Þjóðviljinn - 16.04.1977, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 16.04.1977, Blaðsíða 16
16 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 16. aprll 1977 Járnblendiverksniidjan Framháld af bls. 16 lei&slu á um 48.800 tonnum af kisiljárni. Hins vegar kemur fram i raf- magnssamningi, nánar tiltekiö i 4. gr. hans, aö Járnblendifélagiö treystir sér ekki til aö tryggja Landsvirkjun orkukaup nema aö þvi marki sem mundi duga til aö framleiöa 39.600 tonn á ári meö tveim ofnum eöa 19.800 tonn á ofn. 1 samningnum er tilsvarandi stærö tiltekin iorkueiningum, þ.e. 396 GWst á ári (2 ofnar). 1 reynd mun þessi lágmarks kauptrygging Járnblendifélags- ins vera enn minni en 396 GWst á ári. Ýmis ákvæöi i rafmagns- samningi, einkum þó 17. grein hans, lækka nefnilega skuldbind- ingar Járnblendifélagsins gagn- vart Landsvirkjun varöandi lág- marks orkukaup. Af ákvæöum rafmagnssamn- ingsins veröur þvi ljóst, aö ekki er gert ráö fyrir, aö meöalfram- leiösla verksmiöjunnar verði meiri en um 39.600 tonn, þegar báöum ofnum er komiö upp, eöa innan við 80% af áætlaöri af- kastagetu verksmiöjunnar. Það verður þvi aö telja óvar- legt aö reikna meö 50.000 tonna ársframleiöslu aö meöaltali, eins og gert er i hinum opinberu arö- semisútreikningum er fylgja frumvarpinu. Yfirgnæfandi iikur á tap- rekstri verksmiðjunnar. Eina tekjulind járnblendiverk- smiöjunnar mun vera af sölu kisiljárns. Tekjuhliö fyrirtækisins er þvi háð tveim megin stæröum: sölumagni og söluveröi. Viö erum þegar búnir að sýna aö áætlaö sölumagn sé óraunhæft, enda benda bæöi ytri aöstæöur og samningsákvæöi til þess aö fram- leiöslan og salan veröi sveiflukennd og nokkuö minni en gert var ráö fyrir. Sé rekstraryrirlit járnblendi- verksmiöjunnar skoöaö i þessu ljósi og stuöst viö rekstraryfirlit, sem Þjóðhagsstofnun geröi ný- lega og birt var i Þjóöviljanum 16. mars s.l., kemur I ljós aö sjá má fram á stórfellt tap verksmiöj- unnar. Samkvæmt þvi yfirliti , sem byggt er á fullum afköstum verk- smiöjunnar og á verölagi ársins 1976 yröi rekstrartap verksmiöj- unnar 22 milljónir n.kr. á ári, en ef miðaö var viö rekstrargrund- völl 1985 og verölag 1978 var rekstrarhagnaöur 7 milljónir n.kr. Samkvæmt meöf. rekstraryfir- liti (Tafla I), sem viö höfum gert, og byggt er á forsendum sem samræmast betur undanfarinni greiningu okkar (einkum hvaö varöar framleiöslu- og sölu- magn), mun rekstrartap verk- smiöjunnar vera um 30milj.n.kr. miöaö viö verölag 1976 eöa um 1130 milj. isl. kr. á ári á núverandi gengi. Sé hins vegar miöaö viö áætlað verðlag 1978 og rekstrar- Pípulagnir Nýlagnir, breytingar hitaveitutengingar. Sími 36929 (milli kl. 12 og l og eftir kl. 7 á kvöldin) grundvöll ársins 1985, þá veröur hallinn 8 milj. n.kr. eöa um 300 milj. isl. kr. á núverandi gengi. Nú segir þetta engan veginn alla söguna. Undanfarin ár hefur nefnilega verö á hráefnum til iðnaðar fariö mjög hækkandi og er kisiljárn- iönaöur engin undantekning i þessu sambandi. Séu skoöaöar al- mennar hráefnisvisitölur (t.d. visitala MOODY’S frá Bandarikj- unum, visitala REUTER’S frá Bretlandi og visitala The ECONOMIST fyrir iönaö I Bret- landi), kemur I ljós aö hráefnis- verö hefur aukist allt aö þvi tvö- falt hraöar en markaösverö á kisiljárni. Hins vegar hafa norsk hráefni til