Þjóðviljinn - 02.07.1977, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 02.07.1977, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 2. jlili 1977 Skrifið — eða hringið í síma 81333 Um^jón: Guðjón Friðriksson Hvad kostaði samningagerðin? Undirritaöur vill spyrja Björn Jónsson, forseta Alþýöusam- bands tslands, hvaö samninga- geröin nú undanfariö hafi kost- aö verkalýösfélögin. Er kostn- aöinum skipt eftir stærö og meölimafjölda hvers og eins fé- lags, eöa er einhver ööruvisi til- högun viö uppgjör á þessum kostnaöi? Hér kemur meöal annars til hótelkostnaöur á Loftleiöahótelinu og feröakostn- aöur fulltrúa utan af landi. Meö stéttarkveöju, Arni J. Jóhannsson. Ómanneskjuleg meðferð á unglingum í Vinnuskóla Reykjavíkur Ég hefi i starfi minu á siöustu vikum oröiö var við aö ekki er allt sem skyldi i þessu þjóðfélagi. Þaöhefir veriö mik- ið talaöog skrifaö um svokallaö unglingavandamál nú hin siöari ár. Að vonum hefir fólk ekki veriö sammála um orsakir þess en undantekningarlaust hefir hallaö á unglingana i þeim umræðum. Ég ætla aö gera aö umræöuefni meö þessum skrif- um einn þátt þessara mála: Hjá Reykjavikurborg er starfræktur svokallaöur vinnu- skóli aö sumrinu. 1 honum eru unglingar á aldrinum 12-15 ára sem eru aö stiga sin fyrstu spor úti á vinnumarkaöinum. Aö sjálfsögöu eru fengnir sér- menntaöir menn til aö kenna hvernig þessir arftakar okkar skuli bera sig aö vinnu og hvemig þurfi aö umgangast annaö fólk til aö komast áfram i lifinu. Ég tel aö þetta sé höfuö- markmiö þessa skóla,en sé ekki betur en þarna sé kominn visir aö ómanneskjulegri meöferö á þessum unglingum. Skal ég nú rökstyöja þaö nánar: Auövitaö er þessi hópur mjög dreifður um borgarlandiö og sjálfa borgina. Ekki viröist samt reiknaö með þvf, vegna þess aö unglingamir njóta ekki þessréttarum aöbúnaö sem a 11- ireiga aö njóta. A fáum stööum eru möguleikarfyrir þá aö mat- ast og hvilast eöa leita skjóls i vondum veörum. Þaö er skylda aö hafa þetta i lagi á vinnustöð- um fulloröins fólks og má loka þeim skv. samningum ef ekki er úr bætt, aö ég tali nú ekki um hreinlætisaöstööuna. Ég spyr: Er svona framkoma til þess fallin aö auka viröingu unglingana fyrir þeim sem eldri eru? Er þetta aðferðin til að kenna þeim að taka tillit til annarra? Getum við búist við þvi, þegar svona er komiö fram gagnvart þeim, að allt sé i lagi i samskiptum okkar og þeirra. Svo er þaö kaupið sem þess- um arftökum okkar er greitt. Þegar þið fréttið það skulið þið hafa eitthvað til að halda ykkur i þvi aö þaö er sem hér segir: 180 kr. fyrir stúlkur, 200 kr. fyrir drengi. Svona er nú jafnréttisstefnan i framkvæmd i þessum skóla. Hvar eru sömu laun fyrir sömu vinnu úr þviað veriö er að borga á annað borö? Svo er verið að kenna unglingunum um vandamál sem risa á milli þeirra og okkar. Hér er fullorðna fólkiö seki aðilinn. Við erum aö sýna unglingum vald okkar aö ósekju i staöinn fyrir aö sýna þeim virðingu okkar meö þvi aö láta þá njóta allra þeirra réttínda sem þeim ber. Þetta er aö minu mati ein orsök þeirra tilbúnu unglinga- vandamála sem viö veröum aö laga sem fljótast.