Þjóðviljinn - 16.04.1977, Blaðsíða 9
Laugardagur 16. aprll 1977' ÞJÖÐVILJINN — StÐA 9
í tilefni alþjóðlegs gigtarárs:
Gigt er algeng-
asta orsök ör-
orku eða fötlunar
Rætt við Hauk Þórðarson yfirlækni
og Kára Sigurbergsson sérfræðing
í gigtlækningum á Reykjalundi
A þessari mynd er hluti af starfsfólki Reykjalundar, einn fulltrúi frá hverri þeirri stétt manna, sem
nauösynleg er tii að lækning gigtarsjúklinga megi takast. F.v. Maria Guömundsdóttir, hjúkrunarkona,
Dagbjört Þóröardóttir, forstööukona, Þórey Guömundsdóttir féiagsráögjafi, Birgir Johnsson sjúkra-
þjálfi, Björg Jónsdóttir sjúkraliöi, Kári Sigurbergsson læknir, Anne Grethc Hansen, iöjuþjálfi, Tómas
Lárusson, verkstjóri, Björn Ásmundsson, forstööumaöur,og Haukur Þóröarson yfirlæknir.
„Æ, það er bara gigtarskömm-
in aö angra mig'.' Hver hefur ekki
heyrt eldra fólk segja þessa eöa
svipaða setningu? Hver hefur
ekki heyrt hana i islenskum leik-
ritum, eins og til að mynda hjá
Skugga-Sveini,og hver hefur ekki
lesið þessa eða svipaða setningu i
islenskum sögum? Og vegna þess
að gamla fólkið sagði þetta oftast
i mildiiegum mæðutón hefur fólk
litið á gigt sem einhvers konar
stirðleika i gömlu vinnuslitnu
fólki. En er það nú svo að gigt sé
ekki alvarlegri en það?
„Nei, það er öðru nær, gigt er
Jangt frá þvi að vera einangrað
fyrirbrigði, sem stirðleiki i gömlu
fólki; til eru um 170 tegundir
gigtarsjúkdóma og þeirra verst
er liðagigtin”. Það er Kári Sigur-
bergsson, sérfræðingur i gigtar-
lækningum, sem svarar spurn-
ingunni, þegar við heimsóttum
Reykjalund i gær, en þar er 1/3 af
150 sjúklingum gigtarsjúklingar.
Ástæðan fyrir þvi að við
heimsóttum Reykjalund, til að
ræða við lækna og fólk, sem er
hrjáð af gigt er sú, að i ár, 1977 er
alþjóðlegt gigtarár, og Gigtar-
félag Islands og Gigtsjúkdóma-
félag isl. lækna vilja af þvi tilefni
vekja sérstaka athygli á þeim
mikla þjóðfélagsvanda, sem gigt-
sjúkdómar eru, án þess að þeim
hafi verið sinnt innan heilbrigðis-
þjónustunnar og af almenningi
eins og nauðsyn krefur.
Útbreiddur sjúkdómur
„Eru gigtarsjúkdómar
þjóðfélagsvandi hér á landi,
Kári?”
„Alveg tvimælalaust, og má
sem dæmi nefna, að talið er að 9
af hverjum 10 sem leita læknis
einhverntimann á ævinni geri það
vegna gigtar. Eins má nefna að af
150sjúklingum hér á Reykjalundi
eru 50 gigtarsjúklingar og enn má
nefna, að gigt er talin algengasta
orsök fötlunar og örorku og að
lokum má nefna að hér á landi er
talið sannað að fleiri vinnustundir
tapist vegna gigtveiki en nokkurs
annars sjúkdóms.”
„En hvað er þá gigt?”
„Þetta er góð spurning, vegna
þess útbreidda misskilnings, að
gigt sé aðeins stirðleiki i gömlu
fólki. Til eru um 170 tegundir af
gigtarsjúkdómum, svo fólk getur
séð að um annað og meira en
stirðleika i gömlu fólki er að
ræða. Gigt er vissulega stirð-
leikasjúkdómur, sem byrjar i
liðamótum, eða nálægum vefjum,
i baki og hálsi. Sú gigt sem
algengust er i eldra fólki er svo
nefnd slitgigt og hún er
algengasta tegund gigtar i full-
orðnu fólki, og má eiginlega kalla
hana króniska liðagigt.
En versta og hættulegasta
tegund gigtar er liðagigtin. Hún
spyr ekki um aldur; börn jafnt
sem gamalt fólk fær liðagigt, já,
fólk á öllum aldri. Hér fyrrum var
liðagigt talin ólæknandi, eða i það
minnsta illlæknandi. En sem
betur ver hefur þetta breyst.og i
dag er hægt að hjálpa miklum
meirihluta þeirra sem fá liða-
gigt.”
Sameiginlegt átak.
