Þjóðviljinn - 25.05.1977, Side 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 25. mai 1977.
LANDAMÆRASTRÍÐ FRAMTÍÐARINNAR:
IErindi islendinga á Hafréttar-
ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna
■ héðan I frá er að verja það sem
áunnist hefur I fiskveiðilögsögu
og landhelgismálum. Ráðstefn-
■ an er þó jafn áhugaverð fyrir
þvi. A Hafréttarráðstefnunni
hefur I rauninni verið deilt um
þrjú meginatriði: Réttinn til
fiskveiða, réttinn til frjálsra
siglinga og réttinn til auðæfa
hafsbotnsins. Nóg hefur svo sem
verið deilt um tvö þau fyrr-
nefndu, en siðastnefnda verk-
efnið: að skapa alþjóðarétt um
nýtingu auðæfa hafsbotnsins,
mun án efa reynast þyngsta
þrautin, enda mestir framtiðar-
hagsmunir i húfi. Auðæfi hafs-
botnsins verða aðeins nefnd i
stjarnafræðilegum tölum og
hætt er við að hagsmuna-
árekstrar miili rikjanna 150,
sem þinga á Hafréttarráðstefn-
unnt_verði orðnir fjölmargir,
aður en friður rikir á þessu
sviði.
Hvaða þjóðir eiga nýtingar-
rétt á auðæfum hafsbotnsins,
fjölmelmisvölunum, málmun-
um og oliunni? Getur einhver
alþjóðastofnun gætt hagsmuna
rikja heims gagnvart Banda- •
rikjunum, sem ein búa yfir *
þeirri þekkingu og tækni, sem I
nauðsynleg er til þess aö nýta I
auðæfi á hafsbotni svo einhverju ■
nemi? Þetta eru spurningar I
sem nú er leitað svara við.
Hafsbotninn, utan 200 milna efnahagslögsögu strandrikja, verður næsta auðlýidauppspretta hráefnasnauös heims. Kapphlaupiö um gæöi hafsbotnsins er þegar hafið og hafa
bandarlkjamenn mikið forskot fram yfir önnur iðnríki. Þróunarrlkin hafa enga möguleika á að taka þátt I kapphlaupinu, en geta þau variö hagsmuni slna á vettvangi Hafréttarráð-
stefnu Sameinuðu þjóðanna?
AUÐÆFIHAFD JÚPANNA
fíandaríkjamenn elnir
ráða yfir þekkingu og
tækni til þess að nýta
auðæfi hafsbotnsins
Hafsbotninn er siðasti svarti og
óþekkti bletturinn á heimskort-
inu. Frá þvi á fyrstu hafréttar-
ráðstefnunni 1958 hefur athygli
rikra iðnaðarþjóða æ meir beinst
að þeim auðævum sem finna má á
honum og i. Enda þótt visinda-
menn margra iðnrikja stundi nú
hafsbotnsrannsóknir eru Banda-
rikjamenn áratugum á undan
öðrum á þessu sviði. I þrjátiu ár
hafa bandarisk stjórnvöld látið
rannsaka hafsbotninn kerfis-
bundið, skráð efni hans og gerð og
kortlagt auðæfi hans. Sovétmenn
hafa ekkieytt rúblu á þessu skyni
að eigin sögn. Sovétrikin hafa
verið sjálfum sér nóg u'm hráétni
og málma á landi. Þau hafa keppt
við Bandarikin um geiminn, en
hafdjúpin hafa þau látið af-
skiptalaus hingað til.
Samkeppnin i dag snýst fyrst og
fremst um að ná oliu af tiltölulega
litlu dýpi á landgrunni. Sam-
keppni morgundagsins verður á
meira dýpi. Þegar árið 1972 náði
breska rannsóknarskipið „Chall-
enger” upp af miklu dýpi litlum
steinvölum með einkennilegri
samsetningu: járn, mangan,
kopar, nickel, kobalt, magnesiu,
vandadium, ál og molybden.
