Þjóðviljinn - 16.04.1977, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 16.04.1977, Blaðsíða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 16. april 1977 Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis. Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Útbreiöslustjóri: Finnur Torfi Hjörleifsson. Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Auglýsingastjóri: úlfar Þormóösson Ritstjórar:Kjartan ólafsson Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar: Svavar Gestsson 'Slöumúla 6. Simi 81333 Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson. Umsjón meö sunnudagsblaöi: Arni Bergmann. Prentun: Blaöaprent hf. Ráðleggingar OECD Loksins i gær, mánuðum eftir að skýrsla OECD, Efnahags- og framfara- stofnunar Evrópu, um Island kemur fram, er minnst á hana i Morgunblaðinu. Fyrri skýrslna stofnunarinnar hefur jafnan ver- ið getið i þessu stærsta blaði auðstéttar- innar þegar við birtingu þeirra. Að þessu sinni hefur liðið langur timi frá útkomu skýrslunnar til fyrstu frásagnar, ástæðan er venjuleg afstaða ihaldsblaðsins að reyna að þegja óþægilegar staðreyndir i hel. Meginniðurstöður OECD-skýrslunnar eru þessar: 1. Verðbólgan hefur verið hagstjórnar- tæki rikisstjórnarinnar, verðhækkanir opinberrar þjónustu hafa orðið meiri en aðrar hækkanir og þannig ber rikisstjórn- in höfuðábyrgð á verðhækkunum. Gengis- felling, gengissig, söluskattshækkanir og vörugjald eru liður i þessari stefnu ríkis- stjórnarinnar. 2. Verkalýðshreyfingin hefur sýnt furðumikið langlundargeð í þessu ástandi. Embættismenn OECD sem semja skýrsl- una undrast þolinmæði verkalýðssamtak- anna og þeir benda á að viðast hvar ann- ars staðar hefðu slikar árásir á kjörin valdið meiriháttar „félagslegum óróa”. Af þessum tveimur niðurstöðum OECD þarf ihaldsstjórnin að draga sina lær- dóma. Það hefur hún enn ekki gert, en verkalýðssamtökin hafa gert það: í fyrsta lagi er það niðurstaða verkalýðssamtak- anna að meginábygðina á efnahags- ástandinu og kjaraskerðingunni beri rikisstjórnin, hún þurfi þvi að vikja. Jafn- framt hefur verkalýðshreyfingin ákveðið að undirbúa sig undir hörð átök m.a. með þvi að afla verkfallsheimilda til beitingar þegar frá 1. mai þannig að þess er ekki að vænta að embættismenn OECD geti framar hælst um yfir þvi að verka- lýðshreyfingin á íslandi láti bjóða sér ránsherferðir fremur en verkalýðssamtök nágrannalandanna. —s. Þeir vita hvað þeir gera Islendingar hafa þegar fengið nokkra reynslu af mengunariðnaði stórfyrir- tækja. Sú reynsla kennir okkur að fara að öllu með gát; þess vegna er yfirgnæfandi meirihluti islensku þjóðarinnar andvigur úfærslu erlendrar stóriðju hér á landi og hvetur til fyllstu aðgæslu við mengunar- vamir stórfyrirtækja yfirleitt. En meiri- hlutinn á alþingi er öðruvisi samansettur. Þar sitja menn sem enn hafa ekkert lært. Þar leyfa þingmenn þriggja flokka — Al- þýðuflokksins, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins — sér að skrifa undir nefndarálitum að samþykkja frumvarpið um kisiljárnverksmiðjuna á Grundar- tanga án þess að hafa áður kynnt sér greinargerð og kröfur heilbrigðiseftirlits rikisins. Svo heillum horfnir eru þing- menn þriflokkanna að þeir láta sér ekki einu sinni koma til hugar að fara fram á skýrslur um kröfur heilbrigðiseftirlitsins, þeir eru svo litilla sanda og sæva að þeir láta sér til hugar koma