framleiöslu á kisiljárni i 'Noregi hækkaö álika og sjálft kisiljárnveröið. Þannig hafa Norömenn ekki hækkað verö hrá- efna sinna aö sama skapi og flest- ir aörir og má rekja þaö til þess aö þarlendir framleiöendur hafa hér mikilla hagsmuna aö gæta. Hina almennu hækkun á hráefn- um má hins vegar rekja til þess að þróunarlönd, sem ráöa yfir miklum hluta hráefnanna, hafa i vaxandi mæli krafist hærra verös • og þar meö „réttlátari hlutdeild- ar i iönaðarframleiðslu heims- ins”. Séu rékstraryfirlit Þjóðhags- stofnunar fyrir árin 1976 og 1985 skoöuð nánar, kemur I ljós aö 1 þvi fyrra er hráefnakostnaöur 43%. af sölutekjum en i þvl siöara er tilsvarandi liöur aöeins 34% , þrátt fyrir þaö aö hækkun hrá- efnisverös i Noregi til kisiljárn-. framleiöslu þar hefur verið álika mikil og hækkun á markaðsverði kisiljárns. Engin rök eru siöan færö til þess aö réttlæta þessa hugsanlegu þróun. Hins vegar má benda á, aö ef hráefniskostnaöur heföi veriö áætlaöur 43% eins og hann var á siðasta heila rekstrarári (1976) , þá heföi rekstrarhalli verksmiöj- unnar orðiö 8 milj. n.kr. á ári I staö 7 milj. n.kr. hagnaöar. Hér er i öllum tilfellum miöaö viö full afköst verksmiöjunnar (50.000 tonn). Náist ekki aö framleiða — og selja — þau 50.000 tonn á ári, sem ráö er fyrir gert, þá vofir yfir enn meiri taprekstur. Ýmislegt fleira má benda á sem kemur til með aö skeröa enn rekstrarafkomu verksmiöjunnar og skal drepiö aöeins á tvö atriöi til viöbótar. • Akvöröun um stækkun slöara ofns mun auka stofnkostnaö að óákveönu marki og þar meö greiöslubyröi félagsins i formi afborgana og vaxta. Rétt er aö geta þess hér, aö þótt afkastageta verksmiöj- unnar yröi aukin meö þessu móti, er hvergi gert ráö fyrir tilsvarandi aukningu á sölu- tryggingum af hálfu ES. • Engir samningar liggja fyrir um hráefnakaup eöa um kostnaö, sem af þeim mun hljótast. Hins vegar mun vera kunnugt um að kvars, raf- skaut og járn sé fáanlegt hjá ES i Noregi. Til samans er áætlaö aö umræddir hráefna- liöir myndi um 40% af hrá- efnakostnaöi. Skv. tækni- samningi mun þaö vera hlut- verk ES aö aöstoöa og gefa ráö viö „útvegun, val og flutning á hráefnum fyrir verksmiöj- una”. Ekki treystum viö okk- ur til þess að spá um þaö hve mikil áhrif aðstaöa ES I mótun ákvaröana i þessu máli mun hafa á kostnaö verksmiðj- unnar. Þaö er þvi engan veginn út i hött þótt fullyrt sé aö rekstrar- grundvöllur verksmiöjunnar sé óraunhæfur. Allavega má segja þaö, aö á grundvelli þeirra gagna, sem fyrir liggja, hafi alls ekki tekist aö sýna fram á slikan grundvöll, jafnvel þó hann kunni að finnast einhvers staöar. Hvaöa hag sér ES í þátt- töku sinni? Þessi spurning vaknar um leiö og ljóst veröur aö yfirgnæfandi likur eru á taprekstri Járnblendi- félagsins. Þegar reynt var aö svara þessari spurningu, kom i ljós aö helstu upplýsingar, sem varpaö gætu ljósi á þessa hlið mála, liggja ekki á lausu, hvorki i opinberum gögnum alþingis né hjá Járnblendifélaginu sjálfu. Þaö sem myndi t.d. varpa mestu ljósi á hag Elkem-Spiger- verket af þessu fyrirtæki, eru upplýsingar varðandi viöskipti Járnblendifélagsins við ES vegna stofnframkvæmda svo og upplýs- ingar um eöli og umsvif tækni- legrar þjónustu, sem gert er ráö fyrir aö ES veiti Járnblendifélag- inu, eftir að verksmiöjan er kom- in upp. Allt