Þjóðviljinn - 02.07.1977, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 02.07.1977, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 2. júll 1977 Dansinn dunar I samkomuhúsi Flateyinga. Harmonikkuleikari er Baldur óskarsson mffl ! WWm' - , l& mBBBT ■/ - & * \ wm i a j í Breiðafjarðareyjum Stigift um borð I Baldur eftir heimsókn I Svefneyjar. Dagana 25. og 26. júní sl. heimsótti Alþýðubanda- lagið á Vestfjörðum Breiðaf jarðareyjar. Gist var í Flatey um nóttina. Allflestir voru i tjöldum, en nokkrir fengu húsaskjól í Vertshúsinu/ sem svo er nefnt. Þátttakendur i þessari heim- sókn voru svo margir a6 tvö skip þurfi til aö flytja þá alla út i Flatey. Fyrri dag heimsóknarinnar var fariö i skoðunarferö um Flatey og rifjað upp ýmislegt úr sögu staðarins. Leiðsögumenn á ferð okkar um eyna voru Kjartan Ólafsson og Guðmundur Ólafs- son, liffræðingur, sem hefur búið i Flatey nú um nokkurra ára skeið. Aö kvöldi laugardagsins var haldinn dansleikur I samkomu- húsinu og tóku þátt i honum, af miklum móð, jafnt ungir sem Jón Dalbú Agústsson, sldpstjóri á flóabátnum Baldri, sagði að þetta væri ágætisfólk að flytja. aldnir. Lengst af var leikið fyrir dansinum á eina harmonikku, svo sem tiðkaðist viðast hvar hér áð- ur og fyrr. En þegar liða tók á nóttina skriðu eyjaskeggjar fram úr fylgsnum sinum og héldu uppi skemmtun til klukkan átta eða hálf niu um morguninn. Þeir mættu til leiks með heila hljóm- sveit og léku af mikilli snilld. Þvi miður varð sú er þetta ritar ekki þeirrar ánægju aðnjótandi að vera viðstödd þessa skemmtun, en að annarra sögn var hér um stórmerkilegan viðburð að ræða. A sunnudagsmorguninn var lagt upp i siglingu um Breiða- fjöröinn. Klukkan niu var lagt frá bryggjunni i Flatey og stefnan tekin á Svefneyjar, sem eru rétt austan við Flatey. Þar var mann- skapurinn ferjaður i land af þeim Hafsteini Guömundssyni bónda og oddvita i Flatey og Skúla Aðal- steinssyni frá Hvallátrum. I Svefneyjum beið okkar bóndinn þar, Nikulás Jensson, og fylgdi hannhópnum á göngu um heima- eyna og greindi frá þvi, sem fyrir augun bar. Aöspuröur sagði Nikulás að þetta væri lfklega stærsti hópurinn, sem hann vissi til að hefði stigiö á land I eyjuna i einu. Að lokinni heimsókn i Svefneyj- ar var haldiö i Hvallátur. Undan- farin tvö ár hefur enginn haft þar vetursetu en á sumrin er enn búið i Hvallátrum, og var Jón bóndi Danielsson svo vinsamlegur að ganga meö komumönnum um og fræða þá um staðinn. Frá Hvallátrum var siglt að Skáleyjum og Sviðnum, en þar er ekki búiö lengur. Að svo búnu var haldið til baka, siglt hjá Hergilsev og komið aftur til Flateyjar á sjötta timanum. t þessari mjög svo skemmti- legu sjóferð urðu menn margs visari, þvi aðalleiðsögumaður hópsins, Kjartan Ólafsson rit- stjóri, var óspar á að miðla um flest það, sem gaf aö lita i ferð- inni. Aö kvöldi sunnudagsins var haldið aftur til Brjánslækjar, þar sem rútur og annars konar bilar biðu þess að flytja hvern til sins heima. Allir þátttakendur þessarar Breiðafjarðarheimsóknar voru á einu máli um það að hún heföi verið sérstaklega vel heppnuð og skemmtileg. Það er margt aö sjá og fræðast um I Flatey Jón Hákonarson, örlygshöfn. Jón Hákonarson, Gjögrum: „Ljómandi gott fólk” „Mér finnst þetta ferðalag ljómandi skemmtilegt, margt að sjá og fræðast um, og leiðsögn prýðileg”, sagði Jón, þegar við hittum hann að máli um borð i Baldri i siglingunni um Breiða- fjörðinn. Jón sagðist aldrei hafa komið i land i Flatey fyrr. Við spurðum hann hvort hann hefði verið á ballinu og sagði hann svo vera og að hann hefði skemmt sér mjög vel. Hann kvaðst aldrei hafa farið i svona