Þjóðviljinn - 16.04.1977, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 16.04.1977, Blaðsíða 17
Laugardagur 16. aprll 1977 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 17 Soffia Lor- en, eða hvað? Soffia Loren hefur stefnt fyrir rétt stúlkunni sem á myndinni sést. Stúlkan, sem er nauðalik hinni itölsku kvikmyndastjörnu i útliti hefur nefnilega látið mynda sig fyrir franska karlablaðið Lui i stellingum, sem eru eftirlikingar á framgöngu Soffiu Loren i kvik- myndinni Greifafrúin frá Hong Kong — nema ögn ósæmilegri. Myndin sýnir stúlkuna, sem köll- uð er Nadiuska, á einni hinna umdeildu mynda. Sovésk-ís- lensk menn- ingartengsl 4. mars sl. var undirrituð i Moskvu samstarfsáætlun fyrir félögin Sovétrikin-ísland og Menningartengsl íslands og Ráð- stjórnarrikjanna. Hannes Jóns- son, sendiherra íslands i Sovét- rikjunum, var viðstaddur athöfn- ina og einnig meðlimir sendi- nefndar MIR, svo og félagar i So- vétrikin-tsland, fulltrúar sovésks almennings og blaðamenn. Aætl- unin, sem gildir fyrir árið 1977, var undirrituð af S. Stundentesi, aðstoðarsjávarmálaráðherra So- vétrikjanna og formanni félags- ins Sovétrikin-ísland og M. Pesljak, varaformanni sovésku vináttufélagastofnunarinnar, af sovéskrihálfu, en af tslands hálfu undirrituðu hana þeir tvar Jóns- son skrifstofustjóri og formaður MtR og Gunnlaugur Einarsson verkamaður, varaformaður MtR. A árinu 1977 munu þessi tvö félög halda áfram að efla tengslin milli sovéskra og islenskra verkalýðs- félaga, æskulýðs- og kvennasam- taka, menntastofnana, lista- mannasamtaka og einnig milli borgara. Sérstök áhersla verður á þessu ári lögð á hátíðahöldin i kringum 60 ára afmæli Október- byltingarinnar og Daga Sovet- rikjanna á tslandi sem að þessu sinniverða tileinkaðirLettlandi, t Sovétrikjunum verða hátiðahöld 17. júni og á afmælisdegi Halldórs Laxness, sem verður 75 ára á ár- inu. 1 báðum löndunum verða haldin skemmtikvöld, fyrirlestr- ar, sýningar og sýndar kvik- myndir. Eftir að áætlunin hafði verið undirrituð sagði Ivar Jónsson að sovésk-Islenskt samstarf væri orðið mjög fjölbreytt. Hann lauk lofsorði á Daga Sovétrikjanna i fyrra, en þá voru þeir tileinkaöir sovétlýðveldinu Armeniu. Hann kvaðst viss um á þessu ári yrðu dagarnir ekki slður vel heppnað- ir. ,,Ég er þess fullviss að áætlun- in fyrir 1977 verði framkvæmd til hins itrasta og að samstarfið milli félaganna tveggja mun bera góð- an ávöxt” sagði tvar Jónsson að lokum. (APN) Björgunar- laun í lagi Að öðru jöfnu telst sá gæfumað- ur, sem bjargar fólki úr flug- vélarbraki, en þó er það ekki vist. Að minnsta kosti varð Georg Winter, tæplega fertugur flutn- ingabilstjóri frá Bretlandi, fyrir undarlegri reynslu á dögunum , þegar að hann bjargaði tveim arabiskum bisnessmönnum eftir að flugvél þeirra haföi orðið að magalenda i eyðimörkinni. Framhald á bls. 18. útvarp Safnari af guðs náð Rœtt við Guðmund Sœmundsson bólstrara í kvöld i kvöld kl. 20,35 ræðir Guðjón Friðriksson blaðamaður við Guð- mund Sæmundsson bólstrara i Reykjavik i þættinum ,,í ævinnar rás”. Guðjón sagði að Guömundur væri ættaður norðan úr Fljótum og greindur vel. — Hann er 7.00 Morgunutvarp. Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 8.50. