Þjóðviljinn - 02.07.1977, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 02.07.1977, Blaðsíða 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 2. jdll 1977 12 Kvennaknattspyrna hefur tekiö mikinn fjörkipp á þessu ári. Undanfarin ár hafa fá liö iðkaö kvennaknattspyrnu en i ár eru 6 liö sem skipa 1. deild og leikin tvöföld umferö. Sann- leikurinn er sá aö allnokkuö er farið aö tala og rita um kvenna- knattspyrnu og þaö aö veröleik- um. Islandsmötkvenna i 1. deild er rúmlega hálfnaö og hefur Valur tekið forystu öllum á óvart, þvi félagiðhefur ekki fyrr tekið þátt ikvennaknattspyrnu. Siðustu ár hafa F.H. og Breiðablik verið bestu liöin, en Fram og Valur hafa bæst í hópinn á þessu ári. Ennþá er aðeins leikiö I einum aldursflokki, en ef fram fer sem horfir, má fastlega gera ráð fyrir þvi, að aldursflokka- skipting verði upp tekin. Þaö sem e.t.v. kemur til meö að standa kvennaknattspyrnu fyrir þrifum, ef áhugi eykst, er aö- stöðuleysi hvað velli og búningsaöstööu varöar, fyrir svo utan þessi eilifu fjármáí sem allt eru aö drepa. Nógu erf- itt reynist félögunum aö koma drengjaknattspyrnunni frá sér, hvaö þá aö bæta miklu viö nema að gera ný mannvirki. En staö- reyndin viröist blasa viö, aö kvennaknattspyrna á vaxandi vinsældum aö fagnavog þvi ber að fagna. Enn er aöeins eitt mót á veg- um K.S.I., en ég spái því, að fljótlega verði krafist a.m.k. Bikarkeppni fyrir stúlkurnar og svo meira siðar. A hverju sumri koma hingaö til lands unglingalið í knatt- spyrnu. Siöustu ár hefur farið vaxandi aö skosk liö komi hingað og islensk fari til Skot- lands. Hér áður fyrr voru sam- skipti á þessu sviði aöallega við Norðurlöndin, en vegna ferða- kostnaðar hefur þessi breyting orðið á. Knattspyrnugeta þess- ara flokka er mjög misjöfn, en i flestum tilfellum svipuö þeirri islensku. Ég tel að svona samskipti séu gagnleg, ef vel er til vandaö hvað allan undirbúning og fararstjórn varðar. Slikar feröir VIKUPISTILL Flautað mega ekki aöeins veröa skemmtiferöir,án aga og reglu. Þá er betra heima setið. Um þessar mundir eru a.m.k. kosti þrjú unglingalið frá Skot- landi i Reykjavlk og munu næstu kvöld þreyta kappleiki við unglingalið Reykjavikur- félaganna og nágrannabyggðar. Leikir þessir eru oft skemmti- legir og vel þess viröi fyrir fólk á næstu góöviöriskvöldum aö rúlla á vellina og horfa á þessa leiki; auk þess kostar það ekk- ert. Deilur virðast komnar upp milli leikmanna 1. deildar og knattspyrnudómara um orsakir fyrir tiðum slysum i knatt- spyrnuleikjum. Engin úttekt hefur farið fram á þvi, hvort tiðni sé meiri nú en áöur. Fyrir- liöi Vikings á leikvelli, Eirikur þorsteinsson, átti athyglisvert viðtal viö blaðamann Morgun- blaösins um þessi mál s.l. fimmtudag, og siöan hefur einn af okkar fyrrverandi knatt- spyrnudómurum, Jörundur Þorsteinsson, gagnrýnt fyrr- greint viðtal. Ég tel að hér sé hreyft viðkvæmu en alvarlegu máli, og báöir hafi nokkuð til sins máls, þvi sjaldan veldur einn þá tveir deíla. E.Þ. ræddi einkum þann þátt að dómarar dæmdu of litið og vægt á gróf brot, sem siðan yllu alvarlegum meiðslum, á meðan þeir litu stundum meira á svo- kailaða smámuni og vittu menn fyrir þá frekar. Hvað fyrra atriði varöar er ég ekki sammála E.Þ. Allir dóm- arar dæma eins vel og þeir geta hverju sinni, hvað varðar alvar- leg brot og reyna að koma i veg leiks fyrir að menn meiöist, en menn sjá misjafnlega vel. Hitt vita allir að erfitt er að dæma áður en menn hafa brotið af sér. Astæðan fyrir meiðslum knatt- spyrnunannaer þvi að minu viti ekki. dómurunum að kenna, langt frá þvi. Hinu er ég E.Þ. alveg sammála, að svokölluð smáatriði — eru oft gerð að of stórum málum og dómarar láta slikt of oft fara I „pirrurnar” á sér. Dómarar dæma eftir lögum og reglum um knattspyrnumót en lög eru oft ákaflega teygjan- leg, og þvi verður brjóstvitíð stundum að ráöa, vegaog meta hlutina eða með öðrum orðum, að andi laganna á að ráða ferð- inni. Varðandi bréf J.Þ. er ég hon- um sammála um aö of djúpt sé i árinni tekið hjá E.Þ. Varðandi hinn meginþátt J.