Þjóðviljinn - 16.04.1977, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 16.04.1977, Blaðsíða 7
Laugardagur 16. april 1977 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 7 Ef borgarráö vill ekki bæta við skipum þá kemur ekki til kasta rikisstjórnar, þá vill rikisstjórnin ekki leyfa aukningu Eflum Bæjarútgerð Reykjavíkur ið gert á kostnað saitfisk- Á aðalfundi Dagsbrúnar 3. april 1977 var samþykkt ályktun um eflingu Bæjarútgerðar Reykjavikur. Þessi ályktun segir okkur i raun og veru að það er margt i rekstri útgerðarinnar, sem þarf lagfæringar við, og enn fleira sem þarf að efla. Ályktunin kveður svo á, að brýn nauðsyn sé að fá 2 skuttog- ara af minni gerð. Ég tel að það sé ekki farið fram á mikið, miðað við það sem var áður, þvi að Bæjarút- gerðin átti og gerði út 8 skip og var þá mál manna að mikil gróska væri i rekstrinum, sem og var. En hvernig er þessu háttað i dag? útgerðin á 3 stóra skut- togara, smiðaða á Spáni, 1 fransksmiðaðan litinn togara og svo 1 gamlan siðutogara eða samtals 5 skip. Þessi þróun mála er óheilla- vænleg fyrir reykviskt verka- fólk og enn hallar á skipaeign- ina þar sem gamli siðutogarinn er að hverfa út úr rekstrinum vegna elli. Þegar svo verður komið eru aðeins eftir 4 skip eða helmingur þess flota sem Bæjarútgerðin átti. Ég veit með vissu að núverandi forráða- menn útgerðarinnar vilja auka skipaeignina frá þvi sem nú er en tilskilin leyfi fást bara ekki. Ef borgarráð vill ekki bæta við skipum þá kemur ekki til kasta rikisstjórnarinnar, en ef borgar- ráð vill auka skipakostinn þá vill rikisstjórnin ekki leyfa aukningu. Hvernig á verkafólk að skilja svona stjórnvisku? Auðvitað hugsar það sem svo að hin pólitisku öfl, I þessu tilfelli ihaldið, vilji Bæjarútgerðina feiga. Þróunin er orðin slik. Ég tel það skyldu ihaldsins i borgarráði og rikisstjórn að gefa skýrar yfirlýsingar þar um. Þá er i ályktuninni talað um að bæta alla aðstöðu i landi. Hvað er hér átt við? Við skulum lita ögn á það. Með nýjum tim- um kemur ný tækni. Það segir sig sjálft að erfitt er að koma nýrri tækni við i gömlum hús- um. Frystihús útgerðarinnar er dæmigert um það. Ofan á bætist að það er i upphafi ekki byggt sem frystihús heldur sem niður- suðuverksmiðja. Sem betur fer er farið að huga meir að þvi en áður að fiskur er lika matur. Þvi hefur verið tek- inn upp sá háttur að setja fisk- inn i þar til gerða kassa. Þetta hefur gefið mjög góða raun sem m.a. kemur fram i þvi að greitt er 8% hærra verð fyrir þann fisk. En ekki er sopið kálið þótt i ausuna sé komið. Það þarf að vera fyrir hendi aðstaða til að þvo þessa kassa, en hún er ekki til hjá Bæjarútgerðinni. Bæði vantar hús og vélar til kassa- þvottar Þessu þarf að bæta úr hið bráðasta. Þá skulum við huga aö þvi að Bæjarútgerðin verkar stóran hluta hráefnisins i salt og skreið. Aðstaðan var góð til þess hér fyrr á árum en margt hefur breyst til hins verra i þessari verkun ekki siður en i frystihús- inu. Húsin eru orðin gömul og úrelt,enda ekki mikið gert til að viðhalda notagildi þeirra. Einnig hefir Bæjarútgerðin saltað töluvert mikið af sild eftir að sildveiðar voru heimilaðar aftur og hefir það að mestu ver- verkunarinnar og skreiðar- framleiðslunnar. Þennan agnúa þarf að laga með uppbyggingu á þessum starfsgreinum. Ég tel að þetta sé m jög brýnt verkefni, ekki sist vegna þess að það er almennt álit að verkun á þess- um vörutegundum hafi verið mjög góð og að mestu leyti fyrsta flokks. Þá skulum við huga að hvernig búið er að þeim sem eiga að sjá um viðhald á bif- reiðaeign útgerðarinnar. Bif- reiðaverkstæðið er litil kompa i gömlu Dverghúsunum við Grandaveg og er fyrirtækinu til skammar og óhjákvæmilegt að bæta þar úr hið bráðasta. Bif- reiðaeign útgerðarinnar er i Jágmarki og er þessi: 6 vörubif- reiðar (3 nýlegar Volvobif- reiðar, 1 Volvobifreið frá árinu 1957, 1 