Þjóðviljinn - 02.07.1977, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 02.07.1977, Blaðsíða 3
Fyrsta verk sovétmanna i ófriöt Laugardagur 2. júli 1977 ÞJóÐVILJINN — SÍÐA 3 Gereyding allra herstödva í Noregi og á íslandi segir í skýrslu bandarískrar þingnefndar 1 AP-frétt i Morgunblaöinu I gær er sagt að starfsmenn fjár- laganefndarinnar hafi orðiö al- deilis hlessa er þeir komust að þvi að búnaður bandariska herliðsins á Islandi, „sem væri þröskuldur- inn að Atlantshafinu”, væri ekkert nema þrjár gamlar eftir- litsflugvélar, nokkrar orrustu- þotur og ein ratsjárstöð. Onnur ratsjárstöð hafi eyðilagst i óveðri fyrir nokkrum árum, en aldrei Ákæra rannsóknarhóps Heimskirkjuráðsins: Audhringar ábyrg- ir fyrir vanþróun og stöðnun GENF 30/6 Reuter — Hópur kirkjunnar manna, hagfræðinga og starfsmanna verkalýðs- samtaka sakaði i dag fjölþjóðlega auðhringa um að vera ábyrgir fyrir vanþróun og stöðnun i efna- hagsmálum þriðja heimsins og hvatti kirkjufélög til gagnráðstaf- ana. Starfshópur þessi var settur á laggirnar af heimskirkjuráðinu og hefur hann með höndum könnun á starfsemi f jölþjóðlegra auðhringa. Heimskirkjuráðið hefur aðal- stöðvar sinar i Genf og eiga aðild að þvi um 290 kirkjufélög mót- mælenda og rétttrúaðra (orþó- doxra). 46 menn eru i rann- sóknarhóp þessum. Hópurinn sakar fjölþjóðlegu auðhringana um að hagnýta sér ódýrt vinnuafl þróunarlanda til þess að tryggja sér gróða af auðlindum þeirra, safna að sér gifurlegum auði og samsvarandi valdi án viðeigandi eftirlits og ábyrgðar og að hag- nýta sér dýra tækni, er hringarnir hafa yfir að ráða, til þess að afla sjálfum sér mikils gróða i stað þess að láta tæknina verða til góða þeim löndum, er hringarnir starfa i. Fjöldahandtökur á studningsmönnum Nkomos SALISBURY 1/7 Reuter — Einn af forustumönnum Afriska þjóðarráðsins i Ródesiu, stjórn- málasamtaka blökkumanna er Joshua Nkomo stendur fyrir, sagðist i dag telja að yfir hundrað stuðningsmanna samtakanna hefðu verið handteknir i gær af lögreglu Ródesiustjórnar. Tals- inaður stjórnarinnar neitaði þvi ekki að handtökurnar hefðu átt sér stað, en vildi ekki láta uppi neinar tölur. Afriska þjóðarráðið (ANC) stendur i nánu sambandi við Afrikumannasamband Zimbab- we(ZAPU),sem starfar erlendis. Bæði þessi samtök lúta forustu Nkomos. Talsmenn Ródesiuhers halda þvi fram, að Nkomo, sem hefur dvalið utanlands i ár, safni nú miklu liði skæruhermanna á vegum ZAPU i Sambiu, og sé það lið ætlað til meiriháttar sóknar gegn minnihlutastjórn ródesiu- manna. Með vaxandi skæruhernaði eykst flótti hvitra manna frá Ródesiu og i gær var staðfest að einn af þingmönnum Ródesiu- fylkingarinnar og fyrrum ráðherra, Wickus de Kock, væri á förum til Suður-Afriku alfarinn. Hann þvertók þó fyrir að sér gengi til bleyðimennska. De Kock er af búaættum og hefur ætt hans búið i Ródesiu i þrjár kynslóðir. TEKKÓSLÓ V ÖSKUM FLÓTTAMÖNNUM GEFNAR UPP SAKIR PRAG 30/6 Reuter — Tékkósló- vösk stjórnarvöld tilky nntu I dag að um 75.000 tékkóslóvökum, sem flýðu land eftir innrás Varsjár- bandalagsins 1968, væru hér með gefnar upp sakir og gætu þeir snúið heim hvenær sem þeim sýndist. Flóttamenn þessir höföu verið dæmdir fjarverandi i sex mánaða til fimm ára fangelsis- vistar á þeim grundvelli að þeir hefðu yfirgefið landið ólöglega. vera verið endurreist. Er i skýrslunni lýstyfirundrun á þessu kæruleysi um