þvi aö aöalfor- sendan fyrir bættum samskipt- um unglinga og okkar er gagn-' kvæm viröing. Kristvin Kristinsson 140% hækkun á gjald- skrá fyrir lyftu Til eru lög frá 1. febr. 1952 (nr. 23) um öryggisráðstafanir á vinnustööum. Samkvæmt þessum lögum er eigendum aö vinnuvélum og ýmsum öörum tækjum árlega gert aö greiöa eftirlitsgjald til öryggiseftirlits ríkisins. Nú stendur svo á, aö um hend- ur undirritaös hafa siöastliöin ár fariö reikningar yfir þetta gjald af fólkslyftu, sem starf- rækt er i fjölbýlishúsi þvi, sem ég bý I. Hinn 8. júli 1976 greiddi ég fyrir hönd húsfélagsins reikning yfir þetta gjald fyrir árið 1976 með kr. 1500.-, aö viöbættum 25% viðauka, eöa samtals kr. 1875.—. Fyrir nokkrum dögum barst svo reikningur yfir sama gjald fyrir áriö 1977, en nú nemur eft- irlitsgjaldiö kr. 4500.—. Ekki er mér kunnugt um, hvort gjaldskrá samkvæmt of- angreindum lögum er sett af öryggiseftirliti rikisins eöa ráöuneyti þvi, sem fer meö þessi mál, en vafalaust er á- kvöröunin um 140% hækkun á þessu gjaldi ein af þeim ráöstöf- unum sem stjórnvöld beita (il aö ráða niöurlögum veröbólgunn- ar. Jón Grimsson Austurbriin 4 ALDARSPEGILL Úr íslenskum blöðum á 19. öld Kvcnnmenii í kiu'iiniiiiiisfiiliiin. í l’aris cr fj'olni;, HCin linl'ur (iað mnrk oj? mið að bæta kvonn- klíT'ðnaðiun, mcð |iví að líUa iiauii likjast mcir karl- inannHklii'.ðnaði. Liiífrcglnn i Frakkiamli s;cíiir kvcnn- iriiiniim ciiiHtaka Riniiuni loyii lil að ganga í karl- mnnnnfiitum, cn mjiig sjnlilan. Það eru nk að eins 12 kvnnrimcnn, Bcm meifa vcra Jiar í karlmnnnH- fiitmn; nin al |icim cr lornlrícðingiirinn fró Diulafoý, scm hefnr fariö í karlinaiiiisf'il niii langar rannsókn- arfcrðir uin Ahíu og Afriku. Þjóðólfur 10. apríl 1891 Heyrðu kunningi! Mjcr ?r farið að lengja eptir reiðlieizlinu minu, sem þú hirt- ir af hestinum mínum, í þínar þarfir vist, en ekki minar, á stramluppboðinu við Blöndu- ós i haust, og kvaðst skyldu standa mjer skil á daginn eptir. Ræð jeg þjer til að skila mjer þvi &cm fyrst, þvi það eykur mjer ómak og þjer, ef til vili kostnað, að jeg Bæki það til þín. Blöndudalshólum 10. febr. 1879. Markús Gíslason. Norðatifari 17. mars 1879 I fótspor Ulfs Anderson Ulf Anderson. NU er geysilega mikiö um aö vera i skákheiminum um þessar mundir. Askorendaeinvlgin hófust i gær i Frakklandi og Sviss þ.e. einvigi Spasskis og Portisch og Polugajevskis og Kortsnojs. í Leningrad fer fram geysilega sterkt skákmót meö þátttöku 18 stórmeistara þ.á.m. heimsmeistarans Karpovs. Þvi miöur hafa engar fréttir boristhingaö tillands um mótiö en það er allvel á veg komið. 