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbænkl. 7.50. Morgunstund barn- anna kl. 8.00: Sigrún Björnsdóttir lýkur lestri sögunnar „Stráks á kúskinnsskóm” eftir Gest Hannson (11). Tilkynningar kl.9.00. Léttlög milli atriða. óskalög sjúklinga kl. 9.15: Kristin Sveinbjörnsdóttir kynnir. Barnatimikl. 11.10: Þetta erum við að gera. Nemenduri Oldutúnsskóla i Hafnarfirði flytja eigið ef ni i tali og tónum. Inga Bima Jónsdóttir sér um bama- timann. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.30 A seyði. Einar Orn Stefánsson stjórnar þættin- um. 15.00 I tónsmiðjunni. Atli Heimir Sveinsson sér um þáttinn (22). 16.00 Fréttir, 16.15 Veðurfregnir, tslenzkt mál Jón Aðalsteinn Jónsson cand. mag. flytur þáttinn. 16.35 Létt tónlist. 17.30 útvarpsleikritfyrirbörn og unglinga: „Kaffistofa Jensens” eða „Fyrsta ást- in” eftir Peter Paulsen.Þýð- andi: Steinunn Bjarman. Leikstjóri: Klemenz Jóns- son. Persónur og leikendur: Jan/Stefán Jónsson, pabbi Jans/Guðmundur Pálsson, veitingamaður/Ami Tryggvason, skólastjór- inn/Bjarni Steingrimsson, lögregluþjónn/Valdimar Helgason, Brian/Ami Bene- diktsson, Lisa/Svanhildur óskarsdóttir, Tina/Hrafn- hildur Guðmundsdóttir, frk. Jarl/Jónina H. Jónsdóttir, raddir og skólabörn/Eyþór Arnalds, Iðunn Leósdóttir, Linda Björk Hilmarsdóttir, Guðmundur Klemenzson og Knútur R. Magnússon. 18.00 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki .Til- kynningar. 19.35 Ekki beinlinis. Böðvar Guðmundsson spjallar við Lilju Hallgrimsdóttur tón- listarkennara og Einar Kristjánsson rithöfund frá Hermundarfelli um heima og geima. 20.15 Tvær italskar fiölusónöt- urfrá gömium tima.Nathan Milstein leikur Sónötu i g- moll „Djöflatrillu-sónöt- una” eftir Giuseppe Tartini og Sónötu i A-dúr op. 2 nr. 2 eftir Antonio Vivaldi, Le- on Pommers leikur með á píanó. 20.35 1 ævinnar rás. Guðjón Friðriksson blaðamaður ræðir við Guðmund Sæmundsson bólstrara i Reykjavik. 21.00 Hljómskálamúsik. Guð- mundur Gilsson kynnir. 21.30 „Valdsmaður og vand- ræöahrútur”, smásaga eftir Guðmund G Hagalln. Höf- undur les. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Danslög 23.55 Fréttir. Dagskrárlok. 17.00 íþróttir (L að hl.)- Um- sjónarmaður Bjarni Felix- son. 18.35 Karlusog BaktusLeikrit eftir Thorbjörn Egner. Leikstjóri Helgi Skúlason. Leikendur Borgar Garðars- son og Sigrlður Hagalin. Siðast á dagskrá 25. ágúst 1974. 19.00 íþróttir (L að hl.). Hlé. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.30 Læknir á ferð og flugi. Breskur gamanmynda- flokkur. Þýöandi Stefán Jökulsson. 20.55 (Jr einu I annað.Umsjón- armenn Berglind Asgeirs- dóttir og Björn Vignir Sig- urpálsson. Stjórn upptöku Tage Ammendrup. 22.00 Fangarnir I Altona (The Condemned of Altona). Bandarisk biómynd frá ár- inu 1963, byggö á samnefndu leikriti eftir Jean-Paul Satre. Leikritið var sýnt I Iðnó árið 1963. Leikstjóri Vittorio De Sica. Aðalhlut- verk Sophia Loren, Maximilian Schell, Freder- ic March og Robert Wagner. Sagan gerist l Altona, einu úthverfi Hamborgai; áriö 1961. Stóriöjuhöldur kemst að þvi, að krabbamein er aö leiða hann til dauöa. Hann hefur átt þrjú börn, Franz, sem lést skömmu eftir striðslok, dótturina Leni sem býr hjá fööur sinum, og sonurinn Werner hefur eng- in samskipti átt við föður