Þjóðviljinn - 23.04.1977, Qupperneq 9
Laugardagur 23. apríl 1977 ÞJÓDVILJINN — SIÐA 9
Þeir þrir aldarfjórðungar sem
Halldór Laxness hefur lifað eru
mesta umbyltingarskeið i sögu is-
lensku þjóðarinnar. Þegar hann
fæddist var Island eitthvert
versta eymdarbæli i Norður-
Evrópu vestanverðri; æöi stór
hluti þjóðarinnar hafði ekki séð
önnur ráð til þess að halda lifi en
að flýja land. Nú eru islendingar i
hópi þeirra þjóðfélaga þar sem
þjóðartekjur á mann eru hvað
hæstar; islendingar hafa á þess-
um tima, og einkanlega siðustu
fjórum áratugum, stokkið úr mið-
öldum til forustu i nútimalifi. Ég
dreg i efa að i nokkru landi öðru
hafi orðið slik umskipti né tekist
jafn vel. Þessi bylting er árangur
af mikilli baráttu: Þar koma við
sögu verklýðshreyfing og sam-
var safnast saman heima hjá Jóni
Helgasyni, á stúdentafélagsfund-
um eöa kvöldvökum, og Jón las
fyrir okkur greinar og skáldverk
Halldórs, oft langt fram á nótt.
Mér finnst ég hafa nauðþekkt
allar skáldsagnapersónur Hall-
dórs og átt sumar þeirra að vin-
um.
Atvikin höguðu þvi svo að ég
komst i náin kynni viö Halldór
skömmu eftir að ég kom heim frá
námi og þau kynni hafa haldist
alla tið siðan. Þegar ég hóf störf
við Þjóöviljann skrifaði Halldór
stöðugt iblaðið, langar greinar og
stuttar og hitti sifellt i mark.
Stundum var hann eins og blaða-
maður, ef einhverjir andstæðing-
ar kveinkuðu sér, og birtist i gætt-
Halldór
Laxness
75 ára
23. apríl 1977
Halldór Laxness (Ljósm. Sjónv. Helgi Sveinbjörnsson).
vinnuhreyfing sem áttu kost á
forustu hinna mikilhæfustu
manna. Þar koma viö sögu
menntamenn og listamenn þjóð-
arinnar, einkanlega hópurinn
sem Kristinn E. Andrésson safn-
aði kringum sig. Þar koma við
sögu stjórnmálaflokkar sem sóttu
hugsjónir sinar i kenningar
sósialismans og eignuðust i önd-
verðu óvenju glæsilega forustu-
menn. Þar koma við sögu fjöl-
margir hópar og leiðtogar á sviði
heilbrigðismála, félagsmála og
menningarmála, svo að fátt eitt
sé talið. En i minum huga sker
eitt nafn sig úr þessari byltingar-
sögu, Halldór Laxness.
Halldór gerðist félagslegur
byltingarmaður i lok þriðja ára-
tugsins. Hann kynnti þá köllun
sina i Alþýðubókinni sem út kom
1929. Á titilsiðu frumútgáfunnar
stendur „Til Alþýðuflokksins,
vinsamlegast frá H.K.L.”—• en
Alþýðuflokkur og Alþýðusam-
band voru þá sama stofnunin. 1
greininni „Um þrifnað á Islandi”
sem vakti hvað mesta hneykslun
skrifaði Halldór: „Einginn getur
sannfært mig um, að neitt sé þvi
til fyrirstööu, nema skortur á
menningu, að nokkur fjölskylda i
landinu hafi lélegri hibýlakost en
þriggja herbergja ibúð og eldhús
ásamt raflýsingu. Ég er að hugsa
um að halda áfram að skrifa
þángaðtil islenskri alþýöu hefur
skilist að hún hefur eingan rétt á
þvi að lifa hundalifi, og að fátækt-
in er glæpur allra glæpa.”
(Orðalagið er tekið úr 3ju útgáf-
unni sem út kom 1949.) Halldór
stóö við þaö sem hann var að
hugsa um. Hann varð um langt
árabil sá forustumaður I menn-
ingarmálum og stjórnmálum sem
mestur styr stóö um og mest áhrif
hafði á mina kynslóö. Ég var tiu
ára þegar Alþýöubókin kom út en
ég braust fljótlega gegnum hana,
þótt skilningurinn hafi vafalaust
verið takmarkaður. Siðan hef ég
lesið allt sem Halldór hefur skrif-
að jafnóðum og það birtist. Mér
hefur sjaldan þótt eins vænt um
hann og árin sem ég dvaldist i
Danmörku i skugganum af járn-
hæl þýsku nasistanna. Utanrikis-
ráðuneytinu tókst aö smygla til
okkar nýjum Islenskum bókum,
þar á meðal bókum Halidórs og
Timariti Máls og menningar. Þá
Að Gljúfrasteini: Sigriöur, Ilalldór, Guöný, Auöur.
inni hjá mér daglega með nýjan
pistil, oft handritaðan. Við
höfðum þann hátt á að hann
hringdi ævinlega til min þegar
hann kom úr utanlandsferðum, og
ég átti við hann viðtöl sem fjöll-
uðu um menningarmál og stjórn-
mál. Ég man ekki til þess að hann
neitaði mér um grein ef ég bað
hann að skrifa af einhverju til-
efni, hann mætti meira að segja
með mér á áróðursfundi þegar ég
fór i framboð i Hafnarfirði 1949 og
las grimmustu kaflana úr Atóm-
stöðinni. Ég held að seinasta
greinin sem hann kom með til
minhafi veriðmögnuöádrepa um
hernaðarofbeldi rússa i Ung-
verjalandi og hann fagnaði þvi að
Þjóðviljinn hafði lagt hliðstætt
mat á þá atburði. En meginefnið i
greinum hans var barátta gegn
bandariskri ásælni og bandarisk-
um herstöðvum á Islandi. Sumar
þær greinar um erindreka banda-
riskrar ásælni voru heitustu
áhrinsorð sem samin hafa verið á
islensku.