Volvobifreið frá árinu 1960 og Treitervörubifreið frá árinu 1963) Þessar bifreiðar eru ætlaðar til að aka öllum fiski til og frá vinnslustöðvunurrí, þar á meðal öllum fiski sem fer i skreið. Aðstaðan til viðhalds og þrifa á þessum bifreiðum er, eins og ég hefi áður bent á, til skammar, sér i lagi að ekki skuli vera aðstaða til að þrifa þessar fiskflutningsbifreiðar. Þá á útgerðin 1 kranabifreið og stóra fólksflutningabifreið. Þar sem ég tel að þessi bif- reiðaeign sé algjört lágmark verður hér að bæta úr hið bráðasta með fjölgun og lag- færingum. Þetta held ég að séu aðal- ástæður fyrir þvi orðalagi i ályktun Dagsbrúnar frá 3. april um að öll aðstaða i landi verði bætt verulega. Þá skulum við koma að þvi sem verið er að gera til að bæta aðstöðu þess fólks sem vinnur að framleiðslustörfunum sjálf- um. Verið er að innrétta nýjan matsal og eldunaraðstöðu fyrir fiskiðjuverið á efstu hæð hússins sem búin er að standa litt notuð frá byggingu þess og má segja að betra er seint en aldrei og er þessi framkvæmd hér með þeg- in með þökkum. Þá liggja fyrir frumteikning- ar að bættri aðstöðu fólksins sem vinnur að saltfisk- og skreiðarverkun. Einnig er búið að bæta mataraðstöðu þeirra sem vinna að upphengingu á fiski i skreið i landi Korpúlfs- staöa og eru þessar hugmyndir og framkvæmdir einnig þakkaðar. Af þessari upptalningu sjáum við að mikið þarf að gera til þess að útgerðin geti talist fyrir- myndarfyrirtæki. En þó að ekki fáist hljómgrunnur hjá ráða- mönnum verður ekki hjá þess- um aðgerðum komist til að við- halda þeirri atvinnu sem Bæjar- útgerðin skapar og auka hana verulega. Þvi hvers vegna má Reykjavik ekki vera áfram út- gerðarborg? Þó að iðnaður aukist verulega hér á næstu árum kemur hann seint til með að skapa jafnmikil útflutningsverðmæti og sjávar- útvegurinn. Matvælaframleiðsla verður alltaf númer eitt i þess- um sisvanga heimi og okkur ber skylda til að nýta alla þessa möguleika til hins itrasta til hagsbóta fyrir fólkið sem að henni vinnur, skapa með þvi at- vinnuöryggi fjölda fólks bæði beint og óbeint. Ég get ekki skilist svo við þessi mál að ég minnist ekki á hina svokölluðu Bakkaskemmu og hefi eiginlega aldrei skilið fullkomlega hvaða hlutverki hún á að gegna á meðan Bæjar- útgerðin er svona tviskipt. Ég hygg að hugmyndin sé að skipa öllum fiski i land til geymslu i þessari skemmu og þá að sjálf- sögðu þeim fiski sem er i köss- um. Þessi millilending með þessa kassa sýnist mér óþörf. Vinnslustöðvarnar, fiskiðju- verið og saltfiskverkunin eru á sitt hvorum staðnum sem gerir það að verkum að eftir sem áður þarf að aka fiskinum á þessa staði. Þessi millilending er að minu mati mikill kostnaðar- auki. Hins vegar gæti ég trúað að það mætti nýta Bakkaskemm- una betur með þvi að nota hana sem geymslu fyrir fullunnar vörur sem siðan yrðu settar um borð i skip sem lægju við bryggju fyrir framan skemm- una sem myndi gera það að verkum að losa mætti jöfnum höndum þær geymslur sem verða alltaf að vera tiltækar við núverandi aðstæður. Mér er ekki kunnugt um hvort hugsað sé að hafa þarna frysti- klefa sem mætti nýta með þvi að setja allan frystan fisk á þar til gerða palla og tilbúinn til upp- skipunar hvenær sem væri. Svona mætti hafa þetta með all- an saltfisk og skreið. Aðeins með þessum hætti tel ég hina svokölluðu Bakkaskemmu vera til bóta, annars ekki. Ég er meðmæltur þvi að leitað verði allra ráða til að lækka út- skipunarkostnað verulega og láta allar biðraðir bifreiða með fullunnar útflutningsvörur hverfa algjörlega og sýna með þvi að við viljum og getum ráðið við þá tækni, sem til er. Að endingu þetta: Þegar ég tala um það hér að framan að halli á vinnandi fólk atvinnulega séð hér i Reykjavik, þá skulum við minnast þess að á blóma- tima útgerðar frá Reykjavik voru gerðir út á milli 20 og 30 togarar.en nú eru þeir aðeins 9. Svo þykjast