Þjóðviljinn - 16.04.1977, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 16.04.1977, Blaðsíða 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 16. april 1977 AF „CHOPSTICKS” Tónleikanefnd Háskóla islands á mikinn heiður skilinn fyrir umtalsvert framlag til tónmenntar í landinu, framlag, sem meta ber og virða í hvívetna. Þegar hafa verið fluttir á vegum tónleikanefndarinnar á þessu ári sjö tónleikar og sá síðasti í Félagsstofnun stúd- enta þann 26. mars. Eins og að vanda voru þar tilkvaddir hæf- ustu flytjendur, sem völ er á og efnisskráin bæði f jölbreytt og forvitnileg. Þar sem ég var ekki viðstaddur á þessum tónleikum get ég ekki nema að mjög óverulegu leyti tjáð mig um það, hvernig mér féll túlkun verkanna, hef raunar ekki næga tónlistar- menntun til að njóta til fullnustu þess sem f lutt er á tónleikum, nema vera þar viðlátinn. Slíkt verð ég því að eftirláta þeim sem meiri og betri tök hafa á fræðunum en ég. Hér er því ekki um tónlistargagnrýni, í þess orðs skilningi, að ræða. Hins vegar barst mér í hendur efnisskrá tónleikanna með lærðum útskýringum á þeim verkum, sem tekin voru til flutnings og gat ekki hjá því farið að sú útlistun öll vekti mig til umhugsunar um það, hve allt of lítið er gert af því að útskýra tónlist og raunar alla list, hverju nafni, sem hún kann að nefnast, fyrir vanvísum neytendum. Skýringarnar á verk- unum, sem f lutt voru í Félagsstof nun stúdenta þessu sinni eru aðstandendum efnisskrárinn- ar til mikils sóma, hvergi farið með f leipur, en vitsmunir og þekking á efninu lögð til grund- vallar. Þó langar mig til að leiðrétta smámisskiln- ing, sem læðst hefur inní efnisskrána um þá vinsælu tegund alþýðutónlistar, sem löngum hefur verið kölluð „Chopsticks". f efnis- skránni segir orðrétt: Með„Chopsticks,/ er venjulega átt við stutt- an vals leikinn fjórhent, gjarnan af skóla- stúlkum sér til skemmtunar, með flötum f ingrum. Reyndar á helst að leika stef ið sjálft með handarjöðrunum þannig að litlu f ingurnir snerti nóturnar eins og verið sé að saxa kóti- lettur en af þeim er greinilega nafn valsins dregið (chops á ensku, cotelettes á f rönsku og Koteletten Walzer á þýsku) Af einhverjum furðulegum ástæðum tóku nokkur rússnesk tónskáld sig saman og sömdu tilbrigði við þetta stef, sem fræg eru orðin, og gefin hafa verið út undir heitinu ,, Paraphrasen"....". (Tilvitnun lýkur). Eins og allir vita getur þetta blað (Þjv.) ekki látiðneitt sem sagt er um rússa afskiptalaust, síst ef það er eitthvað niðrandi. Ég hlýt því að leiðrétta þennan misskilning um „Chopsticks" og „Paraphrase" hér með. Allir þeir sem eitt- hvað hafa við tónlist fengist, vita að „chop- sticks" þýðirekki kótilettur heldur kínverskir pinnar til að snæða með. Allir tónlistarmenn, sem reynt hafa þá íþrótt að borða með kín- verskum pinnum, vita ennfremur að til þess þarf mikla leikni og ennfremur að varla er f ræðilegur möguleiki á því að valda kínversk- um pinnum (chopsticks) með handarjöðrun- um. Þá má benda á það, að hæpið er að gerlegt sé fyrir litlar stúlkur að sneiða niður, með handarjöðrunum, lambshrygg i kótilettur sér til skemmtunar. Til að skera kótilettur með handarjöðrunum þarf fullorðinn mann, sem hefur íþróttina „karate" á valdi sínu. Hér er um að ræða blákaldar staðreyndir, sem hver tónlistarunnandi ætti að geta sagt sér sjálfur. Satt að segja finnst mér líka óbærilegt að hugsa mér „stuttan vals leikinn fjórhent af skólastúlkum sér til skemmtunar með f lötum fingrum" á kótilettu. Ög hér er kómið að því sem er mergurinn málsins. Auðvitað höfðu rússnesku tónskáld- in, sem tóku sig saman og þýddu orðið „Chop- stick" með „Paraphrase" rétt fyrir sér, eins og rússar löngum hafa haft. „Paraphrase" þýðir eins og allir tónlistarunnendur vita, „endur(frá)sögn", en kínverskir skrifarar notuðu gjarnan skrifpensla sína til forna sem matarpinna (Chopsticks), þegar þeir voru að endurrita fræði