sinn um langt skeið. Nú fær Werner boð frá föður sinum um að taka að sér stjórn fyrirtækisins. Þýðandi Kristmann Eiðsson. safnari af guðs náð, ef svo má segja. Hann hefur lengi safnað myndum af islenskum skipum og veit bókstaflega allt um skip á Islandi fyrr og siöar. Guð- mundur hefur lika safnaö bók- um, einkum um atvinnusögu. Ég held að þeir séu fáir sem eru betur aö sér i islenskri atvinnu- sögu, þótt langskólagengnir séu, sagði viömælandi hans I útvarp- inu i kvöld, Guðjón Friðriksson, að lokum. —eös Guðjón Friðriksson og Guðmundur Sæmundsson ræðast við. Ljósm. Gel. (Jr kvikmyndinni „Fangarnir I Altona”, sem veröur á skjánum I kvöld. Laugardagskvikmynd sjón varpsins Fangarnir í Altona Klukkkan tlu I kvöld sýnir sjónvarpiö bandariska mynd, sem byggð er á leikriti franska rithöfundarins og heimspek- ingsins Jean-Paul Sartres, Fangarnir I Altona. Leikstjóri er Vittorio De Sica og með aöal- hlutverk fara Sophia Loren, Maximilian Schell, Frederic March og Robert Wagner. Leikritiö var sýnt hér 1 Iðnó árið 1963 undir leikstjórn Gisla Halldórssonar. 1 leikskránni segir Sveinn Einarsson þáver- andi leikhússtjóri LR m.a. um höfundinn og leikritiö: „Kannski mætti að nokkru leyti lýsa bæði skáldskap og heimspeki Sartres meö orðun- um: maöur á vegamótum. Annað lykilorö I heimi Sartres erfrelsi: þaðerekkiút I hött, aö hann velur mesta sagnabálki, sem hann hefur unnið að, heitið „Les chemins de la Liberté” — Leiðir frelsisins. Þessi tvö hug- tök tengjást og fléttast í skáld- skap hans með nýju og nýju móti og nýjum tilbrigöum, en með æ öruggari list og viðari bersýni, með æ dýpri alvöru. Maðurinn er einn af vökumönn- um samtimans. Jean-Paul Sartre er fæddur áriö 1905 og naut á yngri árum háskólamenntunar. Hann var um skeið prófessor i heimspeki við College de France, útibú Svartaskóla fyrir einstök gáfna- ljós. A slðari árum hefur Sartre eingöngu haft atvinnu af rit- störfum sinum. 1 slöasta og voldugasta verki slnu, Fangarnir I Altona (Les séquestrés d’Altona, 1951) má finna flesta ... þræði skáldskap- ar Jean-Paul Sartres. Atburðir strlösáranna þeyttu honum I fyrstu Ut á vlgvöll leiksviðsins, þeir eru enn örlagavaldur I þessu verki. Hann velur þýsku þjóðina og samviskuspurningar hennar eftir striðið, vegna þess að þar er dæmi, sem öllum má vera ljóst að þeir hljóta að hafa velt fyrir sér. En hann gerir það einnig vegna þess, sem hann kallar „nauðsyn þess að hafa vissa fjarlægð til þess, sem lýsa skal, með þvi að koma þvi fyrir á öðrum stað og og tlma”. Sartre er nefnilega líka aö segja frá ungum manni, sem kemur Jcan-Paul Sartre aftur frá Alslr og er þar orðinn meösekur um pyndingar. „Harðsvirað fólk vekur engan sérstakan áhuga minn”, segir Sartre um Fangana, „og þar að auki hefur verið harðsvirað fólk I hverju strlði, llka I heims- styrjöldinni fyrri. En ég v'il segja frá þvl, sem þá var ekki, en er vandamál okkar i dag: æska, sem hefur verið afsiöuð af meðsekt, sem hefur verið þröngvað upp á hana”. Og þetta er vandamál, sem myndiskipta fleiri máli en eftir- strlöskynslóöirnar i Þýskalandi og Frakklandi, myndi snerta alla þá, sem eitthvað sinna þvi sem kallaö er frelsi, alla menn á vegamótum”. sjónvarp

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.