsland væri eitt þeirra rikja, sem hefði kjarnorkuvopn. Við alþingismenn eigum rétt og heimtingu á þvi að fá að vita hvort hér eru kjarnorkuvopn. Gils Guðmundsson kvaðst vilja benda utanrikisráðherra á þann möguleika að fá virta stofnun til þess að kanna hvort hér eru kjarnavopn á vegum hersins eða ekki; benti Gils i þessu sambandi á Alþjóðlegu friðarrannsóknar- stofnunina i Stokkhólmi. Þessi stofnun nyti mikils álits viða og væri gjarna vitnað til timarita hennar á alþjóðlegum vettvangi. Ég beini þvi til utanrikisráðherra hvort hann viH ekki að starfsmenn þessarar stofnunar ■ eða fengnir til að rannsaka búnað banda- rikjamanna á tslandi, til þess að ganga úr skugga um það hvort meira en annar hver islendingur sofi svo að segja með helsprengj- una undir koddanum. Gils minntist þessu næst á norræntt samstarf, og mótmælti hann serstaklega þeim röddum sem enn heyrast sem vilja gera litið Ur norrænni samvinnu. Að lokum itrekaði hann stefnu Alþýöubandalagsins i utanrikis- málum, þess flokkks sem vildi efla sjálfstæöi islensku þjóðarinn- ar með þvi að spyrna gegn ásókn erlendra auðhringa, berjast fyrir fullum yfirráöum yfir landhelg- inni og úrsögn Islands úr Nató og brottför hersins. Benedikt Gröndal talsmaður Alþýðuflokksins i umræðunni gagnrýndi það hversu utanrikis- ráðherra hefði gert hinum ýms- um þáttum utanrikismálanna losaraleg skil. Nefndi Benedikt þar sérstaklega „varnarmálin” og aðild tslands að Nató. Hann gagnrýndi að utanrikisráðherra skyldi ekki hafa fjallað um hinar miklu erlendu skuldir lands- manna. Þá fann hann að þvi, að utanrikisráðherra skyldi ekki hafa notað tækifærið til þess að lýsa afdráttarlaust stefnu stjórnarinnar til hugsanlegra samninga um landhelgismálið. Hann taldi að utanrikisráðherra hefði mátt fjalla nokkuð um hlustunartækin sem hér hafa fundist. Magnús Torfi ólafsson talaði fyrir hönd Samtaka frjálslyndra. Ræddi hann um viðskiptamál og taldi þau ekki hafa skipað þann sess iumræðum um utanrikismál sem skyldi. Ræddi Magnús Torfi um breytingar á markaðsmálum og horfum á breytingum Efna- hagsbandalagsins. Guðmundur H. Garðarsson tók einnig til máls og ræddi um viðskiptamálin einnig. Hann sagði að i þeim efnum hefði verið fylgt stefnu frjálshyggju, en i utanrikismálum almennt hefði verið fylgt stefnu borgaraflokk- Segja ber upp landhelgissa mningum Einar Agústsson, utanrikisráð- herra, tók þvi næst til máls, Hann sagðist ekki telja aðstæður til þess að gera gagnkvæma fisk- veiðisamninga við önnur riki; hins vegar vildi hann gjarnan gera almennan fiskverndunar- samning við önnur riki og vonaði sköpuðust einhvern tima aðstæð- ur til þess að gera gagnkvæma fiskveiðisamninga. Hann þakkaði Gils Guðmundssyni góða baráttu og ötula fyrir aukinni aðstoð Islands við þróunarlöndin. Hann sagði að ekki hefði ver- ið tekin afstaða til þess i rikis- stjórninni að segja upp samn- ingum um veiðar i landhelg- inni, en hann kvað það sina skoðun nú að samningunum ætti öllum að segja upp — einn- ig við færeyinga — og þeir ættu Framhald á bls. 18. Áhættusamt glæfirafyrirtæki — segir Sigurður Magnússon í nefndaráliti um Grundartanga - verksmiðjuna eftir að hafa rannsakað markaðshorfur „Niðurstaða min er þvi sú, hvað viðkemur arðsemi þessa fyrirtækis, aðhér séu um áhættu- samt glæfrafyrirtæki að ræða eins og ástandi markaðsmála er nú háttað.” — Þannig kemst Sigurður Magnússon að orði i nefndaráliti sinu um kisiljárn- verksmiðjuna á Grundartanga. Nefndaráliti Sigurðar er enginn kostur að gera ýtarieg skil að sinni, en varðandi arðsemi verk- smiðjunnar bendir hann ma. á eftirfarandi: 1. Astandið á stálmörkuðum er ótryggt. Forstööumaður Þjóöhagsstofnunar viöurkennir aö járnblendiverksmiöjan sé áhættufyrirtæki. 2. Miðað við markaðsverð á kisiljárni I fyrra hefði orðið 800 milj. kr. halli á verksmiðjunni á Grundartanga. 3. Miðaö viö eðlilegan hráefnis- kostnað verksmiðjunnar, en áætl- að verð ársins 1978, sem er mun hærra en það sem nú er, væri um 360 milj. kr. halli á verksmiðjunni það ár. 4. Ef þó er miðað við hráefnis- kostnaðaráætlun og afurðaverös- áætlun opinberra aðila en 80% afköst verksmiðjunnar eins og eðlilegast virðist yröi árið 1978 300 milj. kr. halli á verksmiðj- unni. Sigurður telur aö áætlanir um hráefniskostnað, afurðaverð og afköst verksmiðjunnar séu stór- lega úr lagi færöar — raunveru- legar staðreyndir segi að hér sé um að ræöa áhættusamt glæfra- fyrirtæki. A forsiðu blaösins er sagt frá nokkrum þáttum nefndarálits Siguröar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.