Þjóðviljinn - 02.07.1977, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 02.07.1977, Blaðsíða 13
Laugardagur 2. jiílí 1977 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 13 Dagskrá um Hermann Hesse á aldarafmæli hans: Skáld óðs og innsæis Hermann Hesse i kvöld verður f lutt í út- varpi dagskrá um þýska skáldið Hermann Hesse, en Kristján Árnason sér um gerð hennar og stjórnar flutningi. Hermann Hesse er fæddur i Wiirtemberg árið 1877. Foreldr- ar hans voru trúboðar og höfðu viða farið, og á æskuheimili Hesse var þvi mikið um áhrif framandi menningarsvæða, tónlistariðkun og guðsótti. 1881- 86 bjuggu foreldrarnir i Basel, en fluttust þá til Þýskalands og þar var Hesse settur til mennta og átti að verða guðfræðingur. Hann lauk þó ekki þvi námi, en sneri sér að ýmsum störfum sem til féllu og gerðist að lokum bóksali, en það starf gaf honum færi á að leggja rækt við lestrar- og menntalöngun sina. Fyrstu bækur Hesse voru ljóðabækur og fyrst með skáld- sögunni Peter Camenzind vakti hann á sér athygli, en hún kom út 1904. Árið 1911 ferðaðist Hesse til Indlands og sér merki þeirrar ferðar i mörgum verka hans siðar. Heimkominn settist hann að i Bern. Þegar fyrri styrjöldin skall á vakti Hesse á sér athygli I Þýskalandi með frægri ritgerð, „O, Freunde, nicht diese Töne,” þar sem hann fordæmdi striðið og uppskar hann mikla óvild fyrir vikið. Sú óvild er talin hafa enst Hesse meðal þjóðverja fram yfir seinni styrjöld. Ár fyrra striðsins voru Hesse á margan hátt afar erfiður timi, og er skáldsagan Demian talin fyrsta merkið um að rofa taki til hjá höfundinum að nýju, en hún birtist 1917 undir dulnefni. Af öðrum bókum Hesse skulu hér taldar hinar helstu, sem skara fram úr i verki hans: Siddharta, 1931, sem er um indversk efni, Steppenwolf, sem út kom 1927, Der Kurgast og Die Nörnbergerreise. Enn má nefna Narziss und Gold- mund, sem fjallar um ólik lifs- viðhorf hugsuðar og meinlæta- manns og hins heimsvana iista- manns á hinn bóginn og loks Das Glasperlenspiel, sem út kom 1943 i Sviss og er talið krist- alla öll helstu þemu skáldskap- ar og lifsviðhorfs Hesse. Laugardagur 7.00 Morgunútvarp , Veöur- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10 Morgunleikfimi kl. 7.15 og 8.50. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00, Morgunbæn kl. 7.50 Morgunstund barnanna kl. 8.00: Arni Blandon heldur áfram að lesa „Staðfastan strák” eftir Kormák Sig- urðsson (6). Tilkynningar kl. 9.00. Létt lög milli atriöa. óskalög sjúklinga kl. 9,15: Kristin Sveinbjörnsdótir kynnir. Barnatimikl. 11.10: Kaupstaðir á Islandi: Keflavik. Agústa Björns- dóttir stjórnar timanum. Efni tóku saman og flytja Gylfi Guðmundsson, Ragn- ar Guðleifsson og fleiri. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.30 Laugardagur til lukku Svavar Gests sér um síö- degisþátt i tali og tónum. (Inn i hann falla iþrótta- fréttir, almennar fréttir kl. 16.00 og veðurfregnir kl. 16.15). 17.00 Létt tóniist. 