ferð fyrr, en að fenginni reynslu myndi hann hik- laust fara aftur, þetta væri svo „ljómandi gottfólk að vera með”. Bjarney Fridriksdóttir, Tálknafiröi: „Gódur andi og gott fólk” Bjarney Friöriksdóttir, Tálkna- firði. Það, sem mér hefur fundist ánægjulegast við þessa ferö er hversu gott fólk er hér saman- komið og góður andi rikjandi sagði Bjarney þegar við inntum hana eftir þvi. Hún sagðist hafa farið i allar þrjár ferðir Alþýöubandalagsins á Vestfjörðum og að þessi væri sú albesta, einkum vegna þess aö hún væri rólegri og fólkið hefði betra tækifæri til aö vera saman. Einnig sagði Bjarney, að sér fyndist ferðin afar vel skipulögð og það heföi vissulega mikið að segja. Hún fræddi okkur enn- fremur á þvi að þátttakendur frá Tálknafirði væru 23 eða rúm 8% allra ibúa þar. Laugardagur 2. júli 1977 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9 Guðni Einarsson, stýrimadur, Sudureyri: „Fer örugglega aftur” Þvi miður hef ég ekki áður farið i sumarferð Alþýðubandalagsins en ég mun alveg tvimælalaust fara aftur, sagði Guðni Einars- son, stýrimaður, Suðureyri, þegar við tókum hann tali. Mér likar þessi ferð að öllu leyti mjög vel. Mér finnst skipulagið með ágætum og staðirnir, sem heimsóttir hafa verið, mjög áhugavekjandi. Það sem ekki sist gefur svona ferðum gildi er að i þeim kemur saman alls konar Indriði, bóndi á Skjaldfönn: „Madur fer med sínu fólki” Guðni Einarsson, Suðureyri. fólk á öllum aldri. Að minu mati er það einnig mikið atriði að ferð- irnar séu lengri en daglangt, til þessaðfólk fái meiri möguleika á að kynnast hvert öðru, sagði Guðni. „Þessir dagar hafa verið mjög ánægjuiegir, bæði vegna þess að umhverfið er heillandi og ferða- félagarnir skemintilegir," sagði Indriði þegar við hittum hann á tröppum Asgarðs rétt áður en haldið var á heimaslóöir, frá Flatey. „Mér finnst vera alveg sérstök stemmning yfir þessum gömlu húsum hér í Flatey, sem maður á ekki að venjast”. Við spurðum Indriða hvers vegna hann hefði ákveöið aö fara Indriði Aöalsteinsson, Skjaldfönn, Súðavik, sem sat á tröppunum að. i þessa ferð. Hann svaraði þvi til að hann hefði heyrt að fyrri ferðir Alþýðubandalagsins á Vestfjörð- um hefðu verið mjög vel heppn- aðar og skemmtilegar. Og svo fer maður að sjálfsögðu með sinu fólki, sagði Indriði. Þessar ferðir eru nauðsynlegar og hafa mikið og KristinMagnúsdóttir, kennari i hjá Indriöa þegar okkur bar þar félagslegt gildi. Þær skapa kynni innan hópsins og treysta böndin milli fólksins og ekki veitir af þvi i kjördæmi eins og Vestfjörðum, sem er landfræðilega þannig i sveit sett að ibúar þess, margir hverjir, hittast mjög sjaldan, sagði Indriði að lokum. Þórður Guðbjartsson, Patreks- firði. Elsti þátttakandi ferðarinnar var Þórður Guðbjartsson, 85 ára og 6 mánaða eins og hann sagði sjálfur þegar við spjölluðum við hann. Viö spuröum Þórð meðal annars hvernig honum fyndist þessi ferð. „Ferðin er listagóð og maður yngist um 50 ár”, sagði hann, „og það sem mér þykir ánægjulegast er að hafa mætt Eirikur Guðjónsson, ísafirði: „Dansaði fram á nótt” „Mér likar ferðin i alla staði mjög vel og að minum dómi hefði hún varla getað orðið betri”, sagði Eirikur þegar hann var spurður hvernig honum likaði þetta ferðalag. Hann kvaðst hafa farið i sumarferðir Alþýöubanda- lagsins áöur, t.d. I Vestfjarða- ferðina i fyrra og einnig nokkrum sinnum með Alþýðubandaiaginu I Reykjavik og alltaf likað vel. Það er sjálfsagt að hafa svona feröir sem fastan lið i flokksstarf- inu því þær stuðla án efa að betri kynnum manna á meðal og hjálpa mörgum til að losna við ákveðna fordóma, sagði Eirikur enn frem- ur. Þar fyrir