herstöðina á íslandi, miðað við meint mikilvægi hennar. Segir ennfremur að þetta úrelta tækjadrasl muni ekki einu sinni duga til að vara við og verjast hljóðfráum sprengjuþotum sovét- manna. Eitthvað virðist þó málum blandið i skýrslu þessari, þvi að Morgunblaðið hefur það eftir blaðafulltrúa hersins á Vell- inum að herinn þar hafi til um- ráða 9 Orion-könnunarflugvélar og 3 EC-121 ratsjárflugvélar. Höfundar skýrslunnar hugga sig við það, að þrátt fyrir ógnar- mátt sovétmanna og þá sérstak- lega atómvæddan kafbátaflota þeirra séu landfræðilegar að- stæður hagstæðar Bandarikj- unum, þar eð kafbátar og flug- vélar sovétmanna yrðu að fara framhjá varnarstöðvum i Noregi og ,,I gegnum hinar svokölluðu Grænlands-lslands-Bret- lands-gáttir” til að geta herjað sunnar á Atlantshafi. Eins og nærri má geta, yrði þá fyrsta áhugamál sovétmanna i striði við Nató að gereyða sem ógrunsam- legast öllum herstöðvum Nató i Noregi og á Islandi, enda er i skýrslunni einmitt gert ráð fyrir þvi að sovétmenn myndu Iáta þetta verða sitt fyrsta verk, ef til ófriðar kæmi. Eftir skýrslu þessari að dæma hefur bandariska varnarmála- ráðuneytið hingað til verið svo bjartsýnt að telja sig geta séð fyrir strið milli Nató og Varsjár- bandalagsins með 23 daga fyrir- vara (Ekki er útskýrt i fréttinni hvernig þeir hafi farið að reikna það.) En nýjar athuganir tveggja bandariskra öldungardeildar- þingmanna, Sams Nunn og Deweys Bartlett, hafa leitt i ljós likur á þvi, að þessi frestur yrði ekki nema nokkrir dagar eða jafnvel klukkustundir. 1 skýrslunni er samkvæmt Reuter-frétt lagt til, að Nató „hagnýti sér herstöðvar sinar i Noregi til þess að loka Norður-Atlantshafinu fyrir so- véska flotanum.” Ekki er tekið fram I skýrslunni, hvernig þessi aukni vigbúnaöur i Noregi eigi að framkvæmast, hvort norðmenn eigi að standa að honum einnig (þeir hafa til þessa frábeðið sér erlendar herstöövar) eða banda- menn þeirra i Nató einnig. Þá er á það bent aðhægt væri að draga úr sovésku hættunni með þvi að hafa flugvélamóðurskip stöðugt til staðar á Norður-Atlantshafi, en ekki virðast höfundar skýrsl- unnar hrifnir af þeirri lausn sökum þess að hún myndi út- heimta byggingu nýrra flugvéla- móðurskipa sem kosta myndu morð fjár, eða hálfan tiunda mil- jarð dollara, samkvæmt útreikn- ingi skýrsluhöfunda. 11! i *1 • I ^4 l*» V’ , '. ,ý'. ÍL , < ■ chevette Þú mátt kalla hann hvað semþúvilt! Þaö má Kalla hann fólksbíl: Þaö fer mjog vel um fjóra fullorðna menn i Chevefte Auk þess er pláss fyrir mikinn farangur Chevelfe er vel bú- mn til oryggis og þæginda. og ódýr i rekstri eins og fjölskyldubilar eiga aö Þaö má kalla hann stationbíl: — vegna þess, sem hann hefur aö geyma að huröarbaki Opnaöu aftur- huróina. leggöu niður sætisbakiö og þarna er pláss fyrir húsgogn. hljóó- færi, garöáhöld, reiöhjól, pða frysti- kistutylli af matvörum. Þaö má kalla hann sportbíl: — þó ekki væri nema vegna rennilegs utlits En 1256 cc vélin eykur enn á spenn- inginn um leiö og hun er ræst — og svo skutlar hun manni upp i 100 km á 15.3 sek. Chevette er léttur í stýri og liggur vel'á vegi En enginn bensin- hákur nema siður sé. Chevette frá Vauxhall er nafniö, en þú getur kallaö hann hvaö sem þú vilt: fjölskyldubíl, flutningabíl eöa spennandi sportbíl. ^Véladeild M Sambandsins Ármúla 3 Reykjavik Simi 38900

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.