Þjóðviljinn - 21.05.1977, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 21.05.1977, Blaðsíða 4
4 SIDA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 21. maí 1977 Málgagn sósialisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis. Útgefandi: Útgáfufélag Þjó&viljans. Framkvæmdastjóri: Ei&ur Bergmann Ritstjórar: Kjartan ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson. (Jmsjón meO sunnudagsbla&i: Árni Bergmann. ÚtbreiOslustjóri: Finnur Torfi Hjörleifsson. Auglýsingastjóri: Úlfar Þormó&sson. Ritstjórn, afgreiOsla, auglýsingar: Sf&umúla 6, Sfmi 81333 Prentun: BlaÐaprent hf. Straumsvíkur- ganga I dag leggur af stað frá Straumi sunnan Hafnarfjarðar hópur fólks með kröfu- spjöld og fána. Fólkið er að leggja af stað i Straumsvikurgöngu sem fer um Hafnar- fjörð, Garðabæ, Kópavog og Reykjavik, nokkrir fundir verða haldnir á leiðinni en siðdegis verður haldinn fundur á Lækjar- torgi i göngulok. Til hvers? Til hvers er fólkið að leggja það á sig að ganga 20-30 kilómetra? Hvað á svona nokkuð að þýða? Hefur ekki verið gengið oft áður frá Kefla- vik, úr Hvalfirði, úr Hafnarfirði,úr Kópa- vogi? Er ekki herinn hér enn? Erum við ekki ennþá aðilar að hernaðarbandalagi? Hefur nokkuð gerst, nokkuð þokast? Þannig er spurt, eðlilega, og and- stæðingar hinnar nýju sjálfstæðisbaráttu reyna að gera starf herstöðvaandstæðinga tortryggilegt með hliðstæðum spurning- um. Svör herstöðvaandstæðinga við öllum þessum spurningum liggja fyrir. Þau eru skýr og ljós: Barátta herstöðvaandstæðinga hefur borið mikinn árangur. Sem dæmi þar um skal fyrst nefnt að um miðjan sjötta ára- tuginn höfðu bandarikjamenn á prjónun- um áætlanir um stórfellda úrfærslu her- námsins. Mælt hafði verið fyrir flugvöll- um á þremur nýjum stöðum. Barátta her- stöðvaandstæðinga bar þann ávöxt að á alþingi i mars 1956 var samþykkt þings- ályktun um brottför hersins. Þegar þessi ályktun var samþykkt lögðu bandarikja- menn allar áætlanir sinar um útfærslu hernámsins hér á hilluna. Þeir sáu að á ís landi var stjórnmálaástandið þeim ,,ótryggt”: brugðið gat til beggja vona hvenær sem er. Annað ferskara dæmi: í fyrra, á út- mánuðum 1976, var mikill áhugi á þvi inn- an rikisstjórnarinnar að semja um land- helgismálið við breta um mun meiri afla en reyndin varð á að lokum. Herstöðva- andstæðingar efndu til Keflavikurgöngu þvi að fólkið i landinu beindi reiði sinni ekki aðeins gegn bresku herskipunum heldur einnig að herstöð bandarikja- manna sem eðlilegt er þvi að það voru bresk Nató-herskiþ sem ógnuðu lifi is- lenskra sjómanna með ofbeldisVerkum á miðunum umhverfis ísland. Þátttaka i göngunni frá Keflavik i fyrra varð meiri en nokkru sinni fyrr og þátttakan varð til þess að stjórnarherrarnir þorðu ekki að ganga eins langt i undanslætti gagnvart kröfum Nató-veldanna og þeir höfðu ætlað sér. Það var barátta herstöðvaand- stæðinga sem þó tryggði þann árangur sem náðist i landhelgismálinu. Barátta herstöðvaandstæðinga hefur þannig borið árangur, þeir hafa ,,gengið til góðs.” 1 dag er efnt til göngu frá Straumsvik sunnan Hafnarfjarðar. Þannig leggja her- stöðvaandstæðingar áherslu á að sjálf- stæðisbarátta litillar þjóðar snýst ekki einungis um herstöðvamálið og aðildina að Nató: atvinnulegt forræði landsmanna sjálfra er úrslitamál, um það snýst stjórn- málabarátta liðandi stundar. Hægri- stjórnin hefur magnað upp sömu erlendu stóriðjustefnuna og viðreisnarstjórnin gerði. Látlaust eiga stjórnarherrarnir i makki við útlenda aðila, einkum Alusuisse og Norsk Hydro, um álbræðslur og aðrar stórverksmiðjur. Rætt er um Reykjanes- svæðið, Eyjafjörð, Húsavik, Reyðarfjörð sem æskilega staði fyrir erlenda stóriðju. Það er þannig sótt að Islensku sjálfstæði úr öllum áttum og baráttan fyrir islenskri atvinnustefnu er dagskrármál allra her- stöðvaandstæðinga. Þess vegna er gangan frá Straumsvik ákaflega mikilvægur við- burður i augum herstöðvaandstæðinga. Hin nýja sjálfstæðisbarátta islensku þjóðarinnar á við að striða hernám, aðild að hernaðarbandalagi, erlenda stóriðju, erlenda skuldasöfnun, láglaunastefnu rikisstjórnarinnar — allt i senn. Barátta herstöðvaandstæðinga er þannig ekki ein- angruð frá öðrum þáttum sjálfstæðisbar- áttunnar, aðeins með þvi að tengja alla þættina saman er unnt að ná árangri. Liggi einn eftir, er