utan eru þær oft mjög skemmtilegar. Dansleikur- inn i þessari ferð var t.d. sérstak- Þórður Guðbjartsson: „Yngist um 50 ár” öiium sem gömlum og góðum kunningjum”. Þórður er fæddur og uppalinn við Breiðafjörðinn. Hann sagðist hafa farið úr eyjunum fyrir 70 ár- um og aðeins komið einu sinni, augnablik, i Flatey siðan. Við spurðum hann þvi hvernig honum þætti að koma aftur i eyjarnar eftir öll þessi ár. „Ég hefði aldrei átt að fara héðan”, sagði Þórður, „en það, sem mér finnst lang- verst er mannfæðin i eyjunum”. Um aldamótin voru hér 500 manns og fjórar verslanir, en nú búa hér innan við 50 manns og engin er verslunin. „Ég vil gera Flatey að þjóögarði og gera allt til þess að auðvelda fólki að dvelja þar i þeim tilgangi að færa lik i Breiðafjörðinn á nýjan leik”, sagði Þórður enn fremur. Þegar viö inntum hann eftir þvi hvernig honum likaði að vera með unga fólkinu sagði hann: „Ég dái æsk- una og það fer allt eftir þvi hvern- ig við höldum á henni. Ég vona að þessi ferð veröi til þess aö unga fólkið skilji betur ágæti Breiða- fjarðarins og geri sér grein fyrir hversu þýöingarmikið það er fyr- ir þjóðfélagið að efla byggöina i honum. Maður getur búist við aflaleysi og atvinnuleysi og þá er gott að vera i eyjunum og hafa nóg af öllu,” sagði Þórður aö lok- um. Eirikur Guðjónsson, tsafirði. lega skemmtilegur, enda dansaði ég af miklu fjöri langt fram eftir nóttu, sagöi Eirikur að lokum. Brynjólfur Bjarnason, Reykjavik: „Aldrei komið í Flatey fyrr” Meðal þeirra, sem við hittum i ferðinni var Brynjólfur Bjarna- son fyrrum ráðherra. Hann sagð- ist aldrei hafa komið á þessar slóðir fyrr og þvi hefði hann á- kveðiðað nota þetta tilvalda tæki- Brynjólfur Bjarnason. færi til þess að heimsækja Breiðafjarðareyjar. Hann kvaðst vera mjög ánægður með ferðina og aðspurður um gildi slikra ferða sagði Brynjólfur að það fæl- isteinkum i þvi að stofnað væri til nýrra kynna og að fólkið þjappað- ist betur saman. Jóhanna Thorarensen, bústýra, Gjögri, Ströndum og Maria Játvarðsdóttir, Miðjanesi, Reykhólasveit: „Eflir samhug og opnar flokkinn” Jóhanna Thorarensen og Maria Játvarðsdóttir voru báðar i sinni fyrstu ferð af þessu tagi, og sögð- ust vera mjög ánægðar með hana. Svona ferðir efla samhuginn og opna lika flokkinn, sögðu þær, þegar við spurðum hvort þær álitu að ferðir eins og sú, sem við vorum i hefðu eitthvert gildi fyrit Alþýðubandalagið. Fólk fær möguleika á að kynnast, og utan- flokksfólk, sem tekur þátt i ferð- inni, losnar við ýmsa fordóma, I Maria Játvarðsdóttir, Miðjanesi (t.v.), og Jóhanna Thorarensen, Gjögri (t.h.). sagði Jóhanna. Enn frentur sagði hún að sér fyndist Kjartan frábær leiðsögumaður og það hefði ekki svo litið að segja. „Ég myndi við fyrsta tækifæri fara aftur i svona ferðalag ef ég ætti þess nokkurn kost”, sagði Jóhanna. Þegar við spurðum Mariu hvað hún vildi segja okkur um ferðina sagöist hún sjá fyrir sér allar Breiðafjarðareyjarnar f byggð aftur iðandi af lifi. „Það verður að efla lifið i eyjunum,og það eru takmarkalausir möguleikar á at- vinnuuppbyggingu hér”, sagði Maria. Margrét Fridriksdóttir, Bíldudal: „Skemmtilegast að sigla með Hafsteini oddvita” „Ég er búin að skemmta mér alveg ljómandi vel. Þetta er i fyrsta sinn, sem ég kem i Breiða- fjarðareyjar og mér finnst ákaf- lega fallegt hér”, sagði Margrét. I Þegar við spurðum hana hvað henni hefði þótt skemmtilegast i ferðinni til þessa, sagði hún það vera að sigla með Hafsteini Guð- mundssyni, oddvita i Flatey, á bátnum hans.Bliðfara, frá Svefn- eyjum i Hvallátur. Margrét Friðriksdóttir, Bildudai

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.