17.30 Rimur af Svoldarbar- daga eftir Sigurð Breið- fjörð, — V. þáttur.Hallfreö- ur Orn Eiriksson cand. mag. kynnir. Guðmundur Ólafsson og Pétur Ólafsson kveða. 18.00 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Allti grænum sjó.Stolið, stæit og skrumskælt af Hrafni Pálssyni og Jörundi Guðmundssyni. 19.55 Pianósónata I es-moli eftir Paul Dukas.Francoise Thinat leikur 20.40 Skáld óðs og innsæis. Kristján Arnason talar um Hermann Hesse á aldaraf- mæli hans. Lesið verður úr ritum skáldsins i bundnu og óbundnu máli, þ.á m. „Draumljóð”, smásaga i nýrri þýðingu eftir Hrefnu Beckmann. 21.30 Hljómskálatónlist frá útvarpinu I Köln. Guðmund- ur Gilsson kynnir. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Danslög. 23.55 Fréttir. Dagskrárlok. Sprengíng í kjamorku- úrgangí tyrir 20 árum Talin hafa orðið í Uralfjöllum sunnanverðum — hundruð manna sögð hafa farist LUNDÚNUM 30/6 Reuter — Sovéski andófsmaðurinn Sjores Medvedef, sem nú býr i Lundúnum, lagði i dag fram sönnunargögn fyrir þvi að gifur- leg kjarnorkusprenging af völdum slysni hefði orðið i Sovét- rikjunum seint á árinu 1957 eða snemma árs 1958. Telur Medve- def að sprengingin hafi orðið i úr- gangi frá kjarnorkuverum, sem grafinn hafi verið i jörð, og að hundruð manna hafi dáið úr geislunarsjúkdómum af völdum sprengingarinnar, sem mengað hafi um 2400 ferkilómetra svæði. Medvedef hélt þessu fyrst fram i fyrra, en margir vestrænir visindamenn tóku þá litið mark á fullyrðingu hans,og Sir John Hill, forseti bresku kjarnorkumála- stofnunarinnar, kallaði þetta rugl eitt og staðleysu. Siðan hefur Medvedef farið rækilega gegnum fjölda sovéskra blaða um visindamál, sem komið hafa út siðan 1958, og fundið þar margt, sem hann telur renna stoðum undir fullyrðingu sina. Hann telur að sprengingin hafi orðiö i sunnanverðum úralfjöllum, milli borganna Tseljabinsk og Sverd- lovsk. Sovéskur lifeðlisfræðingur Lev Túmerman, sem fluttist til tsraels 1972, hefur sagt að Medve- def hafi á réttu að standa. Segist Túmerman hafa verið þarna á ferð 1960 og séð þá vegaskilti með aðvörunum um geislunarhættu. í einu sovésku visindaritanna, sem Medvedef tók til athugunar, er fjallað um tvö ónefnd stöðu- vötn, annað hálfan fimmta ferkilómetra að stærð en hitt rúmlega ellefu ferkilómetra. Er fjallað um áhrif kjarnorku- geislunar á lif I þessum vötnum og svo látið heita að þarna hafi verið um tilraun að ræða. En Medvedef segist eiga erfitt með að trúa þvi, að nokkur með réttu ráði myndi geislamenga tvö svo stór stöðuvötn einungis i tilrauna- skyni. 1 öðrum blöðum er fjallað Framhald á bls. 14. Fullkomin fuglahræöa Breskt fyrirtæki hefur búið til nýja fuglahræðu, sem á að fæla fugla frá ökrum með virkari hætti en áður hefur þekkst. Hræðan er sett á stálstöng. A henni snýst þriskipt málmplata, og á hverja hlið hennar eru dregnar útlinur fugls á flugi. Hræðan snýst fyrir vindi og getur þásýnstsem aðþar sé fugl á flugi þar sem hún stendur. Fugls- myndin er úr hvitu endurskins- efni og áhrifin af henni breytast með ljósstyrk og „flughraðinn” breytist með vindstyrk. Arangur- inn á að verða sá, að fuglar ná- lægt ökrunum skelfist nærveru ókunnugs fugls og fljúgi á brott skelkaðir. *á T !