Þ. þar sem hann ræðir um starf dómarans til knattspyrnunnar i heild, þar sem dómarar leggi svo og svo mikið til knattspyrnunnar, álit ég að þeir leggi ekkert meira en aðrir sem að knattspyrnumál- um starfa, og stundum minna. Ég vek athygli á þessum um- ræðum, þvi að i siðasta pistli minum kom ég nokkuð inn á meiðsli knattspyrnumanna og meðferð þeirra meiðsla á eftir. Um þennan þátt ræddu þessir menn ekkert, og tel ég að það sé mergurinn málsins, að koma i veg fyrir meiðsli, ef hægt er, og siðan að finna fljótustu leiðina til lækninga. Ég endurtek þvi það sem ég sagði siðast, aö sá þáttur er vanræktur bæöi hjá K.S.l. og öðrum er þessum mál- um sinna, og úrlausnar er þörf. Bikarkeppnin I knattspyrnu nýtur meiri og meiri vinsælda með hverju ári. Þó er það ennþá svo, að 1. deildin er nr. 1 og Bik- arinn nr. 2. Engin þjóð litur með eins mikilli iotningu til Bikar- keppninnar og englendingar, enda vekur úrslitaleikur þeirrar keppni heimsathygli árlega. Sl. fimmtudag var dregið I aðalkeppni Bikarsins, eða 16 liöa keppnina sem svo er nefnd, og þá má segja að Bikarkeppnin sé fyrst farin af stað fyrir al- vöru. 1 þessari umferð sem leikin verður 12.-14. júli n.k. vekja tveirleikir mesta eftirvæntingu, þe. Akranes-Breiðablik og Val- ur-Þór, en það eru einu 1. deild- ar liðin sem drógust saman. Engin annarrardeildar lið dróg- ust saman að þessu sinni, þannig að búast má við mjög harðri keppni i 2. og 3. umferð, og spá min er sú að eingöngu 1. deildar lið sláist þar. Eins og nú árar með tekjur af leikjum 1. deildar, er næstum gullnáma fyrir lið að komast I úrslitaleik Bikarkeppninnar, og ef vel tekst til er spá min að úrslitaleikur i ár gefi yfir 1 miljón krónur i tekjur i hlut þeirra félaga er leika úrslita- leikinn, og þvi til mikils að vinna. Islenska landsliðið bætti ein- um sigri i safnið i landsleiknum við norðmenn s.l. fimmtudag. Sigur i landsleik er alltaf sæt- ur, en getur stundum verið súr- sætur, og svovarnú.Eftir leikinn átti ég tal við allmarga menn um hann og hitti ég engan sem þótti hann skemmtilegur eða vel leikinn, en voru að vonum ánægðir með sigurinn. Mér fannst leikurinn hálfleiðinlegur á köflum. Liðin voru mjög ólfk. Styrkleiki islenska liðsins var vel leikinn varnarleikur með- góðum markverði, þar sem fá mistök voru gerð, en hefðu get- að orðið afdrifarik, og svo nokk- ur skyndiupphlaup i sóknar- leiknum. Norska liðið lék all skemmti- lega knattspyrnu á miðjum vell- inum, en mörkin eru til end- anna. Liðið reyndi enga gegnumbrotsaðferð, hvorki upp kantana né með fallegum leik- fléttum eða öðrum ráðum og sjaldnast nema þrir menn i sókninni. Bæði liðin sköpuðu sér þvi mjög fá marktækifæri, og þvi litið um skemmtileg tilþrif að ræða,Aðeins tvö markskot sáust i leiknum sem talandi er um. Af islenskum leikmönnum fannst mér mest koma til þeirra sem fæsta landsleiki hafa að baki,Janusar og Atla. Af at- vinnumönnunum stóð einn upp úr, Marteinn Geirsson. Ég tel að ástæðulaust sé að velja menn I landslið, jafnvel þó um lykil- menn fyrri ára og fyrirliða sé að ræða,ef þeir hafa ekki æft og haldið sér i „formi” 20 daga fyrirlandsleik, enda sást greini- leg afturför hjá fyrirliðanum, minni yfirferð og allur þyngri frá sfðasta leik. Það getur engin landsliðsnefnd leyft sér gagn- vart öðrum leikmönnum að velja menn i landslið sem ekki leggja jafn hart að sér og þeirx sem ekki komast i liðið. Slikt \ býður aðeins heim erfiöleikum i framtiðinni; menn geta ekki kosið sjálfa sig i landsliö, og hæfilegur agi er einmitt eitt af þvi sem landsliðið undanfarin ár hefur haft hvað best. t stuttu máli: Eftir um það bil viku hlé hefst islandsmót 1. deiidar aftur á morgun með leik á Skipaskaga milli Akraness og Vals. Eins og staðan er i dag, getur hér orðið um úrslitaleik mótsins að ræða. Þegar flautað verður til leiksloka, mun staðan e.tv. skýrast. STOPPER. Kagnar Bjornsson, Þorkell Bjarnason og Guðmundur Jónsson ,,klára”-skapi. — Mynd: Eirikur Þorvaidsson. Skeiöyöllurinn á F ornustekkum Fyrir nokkrum dögum birti Landpóstur frásögn af nýjum skeiðvelli, sem hestamenn í Austur- Skaftafellssýslu hafa gert að Fornustekkum í Nesjum. Verður völlurinn vígður með því, að þar verður haldið fjórðungs- mót austfirskra hesta- manna upp úr næstu mánaðamótum. Þær myndir, sem hér birtast, eru tengdar hinu væntanlega fjórðungs- móti á Fornustekkum. —mhg Guömundur Jónsson, form. hestamannafélagsins. — Mynd: Eirikur Þorvaldsson.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.