Þjóðviljinn - 16.04.1977, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 16.04.1977, Blaðsíða 18
18 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 16. april 1977 RÍKISSPÍTALARNIR lausar stöður LANDSPÍTALINN: MATRAÐSKONA óskast til sumar- afleysinga i eldhúsi spitalans. Hús- mæðraskólakennaramenntun eða hliðstæð menntun er nauðsynleg. STARFSSTÚLKUR, vanar eldhús- störfum, óskast til sumarafleysinga. Nánari upplýsingar veitir yfirmat- ráðskonan, simi 24160. HJUKRUNARDEILDARSTJORI óskast til starfa á skurðstofu spital- ans nú þegar. HJÚKRUNARFRÆÐINGAR OG SJÚKRALIÐAR óskast nú þegar til starfa á hinum ýmsu deildum. Vinna hluta úr fullu starfi, svo og einstakar vaktir, kemur til greina. Nánari upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri spitalans, simi 24160. Reykjavik 15. april 1977 SKRIFSTOFA RÍKISSPÍTALANNA EIRÍKSGÖTU 5.SÍM111765 Kðpmgstompstalur K! Trésmiður Trésmiður óskast til starfa hjá Kópavogs- kaupstað. Nánari upplýsingar veitir undirritaður. Umsóknarfrestur er til 1. mai n.k. og skal skila á þar til gerðum eyðublöðum sem liggja frammi á bæjar- skrifstofunum. Bæjarritarinn í Kópavogi Söluskrifstofa og vöruafgreiðsla Sementverksmiðju ríkisins á Ártúnshöfða í Reykjavík er opin frá kl. 8 til 17. A föstudögum verður þó opið til kl. 18, en alveg lokað á laugar- dögum. Sementsverksmiðja ríkisins. BLAÐBERABIO ÞJÓÐVILIANS Laugardaginn 16. april kl. 11 fyrir hádegi verður sýnd i Hafnarbiói „Erfingjarnir”, bandarisk kúrekamynd i litum. Aðalhlutverk: Jack Mahoney og Kim Hunter. Ath. Breyttur sýningartími Sýning í Norræna húsinu Samspil orðs og myndar Samspilorðs og myndar nefnist sýning sem opnuð verður i sýn- ingarsal Norræna hússins I dag laugardaginn 16. april. Með sýningu þessari er ætlunin að sýna hina nánu samvinnu skálds og myndlistarmanna, sem orðið getur i bókaútgáfu. Aðal- verkið á sýningunni er bók Asgers Jorns og Halldórs Laxness: Die Geschichte vom teurem Brot, sem kom út i Sviss 1972. Litógrafiur Asgers Jorns verða sýndar og einnig handskrif- aður texti Halldórs Laxness, sem unninn er á sama hátt. Nokkr ar myndir og textar annarra þekktra rithöfunda og mynd- listarmanna, bæði evrópskra og ameriskra verða lika á sýning- unni. Uppsetningu sýningarinnar hefur Frank Ponzi, listfræðingur, annast. Sýningin verður opin kl. 17-19 laugardaginn 16. april og kl. 14—19 til sunnudagsins 24. april. A sama tima verður sýning i bókasafni Norræna hússins á norrænum þýðingum á verkum Halldórs Laxness. WÓDLEIKHÚSIÐ DÝRIN 1 HALSASKÓGI 40. sýning i dag kl. 16. Uppselt. Sunnudag kl. 14. Þriðjudag kl. 16. Uppselt. GULLNA HLIÐIÐ i kvöld kl. 20, þriðjudag kl. 20. LÉR KONUNGUR sunnudag kl. 20. Fáar sýningar eftir. Litla sviðið: ENDATAFL miðvikudag kl. 21. Næst siðasta sinn. Miðasala 13,15-20. LEIKFÉLÁG ^REYKIAVlKUR SKJALDHAMRAR i kvöld, uppselt. föstudag kl. 20,30. STRAUMROF sunnudag kl. 20,30. BLESSAÐ BARNALAN frumsýn. þriöjudag, uppselt. 