■ ib V i fr r-Traua ! 2 Auglýsing um breytingu á auglýsingu nr. 132/1974 um íslenska stafsetningu 9. gr. auglýsingarinnar orðist svo: a) Þjóðheiti, nöfn á ibúum landshluta (héraða, hreppa, borga og kaupstaða) nöfn á mönnum kenndum við bæi og forfeður, svo og nöfn á ibúum heimsálfa skal rita með stórum staf t.d. tslendingur, Austfirðingur, Keldhverf- ingur, Reykvikingur, Seyðfirðingur Stokkseyringur Odd- verjar, Sturlungar, Knýtlingar, Evrópumenn, Amerfkan- ar. b) Hátiðanöfn skal þvi aðeins rita meö stórum staf að fyrri hluti þeirra sé sérnafn t.d. Margrétarmessa, Þor- láksmessa o.s.frv. c) Um viðurnefni og nokkur önnur orð, samsett á sama hátt, gildir sama regla og um hátiðanöfn, t.d. (Helgi) Hundingsbani, Hólsfjallahangikjöt, Vernerslögmál o.s.frv. Viðurnefni leidd að staðanöfnum skal einnig rita með stórum staf ef þau eru nafnorð, t.d. (Þorvaldur) Vatnsfirðingur, (ÞÓrður) Hitnesingur, (Einar) Þveræ- ingur, (Ormur) Svinfellingur o.s.frv. Um viðurnefni al- mennt, sjá 10. gr. og hátiðanöfn, 15. gr. 10. gr. verði þannig: Viðurnefni skal rita með litlum staf (sbr. þó Um stóran staf9. gr. c-lið) t.d. (Ari) fróði, (Jón) lærði, (Auðun) vest- firski o.s.frv. • 11. gr. verði þannig: a) Þjóðflokksheiti skal rita með litlum staf, t.d. mongóli, indiáni, germani, slafi. b) Tungumálaheiti og nöfn á mállýskum skal rita með litlum staf, t.d. islenska, vestfirska, jóska. 12. gr. verði þannig: a) Nöfn á fylgismönnum stefna, jafnt stjórnmálastefna sem annarra, svosem nöfn á fylgismönnum einstakra for- ystumanna skal rita með litlum staf, t.d. framsóknarmað- ur, sjálfstæðismaður, alþýðuflokksmaður, sósialisti, guö- spekingur, nýguðfræðingur, stalinisti, hitlerssinni, maó- isti, gaullisti o.s.frv. b) Nöfn trúflokka og fylgismanna þeirra skal rita meö litlum staf, t.d. múhameðstrú, múhameðstrúarmaður. kristin trú, kalvinstrú, húgenotti, o.s.frv. Auglýsing þessi öðlast þegar gildi. Hafa skal hliðsjón af á- kvæðum 42. gr. aö því er varðar heimild til að nota kennslubækur með fyrri stafsetningu. I menntamálaráðuneytinu 28. júni 1977 Vilhjálmur Hjálmarsson Birgir Thorlacius. Lausar kennarastöður á Sauðárkróki Kennarastaða við Barnaskólann. Upplýsingar gefur skólastjórinn, Björn Björnsson, simi 5254. Kennarastaða við Gagnfræðaskólann. Kennslugreinar þýska og islenska. Upplýsingar gefur skólastjórinn, Friðrik Margeirsson, simi 5219. Umsóknir sendist til formanns skóla- nefndar Guðjóns Ingimundarsonar, sem einnig gefur upplýsingar, simar 5173 eða 5226. íslenska járnblendifélagið hf. flytur skrifstofu sina úr Lágmúla 9, Reykjavik, að Grundartanga i dag, iaugardaginn 2. júli 1977. Póstfang: íslenska járnblendifélagið hf. Grundartangi, Skilmannahreppur 301 AKRANES Simi: 93-1092

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.