Þetta voru kallaðar fjölmelmis-
völur og voru geymdar sem safn-
gripir fyrir jarðfræðinga þar til
1958. þá byrjaði háskólinn i Ka-
liforniu að fá áhuga og siðar
einnig bandarisk málmleitar-
fyrirtækijFrakkar, kanadamenn,
v-þjóðverjar og sovétmenn hófu
einnig leit, en hún hefur verið
smávaxin miðað við það sem
bandarikjamenn hafa fjárfest i
henni.
Brátt fundust tvö svæði, sem
voru rik af fjölmelmisvölum:
Indlandshaf og Kyrrahafið.
Gifurleg auðæfi blöstu við. A
meðalsvæði voru milli 5 til 10 þús-
und tonn af fjölmelmisvölum á
ferkilómetra. 1 Kyrrahafinu einu
hefur verið reiknað út að 1600
miljarðar tonna af þessum auð-
æfum biði vinnslu. Fjölmelmis-
völurnar eru á 6 þúsund metra
dýpi og það eru mörg tæknileg
vandamál óleyst áður en hægt er
að ná þeim upp i einhverju
magni. Þau eru þó ekki óleysan-
leg og fyrir 1985 gera bandarikja
menn ráð fyrir að hefja vinnslu á
þeim.
Hér eru engir smámunir i húfi
og uppgötvun þessara auðæfa
gerði það m.a. að verkum að
Kissinger, fyrrverandi utanrikis-
ráðherra Bandarikjanna, lagði
mikla áherslu á Hafréttarráð-
stefnu Sameinuðu þjóðanna.
Mikilvægustu málmarnir i fjöl-
melmisvölunum eru mangan, kó-
balt, kopar og nickel. Banda-
rikjamenn flytja inn 19% af þeim
kopar sem þeir nota, 84% af nick-
elinu og 92% af kóbaltinu. Þessar
málmtegundireru einkum fluttar
inn frá rikjum Suður-Ameriku.
Gert er ráð fyrir að notkun ann-
arra málmtegunda en járnblanda
fari vaxandi og innflutningurinn
til Bandarikjanna nemi 64
miljörðum dollara árið 2000, og
þykir það fullstór biti i banda-
riskum f járhagsáætlunum.
Lausnin er fólgin i fjölmelmisvöl-
unum, sem enginn á enn. Takist
fyrirætlanir bandarikjamanna
gætu þeir orðið sjálfum sér nógir
á þessu sviði eftir 10 ár.
Áttatiu prósent koparfram-
leiðslunnar i heiminum kemur frá
þremur þróunarlöndum, Zambiu,
Zaire og Chile. Að tiu árum liðn-
um gera bandarikjamenn ráð
fyrir að verða herrar yfir kopar-
markaðinum i heiminum með
nýtingu fjölmelmisvalanna. Þeir
munu þá ráða öllum helstu hrá-
efnum heimsins, og engin tak-
mörk yrðu fyrir valdi þeirra.
Fulltrúar þróunarrikjanna vita
vel að hverju stefnir, og ýmis iðn-
riki hafa einsett sér að reyna að
ná upp forskoti Bandarikjanna i
hafsbotnsfræðum. Vandamálið
á Hafréttarráðstefnunni er það að
fátt virðist geta stöðvað væntan-
lega einokun Ibandarikjamanna á
nýtingu auðæfa hafsbotnsins.
Þróunarrikin vilja koma á fót al-
þjóðastofnun sem hafi eftirlit með
vinnslu fjölmelmisvala. Banda-
rikjamenn geta fallist á alþjóða-
stofnun en vilja að stórfyrirtækj-
um verði einnig seld einkaleyfi á
nýtingu vissra svæða. Alþjóða-
stofnun þessi yrði til þess að byrja
með að treysta eingöngu á upp-
lýsingar bandariskra visinda
stofnana, þvi þær einar vita um
lögin i hafdjúpunum, þykkt þeirra
og eiginleika. Þeim væri þvi i lófa
lagið að búa svo um hnútana að i
hlut alþjóðastofnunarinnar féllu
einvörðungu rýru svæðin, en
bandarisk fyrirtæki sætu ein að
þeim svæðum, þar sem feitt er á
stykkinu.
Allir eru sammála um að ekki
er hægt að láta þessi gifurlegu
auðæfi liggja ónýtt. Spurningin er
hvernig og hverjir eigi að nýta
þau.