2. sýn. miðvikudag, uppselt. SAUMASTOFAN fimmtudag kl. 20,30. Miöasala l Iðnó kl. 14-20,30. Simi 16620. Austurbæjarbíó KJ ARNORKA OG KVENHYLLI i kvöld kl. 23,30. Miðasala i Austurbæjarbiói kl. 16-23,30. Simi 11384. Fóstbræöur á æfingu Fóstbræðurflytja„Óð um ísland” Karlakórinn Fóstbræður heldur samsöngva fyrir styrktarfélaga Þingsjá Framhald af bls. 6. allir helst að renna út á sama tima. Utanrikisráðherra kvaðst þó áskilja sér rétt til að skipta um skoðun i þessu máli eins og áður. Ég trúi þvi Hann sagði um kjarnorkuvopn- in: Það er náttúrlega einn mögu- leiki til þess að ganga úr skugga um það hvort bandarikjamenn hafa hér kjarnorkuvopn eða ekki. Hann er sá aö koma upp stofnun eða hópi manna sem hefur vit á þessum málum. Utanrikisráð- herra dró i efa að stofnun eins og Alþjóða friöarrannsóknarstofn- unin i Stokkhólmi fengist til þess að rannsaka kjarnorkumálin hér. Kvaðst ráðherrann byggja þessa skoðun sina á nokkurri reynslu. En, sagði Einar, ég trúi þvi að kjarnorkuvopn séu ekki geymd i Keflavik. Umræður urðu ekki frekari um skýrslu utanrikisráðherra. Björgunarlaun Framhald af bls. 17 Bisnessmennirnir voru mjög þakklátir fyrir björgunina og buðu Georg Winter dætur sinar fjórar, 14-16 ára gamlar, til hjú- skapar. Mér var sagt, segir Wint- er, að ef ég neitaði, þá hefði ég móögað mennina herfilega og gæti svo farið að ég yrði settur inn eða eitthvað þaðan af verra. sina 20., 21., 22. og 23. april n.k. I Austurbæjarbiói, og mun kórinn þá flytja bæði rússnesk og finnsk lög. Kórinn fór i fyrra i söngför til Sovétrikjanna og Finnlands. Einnig verða á efnisskránni stutt- ir úrdrættir úr nokkrum óperum. Sigfús Einarsson var heiðurs- félagi kórsins lengi og til minn- ingar um að 30. jan. si. voru 100 ár liðin frá fæöingu hans mun kórinn syngja nokkur lög eftir hann Þá frumflytja Fóstbræður einn- ig nýtt islenskt tónverk fyrir karlakór og pianó eftir Þorkel Sigurbjörnsson og nefnist það „Óður um Island.” Texti er úr samnefndum ljóöabálki eftir Hannes Pétursson. StjórnandiFóstbræðra er Jónas Ingimundarson,undirleikari Lára Rafnsdóttir, og einsöngvarar þau Svala Nielsen, Kristinn Hallsson og Sigurður Björnsson. — hs. Alþýðubandalagið i Kópavogi. Starfshópur um skipulagsmál og umhverfisvernd ræöir mengun og hol- ræsamál á fundi sinum i Þinghól mánudagskvöld 18. april kl. 20.30 Einar Ingi Sigurðsson og Sigurður Björnsson verkfræðingur reifa mál- in. Allir áhugamenn velkomnir. — Stjórn AB Kóp. Herstöðvaandstæðingar Skrifstofa Tryggvagötu 10. Opiö 5-7. Laugard. 2-6. Simi: 17966. Sendið framlög til baráttu herstöövaandstæðinga á gironúmer: 30309-7. Starfshópur i Vesturbæ Fundur verður haldinn að Tryggvagötu 10 mánudaginn 18. april kl. 20.30. Rætt um útgáfuefni itengslum við herstöðvamálið. Allir velkomnir. Starfshópur i Smáibúðahverfi Fundur verður haldinn að Tryggvagötu 10 miðvikudaginn 20. april kl. 20.30. Rætt um aronskuna. Allir velkomnir. Hverfahópur herstöðvaandstæðinga i Laugar- nes- Voga og Heimahverfi heldur fund að Tryggvagötu 10. fimmtudaginn 21. april kl. 20.30. Allir velkomnir.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.