þetta er á huldu, enda er okkur tjáö, aö áætlanir um stofnkostnaö séu mjög grófar enn sem komiö er. Þaö er þó öllum ljóst, aö ES ætlar sér vænan bita af þeim 18 miljöröum, sem verk- smiðjan á aö kosta. En þrátt fyrir ytri annmarka, hefur okkur tekist aö gera mjög varlega áætlun um rekstrartekj- ur beggja eigenda Járnblendifé- lagsins, þ,e. Elkem-Spigerverket og Islenska rikisins. Þessi áætlun súnir aö ES mun ekki bera umtalsverða áhættu þótt svo aö verksmiöjan yröi rekin meö miklu tapi. Töflur II og III, sem hér fylgja, sýna hvernig á þvi stendur. 1 tölu II má sjá, að tekjurES aí fyrirtækinu veröa állka og tekjur islenska rikisins, séu tekjur rikis- ins vegna eignarhlutdeildar i Landsvirkjun taldar meö. Sé hlutdeild rikisins I Landsvirkjun sleppt, eru tekjur ES 2.3-4 sinnum meiri en tekjur rikisins. Þessi áætlun er varleg aö þvi leyti, aö hér hafa ekki verið taldar meö tekjur ES vegna sölu á kvarsi og járngrýti frá eigin námum, né tekjur ES vegna sölu á varahlut- um og öörum búnaöi til viðhalds og endurnýjunar. Hins vegar bendir margt til þess, aö ES ætli sér þó nokkrar tekjur af sölu á þessum vörum. A sama tima má sjá i töflu III aö fjárframlag islenska rikisins vegna verksmiöjunnar er rúm- lega fjórum (4) sinnum meira en framlag ES, sé hlutdeild rikisins i framkvæmdum Landsvirkjunar viö Sigöldu og viö raflinu til verk- smiöjunnar talin með. Sé sú hlut- deild ekki talin meö, er framlag islenska rikisins rúmlega tvisv- ar sinnum meira en framlag ES. Margt bendir til þess aö hagnaöur ES af fyrirtækinu veröi ,nokkuö meiri en hagnaöur is- lenska rikisins, þrátt fyrir það, aö ES taki mun minni þátt i stofn- kostnaði fyrirtækisins. Þaö er þvi ljóst að áhætta Elkem-Spiger- verket er ekki sambærileg viö áhættu Isl. rikisins og ekki undar- legt aö ES sækist eftir þessu sam- starfi, þrátt fyrir væntanlegan taprekstur. Fjölþjóða auðhringurinn Elkem-Spigerverket Fjölþjóöa auöhringir eru fyrir- tæki, sem reka samræmda fram- leiöslu, hráefnaöflun og sölustarf- semi I ýmsum löndum og hafa jafnframt yfirráð yfir þeim hrá- efnaauölindum eöa sölumörkuö- um, sem nauösynleg eru fyrir starfsemi þeirra. 1 þeim tilfellum er fjölþjóöa auöhringir leita sam- starfs hjá stjórnvöldum einstakra þjóörikja, leitastþeir viö aö hafa i Bsf. Byggung Kópavogi Framhaldsaðalfundur verður haldinn i Hamraborgli dag laugardaginn 16. april kl. 2 eftir hádegi. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Rætt um byggingarframkvæmdir árið 1977. Stjórnin. sinum höndum öll yfirráð yfir framleiöslunni. Enda eru hrá- efnaöflun, framleiösla og sala i þeirra augum samtvinnuö heild, sem ekki veröur brotin upp án þess aö viö þaö glatist völd. Afstaöa hringanna er þvi eölileg, sé tekiö miö af sjálfsögöum markmiöum slikra fyrirtækja um hámörkun arösins (skýrgreining hugtaksins aröur látum viö nú liggja milli hluta). — Undirritaöir hafa nú fylgst með atferli fjölþjóöa auö- hringa um nokkurt skeiö og hvergi rekist á tilfelli, þar sem slikum hringum hefur ekki tekist aö halda völdum sinum fyrir framleiösluferlinum óskertum, þrátt fyrir samstarf viö ýmis þjóðriki. Og Elkem-Spigerverket er eng- in undantekning hvaö þetta áhrærir. Auöringurinn er meö samræmda starfsemi i mörgum löndum, Evrópu og viðar. Hann hefur tryggt sér auölindir (nám- ur), orkulindir, verksmiöjur og sölukerfi (Fesil, norska sölusam- lagiö kisiljárnframleiðenda er I raun stjórnað af Elkem). í sam- starfi sinu viö Islenska rikiö, hef- ur Elkem lykilaöstööu varöandi sölustarfsemi, hráefnaöflun og tækniþróun, enda litur Elkem á verksmiðjuna I Hvalfirði aöeins sem hlekki framleiöslukerfi sinu. Þetta kemur kynlega fram 112. gr (17) aðalsamningsins. Þar segir m.a.: „Við gerö framleiöslu- og sölu- áætlana (...) skulu ES og Járn- blendifélagiö vinna saman i þeim tilgangi aö komast aö hagkvæm- asta skipulagi frá sjónarmiöi starfseminnar I heild”. (undir- strikun okkar). Engin skynsamleg rök mæla heldur meö þvi , aö ES reyni aö láta Járnblendifélagiö hagnast um of, og er þaö sama hvort ES ætti fyrirtækið aö öllu leyti eöa einungis aö hluta. Ef rekstrar- áætlanir Járnblendifélagsins sýndu verulegan hagnaö, þá mynduöust rök fyrir þvi aö fyrir- tækiö greiddi hærra raforkuverö en raun ber vitni. En orkan er jú ein af aöalástæöum fyrir þvi aö ES leitaöi eftir þessu samstarfi. Af þeim upplýsingum, sem fram hafa komiö um hag Elkem- Spigerverket af fyrirtækinu og um tap Islenska rikisins af þvi, er greinilegt að hér er um hefð- bundið arörán aö ræöa en ekki um norræna samvinnu i jákvæöri merkingu oröanna. Lokaorð I grein þessari hefur veriö f jall- að um rekstrarhorfur og hag- kvæmni járnblendiverksmiöju, sem lagter til aö reisa i Hvalfiröi. Megin niöurstööur þessarar greinar eru sem hér segir: • Markaðshorfur á kisiljárni eru slæmar. Vonir manna um að kreppan I stáliönaöinum sé i rénun eru ekki nægilega rök- studdar. I áætlunum Þjóöhagsstofnun- ar um arðsemi járnblendi- verksmiöjunnar er annað hvort hlutur hráefna I fram- leiöslunni vanreiknaöur eöa spár um söluverð of bjart- sýnar. • Tryggingar Elkem-Spiger- verket (væntanlegur sam- starfsaöili Isl. rikisins i þessu fyrirtæki) á sölu á afuröum járnblendiverksmiðjunnar, eru ekki I samræmi viö þaö, sem gert er ráö fyrir að fram- leiöa þar. Þannig eru arö- semisáætlanir byggöar á sölu- tekjum, sem ekki fá staöist i raunveruleikanum. • Hagur Elkem-Spigerverket af þessu samstarfi er mun meiri enhagurislenska rikisins, þrátt fyrir að framlag auöhringsins og þar meö áhætta hans sé langt um minni en framlag og áhætta islenska rikisins. Við teljum aö fyrirliggjandi rekstraráætlanir um járnblendi- verksmiöju I Hvalfiröi séu tákn- rænar fyrir andvaraleysi þeirra, sem um þessi mál hafa fjallaö. Flestar forsendur sem liggja til grundvallar rekstraráætlunum eru fengnar frá hagsmunaaöil- um (Elkem-Spigerverket og Járnblendifélaginu) en sjálfstæö- ar rannsóknir isl. aöila hafa ekki verið geröar af þvi er næst verö- ur komist. Niöurstööur þessarar greinar benda þvi eindregið til þess, aö leggja beri niöur öll áform um rekstur járnblendiverksmiöju i Hvalfiröi á grundvelli þess frum- varps sem nú biður afgreiðslu á alþingi Islendinga. 8.4.77 Þjóðviljinn óskar að ráða afgreiðslustjóra frá næstu mánaðamótum. Skriflegar umsóknir með upplýsingum um fyrri störf sendist útbreiðslustjóra blaðsins ekki siðar en 22. april nk., og veitir hann frekari upplýsing- ar. Blikkiðjan Garöahreppi önnumst þakrennusmíði og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmíði. Gerum föst verðtilboö. SÍMI 53468

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.