voðinn vis á öðrum sviðum. Þetta hafa herstöðvaandstæðing- ar i huga þegar þeir ganga Straumsvikur- göngu i dag. —s Hervald og auðvald Sjónvarpiö hefur siöustu vikur haft á dagskrá sinni fróölega og vel gerða þætti frá franska sjón- varpinu um stjórnmálaþróun eft- irstriðsáranna. Siöasti þáttur fjallaöi um þróun mála i Suöur- Ameriku. Enn einu sinni var minnst á hve samtvinnað banda- riskt hervald er auövaldinu og hvernig þvi er beitt, leynt og ljóst, til þess að halda „opnum dyrum” fyrir bandarisku auðhringina. Fyrstu verk Castrós eftir sigur- inn á Kúbu voru aö leysa upp her Batista og kenna þjóöinni aö lesa. Þetta voru viturlegar ráöstafanir og nauösynlegar i þvi skyni að tryggja þjóöfélagsumbæturnar á Kúbu til frambúðar. Bandarikjastjórn brást hin versta viö byltingunni á Kúbu og stuölaöi a& þvi meö gerræöisleg- um viöbrögðum aö hún þróaðist yfir i sósialiska byltingu og Kúba varð aö lokum 14. alþýöulýöveldiö i heiminum við bæjardyr Banda- rikjanna. 99 Friður og framfarir 99 Auövaldið og arðrán banda- risku auöhringanna i Suöur-Ame- riku var i hættu og bandarisk stjórnvöld geröu sér grein fyrir þvi a& fordæmi kúbumanna yröi öörum þjóöum til eftirbreytni. Þaö varö aö milda aröránsaö- feröirnar og bæta aöeins hag sveltandi alþýðu i suður-ame- rikurikjum. Fámennar valda- stéttir i þessum rikjum höföu ekki áhuga á verkefninu. Þær létu sér nægja aö leppa bandarisku auö- hringana heimafyrir og raka saman auöi. Kennedy stofnaöi Friöársveitirnar og Framfara- bandalagið. Um leiö og fé var veitt til þessarar starfsemi tóku bandarikjamenn heri flestra suður-amerfkurikja i gegn. Þeir voru búnir nýtisku vopnum og bandariskir sérfræöingar þjálf- uðu þá i nútimahernaði og bar- áttu gegn skæruliðum. Sem inn- anrikislögregla eru þeir voldugir en máttlausir útávið. Bandarik stjórnvöld vissu sem var aö herirnir eru eina skipulega afliö i mörgum suöur-ameriku- rikjum. Nú hafa herforingjar ýtt borgaralegum stjórnmálamönn- um til hliðar nær allsstaöar i Suö- ur-Ameriku. Bandariskum hags- munum er borgiö i bili, byltingar hafa verið kæfðar i fæöingu án þess aö Bandarikjaher þyrfti aö koma þar nærri á of áberandi hátt. 99 Frelsið og lýðræðið” Þaö geröist hinsvegar ekki i Dóminikanska lýöveldinu. Umbótastefnu Juan Bosch og fylgismanna hans varö aö brjóta á bak aftur og tryggja hagsmuni bandariska au&valdsins þar. Þeg- ar ljóst var aö gjörspillt yfirstétt landsins og bandarikjalepparnir væru að lúta lægra haldi sendi Bandarikjastjórn landgönguliö úr Bandarikjaflota á vettvang til þess að „vernda frelsiö og lýö- ræöiö” gegn meirihluta dómini- könsku þjóðarinnar 2. mai. Johnson forseti sagöi 2. mai 1965, eftir aö innrásin var hafin: „Þjóðir ameriku geta ekki, mega ekki og munu ekki láta þaö viö- gangast aö annaö riki veröi kommúnistmanum að bráö á vesturhveli jaröar.” Bakþanki um lokun leiða Þótt ástandið i Evrópu sé ólikt þvi sem tiökast i Suöur-Ameriku vantar ekki hliöstæðurnar. Eins og fram kemur i leyniplöggum bandariska utanrikisráðuneytis- ins var tilgangurinn meö herset- unni hér m.a. aö „hindra valda- rán” kommúnista eins og Tru- man forseti komst aö oröi þegar i mars 1949, er hann skipaði her- ráðinu aö undirbúa li&sflutninga til tslands. Þaö er ekki nokkur vafi aö ósvifnasti hluti islenskrar borg- arastéttar litur á veru Banda- rikjahers hér sem sinn bakhjarl og tryggingu fyrir þvi aö sósial- istum sé haldið á sinum bás. Nú þegar sósialisminn á vax- andi fylgi að fagna i vestur- evrópurikjum er vert aö leiða hugann aö þvi hvaö býr a& baki kröfu Carters Bandarikjaforseta um aö útgjöld til hernaöarmála i NATO-rikjunum veröi aukin um 3%. Skyldi ekki leynast i henni bakþanki um aö NATÓ-herirnir þurfi að vera vel i stakk búnir til þess aö verjast „innri óvinum” jafnt sem hættunni „úr austri”. Kissinger, fyrrv. utanrikisráö- herra Bandarikjanna, spáöi þvi i einkaviðtölum aö öll Evrópa yrði oröin sósialisk aö áratug liönum, ef ekkert yrði aö gert. Bandariskt hervald og banda- riskt auövald munu hvarvetna rcyna a& loka iei&um til sósial- ismans. Vietnamar og kúbanar hafa sannaö aö þessi tvlhöföa þurs er ekki ósigrandi. Verum minnug þess I Straumsvlkur- göngu herstö&vaandstæ&inga I dag. tsland úr NATÓ — herinn burt. —ekh gminfs

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.