að fela skýrslu heilbrigðiseftirlitsins, gera hana að „trúnaðarmáli” svo að almenningur fái ekki að vita að i veigamestu atriðum hefur verið vikið frá kröfum heilbrigðiseftirlits- ins við veitingu starfsleyfis handa verk- smiðjunni. Þingmenn Alþýðubandalags- ins mótmæltu þvi harðlega á alþingi i fyrradag og að skýrsla þessi væri stimpl- uð trúnaðarmál, og loks létu þingmenn þriflokkanna undan og samþykktu að skýrsla þessi yrði gerð opinber. En tilraun þingmanna þriflokkanna er söm og jöfn eftir sem áður og vinnubrögð þeirra eru hneyskli: Þeir skrifuðu undir meirihlutaálit iðnaðarnefndar um sam- þykki við Grundartanga verksmiðjuna án þess að hafa áður svo mikið sem séð álit heilbrigðiseftirlitsins. Þesssir þingmenn heita Ingólfur Jónsson, Pétur Sigurðsson, Lárus Jónsson, Þórarinn Þórarinsson og Benedikt Gröndal. Þjóðin þarf að þekkja nöfn þessara manna og gera sér grein fyr- ir þeim vinnubrögðum sem þeir tíðka á al- þingi. Þjóðin þarf að fá að vita hverjir það eru — hvað þeir einstaklingar heita og hvar I flokki þeir eru — sem fótum troða þá,, virðingu alþingis” sem þeir alla jafna hafa á vörunum. Einkum er hlutur Al- þýðuflokksins þó athyglisverður. Formað- ur hans gengur fram fyrir skjöldu og hjálpar stjórnarflokkunum til þess að knýja fram samþykki við verksmiðjuna, enda þótt fullvist sé að við andstöðu Al- þýðuflokksins kæmi hik á stjórnarflokk- ana, þeir yrðu að handjárna sitt lið til þess að fá kisiljárnverksmiðjuna á Grundar- tanga samþykkta. En í skjóli Alþýðu- flokksins komast þeir fram með þau vinnubrögð sem hér á undan var lýst. Meirihluti alþingis — sá sem liklega er á bak við þingmennina fimm, sem nafn- greindir voru hér á undan — er að taka á sig þunga ábyrgð gagnvart framtið is- lensku þjóðarinnar. Þessi meirihluti er að hunsa vinnubrögð visindamanna, þessi meirihluti hunsar meirihluta þjóðarinn- ar. Þennan meirihluta, hvern einasta þingmann hans ætti að gera persónulega ábyrjan fyrir afleiðingum verka þeirra hvort sem um er að ræða mengun frá verksmiðjunni eða stórfelldan halla af rekstri verksmiðjunnar. Það er útilokað að liða þessum einstaklingum sem skipa þennan meirihluta þingsins að koma fram eftir nokkur ár segjandi sem svo að þeir hafi ekki vitað betur — eins og Benedikt Gröndal gerir nú vegna álverksmiðjunn- ar. Þessir þingmenn vita hvað þeir gera og það á ekki að fyrirgefa þeim. Gröndal þjófkennir Alþýðubanda- lagið og Þjóðviljann Benedikt Gröndal, formaöu. Alþýðuflokksins, flytur ástarjátn- ingu sina til Atlantshafsbanda- lagsins af skörungsskap i Morgunblaðinu i gær. Greinin er dæmigerö fyrir þaö hvaö viö- kvæmir Alþýðuflokksmenn eru fyrir skömmum úr Morgunblaös- höllinni. Einhverntima heföi það þótt aðalsmerki i Alþýðuflokkn- um aö vera skammaöur i Morgunblaöinu, en það er liðin tiö, enda hræöist Alþýöuflokks- menn mjög hótanir Sjálfstæöis- flokksforystunnar um aö hún muni engin atkvæöi lána i næstu kosningum ef samstarfsbróöirinn fyrrverandi heldur sig ekki á mottunni. Benedikt leggur áherslu á að „ábyrgum mönnum”beri aö falla i náöarfaðm ihaldsins og banda- riskrar utanrikisstefnu. Mestar áhyggjur hefur hann þó af þvi að bjóöviljinn og Alþýöubandalagið steli ættjarðarástinni, og vill láta refsa fyrir verknaöinn: ,,t varnarmálum hefur kommúnistum, sem stjórna Al- þýöubandalaginu og Þjóöviljan- um oft tekist aö stela ættjaröar- ástinni frá