1 Hollandi fer nú fram IBM-skák- mótiö, en þaö er haldið ár hvert. A siöasta ári tóku þeir Guömundur Sigurjónsson og Friörik Ólafsson þátt I mótinu, en keppendur nú eru: Kavalek, Reshevski, Panno, Timman, Adorjan, Böhm, Miles, Liber- zon, Quinteros, Tatai, Vab Wijgarden, Sosonko, Donner, Ree, Torre og Hulak. Sem sé geysilega vel skipaö mót. Boösmóti Taflfélags Reykja- vikur lauk i siöustu viku. Sigur- vegari i mótinu varð Sævar Bjarnason. Hann hlaut 6,5 v úr 8 skákum. .1 ööru sæti varö Siguröur Herlufsen, einnig meö 6,5 v. en lægri á stigum. I þriöja sæti varö Egill Þórðarson alger- lega óþekktur skákmaöur meö 6 v. Fjóöri var svo eini landsliös- maöurinn i hópnum, Þröstur Bergmann, meö 6 v., en lægri stigatölu. Taflfélag Reykjavikur hefur tvö siöastliöin ár haldiö æfinga- búöir fyrir unglinga allt aö 14 ára aldri. 1 ár veröur ekki brugöiö út af venjunni. Skákæf- ingabúöirnar veröa haldnar i skíðaskála Vikings i Hveradöl- um 8.—15. júli. Námskeiöiö veröur meö svip- uöu sniöi og undanfarin. ár. Jafnframt þvi sem skák veröur iökuö veröa stundaöar iþróttir og útivera. Kennari veröur Kristján Guömundsson, en auk þess koma þekktir skákmenn i heimsókn og skal þar fremstan telja Friörik Ólafsson. Þátt- tökugjald er 10.000 þús. krónur og fer skráning fram i slma Taflfélags Reykjavikur. Ég vil svo aö lokum klykkja út meö skák einni sem tefld var á alþjóölega mótinu I Genf, Sviss, I vetur en þar voru islensku stórmeistararnir meðal þátt- takenda. Það eru tveir heimsþekktir stórmeistarar sem eigast viö, sænski stór- meistarinn Anderson og Torre frá Filippseyjum. Skákin er einkennandi fyrir hinn sérkennilega og hægláta stil Andersons. Hvitt: Ulf Anderson (Sviþjóö) Svart: Eugunie Torre (Filipps- eyjar) Enskur leikur 1. c4-d6 9. cxd6-dxc3 2. Rc3-Rf6 10. dxe7-Dxe7 3. g3-e5 11. bxc3-Rb6 4. Bg2-c6 12. Rd4-c5 5. Rf3-Rbd7 13. Rb5-Hd8 6. 0-0-Be7 14. Dc2-Be6 7. d4-0-0 15. Bg5-Bc4 8. c5-exd4 16. a4-Bd5 (Ég styösthér við aths. Bents Larsens sem telur 16. — Dxe2 17. Dxe2 bxe2 miöur hollt vegna svarsins 18. Hfel og hvitur vinn- ur pebib tilbaka meö yfirburða- stöðu.) 17. e4-Bc6 18. Hfel-a6 19. Ra3-h6 (Annar forboöinn ávöxtur. Ef 19. — Bxa4 20. Dbl! t.d. 20. — Rbd7 21. e5 Rxe5 22. Rc4 o.s.frv.) 20. Bxf6-Dxf6 22. f4-De6 21. a5-Rd7 23. Da2 (Meö peöameirihlutann á kóngsvængnum telur hvltur drottningaruppskipti sér i hag. Reyndarkoma i þessu endatafli öll helstu stileinkenni Amfer- sonsiljós,frábær meðhöndlun á eilitið hagstæðari endatöflum.) 23. ... Dxa2 24. Hxa2-Rf6 25. e5-Bxg2 26. Kxg2-Rd5 27. Hc2-b5 28. axb6-Rxb6 29. Hbl-Rd5 30. Kf3-Hab8 31. Hxb8-Hxb8 32. Ke4-Rc7 33. Rc4-Hb3 34. Ra5-Ha3 35. Rb7-Rb5 36. Kd3-Rd4 37. Hb2-Rb5 38. Hc2-Rd4 39. Hcl-Rb3 40. Hdl-Ha4 41. Kc2-c4? 42. Kb2! (Gagnmerk staða. Torre komst nú að þvi sér til mikillar skelfingar að hann getur sig hvergi hrært. Ef t.d. 42. — Ra5 43, Rc5 og hrókurinn á ekki afturkvæmt.) 42. ... Kf8 43. f5-Ke7 44. Rd8 (,,Ulf gengur hreint til verks og gerir út um skákina þegar i staö”, segir Larsen. , „Sadistar á borö viö Fischer og mig heföu ugglaust kvaliö andstæöinginn örlltíð lengur með t.d. 44. g4, eða 44. h3l”) 45. Rc6-g6 44. ... Kf8 46. f6 — Svartur gafst upp. Umsjón: Helgi Ólafsson

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.