Og Kári heldur áfram:
„1 sambandi við gigtlækningar
vil ég taka fram, að til þess að
þær beri árangur þarf sameigin-
legt átak margra aðila. Þeir sem
vinna þurfa saman, svo árangur
náist, eru gigtarsérfræðilæknar
skurðlæknar, rannsóknalæknar,
sjúkraþjálfarar, iðjuþjálfar,
meinatæknar, félagsráðgjafar og
siöast en ekki sist verkstjórar
sem stjórna vinnu sjúklinga i
endurhæfingu. Þá þarf að vera
fyrir hendi skilningur hjá yfir-
völdum hve gigtarsjúklingar
þurfa mikla félagslega hjálp.
Hér á landi er mikill skortur á
fólki i margar þessara starfs-
greina, sem ég nefndi, og þá ekki
sist á sérfræðingum i gigtarsjúk-
dómum. Það eru ekki nema 4
slikir sérfræðingar til hér á landi,
sem er alltof litið miðað viö hve
gigt er útbreiddur sjúkdómur.
Þá er enn eitt sem nauðsynlega
þarf að kppa i lag hér á landi, en
það er hve lyfjakostnaður liða-
gigtarsjúlinga er óskaplega mik-
ill. Fólk með liðagigt þarf margar
tegundir af meðölum og það þarf
að greiða 650 kr. fyrir hvert lyf
sem er alltof mikið, auk þess sem
það þarf svo að greiða lækni 600
krónur fyrir hverja heimsókn.
Þetta verða svimandi háar
upphæöir þegar saman er dregið
allt sem þarf til að lækna
liðagigt.”
Framþróun en fer hægt.
„Hefur orðið mikil framþróun i
lækningum liðagigtar siðustu ár-
in?”
„Já, hún hefur orðið nokkur, en
samt finnst manni sú þróun of
hæg. Og það er ekki nema von að
manni finnist hægt fara, þegar sú
staðreynd blasir við, að um 1%
islendinga eru með liðagigt.”
„Hvaða aðferðum er helst beitt
til lækningar á liðagigt?”
„Það er lyfjagjöf, skurðlækn-
ingar, og siðan endurhæfing, hita-
böð og æfingar.”
Endurhæfing
Haukur Þórðarson er yfirlækn-
ir á Reykjalundi og þekkir þvi
allra manna best til endurhæfing-
arlækningar hér á landi. Við
spurðum hann hvernig viö islend-
ingar stæðum á þessu sviði,
„Hér á landi eru starfandi 7
örorku og endurhæfingarlæknar,
sem er alltof litill hópur. Nú, en
við hér á Reykjalundi stöndum
sennilega best ailra hvað endur-
hæfingarlækningar snertir, enda
má segja að það sem aðgreinir
Reykjalund frá öðrum sjúkrahús-
um, sé einmitt endurhæfingar-
lækningar. Reykjalundur hefur
alveg frá byrjun verið endurhæf-
ingarsjúkrahús, fyrst fyrir
berklasjúklinga, en eftir að tekist
hafði að sigrast á berklunum tók
endurhæfing fólks með aðra sjúk-
dóma við. Starfsgreinum, sem
fólk i endurhæfingu getur unniö
við hér á Reykjalundi, hefur fjölg
að mjög,og hefur það stuðlað að
þvi að fólk geti fengið vinnu útá
hinum frjálsa vinnumarkaði, um-
fram það sem áður var, eftir að
dvöl þess hér lýkur.
Við gerum allt sem við getum
til þess að vinnan hér sé sem lik-
ust þvi sem gerist á almennum
vinnumarkaði, en að ekki sé litið
á hana sem eitthvert tilgangslitið
föndur. Menn verða að vinna
ákveðinn tima á dag, þeir þurfa
að stimpla sig inn og út á vissum
timum og þeir fá greitt fyrir sina
vinnu og þá peninga eiga þeir
óskerta. Þetta hefur gefist vel i
gegnum árin. Nú, en auðvitað
erum við lika með fólk, sem
aldrei kemur til með að fara útá
hinn almenna vinnumarkað, bæði
vegna aldurs og annars. Annars
er það svo að engu er hægt að slá
föstu, þegar um endurhæfingu er
að ræða. Það kemur fyrir að fólk
sem maður heldur að geti aldrei
farið á almennan vinnumarkað
nær sér svo vel að það getur það;
þetta er svo einstaklingsbundið.
Varðandi gigtlækningar hefur
iðjuþjálfun komið að mjögmiklu
gagni. Iðjuþjálfun er tiltölulega
ný grein en hefur miklu áorkað i
endurhæfingu gigtarsjúklinga.
Þess vegna stendur nú til að auka
iðjuþjálfun hér á Reykjalundi
verulega og stendur til að tifalda
það húsnæði sem nú er fyrir hendi
til iðjuþjálfunar.