okkur hinum og beita henni fyrir pólitiskan vagn sinn. Er ekki kominn timi til aö refsa þeim fyrir þvilikan þjófnaö?” Málið: Æ tt- jarðarástin gegn kommum Þess er semsagt að vænta aö Alþýöuflokksmenn og Sjálf- stæöismenn taki sig saman og stefni Alþýöubandalaginu og Þjóöviljanum fyrir hönd ætt- jarðarástarinnar vegna siendur- tekins þjófnaðar á henni. Sibrota- mönnum er sem kunnugt er refs- að meö þyngstu dómum og er þess vegna viöbúið aö krafist veröi hárra fjársekta og fangelsunar á þjófunum. Hér i Þjóðviljanum munum viö aö sjálfsögöu segja frá gangi þess- ara væntanlegu málshöfðunar á svipaðan hátt og gert hefur veriö af óblandinni ánægju i VL-málun- um. Málið Geir Hallgrimsson, Benedikt Gröndal o.fl. fyrir hönd ættjaröarástarinnar gegn Þjóö- viljanum og Alþýöubandalaginu verður næsta framhaldssaga og langavitleysa hér i blaöinu. Umboðslaun fara stór- hœkkandi Framkvæmdastjóri Verslunar- ráös Islands, Þorvaröur Eliasson, segir i viötaíi viö Visi á miöviku- daginn aö óæskilega mikil aukn- ing hafi orðið á umboöslaunum heildverslunar. Umboðslaun heildverslunarinnar hafa á und- anförnum árum fariö jafnt og þétt vaxandi. Skýringuna segja Þor- varöur og Visir vera þá, að heild- söluálagning sé fastbundin og þvi hafi heildsalar gripiö til þess ráös aö fá umboöslaunin hækkuö. „Ariö 1971 námu umboöslaun heiidverslunar 323.9 miljónum króna, sem var 4.4% af vöru- notkun. 1975 voru þau hins vegar oröin 1.660 miljónir eöa 7.6% af vörunotkun. Meö vörunotkun er átt viö kostnaöarverð vörunnar eins og þaö er þegar hún er komin i hús, en þaö er þaö verö sem álagning er reiknuö á.” Þorvarður segir aö þetta fyrir- komulag auki á veröbólgu og hækki vöruverð, og aö heildsalar vilji skipta á álagningu og um- boðslaunum, og hafa álagninguna sem sinn tekjulið. Frjáls álagning er hans læknisráö. Kaupmaður lœkna sjálfan þig Oddviti Verslunarráösins virö- ist alveg hafa gleymt þvi aö til er miklu róttækari lækning á mein- inu, sem er þrautreynd erlendis og ræöst ekki aöeins á einkenni sjúkdómsins heldur á orsakir hans. Stanley Carter, BESO-sér- fræöingurinn, sem veriö hefur aö kenna Hagkaupsmönnum aö gera bein innkaup frá útlöndum, sagöi i viötali viö Morgunblaöiö 12. mars sl.: „Heiidsaiar hafa að mestu horfiö af sjónarsviöinu i öörum löndum Evrópu og flestar versianir panta vörur sinar bcint frá framleiöanda. Hnignunar- skeiö hcildverslunar i Bretlandi var á milli 1930 og 1945 og þvi fylgdi mikiö striö, hótanir og erfiölcikar. Þaö má fullyrða aö hvarf heildsölukerfisins hafi leitt til 10 til 15% lækkunar á vöru- veröi.” Til þessara orða hefur áöur veriö vitnað i Þjóöviljanum og greinilega ekki vanþörf á fyrst oddviti Verslunarráösins hefur ekki lesib Moggann sinn 12. mars. Og ekki sakar aö láta spásögn Carters fylgja i þeirri von aö hún rætist fyrr en siðar til hagsbóta fyrir isl. launamenn og neyt- endur: ',,Ég held aö þróunin hér verði einnig sú, aö smásöluverslanir fari meira út i þaö aö kaupa sjálf- ar beint inn og aö heildsölukerfið ieggist niöur, þvi þaö er ekkert vafamál aö þaö ýtir upp verö- lagi.” Kaupmenn hafa þaö i sjálfs sins hendi aö lækka vöruverð meö þvi að taka upp nýja og heilbrigðari innkaupahætti án óþarfra milli- liöa. Það þarf aö lyfta versluninni af steinaldarstiginu og aö þvi verkefni ætti Verslunarráöið aö snúa sér.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.