Kissinger leit á þetta sem slikt
hagsmunamál og hótaði að stöðva
allar samningaviðræður: „Við
munum nýta hafsbotnin hvort
sem alþjóðareglur verða settar
þar um eða ekki. Verði þær ekki
settar munum við gera það ein-
ir.” Ekki ósvipuð röksemda-
færsla og i lifshagsmunamáli is-
lensku þjóðarinnar.
Þróunarrikin hafa samt sem
áður séð sér þann kost vænstan að
fallast ekki á neitt samkomulag
um nýtingu hafsbotnsins. Á með-
an reyna Trakkar, sovétmenn og
japanir að þróa tækni sem gerir
þeim kíeift að berjast um 'haí
djúpin við bandarikjamenn. En
þeir fjármunir sem þessar þjóðir
verja i rannsóknir eru léttvægir
miðað við fjáraustur banda
riskra stjórnvalda til þessara
þarfa.
Bandarikjamenn hafa einnig
uppgötvað að á dreif i hafdjúpun-
um er fólgið dranium i miklu
magni: um 5 miljarðar tonna.
Þeir eru nú að þróa tækni sem
gerir þeim kleift að safna úran
inu saman og ná þvi upp. Þetta er
ekki talið verða kostnaðarmeira
en svo. að samsvari núverandi
heimsmarkaðsverði.
Hér hefur i þessari grein at-
hyglinni verið beint að þeim
máímum sem fel’ast' á hafsbotní
og bandarikjamenn hafa yfir
burðaraðstöðu og þekkingu til
þess að nýta i náinni framtið.
Hafið þekur 360 miljónir ferkiló-
metra af yfirborði jarðar og I þvi
og á botni þess eru fólgnar fjöl-
margar auðlindir, sem ekki verð-
ur fjallað um hér.
Landamærastrið nútimans eru
háð um hafsvæðin. I raun er Haf-
réttarráðstefnan ekki annað en
vettvangur landamæradeilna.
Ríkín 114 sem eiga Tand að sjó
neyðast til þess að skipta á mílli
sin landhelgi, fiskveiði- og efna-
hagslögsögu, að landgrunnsrétt-
indum. Þá verður að taka tillit til
landluktra rikja. Átök um þessi
atriði standa nú yfir utan Haf-
réttarráðstefnunnar viða um
heim. Siðustu vikur hefur verið
sagt i fréttum frá „átökum” um
hafréttarmál milli sovétmanna
og bandarikjamanna, ira og
Efnahagsbandalagsrikja, Austur-
Evrópurikja og Efnahagsbanda-
lagsrikja, grikkja og tyrkja,
breta og argentinumanna, og
malasiumanna og indónesa.
Samt er enginn vafi á þvi að
hafsbotnsnefnd Hafréttar-
ráðstefnunnar á erfiðasta verk-
efnið fyrir höndum. Þau sjónar-
mið sem uppi eru varðanai nýt-
ingu auðlinda hafsbotnsins verða
seint sætt. Oft hefur verið farið i
strið út af ómerkilegri landa-
mæraþrætum. I hráefna- og
málmsnauðum heimi má búast
við miklum átökum um haf-
djúpin.
Einar Karl byggði á Nouvel
Observateur.
ÚTBOÐ
Tilboð óskast í að byggja parhús í Norðurbænum í Hafnarfirði. Húsin
þurfa að steypast upp, ásamt bílskúrum, í sumar og haust og Ijúka báðum
utanhúss og lóð tyrfð, hellulögð og malarborin innkeyrsla.
Fyrra húsið verður að véra fullgert 1. febr. 1978 og hitt 1. febr. 1979. Kraf-
izt er jaf n vandaðrar vinnu og f rágangs og í fyrri DAS-húsum og dagsekt-
um beitt, ef afhendingar stæðust ekki.
Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu okkar gegn kr. 10.000.00 skilatrygg-
ingu.
Tæknilegar upplýsingar veitir Halldór Guðmundsson arkitekt á teiknistof-
unni S.F. Ármúla 6, sími 38750.
Tilboð verða opnuðá skrifstofu okkar þriðjudaginn 31. maí, kl. 11 f .h.
Réttur áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum.
Happdrætti DAS