Konfúsíusar og annarra þeirra spekinga, sem ástæða þótti til að endur- rita yfirleitt. Það má ef til vill segja að óþarf i sé að benda á svona augljósa hluti, sem tónlistar-óunnend- um þykja ef til vill smámunir einir, en það er nú einu sinni svo, að hafa skal það sem sann- ara reynist. Þóskal það viðurkennt að gömul vísa rennir nokkrum stoðum undir það, að allt, sem ég hef hér að framan sagt, sé vafasamt: Ungar píkur oft ég sá instrúmentin spila á, kótilettur, ket af rá klaver lika og gígju, hreyfa af fimi flata, smá fingurna sina tíu. Flosi ATHUGASEMD frá menntamálaráöherra Skrifið — eða hringið í síma 81333 Umsjón: Guöjón Friðriksson Kæri póstur! Viltu vera svo góður að birta eftirfarandi að gefnu tilefni: S.l. þriðjudag er á tveimur stöðum i Þjóðviljanum rætt um afstöðu mina til endurbygging- ar Bernhöftstorfu. Lagt er út af einni setningu, sem ég sagði i viðtali við Visi. En þar segir einnig: „Ég er alveg sammála þvi sem fram kemur hjá Guðrúnu að kanna þurfi hvað skemmst hafi”, sagði Vilhjálmur. ,,Ég er eiginlega ekki kominn lengra i málinu, en hinsvegar heyrðist mér að hún væri þegar tilbúin að fara að byggja. Það er of geist af stað farið þvi ég held að fyrst verði að kanna skemmdirnar og siðan að at- huga málið i framhaldi af þvi. Þessvegna get ég litið um þetta sagt fyrr en allar aðstæður hafa verið kannaðar nánar”, sagði menntamálaráðherra.” Þetta er að nokkru yfirlimt i klippingu Þjóðviljans, en þarf að fylgja svo afstaða min morg- uninn eftir bruna komi i ljós. Tvennt til viðbótar: Bygging sölualdarbæjar var ckki ákveðin i minni ráðherra- tið. Ég lagði fram á Alþingi frumvarp um Húsafriðunarsjóð verðtryggðan. Það varð aðlög- um sem nú eru komin til fram- kvæmda. Vilhjálmur Hjálmarsson. ALDARSPEGILL Ur íslenskum blöðum á 19. öld (Aðsent). það or verðugt að gcta þcss f hla&- inu Norftra, að hinn tvíhýddi ílæjcingur Siilvi IIel"a«on fór lijer um sveilir n.æstlibib haust, fcrb- aðist auslur á .Tökuldal og aptur lil baka fyrri part yíirstandaudi vetrar. Haun fór allt af ljúg- andi og stelandi; ijl snnnunar þcss.uin, frainburði þá cisii hann á lciðinni lil haii.-, Ásmundar- arstöí.urn á M, irak!;a«ljetlu hjá Árna bónda Árna- syni, hvar hann þáti bey.ta grcila ókeypis, en aður iiaim fór þaban, !iaf> i hann gohlið meturgreil— ann tncí) þvf at> stcla frá Ártia liónda 2 bókum mcssusöngsbók og handbók fyrir bvern mann bundinni saman við sáttastiptunarrit konfcrcns- ráðs M. Stcpbensens. íiandbókina skyldi Sölvi cptir á Leirhöfn í sömu sveitinni, Sigtiri i- bónda þar naubmrt, cn með messusöngsbókina hjelt hann leib sína og baub haua vtba til kaops, en enginn þábi, því grunsanit þótti. ab hún mundi illa fengin. pegar Söl vi kom á Iíúsavík Mul liann huntli er hjet Vígi, nora hann kallabi Havstrin- Hriem ; svo flæktist hann meb þenna stolna liund- rakka upp ab Mývatni,en sagfci.ab hunduriun væri frá sóknarprestinnm lierra II. Guttormssyni á Skinna- stobuin, og iiann liefbi borgab hann meb 4 rd. Mabur sá, seni Sölri stal hundinum frá, er Gub- mondur nokkur Hallgrímsson frá Kctilstöfcum í JökuNárhbb. sem urn þann tíma var á Braut vib llúsavík til ab nema járnsmífci af járnsmib Gubna Sigurfcarsyni. Murgar lognar skammir bar Sölvi velvildar- og gófcgjörbainömmm sínum á brýn, þó ylirtæki, þegar hann ljet sjer þab um munn íara, ab hann skyldi drepa sýslumann E. Hriem, ef honum gæiist færi þar á. þab er ekki annufc ab merkja af framferbi Sölva en ab hann sje hreint meb öllu búinn að gleyma tuktbúsi og léti- garfci, sem hann fyrir skemmstu mátti gista fyrir jygar, þjófnab og önnur þvílfk strákapör. þab t r þvf 8am ei g in I eg ósk allra þeirra, sem Sölva þekkja, afc af timsjónarniönnum lians verbi fram- vegis komib í veg fyrir ílakk Siilva, sem ýms til- færb óknýlti eru sainl'ara. Skúgmn í Axartlrbl I fabriíar 1801. Jóliann Sölvason. Norðri 4. maí 1861

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.