Þá megum við ekki gleyma
sundlauginni sem er kannski
stærsti þátturinn i endurhæfingu,
ekki bara gigtarsjúklinga, heldur
allra sem þurfa á endurhæfingu
að halda. Við fengum mjög góða
sundlaug hér fyrir 3 árum, og það
er ekki sterkt til orða tekið að
segja að hún hafi gefið góða
raun”, sagði Haukur Þórðarson
yfirlæknir að lokum. — S.dór
Það fylgja þessu
óskaplegar kvalir
segir Ólafía Auðunsdóttir, sem
hefur haft liðagigt í 18 ár
„Það getur enginn, nema sá
sem reynt hefur, imyndað sér
hve ægilegur sjúkdómur liða-
gigtin er. Ég hef haft liðagigt i
18 ár og það var ekki fyrr en ég
kom hingað að Reykjalundi
fyrir 3 árum að mér fór að
skána og á þessum tima hef ég
fengið ótrúlega mikinn bata. Ég
kom hingað bundin i hjólastól,
en get nú orðið gengið um
hjálparlaust”, sagði Ólafia
Auðunsdóttir, er við ræddum viö
hana i gær, þar sem hún dvelur
að Reykjalundi.
Ólafia sagði að þetta hefði
byrjað hjá sér með svo nefndri
isgisgigt i baki, en siðan heföi
þetta breyst yfir I liðagigt. Liöa-
gigtinni fylgdu ólýsanlegar
kvalir og það hefði verið óskap-
lega erfitt að vinna með þennan
sjúkdóm.
„Og svo fór að ég gat ekki
unnið lengur, og ég fékk engan
bata fyrr en ég kom hingað að
Reykjalundi. Það versta sem
fyrir hvern mann kemur er að
geta ekki unnið. Það er dásam-
legt að fá að vinna og sofna
þreyttur að kvöldi. Fólk lærir að
meta það þegar það á þess ekki
kost lengur. Nú orðiö get ég
unnið svo litið I höndunum og
það er allt annað lif,” sagði
Ólafla.
Um það hvort hún ætti von á
enn meiri bata sagðist hún ekki
vita.
Ólafla Auðunsdóttir
„Ég fór til Spánar I fyrra
sumar og var þar I hitanum og
mér hefur aldrei liðið betur
siðan ég fékk þennan sjúkdóm,
enda fer kuldi afar illa með fólk
sem hefur liðagigt, en hitinn aft-
ur á móti veldur manni velllðan.
Hér á Reykjalundi er gott að
vera og ég veit fátt betra en
stunda heit böð og sundlaugina
hér. Enda, eins og ég sagði
áðan, byrjaði mér ekki að batna
fyrr en ég kom hingað og það er
mikil breyting að geta gengið
óstudd, frá þvi að geta ekki
hreyft sig úr hjólastól, og það á
aðeins 3 árum.” —-S.dór.
Með
liðaglgt
í 27 ár
Rætt við
Margréti
Sigurðardóttur
„Ég hef haft vonda liðagigt
allt siðan 1951, en ég var
áreiðanlega farin að finna fyrir
henni miklu fyrr, strax sem ung
stúlka, en þá voru þetta bara
kallaðir vaxtarverkir I krakk-
anum”, sagði Margrét
Sigurðardóttir, sem i eitt og
hálft ár hefur dvalist að Reykja-
lundi.
„Fyrst bar á liðagigtinni i
höndunum, og þessu fylgdu
miklar kvalir. En það var ekki
um annað að gera en halda
áfram að vinna, ég var húsmóð-
irogvarðað sjá um mitt heimili
En svo ágerðist þessi sjúkdóm-
ur og fór i handleggina og uppi
axlir, og siðan fékk ég lika
liðagigt I hnén. Verst af öllu var
þó gigtin I öxlunum og kvalirnar
maður”.
„Getur fólk með liðagigt sofið
án lyfja?”
„Það er sennilega misjafnt,
en það hefur verið mitt lán, að ef
vel hefur verið um mig búið hef
ég alltaf getað sofið, annars
hefði ég ekki haldið þetta út,
eins og kvalirnar voru miklar.”
„Nú ertu búin að vera hér
siðan 1975, hefurðu fengið ein-
hvern bata?”
Margrét Sigurðardóttir
„Já, ég hef fengið ótrúlega
mikinn bata. Það er ekki hægt
að likja liðan minni nú saman
við það sem var þegar ég kom
hingað. Ég get sagt þér það, að
þegar ég kom hingað mátti alls
ekki við mig koma, þá hljóðaði
ég af kvölum; nú er þetta allt
annað lif. Ég hef fengið hér lyf,
heita bakstra.og svo er ég i iðju-
þjálfun, sem hefur gert mér
mjög gott. Og nú er svo komið
að ég get staulast um á hækjum
og þótt ég hafi ekki von um að
geta nokkru sinni sleppt þeim,
þá er það mikil framför að
komast á þær. Og svo get ég
orðið heklað dálitið, en það er
lika það eina sem ég get unnið i
höndunum, þær eru orðnar svo
skemmdar af liðagigtinni. En
það sem er mest um vert, ég
geri mér vonir um enn meiri
bata, og það er fyrir öllu.”
—S.dór.