Adeilugreinar Halldórs voru
alltaf beittar. En hann hefur
aldrei verið ofstækismaður. Ég
hef af eðlilegum ástæðum ekki
persónulegar minningar um
skuidaskil hans við kaþólskuna,
en mér þótti vænt um grein sem
hann skrifaði i Þjóðviljann þegar
evangelisk-lúterski sértrúar-
flokkurinn vigði kirkju I Skálholti,
en þar minnti Halldór á að Skál-
holtsstaöur hefði aöeins gegnt
forustuhlutverki i kaþólskum sið
og að þar hefði siðasti kaþólski
biskupinn, stórmennið Jón Ara-
son, verið veginn af evangelisk-
lúterskum erindrekum danakon-
ungs. Ég fylgdist hins vegar með
skuldaskilum Halldórs viö for-
ustumenn Sovétrikjanna og Jósep
heitinn Stalin. Við ræddum þau
mál oft og lengi, og ég sá hvernig
hann safnaöi að sér bókum, las og
las. Hann hefur sjálfur gert grein
fyrir þeim skuldaskilum I bókum,
svo aö ég þarf ekki að rifja þau
upp. En þá gerðust þau ömurlegu
tiðindi aö Þrihross þjóðfélagsins,
sem haft höfðu þaö aö atvinnu
áratugum saman aö niða bll verk
hans, hófu hann á stall og þóttust
dýrka hann.
Mér þótti leitt þegar Halldór
hætti skrifum sinum i Þjóðvilj-
ann, og ég fór til hans og spurði
hverju þetta sætti og hvort ekki
mætti vænta þess að hann tæki
upp þráðinn aftur. Eg man vel
eftir svari hans. Hann minntist
ekki einu orði á Stalin eða Sovét-
rikin, heldur sagði mér að hann
hefði einsett sér ungur aö taka
þátt i þvi að hefja fslenskt þjóðfé-
lag, sbr. ivitnun þá i Alþýöubók-
ina sem ég birti i upphafi. Nú
hefðu þau umskipti orðið að hér
væri komið samfélag af svipuðu
tagi og hann hefði haft i huga ung-
ur. Þvi væru áhugasvið hans að
verða önnur og hann gæti ekki
fjallaö um þau I blaðagreinum.
En þaö kom fram i rabbi okkar þá
og jafnan siðan aö hann er sósial-
isti og setur sjálfstæði Islands of-
ar öllu öðru.
Ýmsum kann að þykja þessi
grein einkennileg þula um minni
háttar atriöi; er það ekki mesta
afrek Halldórs að hann er eitt af
stórskáldum mannkynssögunn-
ar? Ekki verða dregin nein skil
milli baráttumannsins Halldórs
Laxness og rithöfundarins. 1 ris-
mestu verkum sinum gekk hann á
hólm við gaspur Þrihrossanna
um dýrð islensks dreifbýlis,
sveitalifs og fortiðar og hvatti til
efnahagslegrar og menningar-
legrar sóknar, ég minni á bæk-
urnar um Sölku Völku, Bjart i
Sumarhúsum, ólaf Kárason, Jón
Hreggviðsson, á Atómstöðina og
Gerplu. Ég er ekki bókmennta-
fræðingur sem betur fer. Hins
vegar var ég lengi óhemjulegur
lestrarhestur. 1 nokkra áratugi
reyndi ég að fylgjast með þvi sem
best væri skrifað á þeim þjóð-
tungum sem ég kunni skil á og
komast i kynni viö bókmenntir
þær sem kallaðar eru sigildar.
Leiösögn min hefur verið afar
einföld regla. Mér finnst þeir
skáldsagnahöfundar mestir sem
best kunna að segja sögu. Sam-
kvæmtþeirri reglu á Halldór ekki
marga jafnoka i veraldarsögunni.
Og eitt kann hann betur en aðrir
höfundar sem ég hef kynnst. 1
mestu skáldverkum hans hafa
sögulokin ævinlega verið galdur
og fjölkynngi; ég þekki engan
höfund sem hefur haft þá iþrótt
jafn vel á valdi sinu. Kannski nýt-
ur Halldór þar þess, að vera þegn
þjóðar sem frá landnámsöld hef-
ur stundaö þá iþrótt aö botna vis-
ur.
Ég man eftir þvi að eitt sinn
skrifaði Halldór grein i Þjóðvilj-
ann um stórar þjóðir og smáar og
rétt þeirra til sjálfstæðis. Hann
benti á að fjölmenni gerði enga
þjóð mikla; það væri ekki kjöt-
þunginn sem skæri úr heldur and-
leg afrek. Hann hefur með rit-
verkum sinum sannaö rétt okkar
til sjálfstæðis á svo einstæðan
hátt að enginn þarf aö efast um
málalok i þeirri baráttu sem ekki
er enn leidd til fullra lykta.
Vafalaust hneggja Þrihross
þjóðfélagsins hátt i dag i tilefni
af afmæli Halldórs Laxness.
Þessi litla grein er hins vegar
hugsuö sem lágmælt kveðja frá
þvi fólki sem Pétur Þrihross kall-
aði ættjarðarleysingja og irska