þessir menn bera hag vinnandi fólks fyrir brjósti. Finnið þið nokkra lykt,gott fólk? Guðjón B.Gudlaugsson Það er ekki alltaf hlaupið að þvl að fá smið til að dytta að gömlu húsi, en þegar við hjónin þurftum á þvi aö halda fyrir einum sjö ár- um vorum við svo heppin að fá til þess roskinn smið vestfirskan, Guöjón Bj. Guðlaugsson, og Eggert son hans, sem einnig er smiður. Okkur er enn i minni hvað þeir feðgar gengu aö verki sinu af mikilli natni og hvaö þeim var sýnt um að nýta lagfæra allt sem brúklegt var I stað þess aö vilja fleygja á hauga og smiöa nýtt. Það sem þurfti nauðsynlega endurnýjunar við eða umbóta var gert isem bestu samræmi við það húsasmíða- meistari Fæddur 4.8.1906 dáinn 21.3.1977 umhverfi sem þaö átti heima i. Oftsinnis siðar þurftum við að leita til Guðjóns með ýmsar smiðar og viðgerðir og jafnvel eitt og annað sem kom ekki smiðum beinlinis við. Það brást ekki aö hann fyndi smugu til að veita okkur úrlausn, kæmi á til- settum tima og leysti verk sin af hendi á þann veg sem til var ætl- ast. Eggert sonur hans hvarf til annarra starfa, en eftir það var sonarsonur Guðjóns og nafni einatt með honum i för, afa sfnum til aðstoðar. Þó að heilsan væri skert siðustu árin, setti Guðjón það ekki fyrir sig, heldur stundaði sina vinnu þegar hann hafði fóta- ferö á annað borö. Nú er Guöjón Bj. Guðlaugsson allur og llfsstarfi hans er lokið. Margar fjölskyldur i Reykjavik hafa séð á bak heimilissmið sin- um, en minnast hans með þakk- læti þegar þær sjá eða taka á handaverkum hans, hvort sem það er stigi, handrið eða ofurlitil) hurðarhúnn. En Guðjón smiður lætur eftir sig fleira en handaverk sin. Hann var ekki aðeins verkmaður sem kom og fór eftir að hann hafði lok- iö sinu verki. Hann var athugull maður og Ihugull, fróður og skrafhreifinn. Ungur hafði Guðjón flust að vestan til höfuðstaðarins, og hann lifði kjör verkamannsins á kreppuárunum með stopulli vinnu en stööugri vinnuleit. Þá reynslu leit hann ekki einungis á sem persónulegt böl, heldur skildi hana félagslegum skilningi og skipaöi sér við hlið þeirra manna sem böröust fyrir réttiátara samfélagi og fegurra mannlífi. Ég veit reyndar ekki hvort Guðjón heitinn tók mikinn þátt I starfi stjórnmálafélaga, en góðtemplarareglan var einkan- lega starfsvettvangur hans á sviöi félagsmála og skoðunum sinum og hugvekjum kom hann á framfæri i stuttum greinum og lesendabréfum i Þjóðviljanum og fleiri blöðum. Hæfileiki Guðjóns til að skoða og skilja einstök fyrirbæri I stærra samhengi var tengdur skáldaneista sem I honum bjó, og hugsanir sinar setti hann stund- um fram i bundnu máli, bæði I ljóöabálkum og tækifærisvisum, sem oft vóru hnyttilega ortar I léttum dúr en með alvarlegum undirtón. Fróðleiksþætti skráði Guðjón einnig, ma. um gömul vinnu- brögð, en ekki er mér kunnugt um hvort hann kom sliku efni á framfæri nema þá I skrifuðum stúkublöðum. Með Guðjóni Bj. Guðlaugssyni er genginn góður fulltrúi þeirrar alþýðumenningar sem Islend- ingar hafa löngum gumað af. Þrátt fyrir erfiða vinnu og langan vinnudag gaf hann sér tóm til að fræöast og hugsa, og hann var nógu menntur til þess aö láta ekki neina vanmetakennd aftra sér frá þvi aö miðla öðrum af reynslu sinni eða skoðunum annað hvort i þröngum hópi ellegar á prenti. Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið að kynnast litillega slikum samferðamanni sem Guðjón Bj. Guðlaugsson var, og ég bið fólki hans blessunar nú þegar hann hefur verið kvaddur. Stefán Karisson. Auglýsing Kolmunnaveiðar við Færeyjar Útgerðarmenn, sem áhuga hafa á þvi að láta báta sina stunda kolmunnaveiðar I færeyskri fiskveiðilögsögu I vor skulu fyr- ir 25. april n.k. hafa samband við sjávar- útvegsráðuneytið vegna þessara veiða. Sjávarútvegsráðuneytið 14. april 1977. Auglýsing í Þjóðviljanum ber ávöxt

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.